Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 b ERLENDAR BÆKUR UMRÆÐA Árni Gunnarsson alþingismaður skrifar VELFERÐIN KOSTAR PENINGA „I okkar daglega lifi, finnst okkur margvísleg þjónusta bæði sjálfsögð og eðlileg. Sama gildir um það öryggi sem almannatryggingar, heil- brigðiskerfi og ókeypis skólaganga veitir okkur. En svona var það ekki fyrir nokkrum áratugum,“ skrifar Árni Gunnarsson m. a. i umræðugrein sinni um velferð og skattkerfi. Skólakerfið Lítum aðeins á skólakerfið, og tök- um kostnað við menntaskóla sem dæmi. Á þessu ári fara rúmlega 82 milljónir króna til Menntaskólans í Reykjavík, liðlega 72 milljónir króna til Menntaskólans á Akureyri rösklega 30 milljónir króna til Menntaskólans á Laugarvatni, tæplega 114 milljónir króna til Menntaskólans við Hamrahlíð yfir 67 milljónir króna til Mennta- skólans á Egilsstöðurrt og svo niætti lengi telja. Til Kennaraháskóla íslands fara rúmlega 156 milljónir króna, til íþróttakennaraskóla íslands 31 milljón, til fjölbrautaskólanna í Reykjavik 225 milljónir til Verkmenntaskólans á Akureyri 106 milljónir til Námsgagnastofnunar 147 millj- ónir, til Tækniskóla íslands rösklega 98 milljónir, til Iðnskólans í Reykjavík 184 millj- ónir til Fiskvinnsluskólans Iiðlega48 milljónir til tónlistarfræðslu 174 milljónir, til Verslunarskóla íslands 113 millj- ónir, til grunnskóla á Reykjanesi 657 milljónir til skóla fyrir þroskaheft börn 231 milljón, og í Lánasjóð Islenskra náms- manna var 1.478 milljónir króna. Þetta eru aðeins nokkur dæmi, og til viðbótar mætti nefna Háskóla ís- lands, en þangað fara 918 milljónir, í Þjóðleikhúsið 148 milljónirog til lista 137 milljónir króna. Fjármunirnir, sem til þessaraverk- efna fara, vaxa ekki á trjánum. Allt er þetta greitt með okkar sköttum. Félagsmálin Við skulum taka nokkur dæmi um framlög til félagsmála. í byggingarsjóð rikisins fara 1.150 milljónir króna, beint úr ríkissjóði. í Byggingarsjóð verkamanna fara 600 milljónir króna. Til málefna fatlaðra 747 milljónir. í Framkvæmdasjóð fatlaðra 180 • milljónir. Til Vinnueftirlits ríkisins 73 milljón- ir. Til ríkisábyrgðar á launum vegna gjaldþrota 23 milljónir. Þetta eru fá dæmi, en háar tölur. Og allt er þetta greitt úr sameiginlegum sjóði, sem skattar okkar fara i. Heilbrigðis- og tryggingamál Heildarkostnaðurinn við þennan lið er 25,2 milljarðar króna, eða 25.268 milljónir, og það eru býsna margar milljónir. Af þessari fjárhæð fara 14.523 milljónir króna til Trygginga- stofnunar rikisins, 500 milljónir í Atvinnuleysistrygg- ingasjóð, 83 milljónir i Eftirlaunasjóó aldr- aðra, 40 milljónir í Heyrnar- og talmeina- stöð Islands, og 41 milljón í Hollustuvernd rikisins. Þegar kemur að sjúkrahúsum, sjást háar tölur i fjárlögum. Nokkur dæmi: Fjórðungssjúkrahúsiö á ísafirði 100 milljónir. Sjúkrahúsið á Akranesi 271 milljón. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 740 milljónir. Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 120 milljónir. Ríkisspítalarnir röskiega 4 milljarð- ar króna. Borgarspítalinn i Reykjavík liðlega 1.717 milljónir króna. St. Jósefsspitali, Landakoti 811 milljónir. Af öðrum verkefnum má nefna: Framkvæmdasjóður aldraðra 160 milljónir króna. Heilsugæslustöðvar 361 milljón. Hér eru aðeins nefnd helstu verk- efnin, og þótt tölurnar séu háar, finnst fæstum nóg aö gert. Meiri fjármuni þurfi i heilbrigðiskerfið og til al- mannatrygginga. En þeir, sem vilja meiri