Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. október 1988 5 VIÐTALIÐ ~ "' ' eftir Friörik Þór Guðmundsson _ r Formaður Tannlœknafélags Islands „Ber brigður á könnun Félagsvísindastofnunar“ Börkur Thoroddsen dregur í efa áreiðanleika könnunar Félagsvísindastofnunar á tann- lœknaþjónustunni. Tannlœknafélagið hefur beðið Félagsvísindastofnun utn skýringar. Segir holu í tannlœknakostnaðinum vitlausan leik að tölum. Tannlæknakostnaðurinn hefur verið til umræðu að undanförnu. Pressan lagði fyrir nokkru út frá niður- stöðum könnunar Félagsvis- indastofnunar og dró þá ályktun, að milli framburðar tannlækna á heildarrekstrar- tekjum þeirra annars vegar og framburði Tryggingastofn- unar yfir hina tryggðu og svörum hinna ótryggðu í könnun Félagsvísindastofn- unar væri 1.200 milljón króna mismunur. Síðar ályktaði Pressan að út frá útreikning- um á framfærslukostnaði mætti ætla að mismunurinn væri að minnsta kosti 720 milljónir króna að núvirði á einu ári. Loks er komin út rannsókn prófessors Guð- jóns Axelssonar, sem virðist sýna lægri tíðni ferða til tannlæknis hjá ákveðnum markhópum, en í könnun Félagsvísindastofnunar. Sá mismunur virðist í fljótu bragði ekki skýra þennan mikla mismun, en kannanirn- ar eru mismunandi og þyrfti að fara i frumgögn til að nálgast samræmið. Formaö- ur Tannlæknafélags íslands, Börkur Thoroddsen, hefur hins vegar ákveðnar skoðanir í þessu máli. „Ég efast stórlega um að niðurstöður könnunar Fé- lagsvlsindastofnunar séu réttar. Könnun prófessors Guöjóns Axelssonar sem kom út um helgina og var send öllum tannlæknum segir allt annán hlut. Könnun Félagsvlsindastofnunar segir að 60% fólks fari til tann- læknis 1 sinni á ári eða oftar, en Guðjón er ekki með sömu tölur. Hann mælir mun færri ferðir til tannlæknis.“ • — Er einhver grundvallar- munur á þessum könnunum sem réttlætir að draga aöra þeirra í efa? „Könnun Félagsvísinda- stofnunar er gerð í gegnum síma, en könnun Guðjóns Axelssonar er gerð skriflega. Ég myndi því ætla að það væri meira að marka svörin sem fólk gaf Guðjóni Axels- syni. Annar munur á þessum tveimur könnunum er sá, að úrtak Guðjóns Axelssonar er helmingi stærra en hitt úrtak- ið. Fljótt á litiö er óhætt að ætla að þaö sé meira að byggja á rannsókn Guðjóns." — Getur þú rökstutt hvað tíðni tannlæknaferða varðar að meira sé að marka könnun Guðjóns en könnun Félags- vísindastofnunar? „Tökum þrjá aldurshópa sem dæmi, 30-39 ára, 35-44 ára og 40-49 ára. Hjá Félags- vísindastofnun töldust 71,9% fólks á aldrinum 30-39 ára hafa fariö til tannlæknis á síðasta ári. Og Félagsvis- indastofnun segir að 58,9% fólks á aldrinum 40-49 ára hafi farið til tannlæknis á síðasta ári. Guðjón Axelsson er með hópinn þarna á milli að 48,6% fólks á aldrinum 35-44 ára hafi farið til tann- læknis á siðasta ári.“ — Þetta kemur ekki heim og saman við töflur yfir sam- bærilegar spurningar. í báð- um könnunum er spurt að þvi hvenær viðkomandi hafi farið síðast til tannlæknis. I könn- un Féiagsvísindastofnunar er svarið hjá þessum aldurshóp 57,4% en ekki 48,6%. Er ekki réttast að bera saman svörin þar sem spurningin er ná- kvæmlega sú sama? „Þú hefur ekki fengið gefna upp spurninguna hjá Félagsvísindastofnun, hún er ekki í könnuninni. Þú aetur séð í könnun Guðjóns Axels- sonar hvaða spurningar hann lagði fyrir fólkið. Það getur þú ekki gert hvað könnun Félagsvísindastofnunar varðar." — Vilt þú þá meina að það hafi veriö spurt að ein- hverju öðru hjá Félagsvís- indastofnun en gefið er upp i viðkomandi töflu? „Það kemur ekki fram hjá Félagsvísindastofnun hvernig hún var orðuð. Hjá Guðjóni Axelssyni