Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 17
Frá Þingvöllum, 1900. Hvítá, 1903. túlka og tjá. Við getum sagt að þeir tveir standi fyrir þessa náttúrutúlkun, annars vegar hina síkviku birtu í náttúrunni og hins vegar hina upphöfnu ró, sem er oft tregablandin í verk- um Þórarins. Um 1920 koma svo Kjarval og Jón Stefánsson til sögunnar og spyrja nýrra spurninga í sínum verkum, um hlutverk listamannsins og markmið hans.“ Þegar rætt er um listsögulegt samhengi segir Ólafur nauðsyn- legt að hafa í huga að þegar Kjarval kemur fram um 1920 sé hann að tengjast viðhorfum sem komu fram upp úr 1890, franska symbólismanum: „Við erum svo langt á eftir á þessum tíma hér á landi. Listskilningur þessara fjögurra listamanna [Þórarins, Asgríms, Kjarvals og Jóns Stef- ánssonar] tilheyrir 19. öldinni, þótt sá skilningur sé að þróast hjá okkur á fyrstu tveimur ára- tugum 20. aldar. I rauninni er það ekki fyrr en á íjórða ára- tugnum sem íslensk myndlist er komin í takt við framsækna myndlist sem þá er verið að gera annars staðar í Evrópu." Tengsl landslagstúlkunar við rómantíska Ijóðagerð Ólafur er beðinn um að lýsa því hvað þau Júlíana hafi haft að leiðarljósi þegar þau settu upp sýningunaog skiptu henni upp í hina ólíku sali safnsins. „I stóra salnum, sal 1, höfum við dregið saman verk frá ýmsum tímabilum í list Þórarins, en markmiðið er að draga fram ákveðinn kjama í hinum listræna ferli. I þess- um sal eru mörg af hans úrvalsverkum sem spanna í raun allan hans listferil. I sal 3 byrjar hin eiginlega tímaröð verkanna og þar má lesa hvemig hann þróast frá einu tímabili til ann- ars. Þar sér maður t.d. mjög glöggt hvernig hann er í upphafi mjög bundinn af þessum natúralíska rómantíska skóla sem hann kynn- ist í Kaupmannahöfn. Svo sjáum við til dæmis um 1910-11 hvernig áherslan breytist. Hún verður meira á víðáttuna og birtan verður önnur. Það er mjög eðlilegt að sjá þetta í sam- hengi við verk Asgríms og þann nýja skilning sem hann kemur fram með um birtu og þetta síbreytilega augnablik í náttúmnni. Síðan má jafnvel undir lokin sjá ákveðinn skyldleika við verk Jóns Stefánssonar. Þannig að það er óhætt að fullyrða að Þórarinn hafi verið ákaf- lega næmur og opinn fyrir nýjum viðhorfum í sambandi við sína túlkun,“ segir Ólafur. Aberandi á sýningunni em landslagsmyndir Þórarins frá Þingvöllum, en hann var fyrstur af brautryðjendunum í upphafi aldarinnar til að mála þar. Áður hafði hann séð Þingvalla- málverk sem voru til sýnis í Alþingishúsinu eftir þýska og danska málara. „Þessi hefð er til en er um margt frábmgðin þeirri túlkun sem kemur fram í verkum Þórarins,“ segir Ól- afur og bendir á að á þessum tíma hafi hin ís- lenska menningarlega sjálfsmynd að miklu leyti verið bókmenntaleg og sú sjálfsmynd hafi stýrt túlkun Þórarins í upphafi aldarinn- ar. Þá vísar hann til þess að Selma Jónsdótttir hafi vakið athygli á tengslum landslagstúlkun- ar Þórarins við rómantíska ljóðagerð íslenskra skálda á 19. öld. Sérstaklega benti Selma á náttúruljóð Steingríms Thorsteinssonar, „þar sem náttúran er hyllt sem helgidómur sem er manninum fullkomnari og vekur með honum sterka þrá,“ eins og hún orðaði þáð í aðfara- orðum að yfirlitssýningu á verkum Þórarins árið 1967. Vanmetinn í samtimanum Ólafur segir það bagalegt hve lítið sé vitað um listskoðanir Þórarins. „Hann hefur ekki látið eftir sig neinar yfirlýsingar