Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. október 1988 3 Efling forvarna nauðsynleg Á landsfundi um slysavarn- ir sem haldinn var i gær komu saman fulltrúar heil- brigðiskerfisins, lögreglu, Umferðarráðs og tryggingar- félaga, og var rætt um hvern- ig haga bæri samstarfi þess- ara stétta til að bestur árang- ur náist i slysavörnum. Á fundinum fluttu fulltrúar heilbrigðisstétta, tryggingar- télaga og lögreglu, erindi þar sem þeir greindu frá slysa- vörnum hérlendis og fjölluðu um umbætur á þessu sviði. Kom í Ijós að lítið hefur dreg- ið úr slysa- og dánartíðni meðal barna og ungs fólks hér á landi, og eru tölur þar um mun hærri en I nágranna- löndum okkar. í erindi land- læknis kom fram að á sama tíma og við höfum náð betri árangri en hin Norðurlöndin í forvarnaraðgerðum varðandi ýmsa sjúkdóma gengur okk- ur mun verr í slysamálum; slysabrotum hefur fjölgað til muna og ungir öryrkjar verða sífellt fleiri. Olafur Ólafsson landlæknir sagði að nærtak- asta skýringin væri sú að ekki hafi verið beitt svipuð- um áðgeröum til þess að draga úr slysum eins og gegn sjúkdómum. Aðferðin væri fólgin í því að finna áhættuhópana, þ.e. þá sem mest hætta er á að slasist eða veikist, og leita síöan uppi slysavalda og freista þess að útiloka þá með öll- um tiltækum ráðum. Taldi landlæknir að meó sameigin- legu átaki þessara stétta sem fást við slysin og afleiðingar þeirra væri hægt að hrinda af stað miklu átaki í slysavörn- um. Þessar stéttir fá slysin til meðferðar og skoða þau út- frá mismunandi sjónarhorn- um. Sameiginleg úttekt þeirra á slysatildrögum og slysavöldum hefði áreiðan- lega í för með sér raunhæfar úrbætur. Sala á heima- slátruðu kjöti getur brotið lög Vegna óstaðfestra frétta af því að einhverjir bændur selji heimaslátrað kjöt til neyt- enda hefur Framkvæmda- nefnd búvörusamninga sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að nefndin muni gera það sem i hennar valdi stendur til að herða eftirlit með aö heimaslátrað kjöt verði ekki selt á almennum markaði í haust. Bendir nefndin á að ef framleiðend- ur verða uppvísír að sölu á heimaslátruðu kjöti á innan- landsmarkað muni það þýða beina skerðingu á fullvirðis- rétti þeirra auk þess sem slíkt varði við lög um álagn- ingu söluskatts og lög um heilbrigðiseftirlit með mat- vælum. Framkvæmdanefndin bendir á að í haust verði greitt fyrir ónýttan fullvirðis- rétt en áður en til greiðslu kemur verði kannað sam- ræmi á milli ásetnings- skýrslna og slátrunar hjá við- komandi framleiðanda. „Ef þeir sem slíka greiðslu þiggja selja jafnframt heima- slátrað kjöt þá er þaö ekkert annað en fjársvik," segir i frétt nefndarinnar. Áréttar nefndin við bændur að þeir skaði mest sjálfa sig þegar til lengri tíma er litið, með því að virða ekki það samkomulag, sem náðst hefur milli Stéttasambands- ins og ríkisins um fram- kvæmd búvörusamninga. FRÉTTIR Iðnaðarráðherra á vetrarfundi SIR og SÍH SKYNSAMLEGT AÐ SAMEINA RAFVEITUR OG HITAVEITUR I hádegisávarpi á vetrar- fundi Sambanda islenskra rafveitna og hitaveitna í gær hreyfði Jón Sigurðsson, iðn- aðarráðherra, þeirri hugmynd hvort heppilegt væri að sam- eina skipulag heitaveitna og rafveitna í landinu. „Rafveitur og hitaveitur veita að ýmsu leyti sambærilega þjónustu og geta iðulega þjónað sömu þörf á