veist þú nákvæm- lega að hverju var spurt." — Er ekki nokkuð langt gengið að efast um að tafla yfir svör Félagsvisindastofn- unar eigi við þá spurningu sem stofnunin setur fram í haus viðkomandi töflu? Er ekki réttara að bera fram rök- fastari gagnrýni en að spurn- ingin hafi ekki verið rétt fram borin? „Viö viljum gjarnan sjá spumingar Félagsvisinda- stofnunar, fyndist þér það ekki eölilegast? Ég ber brigð- ur á könnun Félagsvísinda- stofnunar yfirleitt og gæti nefnt dæmi. Félagsvlsinda- stofnun segir að álíka hlutfall karla og kvenna hafi farið til tannlæknis á síðasta árinu, en að konur hafi farið heldur fleiri feröir. Guðjón kemst að þv( að hjá 18 ára fólki hafi 44,8% karla farið reglulega til tannlæknis en 65,6% kvenna. Hjá 35-44 ára fólki fóru 39,3% karla reglulega til tannlæknis en 56,8% kvenna. Þarna munar talsvert miklu í báðum tilfellum. Það er viður- kennt alls staðar að veruleg- ur munur sé á sókn karla og kvenna. Hvernig getur þá Fé- lagsvísindastofnun fengið það út að það sé enginn munur? Bara þetta gerir skýrslu Félagsvisindastofn- unar ótrúverðuga. Ég get ekki skilið hvernig stofnunin fær þessa niðurstöðu, sem ég veit að er röng. Og þá grunar mann að eitthvað annað I þessari skýrslu gæti verið rangt.“ — Er eitthvað annað i könnun Félagsvisindastofn- unar sem er þess valdandi að þú berð brigður á niðurstöð- ur hennar? „Já. Hjá Guðjóni Axelssyni eru svarendur 65 ára og eldri spurðir hvort þeir séu ennþá með eigin tennur og svörum skipt eftir kyni. Einungis 16,3% kvenna á þessum aldri var með eigin tennur. Hjá Fé- lagsvisindastofnun kemur hins vegar fram að 27,1% fólks á aldrinum 60-69 ára og 23,6% fólks 70 ára og eldri hafi farið til tannlæknis á síðasta ári. Þá spyr ég. Hvað er fjórðungur fólks á þessum aldri að sækja til tannlæknis ef að einungis 16% af því er með tennur?" — En hjá Félagsvísinda- stofnun er ekki skipt eftir kyni. Hjá Guðjóni kemur vissulega fram að 16% kvenna á þessum aldri hafi eigin tennur, en einnig að 31,2% karlanna hafi eigin tennur. Er fjórðungur þá ekki nokkuð nærri lagi hjá báðum kynjum? „Félagsvísindastofnun segir engan mun á körlum og konum og við verðum að ætla, að það sé helmingur karla og helmingur kvenna. Guðjón Axelsson bendir einnig á að það séu sárafáir tannlausir sem fara til tann- læknis. Guðjón Axelsson segir að einungis 8,9% þeirra sem eru 65 ára eða eldri, ókynskipt, fari til tannlæknis árlega eða oftar, en Félags- visindastotnun segir aó 23-27% eldra fólks hafi farið til tannlæknis á siðustu 12 mánuðum. Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig þessar tölur passa sarnan." — Nú hefur þú nefnt þessi tvö dæmi þvi til rök- stuðnings að eitthvað sé bogið við niðurstöður Félags- visindastofnunar. Leggur þú út frá þessu að könnun stofnunarinnar sé ómark- tæk? „Ég dreg stórlega í efa niðurstöður rannsóknar Fé- lagsvísindastofnunar. Þessi tvö dæmi sýna það berlega, þetta eru tveir augljósir feilar um að könnun stofnunarinn- ar stemmi ekki.“ —■ Þegar Félagsvisinda- stofnun segir að um 60% fólks hafi farið til tannlæknis á einu ári segir þú það of- metið. Hvað lestu út úr könn- un Guðjóns að ofmatið sé mikið? Hvað fara þá margir til tannlæknis á einu ári? „Ég vil ekkert úttalamig um það fyrr en ég sé spurn- ingu Félagsvísindastofnunar. Við höfum skrifað stofnun- inni og höfum beðið um könnunina, sem við höfum fengið, og ekki síður hvernig spurningarnar voru orðaðar. Það hef ég ekki séð og vil þvi ekki kommentera á þetta fyrr en ég hef séð svariö. Það er ekki sama hvernig svona er orðað.