Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 3
MrovmUDAGtm ». Jifinf 1968. TIMINN ísland í tíunda sæti !Hsím-'Reykjavik, þriðjudag. Undan,keppni ÓlympíuTnótsins í bridge lau’k í dag o_g vann ísland þá Finnland 19-1. íslenzka sveit- in varð í 10. sæti af 33 sveitum frá j'afinmöngum löndum með 383 stig eða 60% vinningsblutfall. Má það teljast ágætur árangur. ítaTia var'ð í efsta sætd með 474 stig. Nr. 2. Bandaríkin — 473 st„ 3 Iíolland-460 st., 4 Kan- ada-457 st., 5 Ástralía-444 st., 6 Sviss-434 st, 7. Belgía-422 st., 8 Frakkland 415 st., 9. Svíþjóð-406 st., 10 ísland-382 st. 11. Venezuela 365 st., 12 Austurríki-352 st. og 13. ísrael-323 s. Á morguin, miðvikudag, kl. 1 Nær Friörik * Rússunum? Hsím.-þriðjudag. — Þá dregur að lokum Fiske-skákkmótsins og loka- umferS mótsins verður tefld í kvöld. Eins og er, hefur Taiman- ov forystu með 10 vinninga, en líklegt, að landi hans Vasjukov, nái þeirri vinningstölu, því hann á biðskák gegn Andrési og stendur þar betur. Friðrik Ólafsson hefur heldur betur tekið undir sig stökk og unnið fimm síðustu skákir sín- gfr í mótinu — þar sem hann tefldi Framihald á bls. 14. Báðlr á grænu I jósi? OÓjReykjaví'k, þriðjudag. Harður árekstur varð milli ivörubfls og sendiferðabfls á mót- um Hringbrautar og Hofsvalla- götu í gær. Sendiferðabíllinn skemmdist mikið og bflstjóri hans meiddist, en er ekki alvarlega slasaður. Á þessum gatin amótum eru um ferðaljós og telja báðir bdlstjór- arnir sig hatfa ekið yfir gatna- mótin á grænu Ijósi. Sendiferða- bíHinn lenti. á miðjum vörulbíln- um og kastaði honum noifckra metra, enda mun hann hafa ver- ið á talsvert mikilii ferð. Bílstjór inn skarst noikkuð í andliti og var fluttur á Slysavarðstofuna. í dag ók piltur á litlu véihjóli á gangandi mann á Reykjanes- braut. Maðurinn fór út á akbraut ina aftan við strætisvaign sem stóð á vegabrúninni og beint í veg fyrir hjólið. Pilturiinn og mað urinn skullu báðir á götuna og meiddist sá síðarnefndi talsvert. Mun hann me'ðal annars vera fót brotinn. Pilturinn slapp með skrámur. Akranesdagskrá í kvöld Dagskrá helguð Akranesi verð- ur í kvöld á sýningunni íslend- ingar og hafið í Laugardalshöll- inni. Hefst dagskráin kl. 21. Með- al skemmtiatriða er leifcþáttur píanóleikur og Dúmbósextett leik ur. Sýiningarsvæði Akraness í Laugárdalshöllinni er ekki stórt, en furðu mörgum og vönduðum sýningargripum er komið fyrir þar, enda hef-ur deildin vakið ó- skipta athygli sýningargesta. hefjast undanúrsl-it um Ólympíu- meistaratitilinn Ítalía spilar við Kanada en UiSA vi'ð Bolland a-lls 80 spilaleiki. Sigurvegararnir spila síðan til Framhald a bis. 15. Framkvæmdanefnd hátíðarinnar, f. v. Hjalti Gestsson, Einar Þorsteinsson og Stefán Jasonarson. (Tímamynd-Gunnar). Búnaðarsamband Suðurlands er 60 ára: 2ja daga hátlðarhöld í Fljótshlíð um helgina EKH-Reykjavík, þriðjudag. Um næstu lielgi efnir Búnaðar- samband Suðurlands til tveggja daga útihátíðahalda í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins að Hlíðar endakoti í Fljótshlíð. Hátíðahöld þessi verða hin glæsilegustu, í fögru umliverfi og stutt frá forn- um sögustöðvum. Hefur búnaðar- sambandið gert myndarlegt hátíð- arsvæði, þar er m. a. 600 ferm. danspallur, stórt upphækkað og yfirbyggt leiksvið og áhorfenda- brekka, sem rúmar þúsundir manna. Dagskrá afmælishátíðar- innar verður mjög fjölbreytt, svo sem ræðuhöld, leikþættir, þjóð- dansasýningar, íþróttir, dansleik- ir, og síðast en ekki sízt mun Þjóð leikhúsið sýna úr íslandsklukkunni á hátíðinni. Verður það að teljast til algjörs nýmælis, að sb’kt leik- verk sé leikið á útileiksviði hér á landi. Búizt er við mikilli aðsókn á há- tíð Búnaðarfélagsins af Suður- landsundirlendi