Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 27. sept. 1989 ffiMBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. FÓLK GREIÐIR NIÐUR EIGIN LÍFSKJÖR Efíslendingarflyttu innallarsínarlandbúnarvörurmyndispam- aöur þjóöarbúsins veröa um tíu milljarðar króna á ári. Þetta kom fram í ræöu Birgis Árnasonar, aöstoðarmanns viöskiptaráöherra, sem hann hélt á formannaráðstefnu Neytendasamtakanna um síðustu helgi. Taliö er aö greiða þyrfti um 5 milljarða fyrir vörurnar í heild ef þær væru fluttar inn í heilu lagi. Birgir mæltist alls ekki til þess að viö f lyttum allar vörur inn og legðum niöur landbúnaö í kjölfarið. Hann benti hins vegará að verð á landbúnaðarafurðum er hátt á Islandi í samanburði við vörur erlendis. Það þyrfti að hugsa fyrir hvoru tveggja í senn, reyna að draga úr kostnaði fjöl- skyldna við kaup á matvöru, og gera sér grein fyrir því hvernig hagkvæmast er að stunda landbúnað í landinu. Stjórnvöld yrðu og að hugleiða hvort ekki bæri að leyfa innflutning á landbúnað- arafurðum til að efla samkeppni og freista þess að ná vöruverði niður. Slíkur innflutningur yrði háður skilyrðum sem meðal ann- ars miðuðust við að mæta þeim niðurgreiðslum sem ríkja í öðr- um löndum, ella sætu innlendir framleiðendur ekki við sama borð og kollegar þeirra í útlöndum. Enginn vafi er á því að samdráttur í landbúnaði mun haldast enn um hríð. Landkostireru misjafnirog kröfuralmennings um minni kostnað í kringum landbúnaðinn verða æ háværari. Þegar verð á landbúnaðarafurðum var síðast ákveðið féllst ríkisstjórnin á að greiða bændum beint hluta af þeirri hækkun sem átti að verða. Kjör bænda hafa engan veginn haldist í hendur við kjör annarra stétta, og því er skynsamlegt að niðurgreiða beint til bænda, ef það mætti verða til þess að bæta hag þeirra. Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna á viðhorfi almenn- ings til stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum, er lítil ánægja með núverandi fyrirkomulag. 80% af þeim sem svöruðu sögðust ósáttir við stefnuna. Kjör þorra þeirra sem lifa af landbúnaði mun ekki batna meðan uppgjöf og einangrun ríkir. Við gætum hæg- lega boðið bændum og búaliði betri lífsafkomu væri litið raunsæjum augum á aðstæður. Hvergi hafa kjör manna batnað þarsem höft og einangrunarstefna ríkir. Ef íslendingar hefðu ekki á sínum tíma borið gæfu til að opna landamæri sín fyrir erlendum áhrifum — þar með talinni samkeppni við aðra — byggjum við enn við skammtakerfi það sem ríkti fyrir viðreisn. Stjórnmálamenn þurfa að taka af skarið og setja hag almenn- ings á oddinn. Benda á að með því að létta af viðskiptahömlum í áföngum mætti lækka vöruverð og jafnframt bæta verulega hag bænda. Staðreynd er að margir bændur stunda búskap af skyn- semi og uppskera í samræmi við það. En því miður hefur ofstjórn leitt marga bændur fram á barm gjaldþrots. Loðdýraævintýrið skrifast t.d. algjörlega á reikninga stjórnmálamanna og ráða- manna í bændastétt. í því var aldrei vitglóra og þeir bændur sem hófu búskap með loðdýr hafa aldrei fengið annað en núll í því happdrætti. Hagur almennings og bænda fer saman. í dag niðurgreiðir fjög- urra manna fjölskylda með sjálfri sér landbúnaðarafurðir upp á um 200 þúsund krónur á ári. Og í ár er gert ráð fyrir því að fjöl- skyldur í þessu landi greiði útlendingum fram undir 2 milljarða með því lambakjöti sem við flytjum út. Ber þetta vott um að stefna stjórnvalda í landbúnaðarmálum sé skynsamleg? Nei. Og 80% þjóaðarinnar hefur hafnað þessari stefnu skýrt og skorinort í skoðanakönnun Neytendasamtakanna. Bændur hafna henni, allir hafna henni. Það er vegna þess að allt skynsamt fólk veit að núverandi stefna dregur lífskjör allra niður — bænda jafnt sem annarra neytenda. ÖNNUR SJONARMIO ENN þyngist róðurinn hjá Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokks- ins fyrir landsfundinn í byrjun októ- ber. Morgunblaðið tók formanninn á