Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 7
LAUGARÐAGUR 1. júlí 1967 TÍMINN EyjóSfína Guðrún Sveinsdóttir Mjög eriU‘m tregt tungu að hræra, sagði Egill forðum og eins er um mig, er ég tek mér fyrir hendur að minnast með nokkrum orðum á mína elskulegu látnu mágkonu Eyju í Mioldnúpi, eins og hún var jafnan nefnd meðal vina og vandamanna. Hún andaðist aðfaranótt þess 27. maí í Landsspítalanum, eftir nokkra vikna ekki all stranga legu og vai- jarðsett 3. júní að Ásólfis- Skála. íÞótt við öll þættumst mega sjá, þegar í uppihafi legunnar að mik- il alvara var á ferðum, þá vorum við samt öll mjög vanbúin þess- tun skjótu umskiptum. Við mannanna börn erum svo eigingjörn og sjálfselsk, að við get um sjaldnast séð af okkar þægileg- um og elskulegum samferðafélög- um yfir landamœri lífs og dauða, án mikils trega og sárisauka. Þótt við vitum að þeir eru aðeins rétt snertispöl á undan okkur í áfanga stað og öll eigum við að hittast aftur við leiðarlokin okkar allra. Skyldum við þvi helzt óska okkur þeirra vitsmuna, að þakka Guði fyrir möorg og farsæl samveruár, eins og hér átti sér stað, þar sem þessi góða og fórnfúsa kona hafði náð 70 ára aldri, því að hún var fædd 9. janúar 1897 að Melhóli (eða Undinhrauni að öðru nafni) í Meðallandi. Sveinn Þorsteinsson og Guðrún Eyjólfsdóttir hétu foreldrar henn ar. Hun var yngst 4 systkina átti hún 2 alsystkin Sumarliða og Sveiniborgu og eina h'áifsyistur sam- mæðra Margréti Jónsdóttir. Þegar Eyja var 9 ára fluttust foreldrar hennar að Feðgum í sömu sveit og þar ólst hún síðan upp með systkinum sínum. Það er til gamall og gegn máis- háttur, sem segir, að svo gangi hverjum, sem hann er góður til. Þótt ég þykist nú oft hafa séð mishrest á því lögmáli, þá sann- aðist það þó á Moldnúpsheimilinu, þegai Eyjólfína kom þangað, því að það var, þótt ég segi sjálf frá, mjög einn'kennt af heimilisfriði og samheldni. Þegar Eyja kom fyrst að Mold- núpi vorið 1928, var þar fyrir 6 manna samstilltur hópur. Þar var pabbi sem búið hafði með syistur sinm Þórönnu um margra ára skeiu Líka höfðum við systkinin einnig notið umönnunar okkar elskuiegu föðurömmu, Gunnvarar Sigurðardóttur, þegar við allt of ung, og ósjálfbjarga misstum móð- urina frá okkur, fyrst í veikindi og síðan dauða. Við vorum svo hepp in að njóta ömmu allt til mann- dóms ára, hún dó 1921. Við vorum 3 systkinin tvær telpur og einn drengur. Einar sem var augasteinn og eftirlæti föðui síns. Líka eig'Paðist Þóranna einn son, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem fæddist og ólst upp heima í Moldnúpi, sem yngri bróðir okk- ar. Vandalausan dreng höfðum við þá !íka í fóstri Guðmund Eiríksson frá Vestmannaeyjum. petta var nú heimilisfólkið í ný raflýstum bæ, sem Eyja kom til, þegd: hún gekk að eiga Einar Sigurþór Jónsson að Moldnúpi, sem nú situr þar eftir, eins og svarini i sárum og minnist sælla og unaðsríkra samverustunda, sem íðar en varð; urðu að 4 ára- tugum. fátt í ári. Vera má að ein'hverjum sýnist það hafi verið vandi, sem bei.ð 'Eyju þegar hún gekk inn í þetta nýja sér alókunnuga heimili. En það varð aldrei að sök, því að ' hún Eyja var ekki komin til þess að ríkja og sundra, heldur til þess að unna og þjóna. Þá hafði hún líka tæmt sinn beiska sorgarbikar, þar sem hún hat'ði áður verið gift frænda sín- um, Jóni Ingibergssyni, elskuleg- um manni, en misst hann eftir 3 mánaða hjónaband. Það var á gróandi vori, sem Eyja kom að Moldnúpi Hún kom líka með vor og góðan gróðurilm í bæinn þar sem þeim hjónum varð fljótlega 6 indælla barna auð ið. 4ra sona og 2ja dætra. Eru þau hér talin eftir aldursröð: Guðjón, Sigríður, Eyþór, Baldvin Guðrún og Sigurjón. i Það er mikil náðargjöf, að vera j viðmótsgóður og samvinnuþýður, sá sem þannig er innrættur mun sjaldan þurfa að berjast einn. Þetta rættist á mágkonu minni, hún naut allra trausts og um- hyggju