Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 8
MMBIIRIMIHI Fimmtudagur 5. nóvember 1987 ALÞYÐUBANDALAG Á KROSSGÖTUM Það er engu likara en mesti vígamóðurinn sé runninn af mönnum í dag þegar á hólminn er komið. Alþýðubanda- lagsmenn sem bitu í skjaldarrendur og hróp- uðu vígorð háum rómi fyrir fáeinum vikum, hafa haft hœgar um sig upp á síðkastið og spá- dómar um óhjákvœmi- legan klofning Alþýðu- bandalagsins í kjölfar landsfundarins hafa hljóðnað. Æ fleiri virð- ast hafa komist á þá skoðun dagana fyrir landsfund, að réttast sé að hlíta niðurstöðum landsfundarins, hverjar sem þær kunna að verða. Hverjar niðurstöðurnar verða er langt frá því að vera augljóst mál, daginn sem landsfundur er settur. Mann- töl hafa verið framkvæmd í báðum herbúðum og þeir sem gerst kunna að telja, virðast samdóma um að mjótt verði á munum í for- mannskjöri á laugardaginn. Flestir manntalssérfræðingar virðast þó álíta að annar frambjóðandinn hafi örlítið betur. Það fer svo eftir því hvar f fylkingu þessir sér- fræðingar standa sjálfir, hvorn frambjóðandann þeir eiga við. Viðbrögð Svavars of harkaleg? Viðbrögð Svavars Gests- sonar og fleiri flokksmanna í þeim armi sem varð að lúta í lægra haldi, þegar Reykjavík- urfulltrúar á landsfund voru kosnir fyrir nokkrum vikum, voru mjög hörö og virtust geta bent til þess að Svavar nygðist kljúfa flokkinn ef Ölafur Ragnar yrói kosinn formaður. í fréttaskýringu hér í blaðinu var þvi haldið fram að þessi viöbrögð kynnu að hafa átt aö koma þeim flokksmönnum sem væru á báðum áttum til að hugsa sig a.m.k. tvisvar um áður en þeir kysu Ólaf Ragnar. Viðbrögð sem þessi eru reyndar oftast nokkuð tví- eggjuð. Annars geta þau vak- ið samúð þeirra sem álíta að- ferðir Ólafsmanna fyrir kosn- inguna, hafa verið í grófara lagi; hins vegar er líklegt að margir flokksmenn hafi litiö á viðbrögð Svavars sem beinar hótanir og færst nær Ólafi Ragnari af þeim sökum. Alþýöublaðiö hefur heim- ildir fyrir því innan Alþýðu- bandalagsins að jafnvel sum- um þeim sem fyrirfram voru ákveðnir í að kjósa Sigríði til formanns, hafi þótt viðbrögð- in of harkaleg. A þeim vikum sem nú eru liðnar hefur ekki orðið framhald á þessum klofningsumræðum innan fiokksins, þannig að trúleg- ast virðist, að hin harkalegu viðbrögð Svavars og fleiri muni tiltölulega lítil áhrif hafa á kosninguna á laugar- daginn, ef nokkur. Flestir hyggjast hlíta úrslitunum Þótt formannsslagurinn hafi óneitanlega verið harður síðustu vikurog forystumenn beggja fylkinga flokksins lagt á sig mikla vinnu við að reyna að sannfæra lands- fundarfulltrúa, virðast æ minni líkur til þess að úrslitin í formannskjöri muni leiða til klofnings. Jafnvel þótt vissir einstaklingar innan flokksins kunni að hafa þá skoðun að ekki sé lengur verandi I flokknum eftir ósigur síns formannsefnis, eru þó lang- flestir tiltölulega ákveðnir í því að þrátt fyrir allt beri Al- þýðubandalagsmönnum að halda saman. Þessi meiri- hluti hyggst því ekki láta úr- slit formannskjörsins breyta einu eða neinu um veru sína í flokknum, heldur hlíta úr- slitunum. Slœm reynsla af klofningi Einn viðmælenda Alþýðu- blaðsins orðaði þá skoðun sína að flokksmenn myndu halda saman eftir landsfund, efnislega á þá leið að menn hefðu orðiö áratuga reynslu af því á vinstri kantinum að flokksbrotum vegnaði ekki vel. Þetta sjónarmið er út- breitt I Alþýðubandalaginu, sem raunar er ásamt Alþýðu- flokknum, sá íslenskra stjórnmálaflokka sem mesta reynslu hefuraf klofningi. Þá sögu þekkja menn vel innan Alþýðubandalagsins og þeir sem verða undir, þegar at- kvæðin hafa verið