lær sér í leiðara sl. sunnudag og skammaði fyrir að taka afstöðu gegn sölu veiðileyfa en formaður- inn hafði mjög eindregnar skoðanir um framtíðarskipulag fiskveiði- stjórnar hér á landi og viðraði þær skoðanir á ráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Morgunblaðið hefur nú fengið dyggan liðsmann í varafor- manni Sjálfstæðisflokksins, Friðriki Sophussyni, sem birti mikla grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann tekur skýra afstöðu með sölu veiði- leyfa. Friðrik segir m.a. í grein sinni: „Þegar rætt er um réttinn til fiskveiðanna má ekki gieymast að Alþingi hefur skýrlega lýst því yfir að fiskimiðin séu sam- eign íslenzku þjóðarinnar. Væri þessi auðlind ótakmörkuð gæti hver iandsmaður tekið þann fisk úr sjó sem honum sýndist. Þar sem fiskimiðin eru takmörkuð auðlind er Ijóst að rétturinn til veiðanna er verðmætur og eftir- sóknarverður fyrir fleiri en þá, sem fengið hafa veiðileyfi. Þessi staðreynd birtist m.a. í því verði, sem greitt er fyrir aflakvóta og umframverð fyrir skip, sem hafa veiðiréttindi. Það liggur því beint við að eig- endur auðiindarinnar, íslenska þjóðin, selji veiðileyfin. Bent hefur verið á ýmsar leiðir í því sambandi allt frá uppboðum á aflakvótum til leyfisgjalds fyrir tiltekinn hóp, sem fengi veiði- leyfi. Þessar hugmyndir hafa hingað til verið kæfðar með ýmsum ráðum en fáum rökum. Jafnvel hefur verið gripið til þess að kalla sölu á verðmætum veiðileyfum auðlindaskatt. Slíkt jafngildir því að kalla vöruverð eða húsaleigu skatta.“ DAGBLAÐIÐ/Vísir hafði samband við Þorstein Pálsson í gær vegna skrifa Friðriks í Morgunblaðinu. Þorsteinn svaraði blaðamönnum DV á eftirfarandi hátt og gaf að líta í DV í gær: „Ég tel þessi skrif mjög óheppiieg og er sannfærður um að landsfundurinn mun hafna öllum skattheimtuhugmyndum af þessu tagi,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, um skrif Friðriks Sophussonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í Morgun- Er Friðrik að undirbúa slag um for- manninn gegn Þorsteini? blaðinu í morgun en þar tekur Friðrik undir hugmyndir um sölu veiðileyfa.“ Hér er greinilega í uppsiglingu hinn athyglisverðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem for- maður og varaformaður munu glíma grimmilega um stefnu flokks- ins í sjávarútvegsmálum. MJÖG hefur verið deild á Svavar Gestsson menntamálaráðherra fyrir að gefa út bækling á ensku um ís- lenskar bókmenntir. Hafa menn gagnrýnt heiftarlega að fé ríkisins skuli hafa verið notað til að kynna „rauðu pennana en „borgaralegra" höfunda hvergi getið. Hafa menn haft á orði að hér sé „listastefna Al- þýðubandalagsins" á ferðinni gefin út á kostnað ríkisins. Árni Bergmann ritstjóri Þjóðvilj- ans vill gjarnan taka upp hanskann fyrir menntamálaráðherrann sinn í málgagninu í gær. í klippiþætti sín- um ver ritstjórinn Svavar fimlega og segir það alveg út í hött að aðstand- endur kversins hafi verið að fleygja út „borgaralegum" höfundum. Hins vegar notar Árni Bergmann (sem er bókmenntafræðingur að mennt) skemmtiieg rök fyrir þessari skoð- un; höfundar kversins hafa ekki ein- ungis hent út „borgaralegum" höf- undum heldur nánast öllum höfund- um sem skipta máli í íslenskum bók- menntum á 20. öldinni. Eftir standa aðeins einhverjir módernistar sem reyndar eru engir módernistar. Lesum orð Árna: „Það er reyndar alveg rétt, að það er aðeins lítillega minnst á Tómas, Hagalín og Gunnar Gunnarsson í greinum í marg- nefndu kynningarkveri. Réttara sagt: Það er ekkert um þá fjallað, þeir eru barasta nefndir á nafn. En svo er og um ótal höfunda aðra — og kemur það ekki mál- inu við hvort þeir eru „borgara- legir“ eða andborgaralegir eða hvar annarsstaðar menn vilja raða þeim undir bókmenntasól- inni. Það er heldur ekkert fjallað um Þórberg Þórðarson, Jóhann- es úr Kötlum eða Guðmund Böðvarsson í þessu kveri. Það er minnst á Ólaf Jóhann Sigurðsson í einni