Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. sept. 1989 3 FRÉTTflSKÝRING Landsfundur Sjálfstœdisflokksins: RIFIST IIM KVÓTA TIL SJÁVAR OG SVEITA Umrœöan um auölindaskatt og veiöileyfagjald hefur eyöi- lagt hina góöu stemmningu fyrir landsfundinn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst 5. október næstkomandi, skömmu áður en þing kemur saman. Allt fram á síðustu daga hafa sjálfstæðismenn verið ánægðir með lífið: Fylgi flokksins hefur farið vaxandi og fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna minnk- andi. Aö ríkisstjórnin hafi tryggt sér meirihluta á þingi var þeim í raun ekki á móti skapi, því eftir því sem hún situr lengur á kjörtímabilinu verður staða flokksins sterkari og þá er ekki síst hugsað til sveitarstjórnar- kosninganna í vor. Staða flokksins er óneit- anlega sterk um þessar mundir. Því hefur þó síð- ustu daga spillt alvarlegur ágreiningur sem blossað hefur upp innan flokksins um sjávarútvegsmál og í minna mæli um landbún- aðarmál. Verstur fyrir flokkinn er sá ágreiningur sem upp hefur komið milli Þorsteins Pálssonar for- manns og Friðriks Sophus- sonar varaformanns um auðlindaskattinn svo kall- aða eða veiðileyfagjald fyr- ir úthlutaðan kvóta. Er nú hart deilt um þessi mál inn- an flokksins og Ijóst að mjög erfitt verður að sam- ræma sjónarmið fyrir landsfund. Þetta er mjög ólík staða og ríkti fyrir síðasta lands- fund, um vorið 1987. Þá voru kosningar framundan og mikill einhugur ríkti á yfirborðinu að minnsta kosti, enda nokkuð um liðið frá afar erfiðum átök- um sem enduðu með stóla- skiptunum frægu, þar sem Albert Guðmundsson var lækkaður í tign og vék fyrir Þorsteini Pálssyni úr stól fjármálaráðherra. Kvótamál til sjávar og sveita Skömmu eftir kosning- arnar kom síðan í Ijós hversu mjög kraumaði und- ir. Albert Guðmundsson var píndur til að segja af sér. Af viðmælendum Al- þýðublaðsins að dæma verða stóru mál landsfund- arins annars vegar efna- hagsmálin og hins vegar at- vinnumálin, þar sem sjáv- arútvegurinn og landbún- aðurinn munu bera hæst í umræðunni vegna mjög skiptra skoðana. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur þann vana að álykta um nær alla málaflokka á öðrum eða þriðja hverjum landsfundi með öðrum orðum að end- urskoða stefnuna í heild. Það á að gera nú. Agreiningurinn um kvóta í sjávarútvegi er ekki nýr og í raun er hann til staðar í öllum flokkum, enda skiptast sjónarmiðin einkum eftir því hvort menn búa á suðvesturhorn- inu eða á landsbyggðinni. Sjálfum formanni Sjálf- stæðisflokksins hefur þó tekist að snúa deilunni um auðlindaskattinn upp í deilu um grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins: Skattahækkanir og ríkis- umsvif. Ágreiningur milli formanns og varaformanns Friðrik Sophusson og þeir sem fylgja honum að máli vilja að úr því að kvót- inn sé til langframa sé eðli- legt að þeir sem fái úthlut- að kvóta standi undir kostnaðinum af kvótakerf- inu, nánar tiltekið af veiði- eftirliti og rannsóknum. Rökstuðningurinn fyrir því að þetta sé réttmætt er að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafi tekið ákvörð- un um frjálst gengi og að aukinn kostnaður vegna auðlindaskatts eða veiði- leyfagjald yrði bættur fisk- kaupendum með gengis- skráningunni og fiskselj- endum með hærra fisk- verði. Veiðileyfagjaldið, eins og Friðrik hefur lýst því í eins konar málamiðl- unartillögu, telst samsvara krónu á hvert kíló í kvóta og geti vart talist hátt gjald fyrir veiðileyfi úr sameigin- legri auðlind þjóðarinnar og það enda endurgreitt með fyrrnefndum hætti. Þorsteinn vísar hins veg- ar til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hljóti að vera á móti aukinni skattheimtu og auknum ríkisumsvifum. Hann telur að sjávarútveg- urinn geti auk þess ekki tekið á sig slíkan skatt eða slíkt gjald, eins og rekstrar- grundvöllurinn er í dag. Davíð segir til um framtíðina Fyrir utan landbúnaðinn er ekki að sjá að upp muni koma djúpstæður ágrein- ingur um önnur mál á landsfundinum. Þó er Ai- þýðublaðinu kunnugt um að sjálfstæðismenn úr þétt- býlinu á suðvesturhorninu hafi mikinn áhuga á því að vekja upp umræðu um kjördæmamisréttið. Um þetta hafa orðið nokkrar umræður á fundum full- trúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík að undan- förnu, en ekki er búist við því að settar verði fram til- lögur að svo stöddu. Einn af hápunktum landsfundarins verður kynning Davíðs Oddssonar borgarstjóra á afurðum Framtíðarnefndar flokks- ins. Augljóslega við hæfi að hann móti framtíðina, enda talinn framtíðarleiðtogi flokksins. Getgátur hafa verið uppi um að hann byði sig fram sem varaformaður að þessu sinni, en þær eiga ekki við rök að styðjast. