Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.11.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. nóvember 1987 5 BRAGFRÆÐI Þórarinn Eldjárn skrifar HRYNJANDI Allt mál hefur hrynjandi eða hljóm- fall og gildir þá einu hvort átt er viö bundið mál eða óbundið. í mæltu máli fá sum hljóð þunga áherslu, önnur létta eða enga. Þegar slík misþung hljóð skiptast á, myndast hrynjandi (rytmi). Hrynjandin ákvarðast annars vegar af lögmálum og reglum eða föstum venjum hvers tungumáls, en hins vegar hefur merking orða og staða þeirra i setningu áhrif á áhersl- ur. Segja má þvf að kerfið sé tvöfalt: Áherslulögmálin eru sá grunnur sem öllum er sameiginlegur, en á hinn bóginn eru svo merkingaráherslurnar sem eru breytilegar eftir því hver talar, um hvað og hvers vegna. Áherslur hljóta til dæmis að breytast mjög eftir því hvort Baldur Óskarsson er að lesa frétt um halastjörnu Halley’s eða Her- mann Gunnarsson að lýsa knatt- spyrnuleik, svo nefndir séu tveir ágæt- ir útvarpsmenn. Sameiginlegi grunnurinn er reyndar ekki óumbreytanlegur heldur, hann hefur að sjálfsögðu þróast og breyst í aldanna rás. Auk þess er hann mót- tækilegur fyrir erlendum áhrifum, rétt eins og aðrir þættir málsins nú um stundir. Sönglandinn sem við heyrum í úrvarpinu er apaður eftir erlendum stöðvum og á áreiðanlega eftir að breyta nokkuð áherslum f íslensku frá því sem nú er, ef við setjum ekki skorður við. (Órðskýring: Úrvarp er ný- yröi yfir útvarpsstöðvar eins og Rás 2, Bylgjuna, Stjörnuna og Alfa (ðir ræð- ur), og byggir á þeirri kenningu að uppistaðan í dagskrá þessara „nýju“ stöðva sé í raun ekki annað en upp- poppuð útgáfa af sömu dagskrá og send hefur verið út hér á landi dag og nótt allt frá árinu 1937 I símanúmerinu 04). Einkennilegt er það líka að svo virð- ist sem stjórnmálaskoðanir manna geti haft áhrif á áherslur. Alkunnar eru til dæmis framsóknaráherslurnar. Þetta fyrirbæri hefur ekki enn verið skýrt til neinnar hlítar og afhendist hér með stjórnmála- og málfræðing- um til úrvinnslu. Þegar talað er um að laust mál sé Ijóðrænt, er ekki bara átt við að text- inn sé myndríkur eða háfleygur, heldur reynist hrynjandin lika skipta miklu máli. í Ijóðum er hrynjandin upphaf og endir alls, engu siður í þeim Ijóðum sem óbundin eru kölluð en í hátt- bundnum Ijóðum. Það er því villandi þegar óbundin Ijóð eru kölluð frjáls eða formlaus. Öll Ijóð hafa eitthvert form, frjálshyggjan er goðsögn sem leiðir alltaf til óskaþnaðar hvort sem er i pólitík eða Ijóölist. „No verse is libre for the man who wants to do a good job“, sagði Eliot, „enginn bragur er frjáls ef menn ætla að standa vel að verki." Óbundna Ijóðið fær form sitt fyrst og fremst af hrynjandinni. Hún er svo ekki frjáls nema í þeim skilningi að hún er óháð fastbundnum bragarhætti. Bertolt Brecht skrifaöi eitt sinn ritgerð um óbundin Ijóð og nefndi „Úber reimlose Lyrik mit un- regelmassigen Rhytmen." Meö þeim orðum skilgreindi hann einmitt ágæt- lega það sem einkennir óbundna Ijóð- ið tæknilega séð: Það er „rimlaust Ijóð með óreglulegri hrynjandi." Hitt leiðir svo af sjálfu sér að slik óreglu- leg hrynjandi fellur auðvitað oft sam- an við hrynjandi tungunnar og merk- ingarinnar. En þegar Ijóð er ort undir bundnum hætti gerist það að fastri niðurskipan eða reglu er komið á hrynjandina, mis- mikilli eftir atvikum. Þar með má segja að enn ein tegund af hrynjandi sé komin til skjalanna, hrynjandi brag- arháttarins. Stundum er hrynjandi málsins svo fastviðjuð í bragformið að með réttu má tala um bragfjötra. Flutningur á slikum Ijóðum hlýtur að verða þulukenndur, áheyrendur byrja ósjálfrátt að stappa taktinn. En ef vel er ort má segja að þar meó geti enn ein vídd bæst í Ijóöið: Ef skáldið kann að nýta sér togstreituna sem verður milli hrynjandi brags og hrynjandi máls magna