Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 8
 ÚR SÖGU heimsins - fyrsta hluta eftir Mel Brooks KENIMETH Williams í hlutverki Cesars í Áfram Cleó Frá dögum þöglu myndanna hefur kvikmyndageró- armenn lenqt eftir aó gæóa rómverska heimsveldió nýju lífi. A breiótjaldinu birtust Ijóslifandi fornar hetjur sem áóur voru nöfnin ein. Aóur en talmyndir komu til sögunnar voru bíómyndir geróar fyrir aug- aó fremur en eyraó. Heimur fornaldar var kjörió sögusvió fyrir leikmyndahönnuói og leikstjóra. BIBLÍUMYNDIR svokallaðar áttu snemma miklu fylgi að fagna. Biblíumyndir voru jafnan stórmyndir. Á árum áður þótti kvikmyndagláp ekki góð latína. Á hinn bóg- inn öðluðust bíómyndir aukna virðingu þegar fram- leiðendur sneru sér að svo dyggðugu yrkis- efni sem biblíusögum. Oftast voru Rómveij- ar verstu illmenni í helgisögum þessum og vörpuðu söguhetjunum fyrir ljónin í næsta hringleikahúsi. Áðalsögupersónur í þessum stórmyndum voru, formsins vegna, fremur ungmennafélagslegar og einstrengingsleg- ar; oftast var meira gaman að hinum spilltu og litríku Rómverjum. Helgisagnaritarinn De Mille Biblíumyndir voru ær og kýr leikstjórans Cecils B. De Milles. Frægustu myndir sínar gerði leikstjórinn á þriðja áratugnum, Boð- orðin tíu (The Ten Commandments) og Konung konunganna (King of Kings). Einn- ig leikstýrði De Mille stórvirkinu Kleópötru árið 1934. De Mille endurgerði Boðorðin tíu árið 1956. Lék Charlton Heston Móse spá- mann. Var sú mynd svanasöngur biblíu- myndanna. Árið 1985 lék Richard Gere Davíð konung í samnefndri kvikmynd. Mart- in Scorsese gerði hina umdeildu mynd, Síð- ustu freistingu Krists, árið 1988. Hinum ágæta leikara Willem Dafoe brást bogalistin í hlutverki frelsarans og Gere var ekki tign- arlegur í gervi Davíðs. Ef til vill hæfðu hlut- verk þessi betur kvikmyndastjörnu af gamla skólanum. Charlton Heston var hins vegar sestur í helgan stein. Scipio Af ricanus býóur ósigur ítalska einræðisherranum Benito Mussol- ini var margt til lista lagt. Foringinn var ágætur fiðluleikari, rithöfundur og leikrita- skáld. Einnig var hann mikill kvikmyndavin- ur og hafði sérstakt dálæti á Gög og Gokke. Mussolini skrifaði gott kvikmyndahandrit um átrúnaðargoð sitt Napóleón. Handritið var kvikmyndað í Þýskalandi árið 1935. ítal- ir reistu stærsta kvikmyndaver Evrópu, Cinecitta, að tilstuðlan foringjans. Mussolini réðst á Abyssíníu árið 1935. Má rekja tilurð stórmyndarinnar um Scipio Africanus til þessa stríðs. Scipio réð niður- lögum Púnveija í lok þriðju aldar f.Kr. Hlaut hann viðurnefnið Africanus er hann sigraði Hannibal í orrustunni við Zama árið 202 f. Kr. Var Mussolini mikið í mun að sýna fram á að ítalir ættu sögulegt tilkall til Afríku. Sonur foringjans, Vittorio, var fenginn til að framleiða myndina, enda mátti herinn í Abyssíníu vart lengur við fulltingi sonarins. EFTIR JÓNAS KNÚTSSON RÓM endurbyggð - leikmynd úr Falli og hruni rómverska heimsveldisins RAMON §81« , i Æ.... ?■■■... V*v 1 p V • 11] * l ^ ’ 1 * 1 Mr ' • |»4.‘ J |t / LEITAÐ FANGA V 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.