Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 9
STEVE Reeves í hlutverki Herkúlesar Novarro og Francis X Bushman í frægum kappakstri f fyrstu Ben Húr myndinni Sá lét smíða 100 rómverskar galeiður. Tólf þúsundir ítalskra hermanna fengu hlutverk í myndinni. Þúsund líbanskir hirðingjar voru neyddir til að leika Karþagómenn í orr- ustunni við Zama. Áttu þeir fótum fjör að launa því að ítölsku dátarnir lifðu sig inn í hlutverk sitt af miklum eldmóði. Stórmynd- in kostaði tuttugufalt andvirði venjulegrar myndar. Sá var galli á gjöf Njarðar að margir leikarar báru úr á úlnliðnum. Einnig gaf að líta símastaura í bakgrunni orrustunnar við Zama. Myndin gekk fyrir tómum húsum, líkt og afkomendum Rómveija hefndist fyr- ir að Karþagó skyldi hafa verið lögð í eyði. Ben Hur Ben Hur var ein mesta stórmynd allra tíma. Sagan segir frá Gyðingi einum sem Rómverjar leika grátt. Myndin var gerð árið 1926. Hjartaknosarinn Ramon Novarro lék aðalhlutverk. Voru konur svo hugfangn- ar af goðinu að þær tóku vart eftir hinni íburðarmiklu leikmynd myndarinnar. Ben Hur var síðan endurgerð árið 1959. Lék Charlton Heston söguhetjuna að þessu sinni. Slíkar stórmyndir hafa ekki sést í áratugi. Ástæða þessa er að hluta til sú að kostnaður við gerð venjulegra mynda hefur hækkað upp úr öllu valdi. Framleið- endur hafa veigrað sér við því að ráðast í Draba gerð stórmynda í anda gömlu Hollywood- myndanna. Hverl er feróinni heitió? Quo vadis (Merkir „Hvert ferðu“ á latínu) var dæmigerð Rómverjamynd. Myndin er næstum þijár klukkustundir að lengd og stór í sniðum. Skáldsagan var fyrst kvik- mynduð árið 1912, síðan árið 1924 og loks árið 1951. Segir þar frá herforingja einum í her Nerós keisara sem fellir hug til kris- tinnar stúlku. Myndina prýddi mikill stjörnufans; var ekkert sparað til gerðar hennar. Aðrar frægar Rómveijamyndir eru Merki krossins (The Sign of the Cross), Síðustu dagar Pompeiborgar (The Last Days of Pompeii) Klæði Krists (The Robe) Andrókles og ljónið (Androcles and the Lion) Silfurkaleikurinn (The Silver Chalice) og Mark heiðingjans (The Sign of the Pagan). Engin tilviljun er að stórmyndir af þessum toga voru framleiddar á nýjan leik um miðj- an sjötta áratuginn. Hinn skæði óvinur, sjón- varpið, hélt innreið sína á öll heimili, fyrst í Bandaríkjunum, síðan í Evrópu. Bíógestum fækkaði óðfluga. Framleiðendur urðu að láta krók koma á móti bragði. Mótleikurinn var sá að framleiða fyrirferðarmiklar stór- myndir í anda þöglu myndanna. Ljóóraenir Rómverjar Helsti galli þessara mynda var sá að hand- ritshöfundar tóku sér óhóflegt skáldaleyfi. Sjaldan hefur heyrst þvílík skrúðmælgi og hátíðlegri orð vart hrotið af vörum nokkurs lifandi manns. Ræðuskörungar fornaldar gátu vissulega samið flúraða texta en hið hálfa væri nóg. í Rómveijamyndum talar hver ambátt eins og lesið sé upp úr ungæðis- legri ljóðabók á dögum rómantísku stefn- unnar. Söguhetjan heldur langa ræðu við minnsta tilefni og gerist málglöð úr hófi fram. Oft töfðu búningasýningar og alls kyns pijál framvindu myndanna. Söguper- sónur féllu í skuggann á pompi og prakt. Hriktir ■ stoóum Rómaveldis Kvikmyndir af þessum toga guldu mikil afhroð á sjöunda áratugnum. Árið 1960 gerði leikstjórinn Stanley Kubrick Spartac- us. Lék Kirk Douglas uppreisnarmanninn og strokuþrælinn. Árið 1962 lék Elizabeth Taylor Kleópötru drottningu og eiginmaður hennar Richard Burton Markus Antóníus. Myndin hlaut vonda dóma og dræma að- sókn. Þess ber að gæta að leikarahjónin voru frægustu kvikmyndastjörnur veraldar er stórmynd þessi var gerð. Gagnrýnendur töldu myndina dýrustu mistök kvikmynda- sögunnar. Þekktustu ummælin voru höfð eftir Charles nokkrum Addams. „Ég kom bara til að sjá höggorminn.