Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. október 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir TOGSmiTAH UM JULIAHA Afinn og amman berjast fyrir því að dómur, sem veitti hjónunum Carmen Rivarola og Jose Trevino rétt til aö ættleiða Juliana Sandoval, verði ógildur. Ekki eru allir sannfærðir um að kjörforeldrarnir hafi verið sannfærðir um, að allt væri löglegt I sambandi við ættleiðinguna. En það er staðreynd, að hún hefur verið umvafin ást og kærleika hjá kjörforeldrum sínum. Trevinohjónin hafa þó innst inni verið hrædd við, að Juli- ana væri eitt af horfnu börn- unum frá tíma herforingja- stjórnarinnar, þvf alkunnaer að fjöldi bama hvarf á þeim tlma. Hjónin sögðu Júliana fljót- lega, eftir að hún var orðin eldri, að hún væri kjörbarn, og að þau hefðu sjálf hafið eftirgrennslanir um uppruna hennar. Dómarinn, sem á sinum tíma veitti hjónunum ættleiðingarréttinn, var per- sónulegur vinur fjölskyldunn- ar. Ýmsir halda því fram, að hann hafi á tíma herforingja- stjórnarinnar ekki gætt laga- legum skyldum embættis síns. Trevinohjónin höfðu ótta- fullan grun um, að ekki væri allt með felldu og settu sig í samband við CONADEP, (samtök sem rannsaka örlög þeirra sem horfið hafa) og einnig höfðu þau samband við „ömmurnar á Mai-torg- inu“. Þau fengu þær upplýs- ingar, að margt benti til þess að kjördóttir þeirra gæti verið Juliana Sandoval, fædd 1979 I fangabúðum, þar sem for- eldrar hennar voru sfðan myrt. Rannsóknir á þessu fóru fram, og i Ijós kom óhaggan- leg staðreynd um, að Juliana væri dóttir Sandoval-Fontana hjónanna. Trevinohjónin héldu áfram að leita upplýsinga uni upp- runa kjördóttur sinnar. Þar kom að þv(, að þau fundu afa hennar og ömmu, sem ( nfu ár höföu háð s(na baráttu ( leit aö barnabarni stnu og aldrei gefist upp. Nú stóðu kjörforeldrarnir frammi fyrir harmleik, sem þau áttu ( erf- iðleikum með að sætta sig við. DÓMURINN Amma Juliana var í „ömmusamtökunum", og í niu ár hafði hún leitað spora, sem myndu leiða til þess að hún fyndi barnabarn sitt. Þrátt fyrir lélegan fjárhag, hafði hún farið til Paraguay vegna spora sem hún taldi sig hafa fundið. Hún upplifði óteljandi vonbrigði, margar svefnlausar nætur, mörg tár — en eftir nfu ára baráttu hafði hún skyndilega náð tak- marki sínu! Menn reiknuðu með ham- ingjusamri lausn á þessu hörmulega vandamáli. Þrátt fyrir að i argentlskum lögum er ættleiðing óafturkallanleg, tóku dómararnir tilliti til hinna óvenjulegu kringum- stæðna sem ríktu þegar ætt- leiðingin fór fram. í þessu til- felli féll dómurinn þannig, að Juliana ætti að alast upp hjá llffræðilegri fjölskyldu sinni. í byrjun samþykktu báðar fjölskyldurnar þetta fyrir- komulag. Eftir tveggja mán- aða umhugsunartlma, áfrýj- uðu þó Trevinohjónin, og fóru fram á að Juliana yrði áfram hjá þeim en hefði vináttu- samband við afann og ömmuna. TVÆR FJÖLSKYLDUR Afi Juliana býr ( verka- mannahverfi f Buenos Aires, þar sem hann rekur litla ný- lenduvöruverslun. Vikublað nokkurt, birti mynd af rúmi Juliana ( húsi afans, við