Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 29. október 1988 MÞYBUBUfilÐ ÖNNUR SJÓNARMIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamerin: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Dreifingarstjóri: Þórdfs Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarslminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. HALLI Á RÍKISSJÓÐI Stjórnmálamenn: Bara Dallas? Hvaladeilan: Eru Islendingar komnir í sömu súpu og stjórnvöld Suöur-Afriku? Fram hefur komiö í fréttum, aö hallinn á ríkissjóði fyrstu niu mánuöi þessaárs ertalinn mun meiri en áðurvaráætl- aö. Núverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson gaf greinargerð um afkomu ríkissjóös fyrstu níu mánuöi þessa árs í utandagskrárumræðum á Alþingi í fyrradag. Ólafur Ragnar gaf fyrst og fremst þá skýringu á hallanum, að stefna fyrri ríkisstjórnar í atvinnu-og efnahagsmálum hafi leitt til verulegs samdráttar og minnkandi tekna af söluskatti, vörugjaldi og fleiri tekjuliðum. Helstu skýring- ar á fráviki í áætlun rekstrarafkomu ríkissjóðs, eru með öðrum orðum þær, að verulegur samdráttur hefur orðið í tekjum af veltusköttum, einkum á síðustu fjórum til fimm mánuðum. Þannig urðu heildartekjur 1580 milljón krónum lægri en áætlað hafði verið í endurskoðaðri greiðsluáætl- un íjúní. Útgjöld ríkissjóðs voru hinsvegarmun næráætl- un og frávikin lítil, eða 473 milljónir. Þar vegur þyngst hækkun vaxtagjalda af yfirdrætti í Seðlabanka, sem að stærstum hluta má rekja til samdráttar í tekjum. Nýjartölurum hallaríkissjóðs í Ijósi verulegs samdráttar í tekjum af veltusköttum, hef ur orðið stjórnarandstöðunni tilefni til lúalegra árása á Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í ræðu og riti lagt á það áherslu, að fyrrum fjármálaráðherra hafi ekki gefið upp réttar tölur varðandi áætlaðan halla ríkis- sjóðs. Þessi gagnrýni er makalaus. Um miðjan júní í ár upplýsti fyrrum fjármálaráðherra að gert væri ráð fyrirað halli ríkissjóðs yrði um 700 milljónir króna. í byrjun september var Ijóst að samdráttur í ríkistekjum væri mun meiri en áætlaður hefði verið og í takt við almennan sam- drátt í þjóðfélaginu. Þá lágu fyrir áætlaðar tölur í fjármála- ráðuneytinu um halla á ríkissjóði upp á 1420 milljónir króna. Tekjubrestur ríkissjóðs hefur síðan orðið æ meiri og það er fyrst nú sem endanlegar tölur liggja fyrir. Upp- lýsingar fyrrum fjármálaráðherra hafa því verið réttar hverju sinni. Það er einnig athyglisvert, að allar tölur um ríkisútgjöld hafa í stórum dráttum staðist í áætlunum fjár- málaráðuneytisins. Talsmönnum Sjálfstæðisflokksins ber ennfremur að hafa í huga, að þegar síðasta ríkisstjórn tók við, var hallinn á ríkissjóði 3.4 milljarðar króna þrátt fyrir undangengið góðæri. Síðasta ríkisstjórn lagði því áherslu áað nájafnvægi í ríkisbúskapnum áþremurárum. Ríkisstjórnin afréð síðar að ná hallanum á skemmri tíma sem ekki gekk upp. Ástæðurnar voru minni ríkistekjur vegna samdráttar í efnahagslífinu, efnahagsaðgerðir í febrúar og mai sem kollvörpuðu öllum forsendum og hækkuð útgjöld vegna sjúkratrygginga. En lærdómurinn sem draga má af hallatölum ríkissjóðs yfirleitt er sá, að tekjur ríkissjóðs eru háðar ytri sveiflum í þjóðlífinu og hafa einatt tilhneigingu til að dragast saman, meðan útgjaldaliðirnir eru óbreyttir og hafa tilhneigingu til að aukast í meðferð Alþingis og í aukafjárveitingum til ein- stakra ráðuneyta. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að gera verður ráð fyrir verulegum tekjuafgangi í fjárlögum hverju sinni til að mæta hugsanlegum útgjaldaaukum, skera verður grimmt niður gæluverkefni stjórnmála- manna og beita verður kaldri skynsemi og aðhaldi í ríkis- rekstri. Það er kjarni málsins en ekki glórulaus leit að ímynduðum sökudólgum eins og nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa stundað í þingsölum að und- anförnu. MIKIÐ hefur veriö rætt og ritaö um efni sjónvarpsdag- skrárinnar, bæöi hjá Stöö 2 og Ríkissjónvarpinu. löulega eru menn meö ýmis sjónar- miö á lofti þegar efni sjón- varps er annars vegar. Svo- nefndir menningarþættir hafa ekki átt upp á pallborðið hjá almenningi en afþreyingar- þættirnir hins vegar vinsælir, hvaö sem menn tala eöa skrifa illa um þá. Ekki hefur neinn maður beinlínis hrósað Dallas, Dynasty eöa söngva- keppni Evrópustöðva, en allir horfa engu aö síður. Þau frumlegu sjónarmiö gaf hins vegar aö Iesa í les- endabréfi í DV í gær, að Dallas-þættirnir leyndust víöar en í Dallas-þáttunum