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mun heldur ekkert vera hæft í þeirri fullyrðingu sem fram kom í DV í gær, að Halldór Blön- dal hefði augastað á þessu embætti. Að vanda verður mið- stjórnarkjör á landsfundin- um, en í miðstjórn eiga sæti 29 manns, auk nokkurra með seturétt. Þetta eru for- maður og varaformaður flokksins, 5 þingmenn sem þingflokkurinn kýs, 11 kjörnir af landsfundi, 3 for- menn landssambanda og 8 formenn kjördæmisráða. Ekki er fyrirfram búist við miklum breytingum á mið- stjórninni, en þó mun iiggja fyrir að fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna, Sigurður Magnússon, gefi ekki kost á sér áfram. Helstu tillögur nefndar um skattlagningu fjármagnstekna Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar umræð- ur um fyrirhugaðan tekju- skatt af fjármagnstekjum. Alþýðublaðið birtir hér samantekt fjármálaráðu- neytisins á helstu tiliögum nefndar um skattlagningu fjármagnstekna: • Skattstofninn verða tekur af fjármagnseign, en ekki fjármagnseignin sjálf, þ.e. höfuðstóllinn. Umræða um tvísköttun og eigna- upptöku varðandi fjá- magnstekjuskatt byggir á misskilningi um greinar- muninn á þessu tvennu. Fjármagnseignin er mynd- uð af sparnaði fyrri tíma- bila. Þær tekjur sem þann- ig runnu til sparnaðar, voru auðvitað skattlagðar á sínum tíma. Vaxtatekjur einstaklinga eru þó undan- tekning frá þessu, þar sem þær hafa verið skattfrjáls- ar fram að þessu. Fjár- magnstekjur eru nýjar tekjur, alveg á sama hátt og atvinnutekjur. Þær eru því til ráðstöfunar fyrir þá sem fá þær, hvort sem er í neyslu eða sparnað, og því jafn eðlilegur skattstofn og atvinnutekjur. • Skatturinn verður lagður á sem hluti af tekjuskatti. Skatturinn leggst því á eftir efnum og aðstæðum hvers og eins, sem þýðir m.a. að fólk getur nýtt sér persónu- afslátt á móti tekjunum. • Skattstofn vaxtatekna verða greiddir raunvextir. Skattskylda myndast því ekki fyrr en viðkomandi hefur fengið raunvextina í hendur og þeir eru til ráð- stöfunar í neyslu og sparn- að. • Á verðtryggðum fjáreign- um verða raunvextir reikn- aðir beint. Verðtryggingin auðveldar því ákvörðun skattstofnsins. • Hlutdeildaraðferðer notuð á vaxtatekjur af óverð- tryggðum fjáreignum. Þetta þýðir að nafnvextir eru taldir fram, en aðeins ákveðið hlutfall af þeim er skattlagt. Þetta hlutfall ræðst annars vegar af verðbólgustigi og hins veg- ar af raunvöxtum. • Vextir bankareikninga með raunávöxtun undir ákveðnu marki verði skatt- frjáisir. í áliti nefndarinnar eru 1% raunvextir nefndir í þessu sambandi. • Skatturinn verður inn- heimtur í staðgreiðslu. Það auðveldar fólki greiðslu skattsins á svipaðan hátt og staðgreiðsla skatts af launatekjum gerir nú. Auk þess auðveldar þessi að- ferð eftirlit. Eftir sem áður fer endanleg álagning fram með framtali, þannig að staðgreiðsluskatturinn er aðeins uppígreiðsla. • Vaxtatekjur af spariskír- teinum ríkissjóðs sem seld verða áður en skaitlagn- ingin kemur til verða skattfrjálsar á líftíma bréf- anna. Vaxtatekjur spari- skírteina sem seld verða í framtíðinni verða skatt- lagðar eins og aðrar vaxta- tekjur. • Til samræmis við þessar breytingar er gert ráð fyrir að vaxtabætur miðist við greidda raunvexti. Heild- arstuðningur við íbúða- kaupendur verður sá sami eftir sem áður, en stuðn- ingurinn verður ekki eins tilviljunarkenndur og nú, eftir því hve verðbólgan er mikil. • Greiddur arður verður að fullu frádráttarbær hjá fyr- irtækjum, en skattlagður hjá einstaklingum eins og aðrar tekjur. Til að örva fjárfestingu í hlutabréfum leggur nefndin til að beitt verði skattalegum hvatn- ingum, t.d. með rýmkun ákvæða um frádrátt vegna fjárfestingar í hlutabréf- um. Með þessari breytingu verður öll tvísköttun arðs úr sögunni og skattaleg staða hlutafjáreignar mið- að við skuldabréfaeign er bætt verulega. • Eignarskattar verða lækk- aðir samhliða tilkomu samræmds fjármagns- tekjuskatts. Eignarskatt- lagning er í rauninni gróf aðferð til að skattleggja tekjur af því fjármagni sem lagt hefur verið í verðbréf, fasteignir o.s.frv. Um leið og samræmdur fjármagns- tekjuskattur er tekinn upp er því eðliiegt að eignar- skattar lækki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.