Alþýðublaðið - 03.02.1988, Side 3

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Side 3
Miðvikudagur 3. febrúar 1988 3 FRETTIR Hraðfrystihús Patreksfjarðar: BYGGÐASTOFNUN LÁNAR 35 MILUÓNIR Fyrirtœkið verður fyrst að leggja fram rekstrar- og greiðsluáœtlun. Verði lánið veitt, er HHP orðið skuldugasta fyrirtœkið af þessari stœrð við Byggðastofnun. Byggðastofnun ætlar að lána Hraðfyrstihúsi Patreks- fjarðar 35 milljónir, að því undangengnu aö stjórn fyrir- tækisins leggi fram greiðslu- og rekstraráætlun. Einnig á það að gera Byggðastofnun grein fyrir fjárhagsstöðu sinni ársfjóðungslega, enda verði skuldir fyrirtækisins við Byggðastofnun þar með orðnar 80 milljónir. Segir Byggðastofnun að algjör um- skipti verði aö verða á rekstr- inum eigi lánveitingin að verða til einhvers gagns. Á fundi sínum í gær fjall- aði Byggðastofnun um vanda Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Úttekt hafði veriö gerð á málum fyrirtækisins í sam- vinnu við viðskiptabanka þess og aðaleiganda. Ákveð- ið var að lána fyrirtækinu 35 milljónirtil fjárhagslegrar endurskipulagningar. Það skilyrði er sett fyrir láninu, að fyrirtækið leggi fram rekstrar- og greiðsluáætlun fyrir skip og frystihús, áður en lánið verður afgreitt. í henni á að koma fram hvaða fjárhags- legu aðgerðir verða fram- kvæmdar af eigendum, við- skiptabanka og öðrum aðil- um, og hvernig fyrirtækið getur staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar á næstu fjórum árum. Fyrirtækiö á einnig að gera Byggðastofnun grein fyrir fjárhagsstöðu sinni ársfjórð- ungslega, enda verða skuldir þess við Byggðastofnun orðnar 80 milljónir ef af út- borgun þessa láns verður. Er það mun meiri skuld en hjá öðrum fyrirtækjum af þessari stærð. Segir Byggðastofnun að Hraðfrystihús Patreksfjaröar hafi hvað eftir annað á und- anförnum árum fengið veru- legt fjármagn til fjárhagslegr- ar endurskipulagningar. Árið 1987 veitti Byggðastofnun því 27 milljón króna lán. Segir í upplýsingum frá stofnuninni að algjör umskipti verði að verða á rekstri fyrirtækisins, eigi þessi lánveiting að verða til einhvers gagns. Byggðastofnun segir að algjör umskipti verði að verða á rekstri HHP, eigi lánveitingin að verða til nokkurs gagns. Eskifjörður: HLUTASKIPTAKERFI TIL REYNSLU í 6 VIKUR ,Eftir það verður metið hvort kerfið gefi það af sér sem búist er við,“ segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði. Hið svokaflaða hlutaskipta- kerfi var tekið upp í hraö- frystihúsum á Eskifirði sl. mánudag, 1. febrúar. kerfið er til reynslu i sex vikur og verð- ur eftir það metið hvort það gefi það af sér að fóik fái hærri laun og álag minnki. Þá verður jafnframt tekin ákvörðun um hvort æskilegt sé að taka þetta upp annars staðar á Austfjörðum. „Ég veit ekki betur en að það veröi byrjað að kynna þetta fyrir starfsfólki í dag eða á morgun i Síldarvinnsl- unni á Neskaupstað" sagði Hrafnkell A. Jónsson , for- maður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði i samtali við Alþýðublaðiö í gær. Ekki vissi hann hvort um fleiri staði væri að ræða en bjóst við að ef þetta fyrirkomulag gæfi það af sér sem búist væri við yrði þaö tekið upp á fleiri stöðum. Áður en hlutaskiptakerfiö var tekið upp á Eskifirði var það kynnt fyrir starfsfólki sem greiddi síðan atkvæði um hvort það hefði áhuga á að reyna þetta. Starfsmaður Alþýðusambands Austur- lands fór og kannaði þetta á ísafirði og Flateyri, sagði Hrafnkell og ég held að þaö hafi verið samdóma álit okk- ar eftir þessa ferð að ef fólk fengi að jafnaöi hærri laun og álagið minnkaði, þá álit- um við svo að fólk í fisk- vinnslu hér á Austfjörðum sé svipaðar gerðar og á Vest- fjörðum þannig að þetta ætti Nordjobb tekur til starfa: MIÐLUN SUMARVINNU FYRIR UNGT FÓLK Á NURDURLÖNDUM Nordjobb 1988 hefur tekiö til starfa. Nordjobb er miðlun sumaratvinnu milli Norður- landa fyrir fólk á aldrinum 18- 26 ára og eru störfin, sem boðið er upp á, í löndunum öllum svo og i sjálfsstjórnar- svæðunum á Norðurlöndum. Störfin, sem bjóðast, eru margvísleg. Þau eru á sviði iðnaðar, þjónustu, landbún- aðar, verzlunar o.fl. og bæði miðuð viö faglært og ófag- lært fólk. Launakjör