á heimilinu. Það var eins og allir ættu börnin og allir héldu áfram að hlú að sameiginlegri vel ferð heimilisins, þótt hú.sbænda 'skipti yrðu óhjákvæmilega. Pabbi var að rót sinni Skaft- fellingur, þar sem faðir hans var frá Seljalandi í Fljótsihyerfi. Ey- jólfur Þórarinsson og amma voru fædd og uppalinn í Mýrdal. Það var þess vegna, ekki nema eðlilegt, þótt Eyja þessi góði Skaftfellingur félli honum vel í geð. Hann fékk líka að njóta þeirr ar blessunar að vera samvistum við sína góðu tengdadóttur í meira en 20 ár og fékk að njóta þeirrar ánægju að sjá sán hugljúfu sonar börn vaxa upp og blómgast til mannvænleika. Þannig bætti Guð honum upp sínar fyrri raunir, er hann varð að sjá af sinni ágætu konu frá 3 ósjálflbjarga börnum. Engin hefur heldur átt sér betri og eftrrlátari son, en hann þar sem Einar var. Aldrei heyrði ég hann í eitt skipti svara honum styggðaryrði. Geta þó dauðþreytt- ir og vanmegnugii hugmenn oft litið öðrum augum á gang lífsins og búskaparmöguleika. en ungir og hraustir fullhugar. Það voru erfið ár í hönd far- andi. þegar Einar Eýia hóru hú- skap sinn, þar sem kreppuárin dundu yfir upp úr 1930. Þá var erfitt að fæða og klæða stórt heim ili. Þá var ekki vélvæðingin komin til sögunnar, svo að það þurfti mikla iðni og atorku að fram- fieyta búi, sem nægði til þes-s að bjarga öllum frá nauð Mörg fyrstu búskaparár ún hélt Einar upptekn"m h•••■ fara til sjós á vetrarvertiðum að leita tanga, var jafnvei um nokk ur ár formaðui • Vestmannaeyj- um með mótorbát Hvíldi ba ærí-n vandi og erfiði á herðum þess veik ara liðs. er barðist á lieim ' • stöðvunum, ef svo mætti segja En allt flotaðist með prýði vfir hörzlin, þar sem allir stóðu sam- an i eindrægni, þótt minna væri um lúxusinn til fæðis og klæðis, en nú þekkist. 4ð visu hljóðnaði yfir heimilinu Framhald á bls 12 Pétursson: LENT KAÍRC Um kl. 5 e.h. var komið lil Erítar og lagzt að bryggju, kl. 6. Krít er undrafögur ey, en hcldur er hún jarðvegs- lítil og ber viðast. Höfuðborg- in stendur við fagran vog með lág fjöll í fjarska og stendur sjálf í hlíðum er liigigja til fjaii anna. Krítverjar eru fremur lágvaxnir, svartir á brún og brá vel'flestir, brosmiildir og mjög vingjarnlegir að sjá. Þeir eru fremur iaglegir, sér- staklega kvenfólikið, þótt það sé sennilega og sýnilega ekki eins laglegt og forðum, er feg urstu konur við gervallt Mið- jarðarhaf voru á Krít. Senni- iega eru þær heldur ek'ki eins frjálslyndar í ástum og þær voru þá, hvort heldur þær voru giftar eða ógiftar, en þetta var á fornifrægðardöguim Krít- ar, er nú eru því miður löngu liðnir. Landgangan tók töluverða, stund, sem von var fyrir um 700 manns, en hefði þó getað varað miklu lengur, ef frá bærs skipula'gs Þjóðverja hefði ekki notið við. Þeir höfðu skipuliaigit 19 hópa mð um 30 í hverjum hóp, og vissi hver maður, í hvaða hópi hann var. Ég var t.d. nr. 12 í hóp nr. 12 og fór því í bifreið, er merkt var 12, og mundi fana í her- flugvél nr. 12 með mínum hóp. Norðurlandabúar áttu að gista á Krít, og voru víst flestir fegnir, að fá bað og gott rúm. Næsta dag áttu að koma flug'vélar frá SAS og flytja þá til Kaupmannahafn- ar. Er ég var setztur inn í bif reið nr. 12, var ég kallaður út aftur af sænska fararstjór- anum og nú skildi ég, hvers vegna ég var beðinn að fara i land sem Skandinavi. Það átti sem sagt ekki að sleopa mér, og nú var komimi fil við bótar danskur konsúll og um- boðsmaður SAS í Aþenu. Voru nú talin öll tormerki á, að hægt væri að strika mig út af lista þeirra. Loks slapp ég með því að segja, að ég væri með diplómatapóst frá danska sendi herranum í Kaíró og ætti að koma honuim til skila í Lond'on. Nú héldu þeir þýzku og ég LOKA GREIN með bifréiðinni til ágæts hótels ,,Astoria“. Var þar fram bor- inn fyrirtaks kvöldverður, og veitt með vín þeim, er hatta vildu. Var öll þjónusta Knít- verja með sórstökum ágætum. Bftir kvöldverð eða fremur miðnæturverð, var ekið til flug vallarins, og sunnudag kl. 1 að nóttu lagði flugvél nr. 12 af stað með hóp sinn, og var haldið til Napoli, en þar skyldi tekið benzín. Tók sú ferð 5 tíma, og var komið þar ki. 6 að morgni. Bkki var svefnsamt í flugvélinni. Kom þar tvennt til í fyrsta lttgi var hávaðinn inni ógurlegur, og það svo, að ógeriegt var að lóta sessunaut sinn heyra orð sín, og í öðru lagi voru sæti með hliðarveggjunum,* þam. ig, ?.