Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Blaðsíða 7
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Málarinn Tryggvi Ólafsson mundar stílvopnið á vænum degi á Lousiana-safninu í Humlebæk. gangi áður, heila tímann er arkitektar létu sér nægja að vera verkfræðingar, eða á kassatíma- bilinu svonefnda. Þetta er andlaust og er eins í öllum löndum heims, sama flatneskjan. I Kaupmannhöfn er heilt íbúðarhverfi í viðgerð fyrir hundruð milljóna danskra króna, byggt fyrir sirka 30 árum. Einn af brimbrjótum danskrar hönnunar, Poul Henningsen, kallaði þetta að leika sér með fólk, sagði einnig að ekk- ert úreltist eins hratt í listinni og tískan. Er svo er komið framleiða menn hérumbil það sama fyrir fólkið, með nokkrum bogum, útbrotum og áklíndum glerkofum og nefna postmodern- isma! En er samt til bóta, viðleitni. En svo eru til yndislegir arkitektar og myndlistarmenn, sem iiggur eitt og annað á hjarta. Tilgangurinn Stundum velti ég fyrir mér, hver sé tilgang- urinn með því sem maður er að gera með þessu skaki og jafnvel hver tilgangurinn sé með þessu lífi? Því þori ég ekki að svara _þó allar manneskjur reyni það sjálfsagt. Utvarpið sagði í fyrra, að í Israel hefði fundist 30 þúsund ára gamalt hveitifræ og mönnum tókst að í'á það til að spíra. Stóra spurningin er þá; hvað fær fræið til að doka svona lengi? I útvarps- þætti um vísindi töluðu margvísir um mögu- leika á vatni á annarri stjörnu, og þar með lífi. Svo kom næsta spurning: Hvað er líf? En það gátu þeir ekki skilgreint. Hér stöndum við. Það sem alltaf kemur upp hjá mér, er ein- hver tilfínning fyrir þeim stöðum sem ég hef áður verið á. Sem sé þetta sama; staður, iými og tími. Hugleiði kannski með sjálfum mér er ég kem á aðaljárnbrautarstöðina í Kaup- mannahöfn, vitandi að við Gerður spúsa mín bjuggum þar í næsta húsi í 30 ár; hvað varstu að gera hér allan þennan tíma. Skil kvik- myndamanninn Luis Bunuel (sem yfirgaf Spán vegna Franco) afar vel, er hann lýsir því í ævi- minningum sínum þegar hann kveður alla þá bari, einn af öðrum, þar sem hann hafði fengið að vera í friði. Sjálfur hef ég reyndar aldrei verið mikill barmaður, en þó eru sumir barir skemmtilegri en aðrir, sum öldurhús þokka- fyllri en önnur. Til hvers? Svarið verður trúlega að hljóða þannig: Eignist börn og vinnið. En til hvers? Tilgan- gurinn ekki alveg Ijós en trúlega sá sami og hjá fuglunum í garðinum. Það hlýtur að vera ein- hver athafnaþörf og fegurðartilfmning að baki þessu öllu. Steggurinn hættir að syngja fyrir kærustuna um leið og útungunin er afstaðin. Ég mála þó enn, en ég fann nú reyndar ekki upp þennan samning sem heitir hjónaband! Myndverkin dreifast svo um allar jarðir. Sumir spila á saxófón, píanó, kontrabassa eða hamra á trommur fyrir málarann og fá myndir í stað- inn. Þetta gengur ágætlega og er hljómfall til- verunnar. H.C. Andersen og bomban En vorum við annars ekki að tala um bari. Ég á einn uppáhaldsbar í Antibes suður í Frans. Ég veit ekki af hverju hann er svona dá- samlegur. Kannski er hann svona yfirmáta þægilegur vegna þess að þar getur maður séð alla heimsins fiska, matvæli og annað eins á mögnuðum og sprellifandi stað og þó verið í friði og hugleitt sinn gang. Kannski á ég eftir að fara í allar þær götur, sem hafa sagt mér eitthvað í tímans rás og kveðja þær? Rýnir á húsagerð og hönnun í Politiken, Henrik Steen Möller, sem skrifar oft vel um þá hluti, lét frá sér fara litla grein í tilefni 125 ái’a dánardægurs H.C. Andersens. Henrik er nú ekki mikið eldri en ég, en í ritsmíðinni segir hann frá því, að hann sem strákur fór með móður sinni að heimsækja gamla konu, frú Melcior. Hún sagði honum frá því, að hún hefði setið í kjöltu ævintýraskáldsins, þegar hún var barn. Á sama tíma sagði útvarpið að nú væru 55 ár liðin frá því er sprengjunni var varpað á Hiroshima. Heyra mátti hljóðupptöku, þar sem flugmennirnir eru á leiðinni á vettvang. Þeir gantast sín á milli, kannski í grófara lagi, rétt eins og ég man eftir á togurunum í þá góðu gömlu daga. Þá kemur inn rödd í talstöðina, sem segir þeim höstug að haga sér skikkanlega og vera ekki með saurugan munnsöfnuð! Ekki sé ástæða til