Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 5. nóvember 1987 JimUBLMB Slmi: 681866 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Daníelsson. Blaöamenn: Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigriður Þrúður Stefánsdóttir. Umsjónarmaöur helgarblaðs: Þorlákur Helgason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 6R18RR Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. Uppstokkun á bankakerfinu Fjölmiðlarhafabirt fregniraf hugmyndum Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra varðandi framkvæmd á stefnu ríkisstjórnarinnar í bankamálum og breytingar á banka- lögum. Hafa þær hugmyndir verið nefndar í þessu sam- bandi að Samvinnubanki og Búnaðarbanki yrðu að einum banka og Útvegsbanki, Iðnaðarbanki og Verslunarbanki að öðrum. Að sjálfsögðu eru þetta getgátur en engu að síðurhefurvilji viðskiptaráðherraverið sá, að fækka bönk- um og stækka og draga úr beinum afskiptum og áhrifum ríkisins af bankarekstri. Þessi vilji viðskiptaráðherra er í beinu samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar í bankamálum eins og hún kemur fyrir í stjórnarsáttmála. Einsogoft vill gerast, þegarheilirmálaflokkareru reyrðir fastir við einstaka ráðherra, hefur viðleitni viðskiptaráð- herra til að einfalda bankakerfið, verið núin honum um nasir af stjórnarandstöðunni. Þjóðviljinn til dæmis nefnir hugmyndir Jóns Sigurðssonar enn eitt vindhöggið og segir ýmsa þingmenn orðna þreytta á þessum tilraunum viðskiptaráðherra. Aðrar raddir í þessum dúr hafa verið uppi; að viðleitni viðskiptaráðherra sé þess eðlis að bjarga honum úr þeirri vondu klípu sem Útvegsbankamál- iö er komið í. Slík gagnrýni er auðvitað einföldun og útúr- snúningar. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sýnt mikla gætni og framsýni við fyrirhugaða sölu Útvegs- bankans og samruna í bankakerfinu.Menn megaækki gleyma að fyrir dyrum er mesta uppstokkun í bankakerf- inu íslenska í sögu þjóðarinnar. Voldugustu bankar lands- ins hafa verið ríkisbankarnir. Með því að fækka þeim úr þremur í einn, er verið að gera bankarekstur hagkvæmari og nútímalegri. Það er hárrétt sjónarmið hjá viðskiptaráð- herra að láta viðskiptaleg sjónarmið ráða ríkjum í banka- rekstri en ekki pólitísk. Sú hugmynd sem hefur verið í há- vegum höfð á íslandi, að útvaldir stjórnmálamenn setjast I bankastjórastóla að loknum þingferli, er röng. Að fulltrú- ar pólitískra flokka sitji í bankaráðum og taki þar fjárhags- legar ákvarðanir sem byggjast á pólitísku skömmtunar- mati, ereinnig röng ráðstöfun. Slíkirbankareru illa reknir. Og þeir kosta sparifjáreigendur, aðra viðskiptavini bank- anna og þjóðfélagið í heild mikla peninga. En hagkvæmni og völd fara ekki alltaf saman. Þannig virðast fyrstu viðbrögð við hugmyndum Jóns Sigurðsson- ar um uppstokkun í bankakerfinu benda til þess að stjórn- málaflokkarnir séu ekki viljugir að sleppa tökum á banka- kerfinu. Víst er að breytingartiIlögur viðskiptaráðherra mæti andspyrnu og óvild í þingflokkunum. Aðferð við- skiptaráðherraerhins vegarrétt. Hann hefur kosið að leita sátta og viðræðna við alla þá aðila sem tengjast fyrirhug- aðri uppstokkun. Þannig er málið á umræðustigi innan ríkisstjórnarinnar og í þingflokkum. Fyrstu þættirnirsem til umræöu eru, snúa að breytingum á bankalöggjöfinni sem lúta að valdsviði og áhrifum bankaráða og atriða er varða heimildir erlendra aðila að eiga í íslenskum bönk- um. Jón Sigurðsson hefur ekki kosið að beita valdi sínu sem ráðherra í einstökum þáttum þessa máls frekar en við sölu á Útvegsbankanum. Með því móti leitast ráðherra við að ná lýðræðislegri lausn í stað gerræðislegrar ákvörð- unar. Og við megum ekki gleyma því á þessum miklu streitutímum að sala Útvegsbankans og uppstokkun bankakerfisins á eftir að vera varanleg í marga áratugi og jafnvel enn lengur. Það verðurþví að fara að þessum miklu breytingum með gát og fyrirhyggju. Þess vegna er nægur tími til stefnu. ÖNNUR SJÓNARMIÐ LANDSFUNDUR ai þýðubandalagsins hefst i dag með pompi og prakt. Þangað mæta menn gráir fyrir járnum og nær fögnuðurinn hápunkti á laugardagsmorgun þegar formannskosningin fer fram. Svavar