um sín markmið eða sínar listrænu skoðanir. Hins vegar rituðu bæði Einar Jónsson og Ásgrímur ævisögur sínar þannig að við vitum ýmislegt um skoðanir þessara manna. Þórarinn sýndi mjög reglulega á árunum 1900-1911 og líka seinna en sýningar hans hlutu af einhverjum ástæðum ekki svo mikla athygli. Það má alveg fullyrða að Þórarinn hafi verið vanmetinn í samtímanum, a.m.k. ef við lítum á það sem mælikvarða hvaða athygli listamenn fá. Fyrsta áratug aldarinnar snerist myndlistar- umræðan reyndar fyrst og fremst um minnis- merkin eftir Einar Jónsson sem átti að reisa í Reykjavík, um Jón Sigurðsspn, Ingólf Arnar- son og Jónas Hallgrímsson. Á þessum árum er myndlistarumræðan einfaldlega nátengd sjálfstæðisumræðunni og þessi minnismerki eru áþreifanleg tákn og innlegg í hina póli- tísku baráttu þess tíma. Þar fyrir utan fékk Einar Jónsson gríðarlega athygli í íslensk- um blöðum vegna þess að hann var á þessum árum mjög virkur erlendis." Þórarinn lét til sín taka varðandi listkennslu á Islandi og einnig i því að búa myndlistinni opinberan vettvang, en hann var einn af aðal- hvatamönnunum að stofnun Listvinafélags ís- lands á öðrum áratugnum. „Þar voru reglu- bundnar sýningar frá 1916 og Listvinafélagið var náttúrulega gífurlega mikilvægur vettvangur til að búa til opinbert rými fyrir myndlistina. Þar var Þórarinn mjög drífandi ásamt listamönn- um eins og Jóni Stefánssyni og fleirum. Þórarinn var ennfremur skólastjóri Iðnskólans í Reykja- vflc um nokkurra ára skeið og rak stóra ritfangaverslun hér í bænum, auk þess sem hann tók að sér opinber verkefni, eins og t.d. setu í fánanefnd. Þannig að hann helgar sig aldrei myndlist- inni alfarið, meðan bæði Einar Jónsson og Ásgrímur helga sig myndlistinni. Þórarinn er maður sem málar á sumrin og þegar tómstundir gefast. Eiginlega má alveg fullyrða að yfirlitssýningin á verkum Þórarins í Listasafni íslands á aldarafmæli hans 1SMÍ7 hafi lyft fram listamanni sem fólk almennt hafði ekki gert sér grein fyrir að væri til staðar. Það sem hefur ennfremur ýtt undir þetta nýja mat á Þórami er þátttaka hans í sýningum á norrænni aldamótalist á síðast- liðnum tveimur áratugum. Fyrsta norræna sýningin þar sem Þórarinn er settur inn í alþjóðlegt samhengi var í New York 1982. Til grundvallar þeirri sýningu Ugg- ur ákveðin söguskoðun sem horfir frá hinni franskættuðu formalísku söguskoðun og legg- ur meiri áherslu á þessa rómantísku list frá nítjándu öldinni sem Þórarinn kemur inn í. Þar kemur Þórarinn inn í ákveðið listsögulegt samhengi sem er eðlilegt fyrir hann,“ segir 01- afur. Mikilvægt innlegg í mat á list Þórarins Sýninguna sem nú má sjá í Listasafni ís- lands telur Ólafiir mikilvægt innlegg í mat á list Þórarins: „Hér gefst tækifæri til að sjá ít- arlegt yfirlit yfir listferil hans og kynnast þeim Ustamanni sem lagði homsteininn að þeirri sterku landslagshefð sem er að finna í íslenskri myndlist á tuttugustu öldinni. Því ég tel óhætt að fullyrða að það sem er mjög sér- stakt við íslenska Hstasögu síðastliðin 100 ár og veitir henni tvímælaiaust ákveðna sérstöðu er þessi sterka nálægð við náttúruna. List Þórarins er ákaflega mikilvægur og spennaiftdi kafli í þeirri sögu.“ Sýningin í Listasafni íslands stendur til 26. nóvember nk. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. NÓVEMBER 2000 1 7 l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.