Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 1
Samningamenn Verka- mannasambandsins kynntu vinnuveitendum í gærkvöldi ákveðnar hugmyndir um viö- ræðugrundvöll. Samkvæmt heimildum blaðsins fela til- fögurnar í sér fjögur megin- atriði: Grunnkaupshækkun um 9%, sem aðeins myndi koma á laun undir 50—70 þúsundum. Sérstakar greiðsl- ur sem borgaðar yrðu út „fyr- ir liðna tíð“ og kæmi sú upp- bót á laun undir um 35 þús- und krónum. Þá fer Verka- mannasambandið fram á hækkun, helst tvöföldun, á námskeiðsálagi i fiskvinnsl- unni og starfsaldurshækkanir sem teknar voru af í síðustu kjarasamningum. Samningur á þessum nót- um telja sumir VMSÍ-menn að geti staðist út maímánuð, sem geti þýtt aö samningur haldi fram á haust ef aðgerð- ir ríkisstjórnar verða ásætt- anlegar. Samkvæmt heimild- um blaðsins leggur Verka- mannasambandið til, ef að samningi verður gengið í þessum anda, að settar verði á fót vinnunefndir til að undirbúa samninga til lengri tíma. Þegar Alþýðublaðið fór í prentun í gærkvöldi lá ekki fyrir afstaða VSÍ til hug- mynda Verkamannasam- bandsins, en í samtali við blaðið í gær sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bandsins, að engin efni væru til að hætta viðræðum. Um kjaramálin er einnig fjallað í fréttaskýringu á bak- siðu. Bandaríkjamarkaður: VERÐ Á ÞORSK- FLÖKUM STÖÐUGT Eysteinn Helgason for- stjóri lceland Seafood i Bandarikjunum segir að verð á íslenskum þorskflökum hafi haldist stöðugt þrátt fyr- ir að miklar sveiflur væru á verði á fiski frá Kanada. Framundan sé mikið fisk- neyslutimabil og gæti verð hugsanlega haldist stöðugt eitthvað áfram, en blikur séu hins vegar á lofti að verð eigi eftir að lækka og markaður- inn að veikjast. Birgðir hjá lceland Seafood og öðrum ís- lenskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum eru nánast engar. Sagði Eysteinn í samtali við Alþýðublaðið að staðan á markaðnum væri tíðindalítil þessa dagana. Verð á Is- lenskum þorskflökum væri í jafnvægi, þrátt fyrir að miklar sveiflur hafi verið á flökum frá Kanada síðustu mánuði. „Það hefur tekist m.a. vegna meiri gæða að halda verði á íslenskum flökum óbreyttu þrátt fyrir þessar miklu verð- sveiflur, en það eru teikn á lofti um veikari markað og lægraverð". Hins vegar væri mikið neyslutímabil framundan, sem er fastan sem hefst um miðja febrúar. Verði neysla mikil á föstunni eins og oft er, og ekki verði mikið fram- boð á fiski, sé möguleiki að verð haldist óbreytt. Sagði Eysteinn að birgðir hjá lce- land Seafood og íslensku fyrirtækjunum yfirleitt væru nánast engar. „Við seljum allt jafnóðum, en það er heldur ekki mikið sem við höfum úr að spila“. Hægt væri að selja meira magn fengist það, og þá sérstaklega þorsk og ýsu. Eftirspurnin eftir íslenskum þorski og ýsu væri meiri en framboðið. Framkvæmdir á Tjarnarbakkanum i Reykjavík hafa staðið yfir svo mánuðum skiptir. Verið er að grafa Ijósleið- ara i jörðu og skipta um leiðslur. Gárungarnir segja að með þessu sé borgarstjórinn að venja borgarbúa við rask og ónæði á Tjarnarsvæðinu. A-mynd/Róbert. Velferðin aBmKSBm 35 millj. ranBHMHBHSÍHSBMHnB Hlutaskipti kostar * króna lán reynd á peninga , til HHP Eskifirði 01 Im 3 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.