Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 7
Miövikudagur 3. febrúar 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir m!;fM wnm. FATÆKIR. FRANSKIR, VONLAUSIR r I Frakklandi er engin félagsmálastofnun, sem hægt er að snúa sér til þegar allt virðist vonlaust. En Hjálprœðisherinn er þar.... Betlarar eru algeng sjón á götum Parísarborgar. Betlar- ar á öllum aldri, sem sumir hverjir halda á spjöldum þar sem þeir lýsa því, hvernig á þvi stendur að þeir eru betl- arar. Nokkrir hafa trygga hunda sér við hlið, hunda, með sorgmædd augu sem segja sina sögu. Enn aðrir eru hljómlistarmenn sem ekki geta spilað eða söngvar- ar sem ekki geta sungið. Þeir eru á gangstéttum, á tröpp- um, við neðanjarðarbrautina (Metro), og við stórmarkað- ina. Þetta eru þeir fátækustu af fátækum en þeir eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Þeir fátæklinganna, sem ekki eru eins áberandi sjá sér eins- konar farborða með smá- snúningum sem þeir fá eitt- hvað borgað fyrir og svo gramsa þeir í ruslatunnum í leit að einhverju matarkyns. En það eru betlararnir á götunum sem eru augljós- asta dæmið um fátæktina i Frakklandi. Ferðamenn horfa á þá undrandi á svip og ekki laust við að þeim bjóði við þeim. Hvernig getur þetta viðgengist f auðugu landi eins og Frakklandi? Engar almannatryggingar Svariö liggur I þvi að al- mannatryggingar og eða fé- lagsleg aðstoð er ekki til í Frakklandi. Á Norðurlöndum, Englandi, V-Þýskalandi, Hol- landi og Belgfu hafa trygg- ingarog félagsmálastofnanir verið til staðar í áratugi. Þannig er það tryggt að fólk fær að minnsta kosti lág- marksaðstoð. Frakkland er eitt af fáum rfkjum í Evrópu, ef ekki það eina, sem hefur engin lagaboð um aðstoð við fátæka. Fyrst nú nýlega eru pólitfsku flokkarnir farnir að ræöa um tryggingu fyrir lág- marksbótum. Ríkisstjórnin hefur stigið skref í þá átt og franskir sósíalistar hafa lagt fram frumvarp þar að lútandi. Hið bága ástand í efna- hagsmálum hefurvaldið vax- andi fátækt, og það vekur eft- irtekt að meira er af ungu fólki meðal fátæklinganna en áður var. Hjálparstarf sam- taka úr einkageiranum hefur aukist til muna og hefur ekki verið eins umfangsmikið síð- an í heimskreppunni miklu. Bláu einkennisbúningar Hjálpræðishersins eru æ meira áberandi á götunum. í Frakklandi eins og víðar hefur þróun hjálparstarfa færst í átt til fjölmiðla, svo sem sjónvarps þar sem fræg- ir skemmtikraftar koma fram og gefa vinnu sina. Einnig er töluvert um að haldin eru „show“ þar sem þekktar stjörnur skemmta í hljóm- leikasölum og hafa safnast hundruð milljóna á þennan hátt. Hinn vinsæli gamanleikari, Coluche, sem nú er látinn, setti á stofn svonefndar „Veitingastofur hjartans", sem eru staðsettar á 700 stöðum hér og þar í Frakklandi. Þar fær fólk afhentar ókeypis matvörur. Þessar hjálpar- stöðvar hafa verið starfrækt- ar á þriðja ár og hafa hjálpað mörgum. 400.000 heimilislausir í opinberum skýrslum hefur komið fram, að um 400.000 manns eru heimilis- lausir og njóta engra bóta og 2,5 milljónir hafa tekjur undir lágmarki. Á árinu sem leið setti ríkis- stjórnin fram áætlun, sem hún kallar „baráttuna gegn fátæktinni". Þar er reiknaö með, að hverjum þeim sem þarf þess með verði tryggð ákveðin upphæð mánaðar- lega, sem nægi til fram- færslu. Þaö er þó skilyrði að þiggjandi skili einhverju starfi fyrir hið opinbera. Ólcesi Jafnframt baráttunni gegn fátækt, á að hefja herferð gegn ólæsi, sem er trúlega algengt og er talið að 10-12 prósent fullorðinna séu ólæsir. Fátækt og ólæsi haldast oft í hendur og með þvi að útrýma ólæsi verður auðveldara að útrýma fátækt- inni. Þad eru góðgerðarstofnanir, sem sjá til þess að þessir Parisarbúar tái saðið hugur sitt. Mennirnir á myndinni eru hjá „súpueldhúsi" Hjálpræðishersins. Til að fjármagna þessar að- gerðir, leggja franskir sósíal- istar til, að koma aftur á stór- eignaskatti, sem þeir gerðu að lögum árið 1981. Skattur þessi var síðan lagður niður árið 1986 af ríkisstjórn (halds- manna sem nú er við völd. Ennfremur er lagt til að hækka verð á tóbaki og víni, og að þær hækkanir renni til þessara endurbóta. Eftir stendur það, að franskir sósíalistar notuðu sér ekki hinn mikla þing- meirihluta á árunum 1981- 1986, til að koma í gegn tryggingu til allra þeirra mörgu, sem búa við sára fá- tækt. Eins og aðrar fyrrverandi ríkisstjórnir í Frakklandi, virð- ist ríkisstjórn sósíalista hafa litið á betlarana sem sjálf- sagða í götulifinu. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.