Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 27. sept. 1989 STJÓRNMÁL: Tryggvi Hardarson skrifar Loforð og efndir Alþýðuflokksins í síðustu viku greindum við hér á Al- þýðublaðinu frá nokkrum þeim fyrirheit- um sem Alþýðuflokkurinn gaf fyrir síð- ustu alþingiskosningar og hvernig þeim hefur reitt af. Ýmsu hefur verið hrint í framkvæmd en annað hefur ekki náð fram að ganga enn sem komið er. Sum þeirra mála sem Alþýðuflokkurinn lagði áherslu á fyrir síðustu kosningar eru á vinnslustigi og bíða þess að verða lögð fram í frumvarpsformi á næsta Alþingi. Ekki gengur þó jafn vel að ná öllum málum Alþýðuflokksins fram og afla þeim stuðnings í stjórn og á Alþingi. Al- þýðuflokkkurinn hefur barist fyrir sínum málum, þrátt fyrir að erfiðlega hafi geng- ið að ná sumum þeirra fram eins og t.d. þeim umbótum sem flokkurinn hefur boðað í landbúnaðarmálum. Hugmyndir Alþýðuflokksins um úrbætur í landbún- aðarmálum njóta einfaldlega ekki meir- hlutafylgis, hvorki á Alþingi né innan rík- isstjórnar. Engu að síður hefur Alþýðu- flokkurinn mótað og berst fyrir nýrri landbúnaðarstefnu og vinnur að því að afla henni stuðnings þings og þjóðar. Hér á eftir verða dregin fram nokkur þeirra fyrirheita sem Alþýðuflokkurinn hefur gef ið og skýrt frá hvernig gengur að koma þeim í framkvæmd. Endurskipulagning bankakerfisins Ákveðinn hefur verið samruni fjögurra við- skiptabanka í einn öflugan hlutafélags- banka. Sameining tveggja annarra banka er á umræðustigi. Með þessu móti er sam- keppnishæfi bankanna aukið og fækkun þeirra, úr sjö bönkum í þrjár stærri einingar, stuðlar að lækkun vaxtamunar og þjónustu- gjalda bankakerfisins. Sett hefur verið lög- gjöf um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði og um eignarieigustarfsemi, sem bætti úr brýnni þörf. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um Seðlabanka og viðskiptabanka, sem auka vald og ábyrgð bankaráða og eiga að girða fyrir hagsmunaárekstra hjá stjórn- endum bankanna. Ný atvinnustefna Á vegum iðnaðarráðuneytisins fer fram viðamikii stefnumótun um framtíðarupp- byggingu virkjana og orkufreks iðnaðar sem fær orku sína frá þeim. Tillögur um næstu stórvirkjanir verða lagðar fram á næstunni og hafa hugmyndir í þeim efnum verið kynntar. Viðræður fara fram við erlend fyrir- tæki um aukningu álbræðslu hér á landi. Nefndir starfa um endurskoðun fiskveiði- stefnunnar. Stuðningur við hátækni- og líf- efnaiðnað hefur verið aukinn og eru fyrstu framleiðsluvörurnar sem af því leiða að sjá dagsins ljós. Lögum um íslenska járnblendi- félagið og Þróunarsjóð lagmetis hefur verið breytt til þess að auka hlut þeirra í íslenskri atvinnuþróun. Gerð hefur verið úttekt á skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnaði og unn- ið að eflingu hans. Ný landbúnaðarstefna Alþýðuflokkurinn hefur mótað tillögur um nýja landbúnaðarstefnu og er unnið að því Sameining banka gengur ekki andskotalaust fyrir sig en gengur þó. að afla henni stuðnings meðal þingmanna og hagsmunasamtaka. Framkvæmd slíkrar stefnu er háð stuðningi þings og þjóðar og kallar á stjórn Alþýðuflokksins á ráðuneyti landbúnaðarmála. Stefna Alþýðuflokksins er að auka hagræðingu í landbúnaði og lækka þannig vöruverð landbúnaðarafurða til neytenda, jafnframt því að stöðva þau um- hverfisspjöll sem af stjórnlausri lausagöngu búpenings hafa hlotist. Alþýðuflokkurinn leggur einnig áherslu á uppgræðslu örfoka lands. Áframhaldandi samstarf vestrænna ríkja í örygg ismálum og efling norrænnar samvinnu Alþýðuflokkurinn hefur átt frumkvæði að umfjöllum innan Atlantshafsbandalagsins um nýjan áfanga í afvopnun á og í höfunum og hefur stuðlað að stefnumótun þess við samninga um afvopnun landherja í Evrópa. Alþýðuflokkurinn hefur stuðlað að eflingu Stóriöja og virkjun vatnsafls á íslandi getur aflað þjóðinni mikilla tekna. norrænnar samvinnu á ýmsum sviðum og gegnt forystuhlutverki í Norðurlandaráði og innan ráðherranefndar Norðurlandaráðs. Aukin viðskipta- og menningartengsl við Evrópu og virk sókn á nýja markaði í austri og vestri Vegna forstöðu á utanríkismálum þjóðar- innar gegnir Alþýðuflokkurinn forystuhlut- verki í samningum við Evrópubandalagið. Þeir samningar verða ef til vill mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar á næstu áratug- um. Alþýðuflokkurinn stendur vörð um ís- lenska hagsmuni í slíkum samningum, en hafnar einangrunarstefnu. Ný og spennandi þróun er hafin með markaðssókn í Japan, en á árinu 1988 var ís- land annað tveggja Evrópuríkja, sem hafði hagstæðan vöruskiptajöfnuð við Japan. Starfsemi Útflutningsráðs hefur verið efld með markvisst starf á nýjum markaðssvæðum fyrir íslenska framleiðslu í huga. Fyrstu skrefin í að aflétta einokun í út- flutningsversiun hafa verið stigin með því að veita fleiri aðilum heimild til freðfiskútflutn- ings. Aukin stuðningur við fátækar þjóðir Framlög til þróunarsamvinnu hafa aukist. Neyðarhjálp hefur verið aukin og fleiri flótttamönnum veitt hér hæli. Sérstakar að- gerðir hafa verið ákveðnar í tengslum við endurreisn pólsks efnahagslífs. Aukin áhersla á mengunarvarnir Fullgiltur hefur verið alþjóðlegur sáttmáli um bann við notkun ozón-eyðandi efna og hafa íslandingar gerst aðilar að alþjóðlegu samstarfi um þau mál. Sérstök áhersla hefur verið lögð á aðgerðir gegn mengun hafsins. Frumvarp um sérstakt umhverfismálaráðu- neyti verður lagt fyrir næsta þing. Sett hafa verið lög um endurskil drykkjarvöruum- búða og sérstakt fyrirtæki stofnað um fram- kvæmdina. Frumvarp um söfnun og endur- vinnslu brotamálma verður lagt fyrir næsta þing Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði Aðskiinaðurinn hefur verið lögfestur og kemur til framkvæmda 1. júlí árið 1992. Hann er forsenda viðamikilla umbóta á öllu dóms- og réttarkerfi landsmanna. Setja þarf almenna stjórnsýslulöggjöf Frumvarp um stjórnsýslu verður lagt fram á næsta þingi. Þörf er fyrir nýja landbúnaöarstefnu. Úrgangur og rusl verður sífellt meira vandamál

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.