Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 15
Ljósmynd/Björn Rúriksson Horft suður eftir Náttfaravíkum. Vargsnesið fram, Rauðavík norðan undir því. Greina má hvar Skálavík gengur inn skammt sunnan Vargsness, Naustavík í hvarfi. Sér suður Kotadal, vestur- hlíð Bakranga í sólskini, skuggi austan í. Víknaskarð fer til suðausturs sunnan Bakrangans. Skessufjall sunnan yfir. Skálavíkurhnjúkur lengst til hægri, Kotahnjúkur áberandi yfir mynni Kotadals. Næst á myndinni er Syðri-Tröllá, sunnar Rauðavíkurfjall, að Ytri-Rauðuvíkurá. Vetur í Vargsnesi. Ljósmynd/Björn Rúriksson Veggir úr grjóti en torf yfir því. Líkist ekki fjárhúsi. Þarf rannsóknar við. Landbrot er mikið í Rauðuvík og hefur gróinn lágbakkinn mjókkað mjög í tíð núlifandi manna. Vargsnesið gengur ofurlítið fram, og upp frá klettabökkunum er túnið, allbratt. Framan- undir nesinu sjálfu heitir Vargsnesbás. Þar lentu Vargsnesbændur þegar gott var, annars við Lendingarklett yst í Rauðuvík. Tóttir bæj: arins eru skammt fyrir ofan bakkann. I Vargsnesi var búið til 1933. Skorsteinninn á bænum hefur verið steinsteyptur svo og varin- hellan, húsið var annars timburþiljað. Bach hljómaði hér um hús 1923. Sigríður dóttirin lék. Pabbi hennar vissi hvað hún söng og keypti orgel handa einkadótturinni. Upp hamrabakkann var erfitt að koma hljóðfærinu, sem flutt var með mótorbát frá Húsavík í Vargsnesbás, og trékassi mikill utan um. Sig- urbjörn bóndi fékk bræður sína í Naustavík til aðstoðar. Kristján réði verklaginu. „Setjiði strákar, setjiði hljóðfærið á hrygginn á mér, ég kemst kannski með það upp gjána, ef þið styðj- ið við“. Pabbinn hafði lært á orgel og kenndi nú stelpunni. Þau hjón Sigurbjörn Sigurjónsson og Pet- rína kona hans bjuggu í Vargsnesi 1920 til 1933. Sigríður dóttir þeirra giftist Hólmgeiri Arnasyni, hann var frá næsta bæ norðan við, Eyri á Flateyjardal. Eggjar skilja Eyri og Vargsnes. Stefán bróðir Sigurbjörns giftist Sigfríði Árnadóttur frá Eyri. Landið norður frá Vargsnesi er vel gróið. Út og upp frá Rauðuvík er kjarri vaxið Itauðuvík- urfjall. Bratti er vaxandi til norðurs. Utar koma fram Tröllár tvær og Skessufjall heitir á milli, árnar koma úr miklum Tröllárbotnum. Utan við Ytri-Tröllá er kölluð Sæmundarhlíð, þar verða krækiber stærri en annars staðai’. Bakkar með sjó hækka mjög er utar dregur. Norðan við Ytri-Ti’öllá kemur Sæmundarlæk- ur ofan úr hlíð og brátt enda grös, en við taka hrikaleg Hágöng hin syðri. Eru nú ókleif björg næstu 8-9 km og norður að næsta bæ, Eyri á Flateyjardal - þar sem einnig heita Hágöng á máli þeirra þar. I þessa bjarghlíð eru dalverpi tvö, Hvanndalir vestari og austari, er þeirra áður getið við Eyri. - Hér þarf að leita fjár á haustin í þessum bjargaskriðum, Kinnungar ganga þá út í Hágöng (syðri) að svoköiluðu Haugsgili norðan í björgunum. Og verður ekki lengra komist. Þeir sem leita Flateyjardal ganga að vestan áðurnefndar dalhvilftir, Hvanndalina, og skulu þá ganga að Haugsgili, en þeir hafa sitt Haugsgil um hálfum km norð- ar en Kinnungar sitt. Undir Haugsgili þeirra Kinnunga er skerið Haugur og skýrir nafnið. Séra Jón Kristjánsson nefnir Odeilu í sóknar- lýsingum 1840, hún sé þar norður á fjöllum, ekki er vel ljóst hvar, en virðist í nánd við Há- göng syðri. Milli Náttfaravíkna og Flateyjar- dals er engin leið nema yfir eggjar. Fjörur fer enginn, sums staðar eru engar. Eyrarreki heitir slitrótt fjara undir þessum bjargaskrið- um. Þau Sigurbjörn og Petrína í Vargsnesi fluttu út í Flatey. Sigurbjörn spilaði í Flateyjar- kirkju. Sigríður og Hólmgeir fara í Látur 1936, búa með þeim Axel og Sigurbjörgu frá Skeri. Hólmgeir sá um sjósókn, Axel um búskapinn. Árið 1938 flytja þau Axel til Grenivíkur. Hólm- geir og Sigríður fara frá Látrum út í Flatey, reistu þar býlið Grund. Orgelið fylgdi henni alla leið - frá Vargsnesi, að Látrum og síðan út í Flatey. Sigríður varð organisti Flateyjarkirkju eftir Sigurbjöm föður sinn, lék meðal annars við vígslu kirkjunnar 1960. Þau Hólmgeir fara 1961 til Húsavíkur, Sigríður býr enn á Húsavík og leikur enn á orgel. Byggð á Kotamýrum er samfelld frá móðu- harðindum og til 1910. Þar bjó síðast Benedikt Oddsson. Flóvent