Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. nóvember 1987 3 FRETTIR Nýja ráðhúsið: LANDSIG VID TJ0RNINA7 Borgarverkfrœðingur gerir ráðstafanir til að mœla hugsanlegt landsig vegna ráðhúsbygg- ingarinnar. Hús ekki talin í hœttu að sögn borgarverkfrœðings. Er hætta á að land sigi í nágrenni Tjarnarinnar þegar framkvæmdir við nýja ráð- húsið hefjast? Borgarverk- fræðingur hefur staðfest að mæla eigi hvort sig eigi sér stað. Starfsmenn borgarverk fræðings hafa farið þess á leit við eigendur húsa við Tjörnina, aö fá að reka 30 cm. stauta í húsin til að mæla sigið. Alþýðublaðið hafði sam- band við Þórð Þ. Þorbjarnar- son borgarverkfræðing og spurði hann hvort gert væri ráð fyrir sigi á svæðinu i kringum ráðhúsbygginguna tilvonandi. „Við gerum ekki ráð fyrir að það muni gerast". Hins- vegar sagði Þórður að þegar stálþilið væri komið niður og vatni yrði dælt úr því, mætti gera ráð fyrir smá sigi fáeina metra út frá þilinu og það hefði einhverja þýðingu fyrir lagnir sem verið væri að leggja núna í Tjarnargötu og Vonarstræti. Hvað sigið yrði mikið sagði Þórður að erfitt væri að segja til um. En til að svona stálþil fari að bera þann jaröþrýsting sem á þvf lendir þurfi það að gefa eftir til þess að fara að bera eitt- hvað og þá væri óhjákvæmi- legt að smá sig yrði næst þil- inu. Varðandi stauta sem reka ætti I hús við Tjarnargötu til að mæla sigið, sagði Þórður að væri eðlileg varúðarráð- stöfun af hálfu borgarverk- fræðings, þvl ef sig skyldi eiga sér stað, þar sem grund- un þessara húsa væri ekki vel þekkt, vildu menn vera vissir um hvernig ástandið var áður og síðan á eftir, ef sprungur eða annað slíkt kæmu fram í húsunum. „Gerið þið þá ekki ráð fyrir að húsin séu í hættu?“ „Við gerum síöur ráö fyrir þvl, en við viljum að minnsta kosti vita hvort nokkuð ger- ist". „Þið reiknið ekki með þvi?“ „Nei“, sagði Þórður Þ. Þor- bjarnarson borgarverkfræð- ingur. Frá þingi norrænna bankamanna sem lauk i Reykjavik í gær. Bankamenn á Norðurlöndum: SEX MILLJARÐAR í VERKFALLSSJÓÐ Sameiginlegur verkfalls- sjóður norrænna banka- starfsmanna telur samtals um 6 milljarða króna. Af þessu fé er um lO.hlutinn eða um 600 milljónir króna, ætlaður til að nýtast beint i fjárhagsaðstoð hugsanlegu verkfalli bankamanna i ein- hverju Norðurlandanna, en stjórn sjóðsins getur síðan ákveðið fjárveitingar umfram það. Á aðalfundi Sambands nor rænna bankamanna, sem lauk i Reykjavík í gær var undirritaður samningur, þar sem þessi „skyndihjálpar- hluti“ sjóðsins er aukinn úr 25 milljónum sænskra króna í 100 milljónir, eða samsvar- andi ríflega 600 milljónum ís- lenskum. Að því er segir í frétt frá Sambandi íslenskra banka- manna, lýsir þessi trygging einstöku samstarfi stéttarfé- laga bankastarfsmanna á Norðurlöndum, sem alls telja um 160 þúsund meðlimi. „Með þessum samstöðu- samningi hafa bankastarfs- menn öflugt verkfallsvopn þar sem atvinnurekendur vita að við höfum fjárhagslega stöðu til að fara i verkfall. Við getum útvegað peninga fljótt og getum staðið í löngu verk- falli ef nauðsyn krefur," segir formaður samtakanna, Norð- maðurinn Fritz R Johansen. Útvegsbankinn h.f: MEST INN- LÁNSAUKNING Útibú Útvegsbankans verða sjálfstæðar rekstrarein- ingar og aðeins einn banka- stjóri verður yfir bankanum. Að sögn aðstandenda bank- ans er innlánsaukning