setningu. Það er hvorki fjallað um Jón úr Vör né Matthí- as Johannessen, hvorki um Stein Steinarr né Hannes Sigfús- Einn með kaffinu Fésýslumaðurinn þurfti fyrir- greiðslu í opinbera kerfinu. Hann hringdi í embættismann sem gengdi lykilstöðu og bauð honum ókeypis sjónvarpstæki ef hann liðkaði fyrir sig í kerf- inu. Embættismaðurinn: „Ég þigg ekki mútur!" Fésýslumaðurinn: „Gerðu mér greiðann og ég skal selja þér sjónvarpstækið á hundrað kall." Embættismaðurinn: „Allt í lagi. Ég kaupi tvö tæki!" DAGATAL ÞAÐ VANTAR MUSSA Halli heildsali gekk í fangið á mér í hádeginu. Halli er alltaf á hrað- ferð, hefur lítinn tíma enda rekur hann heildsölu í miðbænum. Ég heilsaði Halla og aldrei þessu vant gaf hann sér tíma til að spjalla við mig. — Heyrðu þú skrifar dagiega í þetta kratablað, Dagfinnur, sagði Halli. Þú ættir að skrifa um þessa ríkisstjórn sem er bókstaflega allt að leggja í rúst. Við heildsalarnir höfum aldrei haft það verra. Fólk hefur beinlínis engan kaupmátt lengur. Og svo er það ... — Nei, Halli minn, greip ég fram í, ég hef það fyrir sið að skrifa helst ekkert um pólitík, svaraði ég. — Það er ekki nógu gott, því það verður nóg að skrifa um á næst- unni, sagði Halli. — Já, er það já, sagði ég. — Það er landsfundur hjá okkur um þarnæstu helgi, sagði Halli. Þegar Halli segir „okkur" þá á hann við Sjálfstæðisflokkinn. — Það verður örugglega gam- an, sagði ég hæversklega. Halli leit á klukkuna og sagði svo hratt: — Gaman? Þú segir það. Það er náttúrlega ekkert gamanmál þeg- ar Morgunblaðið ræðst á formann- inn okkar rétt fyrir landsfund og segir hann beinlínis óalandi og óferjandi! Það er ekkert gaman þegar málgagnið okkar lætur Frikka Sóf vaða uppi með greinar um fiskveiðistefnuna sem eru gjörsamlega á skjön við hugmynd- ir formannsins. Það er heldur ekk- ert gamánmál þegar formaður okkar er farinn að rífast við rit- stjóra Morgunblaðsins opinber- lega. Svo er allur þingflokkurinn okkar tættur og tvístraður! Þetta er ekkert grín. Við verðum að fá fasta forystu. Við þurfum einhvern Mússa! — Mússa? spurði ég. — Jesssör! Mússólíni. Einhvern sem tekur þetta lið og tuskar það til. Okkur vantar sterkan mann! sagði Halli og var orðinn rauður í framan. — Heldurðu ekki að Þorsteinn fari að verða ákveðnari með aldr- inum? spurði ég hikandi. Mér líst nefnilega ekkert á Halla þegar hann er kominn í þennan ham. — Þorsteinn er alveg vonlaus. Hann verður aldrei neinn Mússi. Davíð er hins vegar Mússi. Svona mjúkur Mússi. En Mússi engu að síður. Vandinn er bara sá, að það er ekki hægt að hrinda formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir björg. Við gerum ekki svoleiðis í okkar flokki. Það eru ekki sömu hefðir í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum! Hahahaha! — Hvað ætlið þið þá að gera? spurði ég. — Fórna varaformanninum! sagði Halli. Það væri leikur. Og fá einhvern Mússa í varaformann- inn. — En er ekki Frikki búinn að standa sig ágætlega? spurði ég í einfeldni minni. — Það kemur málinu ekkert við, sagði Halli. Ein af óskrifuðu regl- unum í flokknum okkar er svona: „Ef formaður stendur sig illa, skal varaformaður tafarlaust víkja!" * Eg gat nú ekki á mér setið og spurði Halla hvort það býttaði ein- hverju fyrir flokkinn að fá Mússa í varaformann ef formaðurinn væri áfram veikgeðja. — Jú.jú, það breytir miklu, sagði Halli. Með Mússa í varaformanns- stól er hægt að þrýsta á veikan for- mann. En þetta er náttúrlega tímabundið ástand. Síðan er að koma formanninum fyrir í góðu djobbi, Seðlabankastjóra eða eitt- hvað svoleiðis. — Eruð þið farnir að hugsa um starf handa Þorsteini í ellinni? spurði ég. — Já, við ætluðum að gera hann að ritstjóra Morgunblaðsins. En nú eru ritstjórarnir búnir að eyði- leggja það. Ég skil satt að segja ekki tilganginn með svona leið- araskrifum! Og svo var Halli rokinn til að redda víxlunum í bankanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.