Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Blaðsíða 7
Tvö af hinum frábæru tjöldum Hrafnkels Sigurðssonar. Hugues Reip vinnur að samsetningu höggmyndar sinnar. Aliegoría Hallgríms um ástina. Fyrsta verkið á sýningunni í Séte. urðar Árna Sigurðssonar. Speglanir prent- myndanna í málmskífunum, sem aftur endur- kasta birtunni um salinn bregða upp sýn sem einungis verður jafnað við útsýnið úr þotu sem klýfur loftin skýjum ofar. Reyndar ýta málm- súlurnar undir þotutilfínninguna því þær minna sterklega á flugvélavængi. En vegna þess að skífurnar smækka eftir því sem ofar dregur bera þær með sér stigskipan sem óhjá- kvæmilega tengir verkið andlegum hugmynd- um. Það er spurning hvort þessi áleitnu og ein- stæðu verk Sigurðar Árna sé ekki guðlausar helgimyndir? Hið guðdómlega gleðilega guð- leysi virðist einnig leika hlutverk í sérkennilegu timburverki þeiiTa Jacques Julien og Paul Sztulman. Ekki verður betur séð en andi Marcels gamla Duchamps hvíli inni þessu sérkennilega byrgi sem jafnframt er svið - opið móti áhorfendum - líkt og skemma úr fresku Giotto, þar sem Maríu bíður boðunin. Innvolsið hjá þeim Julien og Sztulman er hins vegar mun líkara Stóra gleri Duchamps. Bakvið timburverkið mátti sjá aðra og ógn- vænlegri útgáfu af Litla og Stóra - körfubolta- körfunum hjá Listasafni Kópavogs - að þessu sinni á ljósmynd. Andspænis Julien og Sztulman má sjá aðra, sérkennilega sviðsræna skipan; gálga og svalir, úr viði og köðlum, eftir Philippe Ramette, lista- mann sem er þekktur fyrir tvíbent tæki sín, sem gjarnan virka sem stoðtæki eða gervilimir. Annars vegar nýtast þau til eílingar virðingar og heiðurs, eða þau eru gerð til að smána menn með kvalafullum hætti. Aftökustaðir og heiðursstúkur virðast í hug- arheimi Ramettes vera sinn flöturinn hvor á sama peningi; í heimi sem er óhugnanlega vél- rænn, ástlaus og kaldrifjaður. Akvegir Katrínar Sigurðardóttur hljóta einnig að falla undir sviðsræna skipan. Þegar hún sýndi sama verk í Listasafni ASÍ hafði það aðra vídd og virtist ekki eins skerandi þótt það orkaði þegar mjög sterkt á áhorfendur, svo fág- að og margrætt sem það var. Með hráu og dökku gólfinu í Listamiðstöðinni í Séte öðlast þessir grænleitu þjóðvegir aukna og magnaðri nærveru. Eitthvað skuggalegt, næsta ógnvæn- legt virðist fylgja þeim þar sem þeir enda sumir uppi á miðjum veggjum. Táknræn tengsl þeirra við hugann, taugakerfið og blóðrásarkerfið, virðast um leið svo nærtæk að áhorfandinn finnur líkamlega fyrir óræðu og óreglulegu lagningarkerfi þeirra. Gjömingaklúbburinn virtist í essinu sínu á opnuninni. Þar var að finna enn eina sviðs- myndina - sjúkrakojur með sjúkrakassa - sem hinum megin við þilið var orðin að barborði. Klúbbsysturnar - Jóní Jóns, Sigrún Hrólfs, Dóra Isleifs og Eyrún Sigurðar - voru klæddar eins og nunnur frá norðurpólnum, í þykka, hvíta vattbúninga og vatthúfur. Hvítar ermarn- ar náðu fram fyrir fingur. Dreift var bæklingi með texta á frönsku, ensku og íslensku, hvar farið er á kostum í klúrasta kvenhatri undir heitinu Vnn. Síðan hófst athöfn sem líktist engu frekar en altarisgöngu þar sem á annan tug drykkja var blessað, einn drykkur af öðrum. Ekki varð betur séð en athöfnin væri hið græðandi og skírandi svar systranna - í fljót- andi formi - við hinu svellandi kvennaníði í text- anum. Á annars konar, en ekki ómerkari postmód- ernískum nótum, var Hallgrímur Helgason. Teikningar hans á annarri hæð safnsins og mál- verk í anddyri Listamiðstöðvarinnar voru hin sömu og finna mátti í Listasafni Kópavogs síð- asta sumar. Málverkið af parinu ástfangna - í líki draugsins Kaspers, sælum og sauðslegum á svip, og tvífara hans - gat ekki farið framhjá neinum sem inn í safnið kom. Af öðrum ólöstuð- um er þetta ein allra neyðarlegasta úttekt Hall- gríms á smáborgaralegri draumsýn eins og hún birtist okkur daglega í framhaldssápum sjón- varpsins. Reynar er stelling parsins ekki ósvip- uð stellingu Jeffs Koons og Ilonu Staller í Made in Heaven, en áherslan er nær gagnrýni banda- ríska málarans Johns Currins á amerískri al- þýðuvæmni. Endapunktinn á þessa eftiiTninnilegu sýn- ingu settu þeir Paul Pouvreau og Hugues Reip. Pouvreau staðsetti himinháan stafla af pappa- kössum á burðarvagni nokkurn veginn fyrir miðjum salnum sem honum var úthlutað. Bak- við þetta háhýsi úr 340 pappakössum mátti sjá ljósmynd límda beint á vegginn af litlum dreng skjóta af leikfangabyssu í skjóli pappakassa. Eitthvert grípandi og leikandi augnabliks- ástand einkenndi þessa samsetningu Pouvreaus, sem átti sér um leið samsvönm í hrífandi minni Hugues Reips til módernism- ans. Pappírshöggmynd hans, sett saman úr fjölmörgum mjúkforma og litfögrum einingum minnir óneitanlega á leikandi léttar svimyndir Calders og sérkennilega skornar lágmyndir Légers, um leið og þær búa yfir sama barn- væna svipmótinu og höggmyndir Öyvinds heit- ins Fahlströms. Það verður ekki sagt um sýninguna „Út úr kortinu", í Listamiðstöð Languedoc-Roussil- lon-héraðs í Séte að í henni sé dauður punktur. Hún er í alla staði afar vel heppnuð, og sem slík einhver allra besti vitnisburður sem ég hef séð um frjóa samvinnu Frakka og Islendinga á sviði menningar og lista. Halldór Björn Runólfsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.