peninga í þessi velferðarmál, verða þá að koma með tillögur um það hvar eigi að taka þá. — Ætli ýms- um þyki skattarnir ekki nógu háir. Þessi dæmi eru hér nefnd til að skilgreina betur í hvað skattpening- arnir fara. Það er hvorki mannvonska né illur hugur, sem stjórnar skatta- álögunum. Það er krafa okkar allra um að fá að búa viö öryggi velferðarsam- félagsins. Er einhver sem í alvöru vill breyta því? Það kostar gífurlega fjármuni að tryggja þjóðinni gott heilbrigðiskerfi, almannatryggingar og góða menntun. Fyrir þetta verður þjóðin að greiða með sköttum. Aðrar leiöir eru ekki færar, ef við viljum á annað borð við- halda og efla velferðarkerfið. Eða hver vill skeröa það öryggi, sem þjóðin býr nú við á þessum sviðum, og hverfa til frumskógarlögmálanna um mátt hins sterka og forréttindi hinna ríku? Að tryggja lífskjör VISSIR ÞÚ, að á þessu ári fara rösklega 10,4 millj- arðar króna til menntamála. að á þessu ári fara tæplega 3 milljarö- ar króna til hvers konar félagsmála. að á þessu ári fara liðlega 25,2 millj- arðar króna til heilbrigðis- og trygg- ingamála. í okkar daglega lífi finnst okkur margvísleg þjónusta bæði sjálfsögð og eðlileg. Sama gildir um það öryggi, sem almannatryggingar, heilbrigðis- kerfi og ókeypis skólaganga veitir okk- ur. En svona var þetta ekki fyrir nokkr- um áratugum, þegar einstaklingarnir byggðu eingöngu á samhjálp hvor annars, fátækt lagði heimili í rúst og veikindi fyrirvinnu jafngiltu gjaldþroti. • Á íslandi eru lífskjör nú betri en víð- ast hvar annarsstaöar. En þessi lífs- kjör verða ekki tryggð, nema með því að veita miklum fjármunum til sam- neyslunnar og reyna að tryggja jöfnun lífskjara. VÍKINGAR Á SKOSKII EYJUNUM The Northern and Western Isles in the Viking World, edited by Alexander Fenton and Hermann Pálsson, 300 pp, John Donald, £20. Á ráðstefnu á 200 ára af- mæli skoska fornminjasafns- ins 1981 fluttu margirfræði- menn erindi um víkingatim- ann á Skotlandi: fornleifar, þjóðfræði, örnefni, sögu, , bókmenntirog þjóðsögur. I bók þessa hafa 19 þeirra (eða ritgerðir upp úr erindum samdar) verið upp teknar, en henni ritstýrðu Alexander Fenton og Hermann Pálsson. Þótt titill bókarinnar vlsi jafnt til Norðureyja (Orkneyja, Hjaltlands og í þessu sam- hengi, Færeyja) og Vestur- eyja (Suðureyja og annarra eyja við vesturströnd Skot- lands) fjalla aðeins tvær rit- gerðanna um hinar síðar- nefndu. í annarri þeirra ræðir Hugh Cheape sögulega geymd á miðöldum með til- vísun til Magnúsar berfætts, en í hinni rekur Donald Mac- Donald umsagnir um víkinga í gaellskum þjóðkvæðum. Að mörgu er vikið í ritgerð- unum um Norðureyjarnar. Barbara Crawford lýsir eign- arhaldi á jörðum á miðöldum í Papa Stour á Hjaltlandi. Bjarne Stocklund ræðir húsa- gerð Norðmanna (og fer all- mjög út fyrir svið bókarinnar), að nokkru með tilliti til „evrópskra" áhrifa á álfuna norðanverða. Víkur hann að því, að í trjávana Færeyjum og Grænlandi hafi ýmislegt í húsum haldist sem ( skóg- lendi Noregs, svo sem lang- eldar. Lengi býr að fornri gerö. Alexander Fenton tekur tyrir aðföng nauðsynja og fíokkar þær eftir uppruna. Tvær ritgerðir eru um kveð- skap á Orkneyjum á miðöld- um og ein um uppgröft forn- leifa þar. Þá er rætt um fram- lag Hugh Marwick og Jacob Jacobsen til rannsókna á örnefnum og mállýskum; bátasmíðar Norðmanna og fiskveiðar; rúnirog loks fær- eyskar þjóðsögur. H.J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.