Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 27. sept. 1989 Afkoma fiskvinnslu síöustu tvö árin: Tapið 4000—5000 milljónir króna Svarar til þeirra lánsloforda sem At- vinnutryggingasjódur hefur gefiö sjáv- arútvegsfyrirtœkjum. Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að hagur fiskvinnslu breyttist úr þokkalegri afkomu í verulegt tap. Ekki er ólíklegt að ís- len.sk fiskvinnslufyrir- tæki hafi tapað 4000 til 5000 milljónum króna á þessum tveimur árum. Það svarar til þeirra lánsloforða sem At- vinnutryggingarsjóður hefur gefið sjávarútvegs- fyrirtækjum frá því hann var settur á stofn fyrir tæpu ári. Þetta segir m.a. í skýrslu stjórnar Samtaka fisk- vinnslustöðva, sem Arnar Sigurmundsson formaður flutti á aðalfundi samtak- anna í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. í skýrslunni segir að frek- ari taprekstur gangi ekki lengur, en útlitið sé hins vegar ekki bjart. Frekari samdráttur í afla er sagður valda því að halli verði a.m.k. 4% í fiskvinnslu. „Fiskvinnslufyrirtækjum mun án efa fækka verulega hér á landi á næstu árum. í sumum tilfellum mun það gerast með samruna þeirra, en í fleiri tilvikum munu þau hætta starfsemi vegna rekstrarerfiðleika og aflasamdráttar," segir í skýrslu stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva. Fjármálaráðuneytid um tekjuskatt af fjármagnstekjum: Vegna skattlagn- ingarinnar kunna vextir að hækka Fráleitt aö reikna meö aö fólk hœtti aö spara. Hópbónus og flæði- línur í 70% frystihúsa Sífellt fleiri frystihús hafa tekið upp hópbónus og flæðilínur og eru nú um 70% þeirra með slík kerfi í notkun. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva sem hald- inn var í Vestmannaeyjum. Hópbónusinn og flæðilín- urnar hafa dregið úr iauna- kostnaði m.a. vegna fækkun- ar starfsfólks. Þetta ásamt fleiri innanhúsaðgerðum fyr- irtækjanna hefur þó engan veginn dugað til að fyrirtæk- in næðu að skila viðunandi afkomu á undanförnum ár- um, segir í skýrslu stjórnar Samtaka fiskvinnslustöðva. Mjólkur- fræðingar samþykktu Mjólkurfræðingar sam- þykktu í fyrrakvöld nýgerða kjarasamninga með 30 at- kvæðum gegn 7. Einn seðill var auður. Samið var á grund- velli ASÍ-samninganna síðan í vor en að auki kom 4.7% launahækkun við undirskrift, desemberuppbót og orlofs- uppbót og svo hækkun á námsálag. Námsálag er nú 15% en hækkar í áföngum og verður 19% á endanum. VSI mótmælir fjármagnsskatti Framkvæmdastjórn VSÍ varar mjög eindregið við framkomnum hugmyndum um skattlagningu raunvaxta af sparifé, að því er segir í fréttatilkynningu frá stjórn- inni. A fundi framkvæmda- stjórnar sem haldinn var í gær kom fram að VSÍ telur líklegt að ef lagður verði skattur á fjármagnstekjur muni það draga úr sparnaði i landinu og auka eyðslu sem sé varhugaverð þróun í Ijósi þess að þjóðin eyðir um efni fram og safnar skuldum er- lendis. VEÐRIÐ í DAG í dag lítur út fyrir vest- ' an- og suðvestan kalda og bjart veður um allt austan- vert landið. Smá skúrir verða vestanlands, heldur kólnandí i bili. Fjármálaráðuneytið fer ekki í grafgötur með að tekjuskattur af fjármagns- tekjum kunni að leiða til hækkunar raunvaxta, enda telur fjármálaráð- herra fráleitt að halda því fram að skattlagningin geti leitt til hruns í sparn- aði. í plaggi sem fjármálaráð- herra dreifði á fundi Samtaka sparifjáreigenda um helgina eru rakin dæmi um áhrif skattlagningarinnar. Þar