sjálfum. Þaö sem margur héldi aö væri aivarlegt efni og menningarlegt, væri í raun hreint Dallas. Til aö mynda væru umræðuþættir með stjórnmálamönnum ekk- ert annað en Dallas. For- senda vinsælla sjónvarps- þátta sé einmitt sú, að þeir séu gjörsamlega sneyddir „menningarlegum verömaet- um,“ eins og bréfritarinn Árni Árnason orðar þaö. Árni skrifar: „Það eru einmitt þeir þættir á borð við Dallas sem fólk sækist hvað mest eftir að horfa á, þættirnir sem sneiða gjörsamlega hjá ein- hverju sem flokka má undir „menningarlegt verðmæti". Þeir þættir þurfa ekki að vera verri fyrir það. Fólk vill aö sjónvarpsdagskráin sé létt og full afþreyingar er það sest niður að loknum vinnudegi. Og hvað eru t.d. umræðu- þættir um stjórnmái hér annað en afþreyingarþættir? Það er ekkert menningarlegt verðmæti í þeim og þess vegna eru slíkir þættir vin- sælir hjá fólki. — Það er nefnilega talsvert um „Dall- asa“ í sjónvarpsdagskránum ef grannt er skoðað — en samt ekki nægilega margir." Óöurinn til Dallas er greini- lega í fullu gildi. ER svo komiö, aö umheim- urinn hlustar ekki á nein rök í hvaladeilunni, heldur hefur endanlega stimplað íslend- inga sem óalandi og óferj- andi hvaiadrápara? Erum viö komnir á sama bás og stjórn- völd Suður-Afríku hvaö þetta varðar — þaö er einungis tekin neikvæö afstaöa til okkar? Þaó telur alla vega Gunnar Eyþórsson fréttamaður í pistli sem hann ritar i DV í gær. Hann kemst aö þeirri niöurstööu aö íslendingar séu komnir í sömu súpu og S-Afríkumenn; þaö hlusti enginn lengur á rök okkar, heldur séum við einfaldlega útskúfaöir á tilfinningalegum forsendum. Gunnar skrifar: „En nú eru íslendingar að koma sér í sömu aðstöðu og Suður-Afríkumenn. Skýringar íslendinga á nauðsyn hval- veiða eru álíka léttvægar í huga alemnnings og skýring- ar Suður-Afríkumanna á nauðsyn þess að hvitir menn einir ráði landinu. Almenn- ingur um allan heim er and- vígur illri meðferð á blökku- mönnum og heyrir þær fréttir einar frá Suður-Afríku sem hann vill heyra. Sama er að segja um hvalveiðar. Sú hug- mynd er komin inní huga al- mennings að verið sé að út- rýma hval og ganga þar með á sameiginlega arfleifð mannkyns og íslendingar séu þar í fararbroddi. Slíkt riki er þá sjálfsagt að sniðganga i viðskiptum, þannig fá menn þá tilfinningu að þeir séu að gera eitthvað jákvætt í um- hverfismálum.“ Erum viö virkilega orðnir eins og hvalir á þurru landi? OG áfram meö hvalina: Garri, huldumaður Tímans, sem ávallt styöur ríkisstjórn Steingríms og alla framsókn- armenn, hefur nokkur orð af- lögu í dálki sínum f gær um fjölmiðlafárið á Norðurpóln- um, þar sem gráhvalir í ís- breiöu hafa verið helstu fjöl- miölastjörnur heimsins aö undanförnu. Garri skrifar: „Ef grænfriðungar ætla að veröa sjálfum sér samkvæmir þá fara þeir núna að ganga vaktir á öllu norðurpólssvæð- inu. Þeir hljóta núna að gera út þyrlur og menn til þess að vaka þar yfir hverri vök. Og til að halda uppi eftirliti með béuðum háhyrningnum. Hann má auðvitað ekki frekar en Hvalur hf. fá að efna til stórfelldra blóðbaða á út- höfunum. Fyrr mætti nú aldeilis fyrr vera, svona eins og kerlingin sagði. Og svo fylgja fjölmiðlarnir auðvitað í kjölfarið og hafda málinu vakandi. Heilar hjarðir myndavélamanna verða send- ar í öðrum þyrlum á eftir grænfriðungaþyrlunum til að dekka hetjulega baráttu þeirra fyrir verndun og viö- haldi hvalastofnanna. Þá verður nú aldeilis fjör við pól- inn. Og almenningur vestan hafs liggur sem límdur við sjónvarpstækin til að fylgjast með öllu saman. Þar bíða menn spenntir í ofvæni eftir því hvort nú takist að bjarga þessum hvalnum úr þessari vökinni, nú eða hinum undan hjörð tannhvassra háhyrn- inga.“ Garri er fyrst og fremst huldumaöur en ekki frétta- maður, því hvalirnir eru jú fyrir löngu komnir á haf út með aðstoð sovéskra ís- brjóta. Einn meS kaffinu Kaþóiikkinn kom til skrifta. Presturinn sagði við hann: — Geturðu komið seinna í kvöld? Ég á nefnilega von á hundrað manns í kirkjuna á hverri stundu. — Ég hefði nú helst viljað Ijúka þessu af núna faðir, sagði sóknarbarnið. — Það er nú varla svo áríðandi, svaraði presturinn. Varla hefurðu framið morð? — Nei, nei. Ég kem bara seinna í kvöld, sagði sókn- arbarnið. Á leiðinni heim til sín mætti kaþólikkinn öðru sókn- arbarni sem var á leið til skrifta. Kaþólikkinn kallaði: — Presturinn tekur ekki við skriftarbörnum núna! Hann er að ræða við hundrað morðingja!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.