Út- vegsbankans meiri en banka- kerfisins í heild. Útvegsbankinn hf. efndi til blaðamannafundar ( gær til að kynna skipulagsbreytingar Guðmundur Hauksson bankastjóri nefndi meðal annars að útibú bankans yrðu gerð að sjálfsstæðari einingum og bæru fulla ábyrgð gagnvart yfirstjórn Útvegsbankamenn kynna nýtt skipulag bankans á blaðamannafundi í gær. Guðmundur Hauksson bankastjóri er lengst til hægri á myndinni. bankans og Seðlabankanum. í máli Guðmundar kom fram að á þeim tæpu sex mánuðum sem bankinn hefur starfað hefur reksturinn gengið mjög vel. Útvegsbank- inn hefði verið með 26,3% innlánsaukningu á meðan meðaltal bankakerfisins væri 24,8%. Söluskattur á matvörur: KAUPMENN ÁNÆGÐIR Eðlilegt að fækka undanþágum segir Gunnar Snorrason kaupmaður í Hólagarði, fyrrum formaður Kaupmannasamtakanna. Gunnar Snorrason kaup- maður í Hólagarði, fyrrum formaður Kaupmannasam- taka íslands, segir fækkun undanþága i söluskattskerf- inu mjög til bóta. Hann telur því eðlilegt að leggja skatt á þær matvörur sem fyrirhugað er aö gera um áramót, en segir jafnframt þurfi að gera hliðarráðstafanir í gegnum tryggingakerfiö svo hækkun komi ekki hart niður á barna- fjölskyldum og þeim efna- minni. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagöist Gunnar vera andvígur virðisaukaskatti. Ríkisstjórnin fyrirhugar að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts 1989. Gunnar sagði mun eðlilegra að fækka undanþágum í sölu- skattskerfinu og setja sömu skattprósentu yfir alla linuna. „Með því móti tel ég að hægt verði að lækka sölu- skattsprósentuna töluvert niöur fyrir 20 prósent." Gunnar sagði að fækkun undanþága hefði í för með sér mun betra eftirlit meö framtölum og öll vinnavið skattálagninguna yrði auð- veldari. Hann benti á að innheimt- ur söluskattur væri yfir 40% af tekjum rikissjóðs. „í undanþágukerfinu hefur þetta kostað mikla vinnu hjá kaupmönnunum. Sú vinna hefur öll veriö unnin I sjálf- boðavinnu." Gunnar sagði að það hefði verið rangt hugsaö af rikis- stjórninni að afnema undan- þágur að hluta til 1. nóvem- ber án verulegra hliðarráðstaf- ana og stíga siöan næsta skref um áramót. „Ríkis- stjórnin hefði átt að láta það verða sitt fyrsta verk að af- nema undanþágur. Það hefði reynst mun auðveldara við- fangs, en þá hefði ennfremur þurft að lækka prósentuna og gera hliðarráðstafanir fyrir þá efnaminni." Þór Tuliníus og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum i „Kveöju- skál.“ KVEÐJUSKÁL OG ALASKA Alþýðuleikhúsiö frumsýnir tvo einþáttunga eftir Harold Pinter i Hlaðvarpanum laugardaginn 7. nóvember kl. 16.00. Annað leikritið nefnist „Einskonar Alaska" og er kveikjan að því bók læknis- ins Oliver Sacks, „í svefn- rofum,“ sem kom fyrst út 1973. Þar segir frá kynlegri farsótt er breiddist út í Evrópu í byrjun aldarinnarog siðan um allan heim. Ein- kenni hennarvoru m.a. dauðadá og óráö. Fimmtíu árum síðar kom til sögunnar lyf, L-DOPA er vakti sjúkling- ana til lífs á ný. „Einskonar Alaska“ segir frá konu sem vaknar af dásvefni fyrir til- stuölan lyfsins, eftir 29 ár. „Kveðjuskál" er nafnið á hinu leikritinu. í því er reynt að fá áhorfendur til að horf- ast í augu við þá staöreynd að í yfir 90 þjóðlöndum eru pyntingar fylgifiskur fangels- isvistunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.