Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINM MIÐVIKUDAGUR 19. júní 1968. TÖNLISTARÁHUGI MIKILL EN AÐSTÆÐUR ÖFULLNÆGJANDI Nýlega hittum vi'ð að máli Steingníim Sigfússon,, tónskáld. Steingrimur hefur helgað tónlist- inni mikinn hluta æivi sinnar og istariflsikrafia. Og þótt hann hafi eflaust ekfci valið sér þetta ævi- starf til að safna að sér veraldar- auði, er auðfundið, þegar rætt er við Steingrím, að það er mikil gaefa og lífsfylling áð hafa fengið að starfa að sínu mesta hugðar- efni. Hann er Hrútfirðingur að ætt, Strandamaður, fæddur að Stóru- Hlvalsá. Pór ungur að leika á órg- el og alla tíð síðan hefur hugurinn verið bundinn tónlistinni. Stein grímur hefur numið af ýmsum tónlistarmönnum, þegar tækifæri hefur gefizt og aflað sér mikillar sjiálfsmenntunar á sviði hljóm- listarinnar. Margir þekfcja eflaust dæguriög hans svo sem Síldar- valsinn o.fl., en nú er hann horf- inn frá dægurlagasmíð og semur alvarlegri verlk. M. a. hafa tón- verk eftir hann komið út í flokkn- um Musica Islandica á vegum Menningarsoóðs. En tónlistin hefur ekki verið í askana látin á íslandi til skamms tíma frekar en margt annað. Steingrímur er lærður málara meistari og starfaði lengi sem slífc- ur og við önnur störf. En jafn- hiliða var hann organisti á Patreks firði í 20 ár. Síðar stóð hann um sfceið fyrir tónlistarskóla í Vest- mannaeyjum og á RangárvölLum. Síðan í haust hefur Steingrimur starf-að hjá Kirkjufcórasambandi Rætt við Steingrím Sigfússon, tónskáld, sem í vetur hefur ferðast um landið og leiðbeint og æft söngkóra íslands, ferðast um landið og leið- toeint og æft bæði kirkjukóra og aðra kóra á ýmsum stöðum á landinu. Við gripum því tæfcifær ið að spyrja Steingrírm um tón- Imarllfið úti á landi. — í vetur var ég á Vestfjörð- um og dvaldi um 3 vikur á hverj- um stað, í vor var ég síðan í Húnavatnssýslu og Strandasýslu og gat þá aðeins verið skemur á hverjum einstökum stað. Nú sið- ast hef ég verið á Rangárvöllum, en skrepp síðan aftur norður í Húnavatnssýslu, þar er mifcill á- hugi rikjandi á að stofna tónlist- arskóla, sem taki til starfa næsta vetur. Alls staðar, sem ég dvaldi, 'var mikill áhugi. Fólkið kom margt beint úr vinnu á æfingar. en við æfðum á hiverju kvöldi og í lok hvers námskeiðs var haldinn sam söngur, kirkjukvöld, og þá gafst almenningi kostur á að hlýða á kórana. Æfingarnar stóðu í 3—4 tíma og hvár sem ég dvaldi ,ét fólkið hvorki óveður né miklar annir hindra sig í að koma og starfa með af miklum krafti. Þeg- ar ég var fyrir norðan var kom- inn sauðburður og allt var fullt af hafís, en það var sama sagan, þar og annars staðar, söngurinn virtist vera kærkomiw upplyfting Ungur fjölskyldumaður með löggildingar- og meistararéttindi í pípulögn- um, óskar að’komast í samband við forráðamann sveitar eða kaupstaðar, þar sem atvinnumögu- lei'kar eru sæmilegir með framtíðarbúsetu fyrir augum. Þeir, sem sjá sínu byggðarlagi hag í þessu leggi inn upplýsingar til afgr. blaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „Framtíð 100‘(. í öllum önnum