og einnig úr höf uðiborginni, þvi að aðeins er rúm lega tveggja tíma akstur frá Reykjavík austur að Hlíðarenda- kotL Fyrir rúmu ári skipaði stjórn Búnaðarsambands Suðurlands þriggja manna nefnd til að undir búa 60 ára afmæli sambandsins. f hátíðamefndina voru skipaðir tveir ráðunautar sambandsins, þeir Hjalti Gestsson og Einar Þor steinsson, og með þeim Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ. Hátíðarnefndin hafði fyrst hugs að sér að efna til landbúnaðarsýn- ingar á Selfossi, en hvarf frá því ráði þegar Búnaðarfélag ís- lands ákvað að halda landssýningu í Reykjavík í sumar. M ákvað há tíðarnefndin í samráði við stjórn Búnaðarsambandsins að halda úti- samkomu á fögrum stað einhvers staðar í héraðinu. Starfssvæði Búnaðarsambands-1 Það er því erfitt og vandasamt ins nær yfir 4 sýslur eins og kunn verk að velja stað fyrir þessa ugt er, frá Seivogi að Lómagnúpi miklu hátíð. Það eru margir fagrir að meðtöldum Vestm-annaeyjum. I Framhald á bls. 14. JLA NJ) Kort þetta sýnir ísinn eins og hann var í gær. ISINN FYRIR NORÐAN EJ-Reykjavík, þriðjudag. Landhelgisgæzlan fór í ís- könnunarflug í dag, og sam- kvæmt upplýsingum Gumiars H. Ólafssonar, skipherra, er nokkuð þétt og stór ístunga frá um 21 sjómilu norður af Málmey og fyrir Efyjafjörð, meðfram Flatey og vel yfir miðjan Skjálfandaflóa. Sigling er þó greiðfær báðum megin við þessa tungu, og virðist bezt að fara gegnum hana milli Grímseyjar og Gjögra. Greið- fært er um Skagafjörð eins og er, en erfið sigling fj'rir Skaga, en virðist bezt um 6—7 sjó- mflur norður af Digramúla. Höfnin á Dalvík er lokuð, og nokkurt ísrek á Eyjafirði. Þá er mikill ís dreifður um norðanverðan Húnaflóa, og þéttastur á Óðinsboða-sivæðinu eða 5/10 til 8/10 af yfirborði sjáviar. Núna virðist skásta leið in að sigla í ldnu frá Kálfs- hamarsvík norður fyrir ÓS>ns- Framhald á bls. 14 BIAFRA-SÖFNUN RAUÐA KROSSINS SJ-Reykjavík, þriðjudag. Á morgun, miðvikudag, hefst hér á landi söfnun til styrktar nauðstöddu fólki í Biafra. En í- búar Biafra hafa eins og kunnugt er átt í styrjöld við Nígeríumenn í naer ár og ríkir mjög alvarlegt ástand í landinu. Áætlað er að þar séu nú um 600 þúsund heimilis lausir flóttamenn, einkum ljonur, börn og gamalmenni, sem neita að snúa aftur til þorpa sinna í ná- grenni vígvallanna og skortir allt til alls. Fé því, sem safnast á ís- landi til handa Biafrabúum, verð- ur varið til kaupa á islenzkum af- urðum; skreið, mjólkurdufti og lýsi, sem sendar verða til Biafra og dreift af starfsmönnuiti alþjóða Rauða krossins til þeirra sem verst. eru staddir. Alþjóðanefnd Rauða krossins hef ur fyrir nokkru lýst yfir neyðar ástandi í Nígeríu og þó einkum Biafra vegna styrjaldrinnar. Nefnd in hefur sent öllum systurfélögum Rauða kross sambandsins í Genf hjálparbeiðni, vegna skorts á lyfjum, matvælum og hjálpargögn um. Rauði kross íslands hefur tekið þátt í aðstoðarstarfi norrænu RK- félaganna i Nígeríu undanfarin fjögur ár, og hefur alþjóða Rauði krossinn nú sent hingað sérstök tilmæli um aðstoð. íslenzkar af- urðir hafa verið töluvert seldar til Biafra um árabil, fyrst og fremst mikið magn af skreið, og er fsland þekkt af mörgum þar fyrir þá sök. Rennur okkur nú Framhald á bls. 15. Isinn lokar Qlafsfirði BS-Ólafsfirði, þriðjudag. Enn hefur „landsins forni fjandi", hafísinn komið í heim sókn til okkar hérna á Ólafs- firði. í fyrradag var spöng hér úti fyrir, og Iokaði hún firð- inum öðru hvcrju. í gær rak þcnnan ís svo með norðaustan kulinu inn á fjörðinn og hálf fyllti hann, svo miklum erfið- leikum hefur verið bundið fyr- ir skip að komast inn og út fjörðinn. Annars virðist ekki Framhald á bls. 15. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.