Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1968, Blaðsíða 9
MEDVIKUDAGUR 19. júní 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- Iýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur ( Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastraeti 7. Af- greiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Samvínna um ræktun Síðastliðinn föstudag birtist hér í blaðinu athyglis- verð grein eftir Indriða G. Þorsteinsson, undir fyrir- sögninni: Að gefa á hjarnið eða rækta. í greininni er rætt um þá erfiðlei'ka, sem harðindin hafa verið bænd- um á þessu vori, og hvernig brugðizt skuli við slíkum vanda í framtíðinni. í því sambandi er' einkum bent á þá lausii, að bændur hef jist handa um sameiginlega stór- ræktun á svæðum, sem henta vel til slíkrar ræktunar. í grein Indriða segir svo um slíka stórræktun: „Með ræktun, þar sem stórt landsvæði er tekið fyrir og erjað á grundvelli samvinnu og sameignar, rýmkast mjög öll afkomuskilyrði smábýlanna, fyrir utan að slík samvinnuræktun tryggir heyforðann almennt. Með breyttum búnaðarháttum hafa ýmis héruð stöð- ugt átt erfitt uppdráttar vegna þess, að aðstæður eru misjafnar til ræktunar við hvert býli. Þetta, að einstök héruð hafa orðið aftur úr, hefur sífellt kallað á áróður um óhæfni íslenzks landbúnaðar. Víða hagar svo til, að í þessum héruðum eru s'kilyrði til stórræktunar á sam- vinnugrundvelli, sem myndi gjörbreyta afkomunni, þótt bústærðin sjálf breytist ekki frá því sem nú er. Stór- ræktun mundi fyrst og fremst verða til hjálpar í búskap í sinni núverandi mynd, vegna þess að henni mundi vera ætlað að koma í veg fyrir mikil fjárútlát, þegar annað hvort er um að ræða fóðurbætiskaup eða fjárfelli. Undir Eyjafjöllum hefur samvinna um heyrækt tekizt með miklum ágætum. Sömu sögu er að segja austan úr Hornafirði. Á báðum þessum stöðum hefur hin sameigin- lega stórræktun haft mikil áhrif á afkomuna. Hægt er að sækja reynsluna til þeirra, sem veittu forstöðu þeim samtökum, er hrundu fyrrgreindri ræktun í framkvæmd. Við fljótlega athugun, og þó einkum með tilliti til þess, að hafíshættan er ofarlega í hugum manna, koma til greina staðir eins og Fljótsdalshérað, Hólmurinn í Skagafirði og ásarnir norður úr Víðidalnum, þar sem stórræktun er auðveld og til þess að gera fljótgerð. Tún á þessum slóðum gætu gefið af sér meira hey en þörf er fyrir í næsta nágrenni, og þess vegna orðið einskonar birgðastöðvar fyrir mikið stærri birgðaheildir". Indriði bendir á, að slíkri stórræktun yrði ekki hrund- ið í framkvæmd, nema með verulegri opinberri aðstoð. Um það efni farast honum svo orð í greinarlokin: „Smátæk lausn á vanda bænda dugir ekki, vegna þess að nú er ekki verið að mæta stöku, köldu vori — heldur hugsanlegum kuldum í áratugi. í því efni dugir okkur ekki að fara að dæmi fuglanna, og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Það er ekki hægt að bregðast við komandi harðindum eins og fólk sem hefur fyrir sið að gefa grátittlingum á hjarnið. Slika „miskunnsemi11 dugir stjórnarvöldum landsins ekki að sýna bændum“. Góð þjóðhátíðarræða Þegar Hermann Jónasson var forsætisráðherra, fylgdi hann þeim sið að forðast pólitískar ádeilur í þjóðhátíðar- ræðum sínum. Annar háttur hefur verið hafður á oftast síðan. Þess vegna er ástæða til að fagna þeirri þjóð- hátíðarræðu, sem Bjarni Benediktsson flutti að þessu sinni. Bjarni hélt henni utan og ofan við dægurþrasið og ræddi um þá uppreisnarhneigð, sem einkennir ungt fólk, af skilningi og hófsemi. í þessum stíl eiga þjóð- hátíðarræður forsætisráðherrans að vera. . TIMINN ERLENT YFIRLIT Formdeila milli þýzku ríkis- stjórnanna um vegabréfsáritun Breyting á formsatriði réttlætir ekki nýtt kalt stríð. 9 KIESINGER kanslari — hægri menn í flokki hans vllja svara hinu nýja vegaeftirliti meB hörðum mótaðgerðum. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag tilkynnti ríkisstjórn Austur- Þýzkalands vissar breytingar á eftirliti með flutningum, sem fara um Austur-Þýzkaland milli Vestur-Berlínar og Vestur Þýzkalands. Breytingar þessar voru einkum fólgnar í tvennu. Annað viar, að samgönguskatt- ur, sem á að standa undir kostn aði vegna viðhalds á viðkom- andi leiðum, verður innheimt- ur frá 1. júlí n.k. Hitt var það, að hér eftir verða Vestur-Þjóð- verjar að sýna vegabréf, þegar þeir fara yfir austur-þýzku landamærin, og fá vegabréfs- áritun. Slíks hefur verið kraf- izt af öðrum útlendmgum til þessa, en Vestur-Þjóðverjar hafa hins yegar sloppið með að sýna nafnskírteini. Þessi nýja vegabréfsáritun á