frá Heiði á Langanesi er hér frá 1787-1795, fer þá að Látrum, en næsti bóndi er hér hálfa öld, Sigurður Þorsteinsson, 1796-1846; Hallgrímur Hallgrímsson bjó á Kotamýrum, einnig yfir háll'a öld, 1852-1905. Eru þetta meðmæli með kotinu. Með Hall- grími bjó um skeið Friðfinnur tengdasonur hans. Hjáleigur stóðu í landi Naustavíkur og voru að minnsta kosti tvær kallaðar Samtún, ef ekki þrjár og voru á móunum rétt norður og upp af bæ. Að auki hét Finnsbær sunnan Naustavík- urár. Ekkert er nánar vitað um þær hjáleigur. Langt inni á Kotadal heitir fomleg þúst Helga- staðir - ekki verður séð að þar mætti búa. Ey- vindur sá er hrakti Náttfara úr Reykjadal „lét hann hafa Náttfaravík“ segir Landnámabók. Eyvindur bjó síðan á Helgastöðum í Reykja- dal. Má hugleiða hvojt tengsl em milli Helga- staðanna. Spurning hvort Eyvindur hafði eitthvað með Nátt- faravíkur að gera. Helgi Eyvindarson dmkknaði á Grímseyj- arsundi. Landslag með sjó - nánari lýsing. Nú gengur standbergið norðan í Bakrangan- um beint í sjó - en fram undir 1970 hafði mátt komast inn í Kinn um fjörur undir bjarginu, þegar slétt- ur var sjór. Víknameg- in heitir Hellisvík, hellir gengur þar við sjávarmál inn í bjarg- ið, Ágúlshellir. Fjaran austan við Ágúlshelli var nefnd Litlafjara og Litlufjömbjarg yf- ir, hét áður Hurðar- bjarg. Síðustu áratugi hefur fjara þvegist í burt og varð alls ófært. Árið 1973 var sprengt berghaft úr hellinum í horni bjargsins og varð þá gengt þar í gegn úr Kinn í Náttfaravíkur og er þetta um 50 m langur gangur í gegn- um bergið. Að sunnan- verðu (austanverðu) opnast hellirinn út á fjöruklappir Kinnar- megin. Að norðan encf- ar nú hellismunninn út í sjó við Hellisvik, en þó eru aðeins nokkrir faðmar fyrir klettinn og út í fjöra Náttfara- vfknamegin. Botninn fyrir klettinum hefur verið mjög breytilegur hin seinni ár, sum árin þvær sjórinn alla möl á brott og verður þá of djúpt að vaða, enda má heldur engin kvika vera og er ekki reyn- andi nema lágsjávað sé. Munur flóðs og fjöm er þó lítill hér. Hellirinn heitir Ágúls- hellir, en í sóknarlýs- ingum 1840 kallaður Hurðarbjargshellir. Nú, um sumar 1999, er kallað ófært úr hellinum norðan megin. í sept- ember 1922 dmkknuðu tveir menn við svokall- aðan Stapa, eða Forvaða á Innri-Fjömm, það er nokkuð utan við hellinn. Þeir vora Jónas Vilhjálmsson frá Torfunesi og Þiðrandi Frið- mundsson frá Ytri-Skál í Kinn. Brim hefur nú brotið Forvaða. Frá hellinum og út að Purkárósi em fjömr þaktar stórbjörgum og æði seinfærar - yfir er ókleifur bratti eða bjarg. Heita hér Innri-Fjör- ur, frá hellinum og út að ósnum, rúmlega 1 km leið. Snarbrött klif em að Purkánni beggja vegna og hefur hún grafið sig furðudjúpt í landið svo að gilkjafturinn er rétt yfir fjöra. Brú er á ánni skammt uppi í gilinu. Norðan ár- óssins er hólhrúgald úr ljósgrýti, heitir Nátt- farahaugur, og Náttfaralækur kemur þar ofan úr hlíðinni og fer niður með Náttfarahaug og í sjó við Purká. Hér kalla Kinnungar nú Kota- fjöm. Norðan við Purká eða Náttfaralæk tekur enn við standhamar til norðurs og heita þá Vegghamrar og ná alla leið út að Naustavík. Undir em hálar klappir - Ytri-Fjömr - en við góðar aðstæður er hægt að fara þessar fjömr alla leið i Naustavík og er þó forvaði á leiðinni. Var þessi leið mikið farin áður. Frá Purkárósi liggja götur til Naustavíkur fyrst upp hornið norðanverðu við gilkjaftinn og er þarna ærið bratt upp, hækkunin vel á annað hundrað metra þar til komið er upp úr brattanum. Þá sér inn eftir Kotadal. Til norð- urs er smáhæðótt mólendi. Götumar halda áfram norður á Kamba sem kallað er, þ. e. þar til kemur á brún sunnan yfir Naustavíkurþæ. Þar sneiðir gatan bratta kinn inn í grasigróið dalverpið upp af víkinni. Naustavík er áður lýst. Á leiðinni frá Naustavík út í Vargnes em klettar víða með sjó og göturnar liggja hátt í brekkunum. Fyrir nokkmm ámm hmndi feiknarleg fylla úr sjávarbakkanum um 1 km norðan við Naustavík og fór þá gatan með og verður nú að krækja upp fyrir jarðfall þetta og þarf að vara sig. Höfundurinn er læknir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. NÓVEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.