Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 5
tíð í huga en engu að síður á kvæðið sér aug- ljósa fyrirmynd í kvæði eftir Boethius sem uppi var á fyrstu öld eftir Krists burð. Það kann sem sagt að vera misskilningur að tengja ádeilukvæði um of við persónulegar aðstæður og skaplyndi höfundarins, oft eru kvæðin und- ir sterkum áhrifum frá öðrum bókmenntum og ort innan ákveðinnar hefðar. í frægasta ádeilukvæði Hallgríms Péturs- sonar, Aldarhætti, blandast saman hefð og nýjung. Það er t.d. hefðbundið að bera saman samtíðina og „fyrri öld“, það hafði Bjarni Jóns- son gert í kvæði sínu Aldasöng þar sem hann ber saman tímann fyrir og eftir siðskipti. Hall- grímur notar hins vegar sem viðmið forna gul- löld Islendinga, tíma íslenskra fombók- mennta. Kvæðið er ort undir hexametri eða hetjulagi og það er í raun nýjung að yrkja und- ir þeim hætti á íslensku en erlendis var mjög í tísku að nota foma klassíska bragarhætti, bæði hexametur og þó ekki síður alexandr- ínskan hátt. Með því átti að endurnýja skáld- skap á móðurmálinu. Það vakir greinilega líka fyrir Hallgrími og kemur fram í öðm mikil- vægu atriði; hann notar á markvissan hátt orðalag (heiti og kenningar) úr gömlum drótt- kvæðum vísum sem varðveittar eru í Ólafs sögu Tryggvasonar. I Aldarhætti er teflt fram andstæðum, glæsileika fortíðarinnar sem var bæði fólginn í betri efnahag, t.d. góðum vopnum og skipum, en líka í andlegu atgervi, hugrekki og mann- dómi, á móti ömurleika samtíðarinnar þar sem allt er að koðna niður í ræfildómi og ómennsku. Myndin sem dregin er upp er vissulega dökk en hún er líka full af húmor, menn eru t.d. svo ragir að þeir flýja átök eins og selur sem flýr undan nótinni sem á að veiða hann í og í stað þess að berjast eins og almennilegar hetjur eru þeir eitthvað að pota hver í annan með eld- húshnífum. Þessar myndir eru að sjálfsögðu dregnar upp til skemmtunar. Annað frægasta ádeilukvæði Hallgríms, Flærðarsenna, er sagt að skáldið hafi ort þeg- ar honum brást loforð um lýsiskút og við sög- una hefur því verið bætt að það hafi verið skáldi viðkvæmt mál að missa ljósmeti. Þetta kann allt að vera satt og rétt en hins vegar er kvæðið svo vandlega ort, byggt upp af svo mik- illi listrænni nákvæmni að það er nær óhugs- andi að það sé ort í einhverju bræðiskasti. Ádeilan beinist ekki að ákveðinni persónu heldur er lýst á myndrænan hátt hvað svik- semi, óheiðarleiki og fals séu andstyggilegir eiginleikar. Til þess notar skáldið ýmsar myndhverfingar og samlíkingar: loforð sem ekki eru efnd líkjast óhreinu hveiti; fals er eins og gull blandað eiri; veröldin er kona, klædd í kjól sem er úr glæsilegu efni að utan, en fóðr- aður með skollahúð; heimurinn er eins og kött- ur sem kreppir inn klærnar. I lok kvæðisins kemur fram ákveðið lífsviðhorf sem felst í því að best af öllu sé að fá að lifa í friði, una glaður við sitt og vera ekki upp á aðra kominn. Ný barokköld? Á tuttugustu öldinni vaknaði nýr áhugi á kveðskap frá barokktímanum eins og sjá má af því að ýmsir frumkvöðlar í ljóðagerð, t.d. þýsku expressionistamir og módernistar fundu í barokkinu ýmislegt sem þeim þótti áhugavert og nothæft í nútímaljóðagerð. í enskum bókmenntum