Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGCR. 18. nóvember 1967 5 Hvers vegna gengur ídlk Hvað veldur því, að fólk, sem að ölln jöfnu er heiilbrigt bæði andiega og líkamlega, tekur up-p á því að ganga í svefrri, ag atlhafna sig á hinn firrðuiegasta hlátt? Hvernig tök ttm á að taka fólk, sem hald. íð er þessari áráttu? í eft'r- farandi grein segir lítils hatt- ar £rá þessu fyrirbrigði, og hivernig bezt er að bregðast við gegn þvi. Klukkan var þrjú að nót:J. Unga konan hrökk up*> af djúipum svefni, deplaði augun um nokkrum sinnum og hálf- hrópaði upp yfir sig af und- run og skelfingu. Hún sat við stýrið á bifreið eiginmanns síns í náttkjói einuna klæða. og ók með 100 kílómetra hraða á klukkustund. Hún sá, að hún var þegar 40 km. frá heimili sírou- En það sem henni þótti undarlegast við þetta, var að hún hafði aldrei getað ekið þessum bíl. Sjálf átti hún annan bil, sem var af nýrri gerð og var sjálfskiptur, en þessi var níu ára gamaii og með girskiiptingu. Samt sem áður hafði hún ekið drjúgan spöl í híj þessium, vikið hon- um fyrir öðrum farartækjum og skipt um gíra á þann hátt sem maður hennar hafði æ of- an í æ reynt að kenna henni, en árangnnsia ust Háio hafði farið fram úr aáaná stea í svefni háifri Mnfekostnnd áður og gengið út í bálskúr á náttkjólnum. Hún hafði setzt inn í toíl manns stes, enda þótt allt hef'ði ver- 15 í stafeasta lagi með hennar etefcahö, og 40 km. vega- fengd haRS hén ekið honum Ííaresfni. Uim leið og henni var þetta l$5ist, hemlaði hún skelfingu lósfin, og S'töðvaði fyrsta bíi- iim, sem bar að. Henni var ekíð til næstu simstöðvar, og þar hringdi hún tii manns stes, sem svaf svefni hinna réttíátu. Hún skýrði honum grátandi frá því, sem bomið hafði fyrir, og hann kom skötnmu síiðar og sótti hana á hinum bflmum. Enn þann dag í dag getur hún ekki ekið gírskiptum bíl og henni er það hulin ráðgáta, hveroig henni tókst að komast hjá árekstri á þessum fjölfarna vegi. Fyrir nokkrum árum var skýrt frá því á forsíðum banda rískra blaða, að steinsofandi kona hefði klifrað upp í atta metra hátt tré í garði sínum. Þetta gerðist í Oklahoma. Sú. sem ; hlut átti, hét Lone Wier. Einn nábúanna varð vitni að athæfi hennar og þeg ar hann gerði sér grein fyrir hvers kyris var, vakti hann eiginmann hennar í skyndi. Hann hafði engar vöflur á, heldur klifraði upp í tréð, batt reipi um mitti konu sinnar og klappaði því næst blíðlega á öxl hennar til að vekja hana. Slökkviliði borgarinnar hafði verið kvatt á vettvang og hafði björgunarnet verið strengt undir tréð. Konan var látin stökkva niður, og þvi næst var hún borin inn í rúm. Hún gerði sér enga grein fyrir því, hvernig þetta hefði viljað til, og undrast það enn í dag. Atferli svefngengla hefur jafnan verið undrunarefni læknum, vísindamönnum og lögreglufólki. Skakespeare v.ir fyrsti leikritahöfundurinn, sem upipgötvaði, að ýmislegt mœtti úr þessu annarlega ástandi gera, og frá því að svefn- gengillinn, lafði Maebeth, toirt ist fyrst á leiksviði, hafa marg ir farið að dæmi Sbakespears og notað svipuð viðfangsefni í leikrit. Fjölmangt hefur ver ið skrifað og skráð um svefn- gengla og furðulegustu sögur hafa spunnizt upp um þá, en margt er þó hæft í þeim. Til er saga um húsmóður eina í Vínarborg, sem sá um inn- kaup tfl heimilisins, meðan hún svaf á daginn. Þá var ekki svo lítið skrifað um drenghnokka frá Liverpool, sem datt í svefni niður af þriðju hæð, og var komin tæplega tveggja kílómetra vegalengd frá