“ — En getur þú ekki reynt að svara til um hver sé líkleg nálgun út frá könnun Guð- jóns á því hvað 60% stofnun- arinnar sé langt frá réttu lagi? Hvaða hlutfall er senni- legra? 40%? „Já, það fer ekki almennt nema 40% af fólki til tann- læknis einu sinni á ári. Það má t.d. lesa út úr könnun Guðjóns þar sem fjallaö er um miðaldra karlmenn." — Nú hefur mikið verið fjallað um holu í tannlækna- kostnaðinum, i greinum í Pressunni og fréttum út- varps. Ætlið þið tannlæknar að bregðast við á einhvern hátt? „Þessar greinar eru vitlaus leikur aö tölum og spurning um reikningsaðferð. Að sjálf- sögðu ætlum við eitthvað að gera, en mér finnst ekki að það eigi aö vera að eyða púðri í að svara vitleysu út i loftið eins og greinunum í Pressunni, en sjálfsagt að svara eitthverju sem sett er fram á heiðarlegum grund- velli. Pressan þarf auðvitað að selja sig, en þetta er reiknað á vitlausum forsend- um.“ — Vilt þú meina að könn- un Guðjóns skýri að fullu og minnki niður i núllið þann mismun sem fram kemur út frá niðurstöðum Félagsvís- indastofnunar, samkvæmt út reikningi Pressunnar? „Ég vil ekki vera að blanda þessu þrennu saman.“ Norrœna ráðherra- nefndin er samvinnu- stofnun fyrir ríkis- stjómir NorAurlanda. Samvinnan nœr yfir alla meginþœtti fó- lagsmála. Framkvæmdanefnd ráðherranefndarinnar hefur bœði frumkvæði og annast fram- kvæmdir fyrir nefnd- ina. Framkvæmdanefnd- inni er skipt f 5 sór- deildir: Fjórhags- og stjómunardeild, upp- lýsingadeild og skrif- stofu aðalrítara. NORRÆNA RAÐHERRANEFNDIN Framkvæmdanefndin auglýsir stöðu RÁÐUNAUTS á rannsóknasviði Einn af ráðunautum okkar ó rannsóknasviöi lætur af störf- um og við leitum nú að eftir- manni í hans stað. Ráðunautar á rannsóknasviöi mynda hóp sem vinnur aö fjölda mismunandi verkefna á sviði norrænnar samvinnu um rannsóknir. Ráöunautamir undirbúa m.a. rannsóknar- stefnu þá (forsknings polit- iska árenden) sem fjallað er um i norrænu ráðherranefnd- inni og stofnunum hennar. Starfið spannar bæöi undir- búningsverk og stjómunarieg verkefni. Eins og hópur róðu- nautanna á rannsóknarsvið- inu er núna samsettur mun starf hins nýja ráðunautar aðallega verða samvinna um rannsóknir almennt ásamt stjómun norrænu líftækni- fræðilegu áætlunarinnar (bio- teknologiska samarbetspro- grammet). Eftir því sem umhverfissjón- armið veröa æ meir ríkjandi koma verkefni ráðunautanna til með að snúast einnig um umhverfisstefnu og stefnu í orkumálum (áhrif orkunótkun- ar ó umhverfi). Framkvæmdanefndin felur ráðunautunum e.t.v. einnig önnur verkefni. Reynsla í stjómun þjóölegra rannsókna og alþjóða sam- vinnu er æskileg. Umsækjandinn verður að geta tjóð sig skýrt bæði skrif- lega og munnlega ó einu af þeim tungumálum sem notuð eru: Dönsku, norsku og sænsku. Framkvæmdanefndin býður góð vinnuskilyrði og góð laun. Talsverð ferðalög innan Norð- uríanda eru bundin starfinu. Ráðningin er tímatakmörkuö: 4 ór samningsbundin með möguleika á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rótt á fríi frá störfum á róðningar- tfmanum. Vinnustaðurínn er Kaup- mannahöfn. Framkvæmda- nefndin aöstoðar viö útvegun á húsnæði. Norrænar samvinnustofnanir vinna að jafnrétti kynjanna og vænta umsókna jafnt fró kon- um sem körium. Nánari upplýsingar veftir Risto Tienari deildarstjórí og Bertel Stáhle sérráðgjafi. Harald Lossius starfs- mannaráðunautur svarar fyrirspumum um ráðningar- skilmála. Sfmi í Kaupmanna- hðfn 1-11 47 11. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember 1988. Skriflegar umsóknlr sendlst tH: Nordiska Ministerródet Generalsekreteraren Store Strandstmde 18 DK-1256 Kðbenhavn Danmark

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.