Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 3. febrúar 1988 MMBUBtm Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60 kr. um helgar. AFTENGJUM SPRENGJUNA w Aburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi hefur verið mikið í fréttum að undanförnu vegna sprengihættunnar sem af henni stafar. Hefur sérstaklega verið bent á ammoníaks- geymi verksmiðjunnar í þessu sambandi. Stjórn Áburðar- verksmiðjunnar hefur nú ákveöið að byggja nýjan tvöfald- an geymi og jarðvegsþró til geymslu ammoníaks hjá verk- smiðjunni. Hafa verið gerðar nýjar og nákvæmar áætlanir um kostnað við úrbæturá geymslu ammoníaks með hlið- sjón á bréfi frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra. Ríkisstjórnin og Alþingi eiga að sjálfsögðu að styðja til- lögurog ákvarðanirstjórnarverksmiðjunnar I þessum efn- um og stuðla að framkvæmdum við verksmiðjuna sem geta aukið öryggi starfsmanna og borgarbúa allra. Hins vegar verður að líta á þessa ákvörðun stjórnar Áburðar- verksmiðjunnar sem bráðabirgðarlausn, því í náinni fram- tíð verðurað fjarlægjaverksmiðjunaaf höfuðborgarsvæð- inu eða leggja starfsemi hennar niður. Það er aldeilis óskiljanlegt að verksmiðjan skuli hafa verið starfrækt í áratugi við jaðar höfuðborgarinnar án athugasemda þótt vitað sé að frá henni stafar bæði sprengi — og eitrunarhætta. Þetta mál þolir enga bið; fyrst verður að aftengja þessa Sþrengju við bæjardyrnar með byggingu nýs ammoníaksgeymis og síðan verður að fjarlægja bombuna af höfuðborgarsvæðinu í náinni fram- tíð. SIÐFRÆÐI LITLU, GULU HÆNUNNAR Niðurstöðurí tveimurskoðanakönnunum um fylgi flokk- anna voru birtar í fyrradag. Þótt ákveðinn munur sé á nið- urstöðum einstakra talna í þessum tveimur könnunum eru þó meginlínurnar Ijósar. Kvennalistinn nýtur mikilla vinsælda meðal kjósenda þessa stundina, A-flokkarnir eru í lægð, Framsóknarflokkurinn heldur sínum hluta og sömuleiðis Sjálfstæðisflokkurinn. Borgaraflokkurinn virðist hins vegar vera á hraðri niöurleið. Niðurstöður þessara kannana þurfa í sjálfu sér ekki að koma á óvart nema þá hve lítið bætist við fylgi Alþýðu- bandalagsins sem ætti samkvæmt öllum kokkabókum að auka við sig í stjórnarandstöðu og með nýja forystu. Hins vegar virðist sem fylgjendur stjórnarandstöðunnar flykk- ist um Kvennalistann einan. Kvennalistinn hefur aldrei setið I ríkisstjórnum og virðist njóta góðs af því að hafa ekki þurft að taka óvinsælar ákvarðanir en getað gert út á óánægjuraddiralmennings. Hvað stjórnarflokkanavarðar endurspegla niðurstöður skoðanakannana verk þeirra í ríkisstjórn. Að undanförnu hefur rikisstjórnin beitt sér fyrir róttækari kerfisbreytingum en nokkurönnur í langan tíma. Hæst ber umbyltingin á tekjuöflunarkerfi ríkisins sem skapað hefur tímabundnar óvinsældir. Alþýðuflokk- urinn hefurstaðið næreinn og berskjaldaðurí þeirri miklu rimmu meðan Sjálfstæðisflokkur og þó sérstaklega Framsóknarflokkur hafa staðið hjá. Þar hefur siðfræði litlu gulu hænunnar gilt að miklu leyti; Hundurinn sagði ekki ég kötturinn sagði ekki ég. Mlþýðuflokkurinn þarf þó ekki að kvíða því að verk hans verði ekki metin að leikslokum, þegar hinir jákvæðu þætt- ir kerfisbreytingannafaraað skilasér. Og þegar brauðið er fullbakað, vilja hundurinn og kötturinn eflaust taka þátt í borðhaldinu eins og I Litlu, gulu hænunni. ONNUR SJONARMIÐ Matvöruúrval Kaupfélags Austur-Skaftfellinga er greinilega orðin mikil ráðgáta í hugum íbúa á Höfn í Hornarfirði. NORÐURSLOÐ heitir fréttablað Svarfdælinga sem Hjörtur E. Þórarinsson bóndi áTjörn (og stjórnarformaður KEA) og Jóhann Antonsson á Dalvík gefa út og eru skráðir ábyrgðarmenn fyrir. Norður- slóð er dæmi um gott og mikið framtak í útgáfumálum á landsbyggðinni og hefur ætíð verið útgefendum sín- um til mikils sóma. Að sjálf- sögðu birtast leiðarar í Norðurslóð þar sem marg- breytileg og forvitnileg sjón- armið koma fram. í síðasta tölublaði Norðurslóðar skrifar leiðarahöfundur Jóhann Antonsson um breyttar áherslur í atvinnustefnu á landsbyggðinni. Anton skrif- ar. „í umræðu manna um byggðastefnu undanfarin ár hefur átt sér stað ákveðin breyting frá því talið var nægjanlegt að tryggja örugga og mikla atvinnu á landsbyggðinni, þá myndi annað svo sem þjónusta fylgja á eftir, svona nánast af sjálfu sér, til þeirrar umræðu sem nú ris hæst, að lands- byggðin verði sjálf að hafa meira yfir sínum málum að segja og að vandi einstakra