Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 5
Portret af Byron lávarði eftir George Sanders frá árinu 1807. Skáldið er hér í glæsilegum búningi að vanda og með fylgisveini sínum, Robert Rushton, sem hann játaði síðar að hafa tælt til fylgilags við sig. Portret af Byron lávarði eftir Thomas Philips. Skáldið er hér í glæsileg- um og íburðarmiklum búningi frá Albaníu og hafði keypt hann á ferð sinni til Grikklands 1809. Heimspekingurinn Hegel. Hann hefði aldrei fallist á gildi einstaklingsins sem fólgið er í Byronsritgerð Gríms. Newstead Abbey í Notthinghamshire, ættarsetur Byron-fjölskyldunnar frá tímum Hinriks VIII og þangað til skáldið seldi setrið 1817. Þess vegna hlýtur að vera guðlegur tilgangur í verkum mannanna. Skilning á honum taldi Hegel hægt að öðlast með díalektískri nálgun. Fjöldi hugsuða á þessum tíma, og þar á meðal Grímur Thomsen, var sammála Hegel um að vilji mannsins væri af guðlegum toga og knúinn af æðri máttarvöldum á einhvem hátt. Sú afstaða skapar í raun og veru rými fyrir hugmyndina um snilling, mann sem er þannig af guði gerður að hugsanir hans eða verk afhjúpa af eigin rammleik hið guðlega í veröldinni. Til þess þarf að hefja sig yfir reglur mannanna þó að siðgæði sé vissulega nauðsynlegt. Ef guð á að geta talað í gegnum þig verður frelsið að ríkja í huga þér, - þú get- ur ekki leyft þér takmörk. Og hér skilja leiðir þeirra Gríms og Kirkegaards annars vegar og Hegels hins vegar. Einmitt í þessu birtist sá einfaldandi stimp- ilvandi sem áður var á minnst. Ef viðhorf lærðra og leikra heimspekinga til Hegels, með eða á móti, eru einu nafni nefnd „hegel- íanismi“ hætta menn að leita eða sjá þá heim- spekilegu umræðu sem hefst þar sem fyrir- myndirnar og forskriftirnar hrökkva ekki til. Grímur las mikið af heimspeki og bókmenn- tum Evrópuþjóða. Hann sá og skildi þá mann- gildishugsjón sem var í brennidepli vegna hraðrar samfélagsþróunar og breyttra guðs- hugmynda. í samræmi við skilning sinn á samtímanum leitaði hann sannleikans um sjálfan sig og heiminn alla ævi eins og 19. ald- ar manni og rómantíkus bar að gera. Eitt af því sem hann gerði var að taka til greiningar tískuskáldið Byron lávarð. Það skáld sem ef til vill var dæmigerðara fyrir upplausn tim- anna en öll önnur skáld. „Einn sér verður hann að bjarga" Byron lávarður var á sínum tíma eins konar holdgervingur nítjándu aldarinnar. I persónu hans kom saman ótrúlega margt af því sem auðkenndi öldina. Hann var eins og kvik- myndastjarna á okkar dögum, - fulltrúi óþekktra nautna og rótlausra tilfinninga og viðfang óendanlegrar forvitni, aðdáunar og dagdrauma við upphaf nítjándu aldar. Hann var Leonardo di Caprio sinna tíma. I nýrri og bráðskemmtilegri ævisögu Byrons, Child of Passion, Fool of Fame, rekur Benita Eisler persónusögu sem að mörgu leyti endurspegl- ar sögu nítjándu aldarinnar og andstæðna hennar en af þeim var nóg. Það hefur verið sagt að Napóleon, smá- vaxni liðþjálfmn sem lýsti því yfir að hann væri keisari, sé talandi dæmi um það að á nít- jándu öld hafi menn komist að þeirri niður- stöðu að þeir gætu gert úr sjálfum sér það sem þeir vildu. Ef guð var í manninum en ekki utan hans fólst ábyrgð mannsins gagnvart sjálfum sér og guði í því að taka frumkvæði í eigin lífi, finna og boða sannleikann sem nú var orðinn býsna afstæður. Sumir óttuðust og hötuðu þetta nýja frelsi, aðrir drukku af því sér til óbóta. Napóleon braut undir sig lönd en Byron braut allar siðareglur, meira og minna opinberlega, og orti eins og engill um sjálfan sig og ástvini sína af báðum kynjum. Þeir urðu hvor á sinn hátt fulltrúar þess að allt væri hægt, möguleikar manneskjunnar væru óþrjótandi og þeir sem notfærðu sér það, nytu þess. Foreldrar Byrons lávarðar voru dæmigerð- ir fyrir þær andstæður sem saman komu í þessari persónu. Móðir hans, Catherine, var af skoskri aðalsætt, Gordon frá Gight, elst þriggja systra. Saga ættarinnar er blóði drifin frá upphafi en á 18. öld virðist hún hafa snúið grimmdinni gegn sjálfri sér. Afi Catherine drekkti sér í Ythan-ánni við kastalavegg Gordonanna, faðir hennar fannst í síki í Bath 13 mánuðum eftir dauða miðsysturinnar og Grímur Thomsen á yngri árum. ári seinna dó yngsta systirin líka. Tveimur ár- um seinna dó móðir Catherine og þá hafði hún á fimm árum misst alla fjölskyldu sína. Þessi holduga, sparsama, skapmikla og afar ógeðfellda skoska aðalsstúlka hafði þar með erft umtalsverðar eignir. Eins og hendi væri veifað birtist þá breskur flagari, John Byron, blankur óþokki af aðalsættum, sem kominn var í