Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. sept. 1989 7 UTLOND Verslun og viðskipli i Bandarikjum og Japan umdeild Bandaríkjamenn telja, að hallinn á utanrikisviðskíptum þjóðarinnar, sem var 120 milljarðar dollara i fyrra (var 152 milljarðar árið áður), sé vegna viðskipta við Japan. Þeir telja að það hvað Japanir eru ófúsir að auka neyslu heima fyrir, á kostnað fjárfestinga erlendis, sé ein aðalástæðan fyrir þess- ari útkomu. Bandaríkin telja að Japanir hafi lykla- völdin að blómlegra alþjóðlegu efnahags- lífi. Þessar ásakanir á hendur Japön- um hafa orðið til þess að heyrst hafa raddir frá Japan um „kyn- þáttafordóma" vegna þessa „anti- Japan“-áróðurs. Þessar raddir eiga sér stoð í sögunni: Orðtök eins og „gula hættan" og „við munum Pearl Harbour" rista djúpt í banda- rískri þjóðarsál. Hin miklu kaup Japana á fasteignum og fyrirtækj- um á Hawaii og á vesturströnd Bandaríkjanna hafa ýtt undir „anti-Japan"-raddir ýmissa hópa í Bandarikjunum. Trúlega er leit að blóraböggli í sálfræðilegum skilningi hluti þessa áróðurs. Sumir segja að þetta sé ein af afleiðingum „reag- anismans", en Reagan forseti lét í veðri vaka að Bandaríkjamenn væru meistarar (heims) á öllum sviðum og kallaði þá óþjóðlega sem ekki voru á sama máli. „Hann kenndi okkur að láta fara vel um okkur í þjóðarrembu okkar og for- Kastar Bush forseti steinum úr glerhúsi? dómum, og kom því inn hjá þjóð- inni að allt sem aflaga færi væri öðrum að kenna," sagði kona ein úr þingmannastétt fyrir kosning- arnar á árinu sem leið. Nýir tímar____________________ Það er orðið deginum ljósara að Japan og Bandaríkin tala ekki sama tungumál þegar orðtök eins og „opnir markaðir" og „frjáls samkeppni" eru til umræðu. Margir bandarískir frammá- menn í iðnaði hafa bent á hvað Bandaríkjamenn eru yfirleitt treg- ir til að reyna að skilja menningar- líf sem ekki er eins og þeirra eigið, og þá um leið efnahagskerfi og markaði annarra þjóða. Þeir segja það vera eina af ástæðum þessara vandamála í sambandi við Japan. Bandarískur kaupsýslumaður, með mikla reynslu í viðskiptum við Japan, segir: „Þessi sannfær- ing um eigið ágæti, sem margir Bandaríkjamenn virðast haldnir, rennir stoðum undir orðtakið „Arrogance and ignorance hold hands" („mont og fáfræði haldast í hendur")." (Arbeiderbladet, stytt.) SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.25 HJÓNAERJUR (I Will, I Will... For Now) Bandarísk bíómynd, gerd 1976, leik- stjóri John Cameron, adalhlutverk Elliot Gould, Diane Keaton, Paul Sorvino, Victoria Principal. Gamanmynd sem fjallar um fráskil- in hjón (Gould og Keaton) sem af- ráða að taka saman á nýjan leik. Þetta er allra sæmilegast grínmynd, ekkert meir, þau hjónakorn eyða myndinni í að uppgötva hvort ann- að á nýjan leik. Pamela í Dallas kem- ur þarna við sögu, blessunin sem manni skilst að liggi hreinlega fyrir dauðanum sem stendur í Dallas, en þetta er auðvitað áður en hún varð Pamela í Dallas og það kemur því þessu máli hreinlega ekkert við. Sjónvarpið kl. 20.35 NÝTT LÍF Islensk kvikmynd, leikstjóri Þráinn Bertelsson, aöalhlutverk Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson. Fyrsta mynd Þráins um þá kumpána Þór og DaníeJ sem reyndu fyrir sér í ýmsum störfum á ferli þeirra í myndum Þráins. í þessari mynd fara þeir í fisk til Vestmannaeyja og þar lenda þeir í hinum ýmsu ævintýrum eins og að líkum lætur. Hinar tvær myndirnar sem á eftir fylgdu, Dala- líf og Löggulíf, voru ekki jafn vel heppnaðar og þessi fyrsta, einkan- lega vegna þess að persónur þeirra Þórs og Daníels voru kannski ekki alveg nógu skýrar, höfðu ekki nægi- ieg sérkenni. I Nýju lífi eru nokkrir ágætir brandarar þó heildin geti varla talist mjög sterk. Allmargir Vestmannaeyingar léku í myndinni og gerðu margir þeirra hlutverkum sínum hin bestu skil. Sjónvarp kl. 22.00 ÁRIÐ 2048 (Áret 2048) Seinni hluti norskrar myndar um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Fjall- að er um þá spurningu hvort þau séu raunveruleg eða ekki og ef svo er hvort hægt sé að draga úr þeim eða koma að einhverju leyti í veg fyrir að þróunin haldi áfram á sömu braut og verið hefur. Stöð 2 kl. 23.30 GÓÐA NÓTT MAMMA ('night Mother) Bandarísk bíómynd, gerd 1986, leik- stjóri Tom Moore, adalhlutverk Sissy Spacek, Anne Bancroft. Myndin segir af ungri óhamingju- samri konu sem afræður að binda enda á líf sitt. Áður en af því getur orðið verður hún að segja móður sinni frá ákvörðuninni. Myndin seg- ir síðan frá því þegar þær mæðgur ræða málin. Myndin er vel leikin, eðlilega þar sem á ferð eru tvær stórgóðar leikkonur, henni er vel leikstýrt og fallega klippt en verður samt aldrei meira en kvikmyndað sviðsverk sem stendur ekki nógu traustum fótum því upplifunina af sviðsleiknum vantar. Auk þess dett- ur kvikmyndin í það far að gera endirinn augljósari en efnið gefur til kynna og þar með dettur niður broddurinn úr verkinu. Leikritið, sem er eftir Marsha Norman hlaut Pulitzer verðlaunin á sínum tíma. 0 STÖD2 17.50 Sumargiugg- inn 15.25 Hjónaerjur 17.05 Santa Barbara 17.55 Ævintýri á Ký- þeríu 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismœr (8) 18.20 Þorparar 1900 19.20 Poppkorn 20.00 Fróttir og veö- ur 20.35 Nýtt líf 22.00 Áriö 2048 — Seinni hluti 19.19 1&19 20.30 Murphy Brown Einn vinsæiasti fram- haldsþéttur i banda- risku sjónvarpi. Aðal- hlutverk: Candice Bergen o.fl. 20.55 Framtiftarsýn 21.50 Óanir um óttu- bil 22.40 David Under 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 23.05 I Ijósaskiptun- um 2230 Gófta nótt ’mamma 01.05 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.