talin á laugardaginn, munu þvi væntanlega hugsa sig tvisvar um, áður en þeir grípa til svo róttækra aðgerða. Einhverjir fara í fýlu Fleiri en einn sem Alþýðu- blaðið hefur haft tal af und- anfarna daga og vikur, hafa látið þau orð falla að þeir muni ekki eiga auðvelt með að taka þátt í flokksstarfinu af sama krafti, ef þeirra mað- ur verði undir í formanns- slagnum. Sjálfsagt má reikna með því að einhverjir harðir fylgis- menn þess sem undir verður, muni þannig fara I fýlu a.m.k. um einhverja hríð, en slík við- brögð eru allt annars eðlis og langt bil á milli þeirra og ákvörðunar um að kljúfa flokkinn. Hvað um málefnin? í þessum hugleiðingum öllum má hins vegar ekki gleyma því að í Alþýöubanda- laginu er ekki bara tekist á um persónur, heldur er þar að finna talsvert djúpstæðan ágreining, sem trúlegast verður ekki útkljáður á þess- um landsfundi. Þannig virðist Varmalandsnefndin sem svo er kölluð, hafa lagt talsvert á sig til að ná saman um tillög- ur og samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur þetta haft i för með sér að sum ágreiningsmál, eins og t.d. af- staðan til verkalýðshreyfing- arinnar, eru skilin eftir meira og minna í lausu lofti. Ef til vill má reikna með að slík ágreiningsmál leysist að hluta til af sjálfu sér í þeirri merkingu að þegar úrslit eru á annað borð fengin í for- mannskjöri, þá muni afstaða hins nýja formanns verða of- an á. Verði Ólafur Ragnar kjörinn formaður, er þannig nokkuð Ijóst að ýmsum verkalýðsleiðtogum innan flokksins, svo sem Ásmundi Stefánssyni, verður erfitt að starfa áfram innan flokksins. Þeir eru margir sem veðja á, að Ásmundur muni yfirgefa flokkinn ef Ólafur Ragnar nær kjöri. Kristín Ólafsdóttir hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til varaformennsku í Alþýðubandalaginu annað kjörtímabil. Kristín ber því við að hún hyggist snúa sér að borgarmálefnum í Reykjavík af meiri krafti. Að hluta til má þó kannski til sanns vegar færa að þessi ákvörðun Krist- ínar sé til þess hugsuð að auövelda sættir í flokknum að loknu formannskjöri, ef svo fer að Ólafur Ragnar nái kjöri. Fari svo má reikna með að allt kapp verði lagt á að nýr varaformaður verði kos- inn úr hópi stuðningsmanna Sigríðar Stefánsdóttur. Þetta er a.m.k. útbreitt sjónarmið, þótt þeir séu einnig til sem halda því fram að best sé að útkljá þessi mál í eitt skipti fyrir öll og rétt sé að hin nýja forysta verði samhent, úr hvorum arminum sem hún verður. Örlög lýðrœðiskynslóð- arinnar Margir spyrja sig hver verði örlög lýðræðiskynslóðarinnar svonefndu I Alþýðubandalag- inu, ef Sigríður Stefánsdóttir verður næsti formaður flokksins. Þeireru til sem spá því að þessi hópur fólks sem á undanförnum árum hefur verið að seilast til áhrifa í flokknum muni þá gefast upp og heltast úr lest- inni. Sumir hafa jafnvel geng- ið svo langt að spá klofningi í flokknum og að lýðræðis- kynslóðin muni ganga út og stofna nýjan flokk ef hún tap- ar núna. Miðað við sáttahljóðið í flokksmönnum undanfarna daga verður sllkt þó að telj ast fremur ósennilegt og tæplega myndi slíkur flokkur ná miklu fylgi. Sennilegast yrðu örlög hans eitthvað svipuð og annarra vinstri flokksbrota undanfarinna ára- tuga. Urslitin i formannskjörinu ráðast á laugardag. Eftir það má reikna með að línur fari að skýrast. Alþýðublaöið mun áfram fylgjast með því sem er að gerast á þessum vettvangi og þú gerir það líka með því að halda áfram að lesa Álþýðublaðið. FRETTASKYRING Jón Danielsson skrifar Frá hitafundi í miðstjórn Alþýðubandalagsins i vor.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.