Gestsson hefur verið háll sem áll í þessu máli og stal allri senunni frá for- mannsefnunum um daginn með því að birta alveg nýja stefnuskrá. Þetta „glastnost i galskaben" hefur nú verið tekiö upp í Þjóðviljanum. Það erÁrni Bergmann ritstjóri sem skrifar leiðara um málið enda sjóaður maður f stefnu- breytingum sósíalista. Það er óneitanlega dálítið broslegt hvernig ritstjórinn stýrir penna sinum fram og aftur eftir leiðarasíðunni þegar hin nýja stefna er útskýrð. Von- um að lesendur Alþýðublaðs- ins séu einhverju nær um l(n- una i Alþýðubandalaginu þessa dagana eftir lestur sjónarmiða Árna Bergmanns á „plagginu:" „I plagginu er að finna áherslubreytingar sem vert er að vekja athygli á. Þar er ekki stillt upp andstæðunum markaðslögmál gegn áætl- anabúskap, heldur spurt um það hvernig nýta megi kosti markaðarins um ieið og unn- ið er gegn ómanneskjulegum afleiðingum lögmála hans. Það er engu slegið föstu um „rétt“ eignarhald fyrirtækja, heldur lögð áhersia á sveigj- anleik i þeim efnum og sam- félagslegar ráðstafanir til að koma i veg fyrir valdasam- þjöppun fjármagnsins, einok- un, hringamyndanir o.s.frv. Um leið er itrekað og út fært ýmislegt sem fyrr hefur veriö sagt í umræðu sósíalista á liðnum árum um atvinnulýð- ræði. Ýmislegt er og þarflegt í plagginu sagt um sjálfstæð- is- og menningarmál, jafnrétt- ismál og fleira. Eins og að líkum lætur eru slík plögg einatt um of almenn í orða- lagi. En það ætti ekki að skaða. Við þurfum að taka til- lit til þess að framtíðina er ekki hægt að kortleggja með nákvæmni á tímum feikna- lega hraðra breytinga. Og mestu skiptir, að það er rétt — eins og gert er í drögun- um — að beina athygli að því, að eitt höfuðviðfangsefni flokks sósíalista nú um stundir hlýtur einmitt að vera að leita að leiðum til að efla lýðræði umfram það sem við njótum i almennum kosning- um á fjögurra ára fresti, efla frelsi umfram það sem gefur okkur kost á að velja milli nokkurra vörutegunda i búð.“ Þá er þetta klárt. Eða hvað? ÁFENGISÚTSALA hef ur verið opnuð I Ólafsvík. Þótt það kunni að verka skondið, þá er útibússtjórinn, Sigriður Þóra Eggertsdóttir einnig með barnafataverslun á sínum snærum og rekur báðar búðirnar samhliða og eru þær meira að segja í sama húsnæði. Þannig geta menn keypt sér brennivín og skriðgalla samtímis. (Sumir gætu nú notað skriðgalla á fullorðna eftir að þeir eru búnir úr flöskunni — en það er — en það er önnur saga.) Nú hefðu menn búist við að útibússtjórinn hefði orðið feginn ef mikil sala hefði ver- ið fyrsta daginn þegar opnað var. En ónei — þetta er greinilega vel skynsöm kona, þvi þegar DV hafði samband við hana, svaraði hún með því að segja að hún hefði ver- ið mjög ánægð með hve lítið hefði verið keypt. Kíkjum að- eins á þessi heilbrigðu sjón- armið sem komu fram í DV í gær: „Ég er mjög ánægð með viðtökur Ólsara við opnun áfengisútsölunnar. Margir voru búnir að hræða mig með því að hér yrði allt vit- laust fyrstu dagana og að Ólafsvík færi á allsherjar fyllirí. En það hefur ekki orð- ið neitt um það, það hefur verið mjög lítið keypt af áfengi tvo fyrstu söiudagana og mun meira verið selt af barnafatnaði,“ sagði Sigríður Þóra Eggertsdóttir, útibús- stjóri nýju áfengisútsölunnar í Ólafsvík sem opnuð var á mánudaginn.“ Þá er bara að vona að þurrkurinn haldist fyrirvest- an. B$k KVIKMYNDA-l GERÐARMENN! MYND/NÁ, MÍNÚTUM SKAL HÚN /NS SVO OG SJÓNVARPIÐ, /NNLEND DAG- SKRÁRGERÐAR- DEILD, ÓSKAR EFT/R TILBOÐUM J GERÐ HEIMILDA- MYNDAR LLMÞINGVELLI 1£> VERA SEMNÆST 45 _ AÐLENGDOG ^ ÆJALLA UMÞ/NGVELL/OG LÍFRÍKISTAÐAR- HVERN/G Þ/NG VELUR TENGJAST /SLENSKR/SÖGU, BÓKMENNTUM OG L/STUM ÞÁ SKAL SÝNA HVERTSTEFN/R í VERNDUN OG VARÐVE/SLU STAÐAR/NS. í T/LBOÐ/NU ER HUGSAN ^LEGTAÐ MIÐA V/ÐAÐ MYND/N VERÐ/ UNN/N MEÐMS&JÆKJUM SJÓNVARPS/NS, EÐA AF SJÁLFSTÆÐ ^^Mj\UM VERKTAKA OG FER ^ÆJÁRMÖGNUN EFT/R DVÍ HVERN/G MM&^r/LBOÐ/Ð ER LAGT FRAMÆTÍLBOÐ/ SKAL T/LNEFND ^^MÆ~\UR UMSJÓNARMAÐUR OG TEXTA- HÖFUNDUR^^SÖN} ÁSAMT UPPTÖKUSTJÓRA T/LBOÐUM SKAL SK/LAÍNN T/L SJÓNVARPS/NS FYR/R1. JANÚAR1988. NÁNAR/ , . ^ ‘ UPPLÝS/NGAR VE/T/R I tn/J',, nmg RÍKISÚTVARPIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.