heimili sínu, þegar í hann náðist. Hann hafði ekkert sakað, þrátt fyrir þetta mikla faL, utan smá- meiðsla á handlegg. En það er vafamál, hvort állir þeir, sem sagðir eru svefngengiar, séu það í raun réttri. Um ýmislegt fleira get- ur verið að ræða, til að mynda geðklofa, mióðursýki og sýnd- armennsku. Sálfræðingar segja að mjög óglögg skil séu milli fyrrgreindra kvilla og svefn- gengilsháttar. Þrátt fyrir allar þær sögur, sem breiðzt hafa út um svefn- gengla, er það staðreynd, að aðeins mj ög fáir þeirra, kann- ski 1% ná, að komast út úr ílbúð sinni, án þess að þeir vakni eða séu vaktir. Því het- ur verið haldið fram, að svefn genglum vaxi mjög ásmegin og líkamskraftur þeirra verði tröllaukinn. Nafntogaður bandarískur sálfræðingur, dr. Ernst Jolovicz, en hann hefur fengizt mjög mikið við rann- sokni, á svefngenglum, telur þetta hina mestu tirru. y> staðhæfir, að líkamskraftu svefngengla Far- aldrei rri!-r, yíir það, sem þeim er eðlilegt. Á hinn bógtnn hefui- pað sýnt sig, að vöðvaafl svefn- gengla er oft gífurlega mikið. Þetta verður þó ekki, ef um miklar sálartruflanir er að ræða, en einbeitingarhæfnin hefur hér mest að segja, og hún er tíðum meiri hjá svefn- genglum en venjulegu fólki. Það er einmitt þetta. sem hef- ur komið á kreik þessum tröllasögum um svefngengla. Hugmyndir okkar flestra um svefngengla, sem eru mótaðar af kvikmyndum, bókum og skopteiknurum, eru rangar. Þar er þeim lýst, tiplandi á tám með lokuð augu og út- rétta arma. Svefngenelav eru hins vegar fljótt á litið alveg eins og venjulest fólk. Þeir hafa opin augu, hendurnar niður með hliðum, og þeir ganga hiklaust og hratt. En ef ljósbjarma er beint að þeim bregðast þeir ekki við. Svefngenglar geta skrifað sendibréf, bakað kökur, þveg- ið þvott. leikjð á píanó os gert furðuleg'ustu hluti án með vitundar. En þeir hlýðnast yf irleitt skipunum annarra, og ef maður skipar svefngengli aö fara aftur upp í rúm, lœt- ur hann venjulega segjast. án þess þó að hann vakni. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að svefngenglar hafa yfirleitt eðlilega eða mjög góða greind. Á síðasta ári voru rannsakað- ir 14 svefngenglar á sérstakri rannsóknarstofnun í París. Það sýndi sig, að nokkrir þeirra voru haldnir geðklofa, en hin- ir voru mjög t augaveiklaðir. Það kom í ljós, að fjölskyldu- mál þessara 14 sjúklinga voru mjög áþekk. Feður þeirra flestra höfðu verið drykkju- sjúklingar og ákaflega óþjál- ir, en mæðurnar höfðu hins vegar verið stoð barnanna og stytta. Æska fólks þessa hafði mótast af spennu, óöryggi, árekstrum og óhamingju, af- leiðingarnar voru taugaveikl- un og hræðsla, sem þau voru haldin vakin sem sofin. Svefngenglar, sem haldntr eru einhvers konar þráhyggju, geta fengið útrás með sínu næturbrölti, og með því að at- hafna sig á einn eða annan hátt í svefni og dreifa þann- ig huganum. Sérfræðingur einn hefur sagt sögu um konu, sem hann rannsakaði. Hún var gripin þeirri þráhyggju að drepa eiginmann sin-n án þess að nokkrar haldbærar ástæður vaeru fyrir hendi. Hún fór að ganga í svefni og þar með dvínaði þessi árátta hennar. Sérfræðingurinn leiddi hjón- unum fyrir sjónir, að áfram- haldandi sambúð þeirra gæti endað með skelfingu, og þau slitu samvistum. Jafnskjótt og gengið hafði veri'ð frá skilnaðarmálunum, hætti kon- an að ganga í svefni. Ymsar sálrænar orsakir liggja fyrir því, að fólk geng- ur í svefni. Ótti við dauðann er nokkuð algeng ástæða. Kona nokkur frá Winnipeg var haid in ofsahræðslu