Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 8
MMBUBUBIB Miövikudagur 3. febrúar 1988 ‘ Kjarasamningar VERKAMANNASAMBANDIÐ LAGÐI FRAM SKÝRAR HUGMYNDIR Vinnuveitendur hrópa enn á gengisfellingu, en þvertaka ekki fyrir skammtímasamning. Eftir tillögur .sem samþykktar voru á fundi Verkamannasambandsins í gaer og kynntar vinnuveitendum, ættu samningamenn að geta tarið að horfast i augu og ræða málin á skiljanlegum tungum. Framkvæmdastjórn og samninganefnd Verkamanna- sambands islands hélt fund í gærmorgun, þar sem línur skýrðust varðandi afstöðu sambandsins til viðræðna við vinnuveitendur. Á fundi samningsaðifa í fyrradag gekk hvorki né rak, en í gær var búist við að vinnuveitend- ur tækju sér tíma til umhugs- unar um þau atriði sem VMSÍ leggur til. VMSÍ ætlaði að kynna hugmyndir sinar á fundi með vinnuveitendum í gærkvöldi. Enn ein tilraun VMSÍ Samningamenn VMSÍ, sem Alþýðublaðið ræddi við í gær, sögðust líta svo á að hug- myndir þeirra væru enn ein tilraun til þess að finna við- ræðugrundvöll gagnvart vinnuveitendum. Ef tilraunin mistækist gæti allt gerst. Viðmælendur blaösins töldu hæpið, að deilunni yrði vísað til sáttasemjara að svo stöddu, því viðleitni væri enn hjá einstaka aðildarfélögum um að ná samningum. Eins þykir ólíklegt, að Alþýðu- sambandið komi inn í við- ræður þvl ekki er séð að forsendur hafi mjög breyst varðandi afstöðuna til heildarsamflots. Óbreytt afstaða til heildarsamflots Fyrir þær viðræður sem nú eiga sér stað var Ijóst að undir niðri kraumaði mikil óánægja með afdrif jóla- föstusamninganna. I kjölfar þeirra þykir mönnum sem stjórnvöld hafi komið I bakið á láglaunafólki, er Þorsteinn Pálsson gerði fyrir kosningar samninga um meiri hækkanir við opinbera starfsmenn. Eft- ir þann trúnaðarbrest hleyptu síðan vinnuveitendur af stað launaskriði til þeirra tekju- hærri. Afstaða Verkamanna- sambandsins og ASÍ var því skýr í haust, um að annar flötur yrði hafður á viðræðum nú. Þrátt fyrir óbreytta afstöðu verkalýðsforingja til heildar- samflots innan ASI, þá eru uppi ólík sjónarmið um mark- mið kjarasamninga. Þannig er Ijóst að sumir vilja við- halda sama launabili, en aðrir vilja minnka það. VSÍ afneitar ekki skammtímasamningi Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins segir erfitt að ímynda sér að hægt verði að ná „þolanlegri sátt við launþegahreyfinguna og jafn- framt hjöðnun verðbólgu." Hann segir að Verkamanna- sambandið verði að sjá málið í þessari heilu mynd. Það er því uppi sama krafa vinnuveitenda um gengisfell- ingu? „Þetta er i sjálfu sér engin krafa,“ segir Þórarinn. „Við höfum aðeins lýst þeirri staðreynd að gengi krónunn- ar er of hátt skráð. Ef gengið verður leiðrétt, því skárri möguleika eiga fyrirtækin á að búa við taprekstur." Vinnuveitendasambandið hefur haldið stíft við ósk sína um langtímasamninga. Að sögn Þórarins þýðir það samning fram að áramótum, helst framyfir áramót. Það er þó ekki að skilja að vinnu- veitendur þvertaki fyrir samn- ing til skemmri tíma: „Ef menn eru að tala um skamm- tímasamning, þá verður hann að vera um einfalda hluti á lágum nótum,“ sagöi Þórar- inn. „Tilboð“ VMSÍ Samkvæmt heimildum Alþýöublaðsins náðist sam- komulag um ákveðnar tillög- ur á fundi Verkamanna- sambandsins í gærmorgun. Samkvæmt heimildum blaösins fela tillögurnar í sér fjögur meginatriði: 1) Grunnkaupshækkun um 9%, sem aðeins myndi koma á laun undir ca. 50—70 þúsundum. 