Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 16
YFIRLITSSÝNING Á VERKUM SVERRIS HARALDSSONAR Á HULDUHÓLUM í MOSFELLSBÆ ÚR Mosfellssveit, málverk frá 1970. Margbrotin ævi sérstæðs málara SÝNISHORN úr ævistarfi er heiti yfirlitssýningar á . verkum Sverris Haraldssonar sem verður opnuð í dag að Hulduhólum í Mosfellsbæ. Sýn- ingin er sam- starfsverkefni Gallerís Huldu- hóla og Mosfells- bæjar og er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 10 ára afmæli bæjarins. Sýningin spannar allan æviferil listamannsins, allt frá því hann bjó tólf ára í Vestmannaeyjum og fram á síðustu æviár Sverris, en hann lést um aldur fram árið 1985. Síðasta stóra yfirlitssýningin á verkum Sverris var haldin á Kjarvalsstöðum árið 1973. Á sýningunni á Hulduhólum eru á annað hundrað verka lista- mannsins og fjöldi þeirra hefur ekki komið fyrir sjónir almennings áður. Olíumálverk Sverris skipa stóran sess á sýningunni en þar má einnig líta sprautumyndir, teikning- ar og skúlptúra auk bó- kakápa og auglýsinga sem Sverrir vann meðfram málaralistinni. Sverrir Haraldsson fæddist í Vestmannaeyj- um árið 1930.16 ára fór hann til náms í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík og vakti fljótt athygli fyrir leikni sína og næmt auga. Eftir tveggja ára nám i Reykjavík fór hann utan til Parísar þar sem hann dvaldi næsta árið. Sverrir tók þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis og hlotnaðist margvís heiður á ferli sínum. Fýrstu einkasýningu sína hélt hann árið 1952 í Lista- mannaskálanum í Reykjavík, þá hafði hann tveimur árum áður verið valinn til þátttöku í samsýningu á vegum Félags íslenskra myndlistamanna aðeins 18 ára að aldri. Bragi Ásgeirsson, myndlistamaður og gagnrýnandi, getur þess í grein sinni í sýn- ingarskrá að fljótlega eftir að Sverrir kom inn í íslenska list á seinni hluta fimmta ára- tugarins, hafi hann verið viðurkenndur sem eitt mesta efni sem fram hafði komið, nán- ast undrabam. Lýsir hann Sverri sem „ein- um mesta og sérstæðasta hæfileikamanni sem íslensk þjóð hefur alið á þessari öld“. Fyrstu verk Sverris voru naturalísk. Hann reyndi um tíma fyrir sér í kúbisma og abstraksjón, vann hálf-abstrakt sprautu- málverk en sneri svo aftur til hlutlægrar náttúrusýnar með súrrealísku ívafi. Sverrir var yfirburða teiknari og starfaði meðfram listinni að auglýsingagerð og hönnun bó- kakápa. Eftir hann liggur einnig mikill fjöldi teikninga. í garði heimilis hans á Hulduhól- um eru Steinblóm, skúlptúrar sem blasa við vegfarendum á leið í Mosfellsbæ þar sem þeir standa í röð í brekkunni við veg- inn. Mosfellsbær hefur nú látið gera upp verkin í tilefni sýningarinnar. Steinunn Marteinsdóttir, ekkja lista- mannsins, segir mikla vinnu búa að baki sýningunni. „Verkin koma víða að, einhver af listasöfnum en flest eru úr einkaeign og það var mikil vinna að hafa upp á þessum verkum. Þá var óskaplegur hausverkur að velja myndir sem bæði gæfu mynd af hans ferli og færu vel saman,“ segir Steinunn. Sýningin spannar margbreytilega listsköp- un Sverris og Steinunn nefnir sjálfsmyndir hans frá ólíkum tímabilum sem hún segir fróðlegt að skoða. Einkennandi fyrir verk Sverris segir Steinunn vera sterka persónu- lega tjáningu og það hvað listamaðurinn gaf mikið af sjálfum sér í verkin. „Það er mjög erfitt að setja Sverri í ákveðinn bás. Þótt hann breyti um stíla hefur hann alltaf sinn persónulega tón,“ segir Steinunn. „Ég vil mála myndir■ sem segja einhvad, hafa einhver áhrifá fólky kalla ágeóhrif Þcer mega mín vegna bæta eitthvab mann- lífió. Éghefséó fallega j; hluti breytafólki til góós. Ljótur hlutur\ Ijótt umhverfi getur á sama hátt haft nei- kvæó áhrif. “ Sverrir Horaldsson í viðtalsbók Matthíasar Johannessen, fró órinu 1977. MÓÐIRjörð, blýantsteikning frá 1979. Sverrir Haraldsson. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.