kröggur, og tældi hana snarlega og gift- ist henni. Það var annað hjónaband hans. Það er ekki talið ólíklegt að hann hafi drepið fyrri konu sína og af þremur börnum þeirra lifði aðeins ein stúlka, Ágústa. John Byron eyddi öllum eignum konu sinn- ar, gerði henni barn, kom á hana dótturinni og rak svo fjölskylduna frá sér. Hann lagðist síð- an í sukk og sifjaspell með systur sinni en þau voru hvort sem annað. Hann hrökk svo upp af í fátækt og niðurlægingu í Frakklandi. Þegar handhafi lávarðstignarinnai' dó erfði sonur hans titilinn og Catherine varð einstæð lá- varðsmóðir. Það þótti mjög fínt að vera breskur aðals- maður en mjög ófínt að vera sonur einstæðr- ar, skoskrar móður sem var bredda og ruddi. Það var mjög erfitt að vera blankur aðalsmað- ur í þá daga. Annars vegar var krafan um að sýna örlæti sem hæfði tigninni en hins vegar var aðalsstéttin á fallanda fæti og ungir aðal- smenn urðu stöðugt að betla um peninga. Þeir voru of fínir til þess að vinna fyrir sér á meðan verslunar- og iðnaðarmenn urðu sífellt ríkari. Vesalings aðalsdrengirnir urðu fórnarlömb okrara. Þeir tóku lán á vöxtum sem í dag yrðu líklega að lögreglumáli. Byron var í stuttu máli sagt ættaður úr skoskri sveit og af breskri aðalsætt, hann þótti mjög fríður maður en hann var fatlaður, hann var að mati samferðamanna skáld með samband snillings við guðdóminn en jafn- framt fulltrúi svo djúpstæðs siðleysis að vel mátti trúa því að hann væri í sambandi við þann í neðra. Hann var kvennagull, eins og sagt er, en jafnframt hneigður að sama kyni og átti að auki í löngu ástarsambandi við Ágústu,- systur sína. Hann hafði bæði í skáld- skap og persónulegu lífi óþrjótandi löngun til þess að sviðsetja sig, leika þau hlutverk sem buðust og vera það sem hann þurfti að vera til þess að fá ást og athygli. Hann gaf föður sín- um ekkert eftir að því leyti að hann flakkaði milli kynja og virti ekki bannið gegn sifja- spellum fremur en önnur bönn. Siðleysi hans var uppspretta skáldskapar hans og demon- ísk ímyndin stóð þannig í bæði orsaka- og af- leiðingartengslum við list og menningu hans og samtímans. Það er augljóst að Grímur Thomsen hefur séð sjálfan sig að einhverju leyti í mynd hins ástríðufulla, breska myndbrjóts. En Byron verður líka í túlkun Gríms að mynd eða tákni tímans. í augum Gríms verða andstæðurnar í skáldskap Byrons að staðfestingu á andstæð- unum í breskri þjóðarsál; sönnun þess að þjóðernið sé vænn geiri af sál skáldsins og þetta tvennt verði ekki aðskilið. Niðurstaðan verður sú að Byron sé snillingur, meiri og stærri en aðrir menn, eins og Goethe sem Grímur tekur gjarnan mið af í skrifum sínum. Einstaklingshyggja verður sem sagt ofan á í ritgerð Gríms um Byron þó að kerfishugsun um enska þjóðarsál og mótmælendatrú vegi þyngra í upphafinu. Rannsóknir Gríms á fornbókmenntum ís- lendinga fylgdu að mörgu leyti sama mynstri. Ut úr þeim kom hann með vissuna um gildi þess að trúa á mátt sinn og megin, vera sjálf- stæður einstaklingur og standa og falla með sínum verkum. Sú afstaða rímar einstaklega vel við ákaflega skemmtilegar vangaveltur Sveins Yngva, í Arfí og umbyltingu, um það hvort „Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur" séu ortar að einhverju leyti gegn Pétri Gauti eftir Henrik Ibsen. I ljóðagerð sinni kemur Grímur aftur og aftur að því hvað það sé sem geri mann að manni. Þetta er að sjálfsögðu siðræn spuming og hún er ekki létt. Hetja Gríms er ekki fornsagnahetja heldur túlkun rómantísks skálds á manngildishugmyndum hinna fornu texta; hetja Gríms þorir að taka afstöðu, velja og standa ein gegn fjölda eða valdamönnum þegar þess þarf. Það er þetta innsæi sem Grímur sótti til fortíðarinnar og miðlaði síðari tímum í ijóðum sem snertir fólk dýpra og öðru vísi en önnur ljóð eins og til dæmis hinn óopin- beri þjóðsöngur íslendinga, Á Sprengisandi. Þar stendur einstaklingurinn gegn dularfullri ógn öræfanna. í kvæðum Gríms liggur mér við að segja að „maðurinn sé alltaf einn“ eins og annað ís- lenskt skáld sagði löngu seinna. Á örlagast- undum standa allir menn einir: „. . . sjálfs hans ævi er álík varga/einn sér verður hann að bjarga," segir í kvæðinu um Arnljót gellini en í því kvæði er sterk mynd af manni sem fer ferða sinna einn og tekst stöðugt á við nakta tilvistina. Maðurinn þarf að velja og hafna og það er sú skylda og þraut sem gerir hann að manni. Höfundurinn, f. 1949, er íslenskufraeðingur og rit- höfundur. Hann dvelur nú í Bandaríkjunum og skrifar ævisögu Gríms Thomsen.. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.