2) Útborgað fyrir liðna tið. Sérstök greiðsla til þeirra sem hafa laun undir 35 þúsund krónum. 3) Hækkun og helst tvöföld- un á námskeiðsálagi i fiskvinnslunni. 4) Starfsaldurshækkanir, sem teknar voru af í sið- ustu samningum. Samningur fram á haust? Samkvæmt heimildum blaðsins var einnig ákveðið á fundi Verkamannasambands- ins, að leggja til ef að þessu yrði gengið, að setja á fót vinnunefndir til að undirbúa samninga til lengri tíma. Samningur á áðurnefndum nótum telja sumir VMSÍ- menn, að geti staðist út maí- mánuð, sem þýðir að samn- ingurinn gildi jafnvel fram á haust. Það veltur hins vegar á aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Þegar Alþýðublaðið fór í prentun f gærkvöld lá ekki fyrir, hver afstaða VSÍ væri til hugmynda Verkamanna- sambandsins. Af samtali sem blaðamaður átti við fram- kvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins í gær, verður hins vegar að teljast líklegt að vinnuveitendur vilji velta þessum hugmyndum fyrir sér. „Það eru engin efni til að hætta viöræðum. Það getur ekki verið um neina lokatilraun að ræða. Lokatil- raun er sú samningalota, sem lyktar með samningum," sagði Þórarinn. FRE TTASKYRING Kristján Þorvaldsson skrifar mmm ■n RHSBnæ □ 1 2 3 c 4 5 □ 6 □ 7 § 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 skörp, 5 stórir, 6 hross, 7 hús, 8 skartgripurinn, 10 lær- dómstitill, 11 guði, 12 firra, 13 blóm. Lárétt: 1 rámir, 2 öruggur, 3 píla, 4 borðar, 5 gerist, 7 erfiðar, 9 hreini, 12 mynni. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 flota, 5 traf, 6 rak, 7 ós, 8jukust, 10óð, 11 sár, 12 eldri, 13, afrit. Lóðrétt: 1 frauð, 2 lakk, 3 of, 4 Austri, 5 trjóna, 7 ósárt, 9 usli, 12 er. Genoiti Gengisskráning 20. — 1. febrúar 1988 Kaup Sala Bandaríkjadollar 37,190 37,310 Sterlingspund 65,125 65,335 Kanadadollar 29,156 29,250 Dönsk króna 5,7361 5,7546 Norsk króna 5,7969 5,8156 Sænsk króna 6,1243 6,1441 Finnskt mark 9,0443 9,0734 Franskur franki 6,5157 6,5367 Belgiskur franki 1,0520 1,0554 Svissn. franki 26,9103 26,9971 Holl. gyllini 19,5598 19,6229 Vesturþýskt mark 21,9734 22,0443 ítölsk lira 0,02985 0,02994 Austurr. sch. 3,1246 3,1346 Portúg. escudo 0,2690 0,2699 Spanskur peseti 0,3243 0,3253 Japanskt yen 0,28736 0,28829 • Ljósvakapunktar • Bylgjan 9.00 Páll Þorsteinsson •RUV verður ofsalega hress. 20.40 Ómar Ragnarsson • RÓT stiklar um ótroðnar slóðir. 22.30 Fulltrúar stjórnarand- stöðunnar I borginni, • Stöð 2 Kristín Á. Ólafsdóttir og Bjarni P. Magnússon svara 23.10 Missing. Oskarsverð- spurningum sem varða fjár- launamynd með Sissy hagsáætlun Reykjavíkur- Spacek og Jack Lemmon í borgar. Magdalena Schram aðalhlutverkum. stjórnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.