Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 27. sept. 1989 KRATAKAFFI Guömundur Einanson Reykjavíkur-kratar Verkefnin í vetur Frummælendur Guðmundur Einarsson Birgir Dýrfjörð og Bjarni P. Magnússon Fundarstjóri Lára V. Júlíusdóttir Biryir Dýrfjörö Bjsmi P. Magnúuon Fundurinn er í kvöld kl. 20.30 í fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10. Mætum öll og komum með tillögur og nýjar hugmyndir. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Léra V. Júlíusdóttir Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vesfurlandskjördæmi haldið í Röst á Akranesi 30. september 1989 Dagskrá Kl. 10.00 Þingsetning Gísli Einarsson, bæjarfulltrúi, formaður kjördæmisráðs kl. 10.10 Staöa sveitarfélaganna og sveitarstjórnarkosningarnar Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Eyjóifur Torfi Geirsson, forseti bæjarstjórnar, Gísli Einarsson, bæjarfulltrúi, Sveinn Þór Elinbergsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri, Eiður Guðnason, al- þingismaður. Umræður. Kl. 12.30 Matarhlé Kl. 14.00 Samgöngur um Hvalfjörö Kynningarerindi. Helgi Hallgrímsson, aðstoðarvegamálastjóri. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15.00 Stjórnmálaviöhorfiö. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins. Umræður. Samþykkt stjórnmálaályktunar. Kl. 18.00 Þinglok Kl. 20.00 Kvöldveröur. Kvöldvaka. SMÁFRÉTTIR Sýning Jónínu Guðnadóttur Jónína Guðnadóttir opnar sýn- ingu í FÍM-salnum, Garðastræti 6, laugardaginn 30. september kl. 14.00. Á sýningunni gefur að líta lágmyndir og skúlptúra úr steinleir sem unnin eru að mestu á þessu ári. í verkunum gætir áhrifa íslenskrar náttúru auk þess sem þar kemur fram næm efnistilfinning. Þetta er sjöunda einkasýning Jónínu, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum innanlands sem utan. Jónína var einn stofnfélaga í Galleríi Grjóti og var virkur félagi þar til það hætti starfsemi nú á síðastliðnu sumri. Sýningin verð- ur opin á virkum dögum frá kl. 13.00 — 18.00 og frá kl. 14.00 — 18.00 um helgar. Henni lýkur þriðjudaginn 17. október. Sex íslensk fyrirtæki á söiusýningu í S-Kóreu í vikunni hófst í Seoul í Suður- Kóreu vörusýning sem nefnist Evrópsk framleiðsla og er hún haldin að frumkvæði Kóreu- manna. Flest ríki Vestur-Evrópu eru meðal þátttakenda, þeirra á meðal ísland. Suður-Kórea er þjóðfélag í örum efnahagsvexti og þar hefur verið að opnast mikilvægur markaður m.a. fyrir íslenskar sjávarafurðir og ullar- vörur. Sex innlend fyrirtæki taka þátt í sýningunni undir stjórn og skipulagi Útflutningsráðs íslands. A mánudag hélt Útflutnings- ráð og íslensku fyrirtækin blaða- mannafund fyrir kóreanska fjöl- miðla um viðskiptamöguleika ríkjanna tveggja. Þá var haldin námstefna í kóreönsku sýningar- höllinni í Seoul fyrir þarlenda að- ila sem versla við eða hyggja á viðskipti við ísland. Islensku fyrirtækin, sem taka þátt í sýningunni, eru Álafoss hf., Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Sölusamtök lagmetis, Sjávarafurðadeild Sambandsins, Marbakki hf., og Seifur hf. Sýn- ingin, sem vakið hefur athygli í viðskiptalífi S-Kóreu, stendur til 29. október nk. Aðalfundur félags slökkvi- liðsmanna Aðalfundur félags slökkviliðs- manna á Reykjavíkurflugvelli, sem haldinn var 25. september 1989 varar eindregið við hug- myndum stjórnvalda um hækk- un lífeyrisaldurs fyrir slökkviliðs- menn. Um árabil hafa íslenskir slökkviliðsmenn barist fyrir lækkun lífeyrisaldurs og bendir fundurinn á, að slökkviliðsstarfið er flestum öðrum störfum erfið- ara og hættulegra. Fundurinn skorar á stjórnvöld að færa lífeyrisaldur íslenskra slökkviliðsmanna til samræmis við það, sem er í nágrannalönd- um okkar. * Krossgátan □ 1 2 3 4 5 6 □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ Lárétt: 1 klöpp, 5 lagleg, 6 vind- ur, 7 kind, 8 jókst, 11 hlýju, 11 ögn, 12 brún, 13 hrella. Lóörétt: 1 ónotatilfinningu, 2 hjálp, 3 bókstafur, 4 borðar, 5 Ás- ynja, 7 pípuna, 9 mjög, 12 þyngdareining. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 henda, 5 örin, 6 fen, 7 ey, 8 linnir, 10 um, 11 arð, 12 suða, 13 tórði. Lóörétt: 1 hreim, 2 einn, 3 nn, 4 atyrða, 5 öflugt, 7 eirði, 9 nauð, 12 SR. RAÐAUGLÝSINGAR PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN UTBOÐ Fjarskiptastöð í Gufunesi Uppsteypa Póst- og símamálastof nunin (í Reykjavík) óskar eftir tilboðum í að steypa upp og gera fokhelda stækkun fjarskiptastöðvar í Gufunesi. Heildargólfflötur nýbyggingarinnar er um 370 m2 og rúmmál um 1800 m3. Jarðvinnu í húsgrunni er lokið og hefur verið fyllt upp undir undirstöður. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. október 1989 kl. 11.00. VERKFRÆOISTOFA STEFÁNS OLAFSSONAR HF f Rv CONSULTING ÉNGINEERS/ BORGARTUNI 20 105 REYKJAVIK SIMI 29940 8. 29941 Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluðum styrki til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1990 fást hjá af- greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins Lauga- vegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.