var það módemistinn T.S. Eliot sem endurvakti áhuga manna á enskum sautjándu aldar skáldum eins og John Donne. Á síðustu ámm hafa komið fram hug- myndir um að póstmódernisminn sé lista- stefna sem eigi fjölmargt sameiginlegt með barokkinu og sæki hugmyndir sínar beinlínis þangað. Danskur listfræðingur, Else Marie Bukdahl, (The Baroque: a recurrent inspirat- ion 1998) orðaði það þannig að póstmódernis- minn notaði barokktímann eins og spegil. Sem dæmi má nefna þá andstæðu sem barokkið dregur upp milli veruleika og sýndarveruleika, andstæðu yfirborðsins og þess sem undir býr, andstæðu fegurðar og hrörnunar, spennu milli reglufestu og óreglu, hefðar og nýjunga. Kannski höfðar ekki síst til nútímalistamanna sú hugmynd barokkskálda að heimurinn sé á hvolfi, allt sé rangt og öfugsnúið. Hjá báðum má greina löngun til að láta lesandann hrökkva í kút með því að draga upp skelfilegar myndir af eyðingu og dauða. Og síðast en ekki síst áhugi á trúarlegum táknum og trúarlegu inni- haldi. Það skal þó tekið fram að lokum að allir sem borið hafa þessi tvö tímabil saman eru sammála um að barokkið komi aldrei aftur og þau viðhorf sem þar ríkja geti nútíminn aldrei fyllilega tileinkað sér. Þótt greina megi áhuga á ákveðnum fyrirbærum sem vinsæl voru á barokktímanum hlýtur regin<íjúp að vera stað- fest milli skálda eins og Hallgríms Pétursson- ar annars vegar og Isaks Harðarsonar eða Gyrðis Elíassonar hins vegar, vegna þess að samfélagið er gjörbreytt og heimsmyndin allt önnur. Höfundurinn er lektor viS Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Laugarnesskólinn í byggingu árið 1930. Skurðurinn á myndinni er að öllum líkindum vegna hitaveitunnar. 70 ÁR LIÐIN SÍÐAN HITAVEITAN KOM FYRST / / / / I HUSI REYKJAVIK EFTIR STEFÁN PÁLSSON Árið 1928 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur tilrauna- borun í Þvottalaugunum í Laugardal. Árangurinn varð $á að vænlegra þótti að horfa til virkjunar Sogs- ins vegna raforku, en hafist var handa með lagningu hitaveitu, unnið af kappi við Laugaveituna árið 1930 og fyrst kom heita vatnið í Austurbæjarskólann. ur hafði verið við gullleit í Vatnsmýrinni nokkrum árum fyrr. Með tilraununum var ætlunin að fá úr því skorið hvort hagkvæmt væri að reisa gufuaflsvirkjun í Laugardal. Boranir þessar stóðu í tvö ár, en fljótlega var komist að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að horfa til virkjunar Sogsins til að leysa úr raforkuþörf bæjarins. Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri taldi á hinn bóginn einsýnt að rétt væri að stofna sérstakt fyrirtæki um rekstur hitaveitu, sem að endingu skyldi tengjast öllum húsum bæjarins. Þannig mætti spara Reykvíkingum nálega öll kola- kaup og draga jafnframt verulega úr raf- magnsnotkun. A árinu 1930 var unnið að kappi að fram- kvæmdum við Laugaveituna og sunnudaginn 9. nóvember sama ár varð Austurbæjarskólinn fyrsta húsið til að fá vatn frá henni. Heita vatnið nýttist skólanum ekki einungis til kyndingar, því í húsinu var einnig lítil sundlaug sem nýtt var til sundkennslu yngri barnanna. Synd væri að segja að aðstandendur skólans hefðu haft óbilandi trú á hitaveitunni, því í kjallara var komið