og erfiðieiikum. — Einn þessara samsöngva bar upp á minnisverðan dag. þótt sorglegur væri. Dvöl minni á Bíldudal lauk sunnudaginn 18. febrúar. Þá voru rétt 25 ár liðin frá þvi að Þor- móður fórst úti fyrir Vestfjörð- um og með honum piargir af beztu mönnum staðarins. Ég lék á orgelið við minningarathöfn- ina eftir þennan hryggilega at- tourð og nú 25 árum síðar héldum við minningarguðsþjónustu um þá iátnu. Kirkjukórinn söng og ég lék verk, sem ég samdi í vetur af þessu tilefni og nefndi Brimsog. Áhugi er mikill um atlt land fyrir kórstarfi enda er fátt eða ekkert jafn þroskandi. Og hvergi ríkir jafngóður félagsandi og þar sem komið er saman og sungi’ð. Hvað kirkj'ukórunum viðvíkur eru jþeir afar góður skóli fyrir fólk, sem vill þjálfa röddina og læra söng. 9áimalögin henta mannsröddinni betur en flestar greinar tónlistar og þau veita góða þjálfun þeim, sem ætla að leggja stund á hvers konar söng.- Það er t.d. mjög góður skóli fyr- ir ungt fólfc, sem vill gerast dæg- urlagasöngvarar. að syngja í kirkjukór. En það er engan veginn nógu vel búið að tónlistar- og söng- starfi úti á landi. Það skortir tón listamenntaða menn, hljóðfæri og á allan hátt betri aðstöðu til tónlistalífs. Ég hygg, að bezta leiðin til aukinnar tónmenningar úti um byggðir landsins sé vegur söngs- ins. Söngröddin er það hljóðfæri, sem flestir hafa aðgang að, og. vjð berum flest í sjálfum okkur. En þetta hljóðfæri krefst þjálf- unar og leiðbeiningar uim með- ferð þess. Kirkjukórarnir og allir kórar geta orðið og eiga að vera sterkur leiðandi áðili í tónlistar- iðkun landsmanna. Til þess að svo megi verða, þarf fyrst og fremst góða organ- ista og söngstjóra, sem bæði eru áhugasamir og færir í sínu starfi. I « - ' 3®$ ■LWdlJIJIil ★ JP-innr6ttingar frá Jónf Péturssyni, húsgagnaframleiSanda — augtýstar I sjónvarpi. Stilhreinao sfsrkar og val ura viðartegundir og harSplast- Fram- leíðir einnig fataskápa. A6 aflokinni viðtækri könnun teljum við, a5 staölaöar hentl ( flestar 2—5 herbergja (búöir. elns og- þær eru byggöar nú. Kerfi okkar er þannig gert, að oftast má án aukakostnaðar, staðfæra innráttinguna þannig að hún henti. ( allar Ibúðir og hús. iS Allt þetta •k Seljum. staðlaðar eldhús- innréttingar, það or fram- leiðum etdhúsinnráttingu og seljum með öilurn. raftækjum og vaski. Verð kr. 61 000,00 - kr. 68.500,00 ogkr. 73 000,00. Innifalið ( verðlnu er eid- húsinnrétting, 5 cub/f. (s- skápur, eldasamstæða með tveim ofnum, grillofnl og matic bakarofni, lofthreinsari kolfilter, sinld - a - uppþvottavél og vaskur, enn- fremur sðluskattur- T*r Þér getið valið um inn- lenda framleiðslu á eldhús- um og erlenda framleiðslú. (Tielsa sem er stærsti eldhús- framleiðandi á meginlandi Evrépu.) •fc Einnig getum við smiðaí innréttingar ettir teikningu og éskum kaupanda. Þetta er eina tilraunln, að því er bezt verður vitað tll að leysa öll ■ vandamál ,hús- hyggjenda- varðandi eldhúsið. ★ Fyrir 68.500,00, geta margir boðið yður eldhúsinn- réttingu, en ekki er kunnugt Um. að aðrir bjóði yður. eld- húsinnréttingu, með