Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 29. oktcber 1988 Tsékhov á Selfossi Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Selfoss veriö aö æfa leikritið MÁFINN eftir A. Tsékhov, undir stjórn Eyvind- ar Erlendssonar í þýóingu Péturs Thorsteinssonar sendiherra. Eins og kunnugt er, er MÁFURINN eitt af þekktustu verkum heimsbókmenntanna og þótti tímamótaverk þegar þaö kom fyrst fram. Enn virö- ast leikrit Tsékovs vera tíma- mótaverk ef marka má áhuga þann sem leiklestrar á leikrit- um hans vöktu í Reykjavík nú í októbermánuöi, sem einnig voru undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Jafnframt eru verk Tsékhovs mjög til um- fjöllunar víöa í Evrópu um þessar mundir. Fyrir allmörgum árum sýndi Leikfélag Reykjavikur MÁFINN og hefur hann ekki verið leikinn síóan, þar til nú aö Leikfélag Selfoss ræöst í þaö stórvirki. En aðstaða félagsins hefur stórbatnað eftir aö þaö tók á leigu Gamla lönskólahúsiö, sem nú hefur skipt um hlutverk og hýsir alla starfsemi leikfé- lagsins. Alls taka um 20 manns þátt í þessari sýningu þar af eru 13 í hlutverkum. Frumsýnt verður í Leikhús- inu viö Sigtún laugardags- kvöldiö 29.10.’88 kl. 20:30, önnur sýning verður mánu- dagskvöldið 31.10. á sama tíma. "B entu Á PANN SEM ÞÉR ÞYKIR BESTUR. í Osta- búðinni getur þú valið. Efþú átt erfitt með að gera upp við þig hvort þú vilt mikinn eða lítinn ost, magran eða feitan, mildan eða bragðmikinn - þá biðurðu bara um að fá að smakka og segir svo til um hvað þú vilti Pú ræður hvað þú kaupir mikið af ostinum. Það má vera ein sneið til að borða á staðnum eða tíu kíló til að taka með heim! S MÁHLUTIR FYRIR OSTA OG SMJÖR. / Osta- búðinni geturðu fengið ýmsa smáhluti til að gleðja ostavini eða bara sjálfan þig. Ef þú vilt getum við útbúið pakkann fyrir þig. Þú ákveður hvað fer í hann - ostur, ostabakki, ostahnífur eða eitthvert annað fínerí. ^^ISLUÞJÓNUSTAN ÞÍN. Ostabúðin sér um veisluþjónustu og þú getur reitt þig á að sú veisla verður okkur báðum til sóma, hvort sem hún er stór eða smá: Skreyttir ostapinnar af mörgum gerðum, gómsætar skinkurúllur, döðlur og paprikur fylltar með osti svo eitthvað sé nefnt. Þú pantar, sækir sjálfur eða lætur senda þér. Ostabúðin býður að sjálf- sögðu upp á úrval af efni svo þú getir útbúið osta- veisluna sjálfur. Auk ostsins geturðu valið um alls konar smáskraut og annað augnakonfekt til veislunnar: Kerti, servíettur, dúka og glasamottur - allt í stíl. Óbótónleikar Sunnudaginn 30. okt. kl. 17.00 heldur norski óbóleikar- inn Brynjar Hoff tónleika í Norræna húsinu ásamt Önnu Guónýju Guðmundsdóttur, sem leikur á píanó. Á efnis- skránni eru verk eftir Antonio Vivaldi, Edv. Grieg, Manuel de Fallaog fleiri tónskáld. Brynjar Hoff kom fyrst fram opinberlega aðeins 15. ára gamall og skömmu síðar var honum boðin staöa sem einleiks óbóleikari viö Norsku óperuna. Síðar lék hann með Fílharmóníuhljóm- sveit Óslóborgar, þar sem hann hefur leikið undir stjórn margra þekktra hljómsveitar- stjóra s.s. Herberts Blom- stedt og Okko Kamu. Á rúm- lega 30 ára starfsferli hefur hann haldið einleikstónleika vestan tjalds og austan og frumflutt þá óbóverk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann. Einnig hefur hann komið fram á mörgum tón- listarhátíðum. Hann hefur einnig leikið með jassleikur- um m.a. Henning örsted Pedersen. Anna Guðný Guðmunds- dóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Framhaldsnám stundaði hún við Guildhall School of Music and Drama f London. Hún hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi auk þess að kenna við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. AA samtökin: Opinn kynning- arfundur AA samtökin (Alcoholics Anonymus) halda opinn kynningarfund í Háskólabíói sunnudaginn 30. október 1988 kl. 14.00. Opnu kynningarfundirnir eru árviss viðburður og hafa jafnan verið vel sóttir. Þar gefst öllum sem áhuga hafa kostur á að kynnast AA samtökunum, sem eru þús- undum íslendinga leið til betra lífs úr heljargreipum áfengis- og vímuefnaneyslu. AA samtökin hafa starfað '■ síöan 1954 á íslandi og eru þau nú fjölmennustu sjálfs- hjálparsamtökin á landinu. Hátt í 200 deildir um allt land halda vikulega fundi. Hvergi í heiminum eru samtökin hlut- fallslega jafn fjölmenn og hér á landi, en þau hafa skotiö rótum í flestum löndum heims og eru sótt af milljón- um. AA deildirnar f Reykjavfk standa fyrir opna kynningar- fundinum og hvetja alla þá sem íhuga vilja hvort AA samtökin eigi erindi við þá að koma og kynnast þeim af eigin raun, einnig aðstand- endur þeirra sem eiga við vímuefnavanda að striða og alla aðra sem láta sig áfeng- is- og vímuefnavandann varða. Matreiðslumenn: Vilja Hótel- og veitingaskól- ann að Laug- arvatni Stjórnar- og trúnaöar- mannaráðsfundur Félags matreiðslumanna 26. okt. s.l. samþykkti samhljóða að taka undir samþykkt Sambands veitinga- og gistihúsa um að Hótel og veitingaskóli ís- lands verði fluttur að Laugar- vatni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.