Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. nóvember 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir BARNUNGIR HERMENN STÓDU AD FJÖLDAMORÐUM í Suður Afríku eru átta og níu ára börn tekin í herinn. „Suöur—Afríka heldur áfram aö ógna landi okkar. Þeir vinna aö því aö útrýma mestu auðæfum okkar, sjálfri þjóðinni. Þeir hika ekki við að þvinga átta tii níu ára börn til hermennsku. Síðustu fjölda- morðin í mozambískum þorp- um, voru framin af börnum í hermannabúningum, ásamt öðrum hermönnum." Það er samgöngumálaráð- herra Mozambique sem lýsir þessum voðaatburðum í þessu stríðshrjáða landi. Stanslaus hryðjuverk hinnar hægrisinnuðu uppreisnar- hreyfingar, Renamo, sem er fjármögnuð og studd af Suð- ur— Afrfku, eru einnig ógnun við aðstoðarverkefni þau, sem verið er að vinna að í Mozambique, af Norðurlönd- um og öðrum löndum. „Norðurlanda áætlunin í Mozambique gengur vel þrátt fyrir þessa atburði," sagði samgöngumálaráðherra Mozambique Armando Emilio Guebuza á fundi með frétta- mönnum á dögunum. Guebuza, sem ertalinn næst valdamesti maðurinn I Freli- morlkisstjórninni, er á feröa- lagi um Norðurlönd, til við- ræðna um pólitík og þá sér- staklega löglegar aðgerðir gegn Suður—Afríku. Norður- lönd aðallega Danmörk, að- stoða Mozambique við verk- efni viðvíkjandi samgöngu- málum, einkum og sér I lagi viö endurbyggingu hinnar svokölluðu Beira samgöngu- leiðar. Járnbrautin frá Zimb- abwe til hafnarborgarinnar Beira í Mozambique, gefur nágrannaríkjum Suður— Afríku valkost í samgöngum til hafna I Suöur—Afríku. Á síöastliðnu ári Jókst umferð um Beira leiðina, um 66 þrósent, auk járnbrautarinnar liggur þjóð- vegur og olíuleiðsla um þessa samgönguæð. Vegna þess hve fátæku rík- in eru fjárhagslega háð Suður—Afrfku, er mikil áhætta fyrir þau að taka af- stöðu gegn apartheidstjórn- inni í Pretoria. „Þegar við bárum fram kvartanirtil Suður—Afríku, vegna fjöldamorðanna, svar- aði Malan hershöfðingi varn- armálaráðherra Suður— Afríku, með því að vera með hótanir ( garð leiðtoga okkar, sérstaklega í garö forsetans,“ sagði Emilio Guebuza. Mozambique minntist þess nýlega, að eitt ár var liðið frá því að fyrsti forseti landsins Samora Machel lést í flug- slysi. í flugslysinu fórst einnig forveri Guebuza, en slysið varð við Mbuzini í S,— Afriku. Stjórnin í Mosamb- ique, heldur þvi fram, að S.— Afríka eigi sök á slysinu og hafi gefið flugmanninum rangar upplýsingar. Þessari ásökun vísar S.—Afríka á bug. „Machel var drepinn af óvinum okkar,“ segir núver- andi forseti, Joaquim Chiss- ano, án þess þó að nefna yfirvöld í S,—Afriku. „Það er aðeins ein lausn á vandamálunum í S,—Afriku," segir Guebuza, „og sú lausn er algjört fráhvarf frá agart- heid, að gera einhverjar end- urbætur dugar skammt. S.— Afrika á að vera friðsamur ná- granni, og það er aðeins mögulegt að halda friði, þar sem demokrati er inni i myndinni. Við þurfum aðstoð í baráttunni við S.—Afríku, og þau lönd sem af einhverj- um ástæðum vilja ekki veita okkur hernaðaraðstoð, geta veitt okkur aðstoð í mannúð- armálum." Neydaraöstod Mozambique og Angola eru efst á FAO—lista Sam- einuðu þjóðanna vegna ríkja í S.—Afríku, sem þurfa á neyð- arhjálp að halda. í Mosam- bique er brýn þörf fyrir 750. 000 þús. tonnum af korni, og hjálpar við að koma þvi til hinna sveltandi. 3,3 millj. manna í borgum og þorpum og um það bil 3,2 millj. í sveitum landsins, bíða eftir neyðarhjálp. Jafnframt neyðarhjálpinni, þarfnast Mozambique hjálþar við langtimaverkefni. Guebuza stakk upp á aðstoð og hjálp við margvísleg verk- efni, svo sem: skipasmíðar, landbúnað, léttan iðnað, fisk- veiðar, skógrækt og ferða- mannaiðnað. Hin vinstri sinn- aða Fremilo ríkisstjórn hefur nú gefið samþykki sitt í sam- bandi við að erlend fyrirtæki fá leyfi til að flytja gróða úr landinu. Að vísu óskar stjórn- in frekar eftir því að gróðan- um yrði variö til frekari þró-- unarverkefna. Guebuza sagðist hafa já- kvæða reynslu af þróunar- hjálp Norðurlandanna: „Samstarfsmenn okkar frá Norðurlöndum eru meðvitað- ir og þráir, en þeir skilja, að við erum það líka,“ sagði ráð- herrann. (Det fri Aktuelt.) Mikið hefur veriö um fjöldamorð i Mozambique á seinni árum. í flestum tilvikum eru það uppreisnarmenn studdir af Suður Afriku, sem eru þar að verki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.