fyrir miðstöðvarkatli. Hann fékk þó að rykfalla. Austurbæjarskóli tók til starfa árið 1930, sama ár og Landspítalinn. Framan af voru þessar byggingar þær einu sem fengu vatn frá hitaveitunni. Þegar heimskreppan skall á Islendingum var framkvæmdum við Sund- höllina ýtt til hliðar og var hún ekki vígð fyrr en árið 1937, tæpum nfu árum eftir að bygging hennar hófst. Þessar tafir gerðu það að verkum að hitaveitan varð aflögufær um vatn til íbúð- arhúsa í hverfinu milli Bar- ónsstígs, Freyjugötu, Njarðargötu og Laufásveg- ar. Þannig komust nokkrir tugir húsa í samband við Laugaveituna. Stór- felldari hitaveituframkvæmdir urðu þó að bíða betri tíma. Þvottalaugarnar voru ein- faldlega ekki nógu vatnsmiklar til að hita upp alla Reykjavík; leita þyrfti nýrra svæða, s.s. að Reykjum í Mosfellssveit. Höfundurinn er sagnfræðingur. FYRSTU áratugir tuttugustu aldar voru mikil vaxtarskeið í sögu Reykjavíkur. íbúum fjölgaði hratt og kröfur borgar- anna um hvers konar nútímaþægindi urðu háværari. Á fyrsta fjórðungi aldarinnar hleypti bæjarsjóður af stokkunum hverri stórframkvæmdinni á fætur annarri; vatns- veita, skólplagnir, hafnargerð, rafveita, gas- stöð og gatnagerð var meðal þeirra verkefna. Þegar komið var fram á þriðja áratuginn blöstu ný verkefni við bæjarbúum. Barnaskólinn við Tjörnina sem reistur var skömmu fyrir aldamótin gat engan veginn staðið undir barnaskaranum í bænum og því ljóst að reisa yrði annan skóla til viðbótar. Landstjórnin hafði hug á að reisa veglegan spítala í höfuðstaðnum og naut þar dyggilegs stuðnings ýmissa félagasamtaka íslenskra kvenna. Þá var vilji fyrir því að reisa sundhöll í Reykjavík, til að hægt væri að kenna sund allt árið og við betri aðstæður en boðið var upp á í gömlu Laugunum. Sigurði Guðmundssyni var falið að gera teikningar af hinum fyrirhugaða Austurbæj- arskóla og lágu þær endanlega fyrir árið 1926 eftir nokkurra ára vinnu. Enginn kotungs- bragur var á tillögum Sigurðar, hinn nýi barnaskóli skyldi vera fyllilega sambærileg- ur við það sem best gerðist erlendis. Þar sem ljóst mátti vera að kostnaðarsamt yrði að kynda jafn reisulegar byggingar og Austurbæjarskóla og Landspítala auk þess sem afla þyrfti vatns til sundlaugarinnar, er ekki skrýtið að áhugi hafi snemma vaknað á því hvort nýta mætti heita vatnið úr Þvotta- laugunum með einhverjum hætti. Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri hvatti þegar árið 1920 til þess að reynt yrði að nýta hveragufu á svæðinu til raforkuframleiðslu. Aðrir hölluðust að því að flytja vatnið úr Laugunum til bæjarins og nýta það til húshit- unar. Meðal þeirra, er unnu að þeim rann- Ljósmyndasafn Reykjavíkur Upphaf hitaveitu í Reykjavík. Unnið með „Gamla bor“ við Þvotta- laugarnar í Laugardal. Úr safni Jóns Hoffmans frá 1928-30. sóknum, var Benedikt Gröndal verkfræðing- ur; niðurstaða hans var sú að slík framkvæmd væri tæknilega möguleg og að hitaveita gæti reynst arðbært fyrirtæki. Árið 1928 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur tilraunaborun í Þvottalaugunum. Til verksins voru notuð áhöld fyrirtækisins Málmleitar hf., þar á meðal var bor sem nýtt- LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.