* við snerum baki að hlið um vélarinnar. Voru sætin svo óþægileg, að við urðum stöð- ugt að skipta um setlag til að halda út að sitja í þeim. Ég slappaði saml af eftir föngum og télkist það furðanlega, og það svo vel, að ég gleymdi mér snöggvast tvívegis. Br við komum til Napoli var fagurt um að litast. Rignt hafði þar um nóttina. og var loftið því óvenju tært. Bæði er við komum og fórum. Fegurð Napoli er rómuð, og í morg- unsólinni var Napoliiflóinn allt til Capri og Vesú'víusar ásamt borginni baðlaður sól, og út að líta var und.rafögur sýn. Allt var þetta ferðalag með fluigvól'unuim fyrirfram skipu- lagt af Þjóðverj'U'm, eins og þeirra var von og vísa. Hver flugvél hafði fyrirfram ákveð- inn lendingarstað á ítalíu allt fra Napoli og norður til Míl- anó, og konsúll hvers uaðar undirbjó koimu þeirra. Móttökurnar er við fengum í Naipoli voru af konsúlsins og flugvallarstjórans háilfu kon- unglegar. Ilver maður fékk fluigbréfpo'ka, og þar var m.a. há'lfur kjúiklingur með þrem fiski'bollum og makkaroni í túmat, hálf flaska af köldu uppsprettuvatni, litla flösku af rauðvíni, brauð, appelsína og eilthvað það bezta búttdeies vínarbrauð, er ég hefi smakk- að. Þetta var svo vei utilálið að ég varð þess var, að enginn ga.t lokið þvi öllu, og fóru því al]ir með nesti til næsta 6 tíma flugs til Munohen. Lagt var aí stað ki 7.3(J Var fagurt að fljúga í morg- unbirtunni norður með Ítalíu- strönd, og mátti auðveldlega fikra sig áfram með njálp landaibréíf'S. Síðan var flogið ofar skýjum yfir Alpafjöll, og næst sáust þorp Þýzkalands mjög vel hvert art öðru, unz komið var til herfluevallarins í Munohen kl. 1.03. Þar biðu veitingar og fóru allir par strax inn, nema ég. Þarna var nefnilega fyrsta tækifœri til að þvo sér. raka sig og hafa skyrtuskipti, allt frá Kairó, og var nú ekki vanþörf á þvi ég lét því fæðuna fara fyrir hreinlætið, og taldi tímanum vel varið, enda allur hressari á eftir. Vissi ld'ka sem var, að é.g myndi fá tíma til hress- ingar á flugvellinum, er bai að kæmi, og varð það svo Fyrst varð ég að fljúga ti) Dusseldorf kl. 2.45, og skipta þar um vél til London. -in þaðan fór raunar sama vélin kl. 4,30. Kom á hótel um kvöldið, og stóð i nokkru stappi með að flá herbergi, þvi vitaskuld átti ég enga pöntun, en Bretinn vill helzt hafa slíka reglu á hlutunum, en af þvd að ég þekkti mest af starfs fólkinu, þá fyrirgafst það, in þeir áttu mjög bágt með ið skilja. að ég sat ekki með nokkru móti sagt um það fyrir- jiraro í Kairó, hvenær ég yrði í Englandi og því aðeins látið til mín heyra, að danska sendi ráðið sendi skeytið, ég gat það ekki, og þeir vissu ek'ki frekar en ég hvernig för minni mundi reiða af. Jæja, ég koms* ioks í bað um kl 8.30 e.h. sunnudaginn 11 júní, og höfðu þá liðið einir 64 tíma frá þvi ég vaknaði i Kaíró á föstudagsmorgun 9. júní, og verið síðan á stöðu ferðalagi. Tafið sennilega um 4 stundir. en .siappcu af“ hvenær sem íæri gafst. „Slappað af“ frá toppi • til táar ef svo mætti segja, og með þeirri kunnáttu var ég ekkj neitt sérlega þreyttur, og ég er þess fullviss, að enginn sem hefði séð niig, hefði getaö rennt minnsta grun i að é? hefði verið á neinu óvenjulegu ferðalagi. Svo miklir eru kostii bess að kunna rétta „afslöpp un.“ En hað var gott að iosna úx nærfötunum, og fá ærlegt bað og góðan nætursvefn. Vmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.