þær hvor aðra upþ til nýrra áhrifa. í þessu sambandi er lika mikið und- i.r því komið hvernig Ijóðið er flutt. Öfgar í átt að þvl að undirstrika brag- hrynjandi verða til þess að manni finnst skáldið hafa ort Ijóð sitt með taktmæli tifandi á púltinu. Öfgar í hina áttina geta að vísu verið mjög skemmtilegar, má þar t.d. nefna flutn- ing Halldórs Laxness á Gunnarshólma og Söknuði, sem einhvern tfma heyrð- ist í útvarpi. En sjálfsagt er bölvað meðalhófið best. „Einkennilegt er það líka að svo virðist sem stjórn- málaskoðanir manna geti haft áhrif á áherslur. Al- kunnar eru t.d. framsókn- aráherslurnar, “ skrifar Þórarinn Eldjárn m.a. í pistli sínum um bragfrœði SMÁFRÉTTIR Frá afhendingu trúnaðarbréfs sænska sendiherrans. Sendiherrar afhenda trún- aðarbréf sín Hinn 30. október afhenti Þórður Einarsson, sendi- herra, dr. Mauno Koivisto, for- seta Finnlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands i Finnlandi með aðsetri i Stokkhólmi. Nýskipaður sendiherra Sví- þjóðar, hr. PerOlaf Forshell, afhenti í gær forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf sitt að viðstödd- um utanríkisráðherra. Sendi- herra þáði siðan boð forseta Islands i Ráðherrabústaðnum ásamt fleiri gestum. TÓN.AL. halda tónleika Tónlistarhátið Tónlistar- sambands alþýðu TÓN.AL. verður haldin ( annað sinn dagana 6. og 7. nóvember. Fram munu koma sex kórar og ein lúðrasveit, alls um 250 manns. Auk þess koma til ís- lands í boði TÓN. AL. þrír er- lendir kórar. Tveir frá Noregi og einn frá Danmörku. Er- lendu kórarnir munu halda tónleika 6. nóvember kl. 20:30 í Langholtskirkju. Hver kór flytur um 30—40 minútna dagskrá, bæði þjóðlög, bar- áttusöngva og kirkjutónlist. íslensku flytjendurnir koma fram, ásamt erlendu kórunum, í Háskólabíó laug- ardaginn 7. nóvember kl. 14:00. Hver hópur flytur 4—5 lög og í lokin flytja allir sam- an tvö lög. Kynnir verður Jón Múli Árnason og er aðgangur ókeypis. Menntamála- ráðherra í París og Japan Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, og kona hans, Sonja Backman, héldu til Parísar síðastliðinn miðvikudag. Þar mun ráðherr- ann sitja aðalráöstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna og fund vísindamálaráðherra að- ildarríkja Efnahags- og fram- farastofnunarinnar. Frá París halda menntamálaráðherra og kona hans til Tokýó í Jap- an þar sem þau verða heið- ursgestir norrænu menning- arkynningarinnar Scandinavia Today. Menntamálaráðherra og föruneyti hans halda á brott frá Japan föstudaginn 6. nóvember. Handbækur er henta bókasöfnum Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál hefur gefið út tvær handbækur sem henta bókasöfnum. Önnur bókin, Flokkunarkerfi, er þýdd og staðfærð fyrir fslensk boka- söfn eftir 11. útgáfu Dewey decimal classification. Ritið er nær 600 bls. Hin bókin er skrá um ís- lensk bókasöfn. I henni er greint frá heiti og aðsetri 167 rannsóknar- og sérfræðibóka- safna, almenningssafna og skólasafna. Skýrt er frá efnis- sviði hvers safns, helstu safngögnum, þjónustu o.fl. Bæði ritin eru til sölu hjá Þjónustumiðstöð bókasafna og Bóksölu stúdenta. Fjöltefli Fjöltefli fyrir unglinga 5— 15 ára var haldið sunnudag- inn 25. október. Þar tefldi ungur skákmaður, Helgi Áss Grétarsson 10 ára, við 25 unglinga. Tveir þátttakenda náðu að sigra og sjö að gera jafntefli. Fermdar meyj- ar og sveinar 1937 Fermingarbörn úr Reykjavík árið 1937 hafa ákveðið að saf n- ast saman til að minnast fimmtíu ára fermingarafmæl- isins. Samkoman verður ( Domus Medica við Egilsgötu n.k. laugardag, 7. nóvember kl. 15:00—18:00. Þau börn sem fermdust i Reykjavík um vorið og haustið 1937 voru rúmlega •* 400 að tölu og skorar undir- búningsnefnd endurfundanna á alla sem hlut eiga að máli að mæta til leiks á laugardaginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.