seg- ir að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til þess hvort vaxtatekjur verða skattlagðar einungis með tekjuskattsprósentu eða bæði tekju- og útsvarsprósentu, né heldur hafi verið tekin af- staða til þess hvort 1% raun- vextir verði í öllum tilfellum skattfrjálsir. Tekið er dæmi um notkun tekjuskattprósentu, en skatt- skyldu allra raunvaxta: „Hugsum okkur mann sem á eina milljón inni á verð- tryggðum bankareikningi með 3,5% raunvöxtum. í dag hefur hann því 35.000 krónur í skattfrjálsar tekjur af þess- um reikningi. Ef skattur er lagður á, en vextir fyrir skatt hækka ekki, verða raun- vaxtatekjur eftir skatt 24.220 kr. Breytingin jafngildir því lækkun raunvaxta úr 3,5% í 2,4%, sem er innan þeirra marka sem vextir kunna að breytast af ýmsum öðrum or- sökum. Það er því fráleitt að halda því fram að breyting af þessu tagi geti leitt til hruns í sparnaði. Auk þess má búast við að vextir verði eitthvað hærri en ella vegna skatt- lagningarinnar. Áhrifin verða því í raun minni,“ segir í upp- lýsingaplaggi fjármálaráð- herra. Ef 1% raunvextir verða skattfrjálsir, verður breyting- in enn minni, þ.e. raunvextir eftir skatt lækka úr 3,5% í 2,7%. Bent er á að á móti skatt- lagningu vaxtatekna komi lækkun eignarskatts og bætt skattaleg staða hlutafjár. Á móti hugsanlegum minni sparnaði í formi skuldabréfa- eignar komi því meiri sparn- aður í formi hlutafjáreignar, sem sé einmitt það sem þurfi í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Fólk Ný íslensk heimildar- mynd um sögu Landhelg- isgæslunnar verður frum- sýnd næstkomandi föstu- dag. Myndina gerði Helgi Felixsson, kvikmynda- gerðarmaður, ásamt Bödvari Gudmundssyni. Helgi er m.a. þekktur fyr- ir heimildarmyndina Sænsku Mafíuna sem Sjónvarpið sýndi í vetur. Myndin vakti m.a. mikla athygli í Svíþjóð. Við gerð myndarinnar fyrir Land- helgisgæsluna leitaði Helgi víða fanga, ekki síst í efnisöflun um þorska- stríðin. Tónlistina við myndina samdi Gunnar Þórdarson og Þorsleinn Jónsson kvikmyndagerð- armaður vann m.a. við klippingu myndarinnar. ★ Eigendaskipti hafa orð- ið á Veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Hjónin Sigurbjörg Þráins- dóttir og Vignir Gud- mundsson keyptu veit- ingastaðinn af Sigurdi Ola Sigurdssyni. Sigur- björg og Vignir ráku m.a. veitingastaðinn í Kvosinni, undir Nýja Bíói frá árinu 1985—'87 og Sælkerann í Austurstræti. Þau ráðgera engar stór- breytingar á rekstri A. Hansen. ★ Örlagasaga hafnarstúd- entsins Gísla Gudmunds- sonar kemur út fyrir jólin. Það er Tákn sem gefur út, en höfundur er Þorsteinn Antonsson. Gísli Guð- mundsson fyrirfór sér 26 ára gamall, en skildi eftir sig minningabrot sem höfundur bókarinnar byggir á. Gísli var meðai annarra samferða Hann- esi Hafstein og Sveinbirni Sveinbjörnssyni, þjóð- söngshöfundi, á hafnarár- unum. ★ Fyrrum fréttastjóri Þjóðviljans, Lúdvík Geirs- son, vinnur um þessar mundir að sögu Knatt- spyrnufélagsins Hauka í Hafnarfirði. Auk þess sinnir hann störfum fyrir Blaðamannafélag íslands þar sem hann gegnir for- mennsku. Haukar eiga merkisafmæli á næsta ári og er stefnt að því að Ijúka bókinni tímaniega. Lúðvík er mikill Hafnfirð- ingur og Haukaaðdáandi. í starf fréttastjóra á Þjóð- viljanum kemur nú annar Hafnfirðingur, Sigurdur A. Friöþjófsson, sem ver- ið hefur umsjónarmaður helgarblaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.