“ Rómverska heims- veldió snýr aftur Samuel Bronston framleiddi ekki margar kvikmyndir. Aftur á móti var hann upphafs- maður margra stórmynda, til að mynda E1 Cid og Fimmtíu og fimm dagar í Peking (55 Days in Peking). Mynd hans Hrun róm- verska heimsveldisins (The Fall of the Ro- man Empire) var síðasta Rómverjamyndin sem bar nafn með rentu. Var leikmynd og kvikmyndataka til fyrirmyndar og margt til að gleðja augað. Segir þar frá hruni Róma- veldis að Markúsi Árelíusi keisara gengnum. Nafn myndarinnar dregur dám af verki breska sagnaritarans Edwards Gibbons Saga hnignunar og hruns Rómaveldis (The History of the Decline and Fall of the Ro- man Empire). Að öðru leyti á myndin lítið skylt við rit Gibbons. Dýró Grikkja og veldi Rómverja Heimur Forn-Grikkja hefur mun sjaldnar orðið kvikmyndagerðarmönnum að yrkis- efni. Grisku harmleikina eftir Sófókles, Evrípídes og Æskylos töldu framleiðendur of torræða, e.t.v. með réttu. Engilsaxnesku stórveldin, fyrst Bretar, síðar Bandaríkja- menn, litu á sig sem arftaka hins rómverska heimsveldis. Lá því beint við að gera Róm- veijum og Grikkjum skil í kvikmyndum. Velski leikarinn Richard Burton lék Alex- ander mikla í samnefndri mynd árið 1956. Fillipus Makedóníukóng lék Frederic March. Síðar meir reit Mary Renault frábæran þrí- leik um þennan unga stríðsmann sem lagði heiminn að fótum sér. Þær bækur hafa því miður aldrei orðið að bíómynd. Árið 1962 var gerð mynd um orrustuna við Lauga- skarð, 300 Spartveijar (300 Spartans). Arið 480 fyrir Krist vömuðu þijú hundruð Spart- veijar undir forystu Leónídesar her Xerxes- ar Persakonungs Laugaskarð og börðust til síðasta blóðdropa. Símónídes frá Cenos orti frægan kviðling um hina föllnu kappa: Flyt heim til Spörtu þá frep, þú ferðalangur, að trúir löpnum hvílum við hér hjúpaðir gróandi mold. (Þýðing Helgi Hálfdanarson) Skáldið, rithöfundurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Pier Paolo Pasolini kvik- myndaði Medeu eftir Evrípídes. Lék óperu- söngkonan María Callas aðalhlutverk. Arið 1972 var leikrit Evrípídesar Tróju- konurnar kvikmyndað. Aðalhlutverk léku Katharine Hepburn, Irene Papas og Va- ’ nessa Redgrave. Fékk myndin lítinn hljóm- grunn meðal áhorfenda. Leikrit Sófóklesar um Ödípus konung hefur þrívegis verið fest á filmu. Árið 1953 kvikmyndaði breski sviðsleikstjórinn Tyrone Guthrie leikritið í Kanada. Árið 1967 gerði Pasolini bíómynd um ógæfuprinsinn þar sem hann studdist við Ödípus konung og annað leikrit Sófóklesar um sama efni, Ödípus frá Colonus. Þriðja myndin eftir verkinu var gerð á Bretlandi ári síðar. Lék Kanadamaðurinn Christopher Plummer Ödípus. Kvikmyndagerðarmenn hafa ekki látið sjálfan Hómer í friði. Árið 1954 lék Kirk Douglas hina argversku prýði Ódysseif. Myndin var brokkgeng en Douglas sómdi > sér vel í hlutverki hins goðumlíka Ódys- seifs. Myndin sýndi að kviður Hómers hafa lítið látið á sjá þótt þær séu nokkuð komnar til ára sinna. Bandarísk sjónvarpsstöð hefur látið gera nýja útgáfu af Ódysseifskviðu. Kvað mynd- in vera nokkuð lakari en frumtextinn. Árið 1955 gerðu Bandaríkjamenn mynd- ina Helenu af Tróju. ítalska leikkonan Ross- ana Podesta lék Helenu fögru. Þóttu orr- ustuatriði myndarinnar mikilfengleg en samtöl fremur stirð. Var talið harla ólíklegt að handritshöfundar þessarar myndar væru ' afkomendur Hómers. Grettir hinn gríski Aflraunamaðurinn og hálfguðinn Herakles hefur lengi átt hug og hjarta áhorfenda. Á sjöunda áratugnum voru fjöldaframleiddar á Ítalíu myndir um þrautir kappans. Kraftajöt- unninn Steve Reeves lék í samnefndri mynd árið 1959 og fylgdi hver framhaldsmyndin á fætur annarri. Myndir þessar fengu viður- nefnið sandalastórmyndir og áttu miklu fylgi að fagna um heim allan. Ekki var mikla klass- íska fágun að fmna í Heraklesarmyndunum eins og sum nöfnin bera e.t.v. með sér: „Her- kúles berst við syni sólarinnar", „Herkúles berst við geimskrímslin“ o.s.frv. Heraklesar- myndirnar lognuðust brátt út af. Sonur Seifs var hins vegar ekki dauður úr öllum æðum. Árið 1970 lék engin annar en Amold Schwarzenegger Herkúles undir listamanns- nafninu Arnaldur sterki (Arnold Strong). Mynd þessi er merkileg fyrir þær sakir að hún er enn vitlausari en fyrri myndimar, og er þá mikið sagt. Lou Ferringo, sem gerði garðinn frægan sem Jötunninn ógurlegi, brá sér í gervi Heraklesar í tveimur myndum á níunda áratugnum. Þótti þá nóg komið. Aft- ur á móti snýr Herakles aftur í teiknimynda- formi von bráðar. Stendur Walt Disney-sam- teypan að þeirri mynd. Franski fjöllistamaðurinn Jean Cocteau gerði grísku þjóðsögunni um Orfeus skil í myndinni Orphée og framhaldsmynd, Vitnis: burði Orfeusar (Le Testament dOrphée). í myndinni Svartur Orfeus (Orfeu negro) er - sögusvið hins vegar kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro. Shakespeare iRóm Harmleikur Shakespeares um Júlíus Ses- ar hefur tvisvar verið festur á filmu. Árið ^ IJA ROMVERJUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.