byggðarlaga verði ekki leyst- ur meö skýrslugerð í Reykja- vík. Þaö er Ijóst að sú hug- mynd að næg atvinna nægði til eðlilegrar byggöafestu hef- ur beðið skipbrot. Þó svo næg atvinna sé ein af for- sendum þess að byggð hald- ist á ákveðnum svæðum er nú að renna upp fyrir flestum að ýmislegt fleira þarf til að koma. Undanfarin ár hafa íbúar landsbyggðarinnar skynjað æ ríkara valdaleysi sitt og þær takmarkanir sem þeim eru settar varðandi að hafa áhrif á þróun atvinnu og þjónustu heima fyrir. Ákvarð- anir sem varða landbúnað og sjávarútveg eru í vaxandi mæli teknar syðra og lands- byggðin njörvuð niður viö ákvarðanir pólitískt kjörinna aðila eða hagsmunasamtaka. Þjónusta við atvinnuvegina og þróunarstarf er sömuleið- is víðsfjarri og afleidd störf í þeim greinum því ekki nema i litlum mæii á landsbyggð- inni.“ MATVÖRUÚRVAL kaup félaga úti á landi er mörgu borgarbarninu ráðgáta. Við rákumst á eftirfarandi smá- grein í blaðinu Eystra-Horni sem gefið er út á á Höfn i Hornafirði. Þar er greinar- höfundur orðinn gjörsamlega uppgefinn á innkaupastefnu Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga(KASK): „Hvemig stendur þá þvi, að i byrjun nýs árs voru næstum engar nauðsynjavör- ur til í matvörudeildum KASK? Þegar ég tala um nauösynjavöru þá meina ég allt það sem þarf til heimilis- hajds. í byrjun nýs árs, rifjar mað- ur yfirleitt upp það helsta sem gerðist á liðnu ári. Ef ég rifja upp þjónustu matvöru- deildar KASK á liðnu ári, kemur ýmislegt upp í hugann sem forsvarsmenn, geta síð- ur en svo verið stoltir af. Auðvitað komu dagar þar sem úrvaliö var hreint ótrú- legt. Svo mikið vægast sagt, að maður starði tímunum saman og gat ekki ákveðiö hvað ætti að hafa í matinn þann daginn. Sem sagt, ann- að hvort eða ekki. Ég er kannski fordekrað borgarbarn sem er vant þvi að fá þá matvöru sem ég vil í mat- vöruverslun. Ástæðan fyrir þvi að ég skrifa núna er sú, að þann 5/1 ’88 fór ég aö versla. Það sem vantaði var það algeng- asta, þ. e. mjólk, brauð, álegg, eitthvað í matinn og svo þurrmjólk, og bréfbleyjur. Ég fékk ost og fiskflak, ekk- ert annað. í hvorugri verslun- inni var til þurrmjólk fyrir yngri en 4ra mánaða. Bréf- bleyjur voru ekki heldur til, ekki sú stærð sem mitt barn notar. Þarna fylitist mælirinn al- veg. í dag þann 15/1 ’88 var ekki enn komin þurrmjólk. (Hún fékkst ekki heldur í Apótekinu.) Ég lét senda mér þurrmjólk að sunnan sem var mun ódýrari en hér. Hvað gerðu þeir foreldrar sem ekki áttu kost á þvi? Á árinu 1987 kom það oftar fyrir en einu sinni að við- skiptavinum KASK var boðið upp á mjólk á síðasta sölu- degi svo og aörar mjólkurvör- ur. Rauðvíns- og jurtalegin lambalæri voru einungis til frosin, af því að þau voru komin fram yfir síðasta sölu- dag. Þetta á einnig við um aðrar unnar kjötvörur. Viðskiptavinum var boðið j upp á gamalt grænmeti og ávexti. G-vörur frá Mjólkur- samsölunni sem voru komnar mánuð fram yfir siðasta sölu- dag. Það var oftar en einu sinni sem litið eða ekkert var til af brauðum. Hvað þá álegg ofan á brauðið. Og nú í byrjun ársins var ekkert tii af nauðsynjavörum i matvöruverslunum KASK. Hvers vegna? Af hverju? Er stefna innkaupastjóra KASK einhver önnur en sú, að sjá fólkinu fyrir fjölbreyttu mat- vöruúrvali? Hvers vegna láta sýslubúar, sem flestir eru fé- lagsmenn KASK, bjóöa sér annað eins? Það er eitt sem vist er, að ekki er hægt að kenna samgöngunum um, því að veðurfar var með eindæm- um gott árið 1987. Megum við eiga von á sömu þjónustu hjá Kaupfé- laginu þetta árið? Við þess- um spurningum vil ég fá ein- hver svör. En svona í lokin þá rifjað- ist upp fyrri mér það sem ég las í skóla um einokunar- verslunina á íslandi 1602: „Skipti nú skjótt um til hins verra, ef fáir kaupmenn voru einráðir um verslunina. Skeyttu þeir lítið fyrirmælum konungs, fluttu illan og ónógan varning." (tilv. bls. 55 íslandsaga e/ Jónas Jóns- son). Þaö er viö slíkan lestur sem klippari þáttarins og önnur borgarbörn hrósa happi að búa á höfuðborgar- svæðinu. — Ég hélt aö þú værir veikur í gær, sagði forstjórinn viö skrifstofumanninn. — Já, þaö er rétt, ég var veikur í gær, svaraði skrif- stofumaðurinn. — Mér sýndist þú nú ekki mjög veikur á veitinga- staðnum sem ég sá þig á í gærkvöldi, svaraði forstjór- inn brúnaþungur. — Jæja, svaraði skrifstofumaðurinn, þú hefðirátt að sjá mig eftir lokun!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.