eldavél- arsamstæðu, viftu, vaski, uppþvottavél og (sskáp fyrir- þatta verð- — Allt innlfalið meðal annars söluskattur kr. 4.800,00. SöluumbóS fyrlr JP -Innréttingar. Umboðs- & heildverzlun Kirkjuhvoli - Reykjavlk Símar: 21718, 42137 Steingrímur Sigfússon A slíkum mönnum er mikill skort ur og verður ekki úr bætt nema þeim séu búin viðunandi starfs- skilyrði og lífsafkoma. En þessi störif eru afar illa launuð enn. Orgelin í hinum mörgu en litlu kirkjum úti um land eru flest mjög léleg, yfirleitt eru þetta gömul og illa farin harmon ium. Þau voru góð á sínum tíma, en eru nú algjörlega úrelt hljóð- færi. hvort sem er í kirfcjum e'ða annars staðar. Það er því mjög misráðið hjá sumum ráðamöin'n- um í söngmálum kirkjunnar, þeg- ar þeir stuðla að þvi og ráðleggja toeinlínis fákunnandi sóknar- nefndum úti um land að kaupa slík hljóðfæri í kirkjurnar, og mega þær svo sitja uppi með þau næista mannsaidurinn. Vitanlega eru pípuorgelin þau hljóðfæri, sem bezt hæfa kirkjunum, en þau eru bæði dýr og taka mikið húsrými. Það er því útilokað að litlar og fátækar kirkjur afli sér þeirra. En við lifum á atómöld og raftæknin er komin á það stig, að farið er að framleiða raf- magnsorgel með hljóðvökum (generators) og hljóðmögnurum (transitors). sem mynda tón, furðu lífcan hinum faHega og kirkjulega tón orgelpdpunnar. Þessi rransitororgel eru orðin mjög fullfcomin þau nýjustu með stórar mixtúruraddir og kúplingu milli a-llra hljómborða Þessi org- el taka ekki meira rúm en stór hanmonium sem fremur ætti að kalla fótstignar harmonikur, svo líkur er tónn beirra harmoniku- tóninum og hvimleitt ískrið og brakið í fótafjöiunum, sem alltaf kemur með aldrinum í þessu bless uð hljóðfiæiri. En talsverðir tollar eru á hljóð færum og háir á rafmagnshljóð- færum. Þá ætti að afnema, að minnsta kosti hvað snertir skóla, kirkjur og aðrar menningarstofn anir. — Tónlistarkennsla í útvarpi og sjónvarpi gæti orðið tónlistar- lífi í landinu til mikils framdrátt- ar. Þá þyrfti einnig að auka að mun nótnaútgáfu. Nokfcur útgáfa fer fram á vegum Menningar- sjóðs (Musica Islandica), en fá- um er kunnugt um hana, enda er hún ekki auglýst og nótumár ekki til sölu í almennum bóka- verzlu.num eða öðnim verzlunum. Með tilkomu tónlistarskóla og bættum samgöngum út um byggð ir landsins er vel hægt að hafa í hverri sýslu eða landshlua áð minnsta kosti einn færan tónlist- armann, sem væri forystumaður í öllum tónlistar- og söngmálum héraðsins, og sinnj efcki öðrum störíum en kennslu, söngstjórn og hljóðfæraleik. Það er mikið af góðum söngkröftum um allt land og það er einnig mikið af tón- elskum börnum. unglingum og jafnvel fullorðnu fólki, sem þarf að fá leiðbeiningu i hljóðfæra- leik. En kennarana vantar, dug- lega og tæra menn, sem vilja og geta hafið þennan þátt menning- arlífs þjóðarinnar á hærra svið. Til þess að ^líkir menn fáist út um byggðir landsins, verða ráða- menn í fjármálum rífcis, bæja og byggðarlaga að sýma málinu aufcna velvild og skilning. SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.