eru þau hin sömu og goldin eru fyrir viðkomandi störf I þvi landi þar sem starfað er og skattar eru greiddir samkvæmt lög- um hvers lands. Starfstíminn er allt frá 4 vikum og upp i 3 mánuði lengst. Það eru norrænu félögin á Norðurlöndum, sem sjá um atvinnumiðlunina hvert í sínu landi samkvæmt samningum við Nordjobb-stofnunina í Danmörku, en sú stofnun hefur yfirumsjón með starf- seminni. Á íslandi sér Nor- ræna félagið um Nordjobb-at- vinnumiðlunina en í því felst, að félagið veitir allar upplýs- ingar, tekur viö umsóknum frá islenzkum umsækjendum og kemur þeim áleiðis og sér um atvinnuútvegun fyrir nor- ræn ungmenni á íslandi. Allar upþlýsingar um Nord- jobb 1988 þar á meðal um- sóknareyðublöð fást hjá Nor- ræna félaginu, Norræna hús- inu, 101 Reykjavík, símar 10165 og 19670. Reiknað er með, að um eða yfir 100 norræn ung- menni komi til starfa hér á landi ávegum Nordjobb 1988 og að 120-140 íslensk ung- menni fari til starfa á hinum Norðurlöndunum á vegum Nordjobb. að geta gengið hér eins og þar. Ný umferðarlög 1. mars BÍLBELTI OG LJÓS ALLTAF NOTUÐ Um næstu mánaðamót, 1. mars, ganga i gildi ný um- ferðarlög. Er þar ýmissa breytinga að vænta, frá þeim lögum er nú gilda t. a. m. verður ökumönnum skylt að nota bílbelti og ökuljós. Umferðarlögin, sem ganga i gildi 1. mars, eru nokkuð breytt frá þvi sem var, þ.e.a.s. nýjar reglur bætast við. Meðal þeirra er að nú skulu ökuljós alltaf notuð. Hvort sem það er sólskin, rigning, bjartur dagur eða dimm nótt skal við akstur bíls eða bif- hjóls nota lögboðin Ijós, allt árið. Einnig eru í nýju reglunum bilbelti lögboöin. Bæði öku- menn og farþegar i framsæti skulu spenna beltin. Ef það er ekki eru viðkomandi aðilar sektaðir. Einnig er því beint til ökumanna að börn í aftur- saeti hafi beltin spennt. Ökumaður á akrein, skal aðlaga hraðann umferðinni á þeirri akrein sem hann fer inn á. Þeir sem á akbrautinni eru, skulu ennfremur auð- velda innáaksturinn, t. d. með því að draga úr hraða, auka hraða eða færa sig yfir á vinstri akrein, ef þess er kostur. Með nýju lögunum er auk- in áhersla lögð á að menn haldi sig jafnan eins langt til hægri og unnt er, með tilliti til annarrar umferðar og aki einungis fram úr vinstra meg- in. Skoðanakannanir Hagvangs og DV: KVENNALISTINN EINN AF STÓRU FLOKKUNUM Kvennalistakonur geta nú brosað sínu blíðasta því i skoðanakönnunum DV og Hagvangs, sem birtar voru á mánudag, kom i Ijós að þær fengu fylgi yffir fimmtungs þeirra en þátt tóku i könnun- unum, ef gengið væri til kosninga núna. Allir hinir flokkarnir, fyrir utan Fram- sóknarflokkinn, missa fylgi. Borgaraflokkur, Alþýðuflokk- ur og Alþýðubandalag yrðu allt litlir smáflokkar, en Kvennalistinn einn af þeim stóru. Vinsældir Framsóknar- flokksins virðast ekki ætla að fara minnkandi og hefur hann nú um 24% fylgi samkvæmt könnununum. Sjálfstæðis- flokkurinn er enn í sárum eft- ir klofninginn i fyrra og virð- ist ekki vera freistandi fyrir gamla félaga sem eru nú i Borgaraflokknum, þó að sá tapi umtalsverðu fylgi. Þó Sjálfstæðisflokkurinn bæti örlítið við sig er það ekkert í samræmi við fylgistap Borg- ara. Þeir fá aðeins um helm- ing af kjörfylgi sínu en þó nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki 30% fylgi. Alþýðuflokkurinn kemur ekki sem best út úr könnun- unum, í stað 15% fylgis í kosningum fá þeir nú 9,2% fylgi. Ekki er ástandiö betra hjá Alþýðubandalagi, þó það sé að mestu hætt að tapa fylgi það fær tæplega 11% út úr annarri könnuninni en 8,4% úr hinni. Þjóðarflokkur og Flokkur mannsins komast báðir á blað, einir utanþings- samtaka, en með hverfandi fylgi. Kvennalistinn er sá sem hrósar sigri, þær rjúka upp og er nú orðið þriðja stærsta stjórnmálaafl lands- ins. í kosningum fengu þær um 10% fylgi en núna helm- ingi meira, eða um 21,3%. Könnun Hagvangs tók einnig til afstöðu til ríkis- stjórnarinnar, 47,9% voru fylgjandi en 52,5% andvígir henni. Fylgi ríkisstjórnarinnar er minnst meðal yngstu kjós- enda, mest hjá þeim elstu. Karlmenn styðja stjórnina freknar en konur. 55,7% karl- mannavoru fylgjandi stjórn- inni en 40% kvennanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.