að koma til framkvæmda 15. júlí næstk. Hinn nýi skattur nær ekki til flu-tninga, sem eru á vegum hernámsveldanna þriggja í Vestur-Berlin. Að sjálfsögðu ná þessar breytin-gar ekki til flugsamgangna milli Vestur- Berlínar ög Vestur-Þýzkalands því að þær eru ekki á neinn hátt háðar eftirliti Austur- Þjóðverj-a. ÞBSSAR breytingar, sem Austur-þýzka stjórnin hefur gert á umræddu eftirliti, hafa valdið miklum styrr í Bonn. Fl-jótt á litið mætti halda að það stafi af hinum nýja sam- gön-guskatti, en svo er ekki. Flestum virðist koma s-aman um, að hann skipti ekki veru- legu máli, enda ekki talið, að samanlagt nemi hann meiri upp^ hiæð en 70 millj. marka á ári. Eittbvert slikt gjald virðist ekki talið ósann-gjarnt, þótt um það mætti hins veg-ar deila hve hátt það hefði átt að vera. En þetta hefur ekki vakið mesta þytinn í Bonn, heldur hitt, að krafizt er vegabréfa og ve gab r éfsáritun ar af Vest- ur-Þjóðverjum, eins og öðrum útlendin-gum. Þetta telja vest- ur-þýzkir stjórnmálamenn til- raun af hálfu austur-þýzku stjórnarinnar til vissrar viður- kenmingar á Austur-Þýzka- landi sem sérstöku ríki. Aust- ur-þýzka stjórnin segir hins- vegar að hún hafi gripið til þessara aðgerða í varúðar- skyni, vegna hinna nýju la-ga í Vestur-Þýzkalandi um hættuástand. Þá skýringu taka menn þó yfirleitt ekki gilda. Hi-tt vakir vafalaust meira fyr- ir austur-þýzku stjórninni að au-glýsa Austur-Þýzkaland sem sérstætt ríki. V HIN ÁKÖFU viðbrögð vest- ur-þýzku stjórnarinn-ar eru skiljanleg, ef hún ætlar að halda fast í það úrelta sjónar- mið, að hún ein sé stjórn alls Þýzkalands. Hins vegar sam- rýmist þetta miður þeirri yfir- lýstu stefnu hennar að vinna að bættri sambúð milli aústurs og vesturs, eins og hún telur sig vilja, og hefur líka áýnt á ýmsan hátt. Hvort, sem mönn- um líkar það betur eða verr, eru þýzku ríkin í dag tvö og verða það a.m.k. í náinni fram- tíð. Lykillinn að þvi að bæta sambúðina í Evrópu, er að skilja þessa staðreynd. Á grund velli þeirrar staðreyndar verð- ur svo að vinna að þvi að bæta sam-búðina milli hinna tveggja þýzku rífeja. Sameining þeirra, sem kæmi fyrst til sög unnar síðar, yrði að byggjast á hinni bættu sambúð þeirra. Þetta hlýtur að taka sinn tím-a, m.a. vegna þess, að enn er óttinn svo ríkur við sameinað Þýzkaland,, að bandamenn beggja þýzku ríkjanna hafa í dag mjög takmarkaðan áhuga á sameiningunni. Þetta er hins vegar eina líklega leiðin til að vinma að sameiningu Þýzka- lands með friðsamlegum hætti. Synjun á þessari leið er að bj'^ða óvissu og stríðshættu heim- SÚ formsbreyting sem stjófir Austur-Þýzkalan-ds hefur gert á umræddu vegabréfaeftirliti, er ekkert annað en afleiðing þeirrar þróunar, sem hefur átt sér stað síðustu tuttu-gu árin, og ekki tjóir anmað en að við- urkenna, hvort sem mönnum líkar hún betur eða verr. Þess-. vegna væri það óhapp, ef þessi formsbreyting yrði blásin þann ig upp, að kald-a stríðið magn- aðist að nýju í Evrópu. Ef menn ætla að leysa það verkefni að draga úr spenn- unni í Evrópu. verður að byrja á því að viðurkenna staðreynd ir. Þjóðverjar virðast oft eiga erfitt með að átta. si-g á stað- reyndum, því að þeir h-afa ríka tilhneigingu til að halda í úrelt form og hugtök. Bandamenn Vestur-Þjóðverja þurfa hér að beita ' áhrifum sínum í rétta átt, og slíkt hið sama þurfa bamd-amenn Austur-Þjóðverja að gera. Eins og er, myndi það vafalaust hafa öfug áhrif á Vestur-Þjóðverja, ef banda- menn þeirra veittu Austur- Þýzkalandi stjórnm-álalega viðurkenningu, en því nauð-syn legra er, að þeir vinni að því, að reyna að gera Vestur-Þjóð- verjum ljóst hverjar staðreyn-d irnar eru og að ekki er hægt að meita þeim endalaust. ÞÓTT bandamenn Vestur- Þjóðverja, eins og Johnson for seti, taki undir mótmæli Bonn stjórnariiínar út af áður- nefndri formsbreytingu, munu þeir vafal-aust reyna að hafa áhrif i þá átt, að þetta mál verði ekki til að blása í glæð- ur kalda stríðsins í Evrópu. Jafnframt m-unu þeir og eiga að nota tækifærið til þess að árétta stuðning sinn við Vestur-Berlín. Umrædd forms- breyting snertir að vísu ekki neitt stöðu Vestur-Berlínar, en h-ækkun samg-önguskattsins ger ir það á vissan há-tt. Meðan ekki næst samko-mulag um var- anlegri skipan mála í Evrópu. hlýtur vestrænum þióðum að vera það mikilvægt takmark, að Vestur-BerMn lialdi frelsi sínu og sérstöðu. Það myndi þýða nýtt kalt stríð í Evrópu, ef reynt yrði að raska núver- andi stöðu Vestur-Berlínar á hvorn veginn sem væri, öðru- visi en með samningum. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.