hlið- ina á mynd af rikmannlegu herbergi hennar á heimili Trevino hjónanna. Afi Juliana segist ekki hafa minnimáttar- kennd vegna þess að fjöl- skyldan sé úr verkamanna- stétt, hann segir að Juliana hafi valið rúmið sitt sjálf, og viljað sofa i þvi af því að það var rúm móður hennar áður en hú hvarf. Hin nýfundna fjölskylda hennar, umvefja hana og veita henni þann stuðning sem hún þarf. Juliana er mjög fegin aö sannleikurinn kom ( Ijós og það gladdi hana sérstaklega að blóð- móðir hennar hafði ekki yfir- gefið hana. Hún unir sér vel í nýja skólanum og leikur sér ánægð með hvolpinn sinn og við vinkonur sínar sem búa í sömu götu, segja afi hennar og amma. Trevino fjölskyldan er úr ööru umhverfi. Þegar herfor- ingjastjórnin var við völd, var eiginmaðurinn fréttaritari út- varps Argentfnu staðsettur I Madrid. Núna, er hann lög- fræðilegur ráðunautur þings- ins og góövinur ýmissa þing- manna. Hann hefur, ásamt eiginkonu sinni gefið kjör- dótturinni allt sem hugurinn girnist. Þau halda þvf fram, að Juliana þrffist ekki ( hinu nýja umhverfi slnu og gráti af heimþrá á hverju kvöldi. GRÍMUNNI KASTAÐ Útvarp, sjónvarp og slúður- blöð fjalla nú mikið um þennan fjölskylduharmleik og tala máli annarar hvorrar fjölskyldunnar, en fæstir fjöl- miðla virðast hafa áhyggjur af áhrifum alls þessa á Juliana. Þegar samkomulagsvið- ræður milli fjölskyldnanna, rofnuðu og löggjafarvaldið tók málið upp á s(na arma, kastaði Jose Trevino grím- unni, svo eftir var tekið. Hann héit því fram að fjölskyldurn- ar Sandoval - Fontana hefðu tilheyrt þeim hópi, sem hann kallaði „alimanas" (rándýr) en það nafn gaf hann þeim sem fangelsaðir voru (t(ð herfor- ingjastjórnarinnar. Með þessu var kominn pólitfskur þefur af málinu. NÝR DÓMUR Málið var nú lagt fyrir „sér- staklega valinn dómara". Eftir langan undirbúning, voru aðilar málsins kallaðir fyrir. Juliana kom með afa slnum og ömmu en Trevino hjónin með lögfræðingi sfnum. Rétt- arhöldin stóðu yfir I tæpan sólarhring. Kl. hálf sex um morguninn, var úrskurðurinn lesinn upp, og hafði Juliana þá sofnað f fangi ömmu sinn- ar. Telpan hrökk upp um leið og Sanudo dómari las upp úrskurðinn. Ætterni Juliana var hafiö yfir allan vafa, en af siðferðilegum ástæðum, yrði að virða ættleiðingarrétt Trev- ino hjónanna. Juliana hélt dauðahaldi ( ömmu sfna, há- grátandi, en tveir veröir lag- anna náðu henni og færðu hana nauðuga viljuga, ( „nafni laganna" að lögreglu- bllnum, sem slðan átti að flytja hana til hjónanna sem ættleiddu hana. Þannig lauk þessum fjölskylduharmleik. (Arbeiderbladet.) Juliana fœddist í fangelsi og var aðeins tíu daga gömul, þegar fier- foringjastjórnin í Argentínu myrti foreldra fiennar. Hún var síðan œttleidd af auðugrifjöl- skyldu. Nokkrum árum seinna tókst afa hennar og ömmu að hafa upp á telpunni. Siðan þá, hefur verið togstreita um barnið milli kjörforeldranna og afans og ömm- unnar. Afi og amma Juliana hafa barist árangurslaust fyrir þvi, að fá barnabarn sitt til frambúðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.