Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. nóvember 19CT rCT-r'J’rí !íil Is: Gerum fast verðtilboð í tilbúnar eldhúsinnrétt- ingar og fataskápa. — Afgreiðum eftir máli. Stuffur afgreiðslufrestur. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Hver sÞápur í eldhósinnréttingunni lækkar um S00—1200 kr. somu gæfium haldið. ODDUR H.F. HEILDVERZLUN KtRKJUHVOLI 2. HÆÐ REYKJAVÍK r SÍMI 21718 E. KL. 17.00 42137. § SIEMENS HEIMILISTÆKI (gntinental SNJÓHJÓLBARÐÁR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. FYRSTIR með STÆRRA rými KPS 320 lítra DJÚP- FRYSTIRINN STÆRRA geymslurými miðað við utanmál,ryð- frír, ákaflega öruggur í notkun, fljótasti og bezti djúpfrystirinn. KPS-djúpfryst ér örugglega djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. Vesturgötu 2 Verzlunin Búslóð við Nóatún. Baldur Jónsson s/f Hverfísgötu 37. Stefán Þórarinnsson bóndi í Borgarhöfn Stefán Þórarinsson bóndi í Borg arhöfn og fyrrverandi hreppsaefnd aroddviti er látinn. Hann andaðist 10. þessa mánaðar á heimili sínu í Borgarhöfn og hafði átt við lang varandi heilsubrest að búa og þunga sjúkdómsraun nokkrar síð ustu vikurnar. Hann var áttræður að aldri og einu misseri betur. Var fæddur .9. maí 1887 á Skála- felli í Suðursveit en þar bjuggu þá foreldrar hans, þau Þórarinn Gíslason og Guðriður Jónsdóttir en fknttu að Borgarhöfn er Stefán var fimm ára gamall. Áttu þau og hann þar h.eimili upp frá því til æviloka, fyrst í heimili með þeim foreldrum sínum og systkinum, en síðar gerðist hann bóndi þar á- samt föður sínum meðan hans naut við, en seinna í félagi við þrjú systkini sín, þau Guðnýju, Jón og Gísla. Eru tvö þau fyrr- nefndu ' látin, en Gísli ar enn bóndi í Borganhöfn Önnur svstir Stefáns er Sigríður húsfreyja á Vagnsstöðum, kona Gunnars Gísla sonar bónda þar. Öll voru þessi systkini góðum hæfileikum búm og öll myndar- og dugnaðarfólk er innt hafa störf sín vel af hendi. Heimili þeirra systkina, og for eldra þeirra var jafnan ein styrk asta stoð sveitarinnar og búskapur inn rekinn af árvekni og dugna^i Stefán var sem þau heimiliskær rre^ samgróinn viðfangsefnum og störf um í þágu fjölskyldu sinnar. Hann kvænitist árið 1926 Helgu Sigfús dóttur frá Kálfafellsstaðarleiti, sem stutt hefir mann sinn í hví- vettna. Foreldrar hennar voru þau Guðrún Jóhannsdóttir bónda í Borgarhöfn Magnússonar og mað ur hennar Sigfús Skúlason frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. Hann var bróðir prestsfrúar Helgu konu séra Péturs Jónssonar á Kálfafellsstað en þau sátu þann stað í þrjá áratugi m,eð mikilli sæmd og rausn. sem Austur-Skaft feliingar og margir fleiri minnast og meta að verðleikum enn þann dag í dag. Börn þeirra hjóna Stef áns og Helgu eru þrjú. Þóra gift Jóni Þór Haraldssyni rafveitu- stjóra, en heima í Borgarlhöfn eru Gunnar og Jóhanna er jafnan hafa dvalið með foreldrum sínum. Það væri margs að minnast frá miklu starfi Stefáns á langri ævi Þegar hann er að verða fulltíða_ maður, á fyrsta tug aldarinr.ar var vor í lofti í íslenzku þjóðlífi, sem hlaut að leiða til mikilla breyt- inga á hugum og störfum einstakl- inga og stéitta með þjóðinni. Stjórn þióðarinnar varð innlend og hófst handa um margt það sem kallaði að. Nýir skólar voru stofnaðir og fræðsla barna og ungmenna var mjög aukin. Ný félagsstarfsemi hófst og störf eldri félaga færðist í aiukana. Simasamband við útlönd og milli einstakra byggða og landshluta komst á. Togaraútgerð og vélbáta hófst. Sambandið milli íslands og Danmerkur komst á nýtt stig og varð heitt baráttumál í Alþingiskosningunum um upp kastið 1908. Allt þetta og margit fleira vakti hug og dug með ungum mönnum umf.ram það sem áður var. Ung- mennafélögin eða hugsjónir þeirra bárust til landsins 1906 og náðu traustum tökum á ungu kynslóð inni á mjög skömmum tíma um allt land að kalla mátti bæði í strálbýli og þéttbýli. Stefán var einn þeirra ungu manna, sem hugsjónir félaganna gagntók og heillaði. í sveit hans var Ung- mennafólag stofnað á fyrsta tug aldarinnar er starfað hefur alltaf síðan, og starfar enn með um 60 ár að baki. Stofnendur þess marg ir hafa haldið tryggð við það og ýmsir þeirra verið félagsmenn all- an Limann, og látið sér annt um hag þess í hvívetna Hugsjónir ungmennafélaganna festu þar rætur í hugum margra stofnendanna og þær hafa varð veitzt