að vera amerískur dóni þótt ætl- unin sé að steikja nokkra tugi þúsunda Japana lifandi! Lífið er kaldhamrað og þarna er teygja tímans aftur komin. Nokkrum dögum seinna vildi svo til að ég sótti heim dómkirkjuna í Lundi, sem er eldri en Njála, og hvað var svo þar í fordyrinu nema sýning á steiktu fólki, fórnarlömbum bombunnar! Ræturnar Líkast má orða það svo; þannig er lífið, einn- ig eru þeir til sem hugsa um eilífðina. Mér finnst það vera fyrir utan teygjuna! Mér finnst ég hafa heyrt og meðtekið hluta af eilífðinni. Fer reyndar af stað með ára millibili og hlusta á hana smástund. Þá er eins og ég viti hvernig stilla þarf kompásinn fyrár næsta túr. Spyrjir þú svo: Hvar er þetta fyrirbrigði? svara ég: Það er í Fannardal í Norðfirði. Þá maður situr í túnfætium á þessu eyðibýli, þar sem bróðir minn var eitt sinn í sveit, nemurðu niðinn frá Norðfjarðaránni um leið og þú sérð alla regn- bogans liti í mosadýi í Hólafjalli, hinum megin við ána. Þá veit maður að hér er miðpunktm’- inn. Viðfangið Það sem ég er að mála, eru eiginlega þessir afstæðu hlutir í tíma og rúmi. Sjóða úr þeim súpu eins og ég nefni ferlið. Setja hlutina sam- an og reyna að fá einhverja póesíu út úr lífinu. Efniviðurinn er alls staðar, afgangurinn er vinna. Það er mikil gjöf að geta starfað í friði. Mér nægir ekki að búa til einn þaulhugsaðan hlut á ári eins og naumhyggjumennirnir, sem svo þarfnast háspekilegra og lærðra útskýr- inga. Þá kýs ég heldur að lesa ljóðið hans Þor- steins frá Hamri um Fannardal. Kannski er ég full gamall rómantíker, en ég held að það sé orðið of seint að bólusetja mig við þeirri lífsins vímu. Ég fæ mikla gleði og fullnægingu af því að vinna við myndgerðina og það gleður mig mikið þegar fólki finnst það fá eitthvað út úr þessu. Loks eru komin tvö ný barnabörn í heiminn og það hefur verið venjan að búa til mynd af leikföngum allra barnabarnanna jafn- óðum. Þar á sá gamli inni tvö ný og gild verk- efni. Þetta er þó ekki spurning um það hvenær maður hættir, eins og Louis Ai’mstrong sagði, heldur um hve marga konserta drottinn leyfir þér að halda! Er þetta þá tilgangurinn? Já, hví ekki það. Annars er tvennt sem mér finnst hafa breyst með árunum. Hið fyrsta er mér ljóst, að hæfileikinn til að lifa er listrænn eiginleiki útaf fyrir sig. Ég held að Karen Blixen hafi hitt naglann á höfuðið. Skáldkonan var spurð þeirrar sígildu spurningar í gömlu sjónvarps- viðtali, hvað hún vildi segja við komandi kyn- slóðir? Hún sagðist óska þeim meira hugrekk- is, jafnframt kímnigáfu. - Það þarf hugrekki til að finna melódíuna í lífinu og húmor til að sjá fleiri hliðar á tilverunni. Eintal málarans I vetur áskotnaðist mér nokkur eintök af Austurlandi, blaði heimabæjar míns. Þeir sem þar skrifa skilja síður þesslags þanka. Þarna ei kominn nýr ritstjóri sem lætur móðan más; um ál. Hann hæðist að skáldunum í Reykjavík En menn skulu síður hæðast að skáldum, þótt ál geti verið gott í tækniframkvæmdir nútím- ans. Hitt sé ég betur en áður og er náttúrlega frá eigin brjósti, að myndverkin ráða meh-u en maður heldur. Ekki bara sú staðreynd að allii- málarar hafa bara sjálfa sig sem hráefni, held- ur að myndgerðin er eins konar eintal og þar vill sköpunai’verkið sitt. Þegar ég hélt afmælissýninguna í K.höfn í vor, þá var ég beðinn um að skrifa í stuttu máli hvað ég væri að dunda við. Ef ég má endurtaka það hér, þá ætti maleríið að vera útrætt í bili: ...Það er sagt, að þeim sem talar við sjálfan sig sé ekki andmælt. En stenst ekki ef maður gerir það allan daginn með pensil milli fingra- nna. Myndefnið fer fram á að leggja orð í belg, en vill samt vera margrætt í því sem það hefur fram að færa. Formið er eins og fjallið hinum megin við fjörðinn: það stendur þar áfram þó tímar breytist. Liturinn er svolítið eins og stjórnmálamaðurinn: hann vill finna stemmn- inguna á staðnum, gera sig breiðan, til að geta síðar meir, haldið öllu verkinu saman - Þar- næst heldur eintalið áfram til að koma hlutun- um saman í eitt lag. Er þá lagið í lagi? Við skulum sjá til... LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000 7 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.