sama markaði,“ sagði ráðherra. Sagði ráðherra að það kæmi t.a.m. spánskt fyrir sjónir að í Reykjavík, þar sem innheimta gjalda fyrir raf- magn og hita hefur fylgst að, skuli nú vera sett upp sér- stakt batteri til þess að inn- heimta gjald fyrir þá orku, sem Hitaveita Reykjavíkur selur. Með tilkomu Nesja- vallavirkjunar muni Hitaveit- an hefja raforkuvinnslu, sem síðar meir gæti orðið snar þáttur í rekstri fyrirtækisins. Sagði ráðherra að margir kostirværu fyrir hendi í sam- vinnslu varma og raforku. Þá ræddi ráðherra skoðanir sín- ar á opinberum afskiptum af verðlagningu á orku. Benti hann á að mörg vafamál væru uppi s.s. hvort gasolía skuli vera undanþegin sölu- skatti sem augljóslega stuðl- aði að olíunotkun og væntan- lega á kostnað innlendra orkugjafa. „Á sama tíma er söluskattur af raforkusölu en raforka til húshitunar svo aftur niðurgreidd. Ég tel það mikilvægt að gera úttekt á afskiptum hins opinbera af orkuverði frá sjónarmiði lang- tima orkustefnu," sagði Jón Sigurðsson. ÞORSTEINN ÓLAFSSON EFNA HAGSRÁÐUNAUTUR FORSÆTISRÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra, hefur skip- aö Þorstein Ólafsson, viö- skiptafræðing, sem sérstak- an ráðunaut sinn í efnahags- og atvinnumálum frá og með 1. nóvember. Þorsteinn er fæddur 2. mars 1945, lauk hann stúd- entsprófi frá M.R. árið 1965 og kandídatsprófi frá við- skiptadeild HÍ 1970. Hann var fulltrúi og siðar i, deildarstjóri tolla- og eigna- deildar í fjármálaráðuneytinu frá 1970 til 1976, er hann gerðist framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. Hann varð aðstoðarmaður Hjörleifs Guttormssonar, iðn- aðarráðherra, frá 1978-79, full- trúi forstjóra SIS frá 1980 og framkvæmdastjóri Þróunar- deildar SÍS frá 1984. Frá 1. júli 1987 hefur Þorsteinn gegnt starfi framkvæmda- stjóra Samvinnusjóðs íslands hf. Þorsteinn hefur setið i ýmsum nefndum á vegum hins opinbera frá því að hann var við störf (fjármála- og iðnaðarráöuneytinu, auk þess sem hann hefur setið í stjórnum fjölmargra atvinnu- fyrirtækja i ýmsum greinum atvinnulifsins. Þá hefur Þor- steinn verið formaður Vinnu- málasambands SÍS frá árs- byrjun 1985. Þorsteinn er kvæntur Ast- hildi S. Rafnar og eiga þau 3 börn. Á landsfundi um slysavarnir kom fram í erindi Brynjólfs Mogensens læknis að íslendingar verja meira fé í sambandi við slysakostnað en í vega- framkvæmdir. A-mynd/Magnús Reynir. EN VEGAGERDIN SLYSIN íslendingar hafa dregist mjög aftur úr nágrannaþjóð- unum hvað snertir slysavarnir og forvarnir á þeim. Slys kosta þjóðfélagið gífurlegt fé, en til þess að draga úr slysatilfellum veröur að kosta DÝRARI jafnmiklu til forvarna eins og það kostar sem á að fyrir- byggja. Brynjólfur Mogesen bækl- unarskurðlæknir sagði i erindi sínu á landsfundi um slysavarnir að ef vel ætti að vera þyrfti að kosta jafnmiklu til forvarna í slysamálum og það fé sem færi i slysakostn- að. Brynjólfur sagði aö árleg- ur slysakostnaður væri 5.100- 7.600 milljónir. Á fimmtán ár- um verja Islendingar því um 10 milljörðum í slysakostnað meðan einungis 8,3 milljörð- um er veitt í vegagerð. Brynjólfur sagði að eins og málum væri háttaö nú væri engu fé varið í læknisfræði- legar rannsóknir á slysum, sem væri þó nauðsynleg for- senda fyrir slysavarnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.