ævina alla og verið sá afl- vaki, sem enzt hefir . betur og lengur en margt annað sem feng- ■ izt hefui verið við. — í störfum þessara félaga glarid ist ahugi á margs konar starfi í þágu almennimis ou þörtinn' a að haldast í hendur og hjálpast að um það sem einum var ofraun. Á þessum árum vann Stefán og fleiri sveitungar hans að stofn un Lestrarfélags í sveitinni og gerðist bókavörður þess lengi en því fylgdi að annast bókakaup og bókaval í féiaginu. Stefán gerði sér far um að lesa góðar bækur og fræðandi Harrn varð við það og önnur störf sín vel að sér, var líka stálminningur og jafnan reiðubúin að vitna til þess er hann hafði af bókunum numið. Þegar leið á annan áratug aldar innar kynntist Stefán annarri fé- lagsstofnun, það voru kaupfélögin sem náðu til flestra bygeða lands ins. — þar sem þau ekki voru áður komin — um og fyrir 1920. — Var unnið að stófnun kaupfé lags á Austur-Skaftafellssýslu seint á árinu 1919 og Kaupfélag Austur-Skaftafellinga stofnað á síðasta mánuði þess árs. Gerðist Stefán þegar í byrjun ákveðinn stuðningsmaður þess og var hann ætíð einn hinn öruggasti forsvars maður þeirrar starfsemi til ævi- loka. Hann var af sveitungum sín um kosinn deildarstjóri við stofnun félagsins og Jiafði það starf á hendi meðan heilsa leyfði eða fjóra og hálfan tug ára. Þetta var .mikið starf og stundum vanda samt einkum þegar fjárhagserfið leikar voru hvort sem var hjá félagsmönnum sjálfum eða félags heildinni, en þeir fylgaust jafnan að. Eru ýmsir minnugir þess sem gierðist árin næstu eftir 3 920 og uppúr 1930. Stefán naut óslitins trausts þeirra sem hann vanr. fyr ir á pví sviði sem öðrum Honum var það mikið ánægjuefni. að fé lagsstarfsemin náði öruggri festu og gai innt af hendi það sem með sanngirni var af hendi krafizt. Hann var glöggur á það sem á hverjurn tíma hentaði i rekstri og framkvæmdum af hálfu þeirr ar stofnunar sem hann var í for- svari fyrir. í Au&tur-Skaftafellssýslu starf- aði annar félagsskapur sem Stef án lót sér annt um. Það var Menn ingarfélag Austur-Skaftfellinga. Það hóf störf á árinu 1927 og starfaði í um það bil þrjáitíu ár. Sbefán var kosinn í stjórn þess á stoinfundi og alltaf síðan. Ýmsir aðrir forystumenn sýslunnar voru í félagsstjórn og var starfsemi þessi á margan hátt til uppörvunar og mörgum til sálubótar og yndis auka. Ýmis fleiri störf hafði Stefán á hendi fyrri sveit sína og sýslu, þannig var hann oddviti hrepps- nefndar í meira en fjörutíu ár og í sýslumefnd Austur-Skaftafells- sýslu full 20 ár. Þau störf sem sveitungar og samstarfsmenn Stef áns fólu honum einu sinni leystu þeir hann ekki eða ógjarna fr'á nema að hans ósk eftir að heilsa hans bilaði. Þeim var ljóst að þau voru í öruggum höndum og unnin af samvizkusemi og góðum huga og á þann hátt að þau yrðu til sem mestra nytja og gerð með sem minnstum tilkostnaði fyrir heildina og alla þá sem unnið er fyrir. Hér að framan hefir einkum ver ið minnzt á störf Stefáns út á við og í almennings þágu sem hafa verið mikil og margs konar. En jafnframt þeim lét hann sér annt um heimili sitt og jarðnæði. Hann hefir eins og hæfir þeim tímum sem hann starfaði á gert miklar umbætur þar. Bætti og byggði upp íibúðarhús á jörð sinni, — reist. að nýju og stækk- aði búpeningshús og heyhlöður og færðí til nútímagerðar. Rækt- aða landið í Borgarhöfn tók mikl um stakkaskiptum var aukið stór lega og bætt, einkum nú á sein- ustu árum. Hann lét gera rafstöð fyrir heimili sitt fyrir löngu síð an, þótt aðstaða öll væri erfið og vatnsafl af skornum skammti. Ég kynntist Stefáni fyrst seint á árinu 1921 og átti mikið sam- starf við hann næstu 22 árin. Þau kynni og allt það sem við áttum saman að sælda er mér enn ríkt í huga og ánægjulegt í endur- minningunni. Það var jafnan á- vinningur að því að kynnast skoð unum hans og þvi sem hann vildi leggja til. Hann var fastur fyrir og kvikaði ógjarnan frá skoðun um sínum nema fyrir ríkum rök- um. Hann var reiðubúinn til þeirra átaka sem góðum málstað hæfði og hann taldi verðskulda studning Stefáns er minnzt með virðingu og þökk fyrir störfin. Ég votta konu hans, börnum, systkinum og öðrum vandamönn um hans samúð og bið þeim góðr ar framtíðar. Jón ívarsson. DÖMUR ATHUGIÐ SAUMA SNÍÐ, ÞRÆÐI — oa máta kjóla. — Upp- lýsingar i síma 81967.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.