um, að hún væri með ólæknandi krabba- mein. Hún var tekin til rann- sóknar, og þar til úrskurður- inn lá fyrir. gekk hún í svefni, fór út úr húsi og tók sér ýmislegt fyrir hendur. Þegar í ljós kom, að ótti hennar átti ekki við nein rök að styðj- a.st, lét hún af svefngöngum. Flestir svefngenglar eru börn og unglingar. Á uppvaxt- arárunum er mannssálin næm ust fyrir hvers kyns áhrifum, andstæð öfl togast á, og erfið- leikar orsaka oft og tíðum Framtoald á bls. 12. Á VÍÐAVANGI Fréttamat Mbl. Morgunblaðið reynir í gær að verja þær furðulegu frétta felur sínar, er það holaði nið- ur á baksíðu frásögn af álykt- un ráðstefnu ASf uni að alls- iierjarverkfall hæfist í landinu 1. des. n. k. sliti ríkisstjórnin kauplagsvísitölu úr sambandi eins og ráðgert er í því frum varpi, sem nú er verið að af- greiða á Alþingi. Mbl. segir sér þetta til afsökunar í Stakstein um: „Um mat á þessari frétt er þess líka að gæta, að það eru hreint engin stórtíðindi, að ráðstefnan orðaði þann mögu leika að t'l verkfalla dragi! Það hefur ekki farið leynt undan- farnar vikur og mánuði, að þeir. sem réðu þessari ráðstefnu, hefðu slíkt á prjónunum. Þessi fregn getur því ekki talizt til stórfregna, sem útheimti stxrsta letur, fyrr en þá, ef að því kemur að alvara verði úr því gerð að efna til verkfalla. Annars skilja Morgunblaðs- menn þá aðstöðu, sem blaða- menn Þjóðviljans og Tímans eru í. Blöð þeirra eru gefin út af pólitískum flokkum, og hafa þannig þann eina tilgang, að þjóna duttlungum flokksleið- toganna." Þannig er þá fréttamat „Bezta fréttablaðs landsins“. Því er haldið fram að hér hafi engin stórtíðindi gerzt af því að Morgunblaðið segir að ekk- ert sé á seyði fyrr en það dyn ur yfir með öllum sínum þunga. Er jafnframt látið að því liggja, að hér kunni að vera um fyrirslátt einn að ræða af hálfu formannaráðstefnu ASÍ og hreint ekki víst að Al- þýðusamtökin ætli að standa við þessar yfirlýsingar srnar. Þannig verður boðun allshcrjar verkf.'Hs í landinu aðeins lítil frétt á baksíðu. f forystugrein afsakar Morg unblaðið sig svo ennfremur með því að það birti yfirleitt ekki innlendar fréttir á for síðu sinni meira segja ekki meiriháttar fréttir. Þar þurfa sérstök stórtíðindi til. (Sam anber: „Mín upphefð kemur að utan). Rétt er þó að benda á, að þennan sama dag þegar öll blöð settu í sínu stærsta letri boðun allsherjarverkfalls á forsíðu sína, birti Mbl. inn- lenda frétt á forsíðu, fjögurra dálka með stærsta letri. Þar er sagt frá því að aust- þýzkur maður hafi lilaupizt úr skipi austur á landi og beðist hælis sem pólitískur flóttamað ur. Það var út af fyrir sig frétt ekki skal neita því, en þetta gefur hugmynd um mat Morgun blaðsins á stórtíðindum, sem þjóðina varðar vtrulega. Óháða blaðið Morgunblaðið segir ennfrem ur f Staksteinuni: „Morgunblaðið starfar á eig in ábyrgð, og enga aðra er hægt að saka vegna þess scm þar stendur! ritstjórar blaðsins einir bera ábyrgð á skrifum þess. Þetta geta Þjóðvilja- og Tímamenn aldrei skilið og þess vegna eru þeir stöðugt að eigna ríkisstjórninni, það sem í Morgunblaðinu stendur. En Morgunblaðið vill enn einu sinni benda þeim á, að ríkis stjórnin ber ekki ábyrgð á skrifum Morgunblaðsins, þótt það hins vegar styðji þessa Framhald á bls. 15 Þannig hogsa flestir sér svefngengil, meS lokuð augu og framréttar hendur. En í raunveruleikanum gengur hann meS opin augu og aS vissu marki i sambandi viS umhverfiS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.