Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. júní 1989 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. AFVOPNUNARKAPPHLAUPIÐ ER HAFIÐ Lokiö er fundi aöildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Brus- sel. Mikilvægt samkomulag náöist um meginstefnuna í varn- ar- og öryggismálum og samræmingu á afvopnunarstefnu. Tillögur Bush Bandaríkjaforseta um verulega fækkun í hefð- bundnum herafla í Evrópu eru aö mörgu leyti byltingarkennd- ar varöandi öryggi Evrópu. Gorbatsjov Sovétleiötogi hefur þegar kynnt áform um einhliöa fækkun í sovéska heraflanum í Evrópu. Segja má því aö stórveldin tvö hafi hafið afvopnun- arkapphlaup í Evrópu. Tillögur Bush þýöa aö afvopnunin er nú tvíhliöa og því meiri forsendur fyrir því aö hún verði að staðreynd. Vert er aö minna á orö Ingvars Carlssons forsæt- isráðherra Svía í Alþýðublaöinu fyrir skömmu þar sem hann fullyrti, aö í fyrsta skipti væru hafnar marktækar viðræöur um afvopnun í heiminum. En þaö erekki nóg aö fækka vopnum á meginlandi Evrópu. Eftir sem áóur standa höfin. íslendingar hafa ásamt Norö- mönnum sýnt mikilvægt frumkvæöi í aö berjast fyrir afvopn- un í höfunum. Því miður náöust þessar tillögur ekki á dag- skrá leiðtogafundar NATO í Brussel. Morgunblaðið hefurfull- yrt ranglega aö tillögur íslensku sendinefndarinnar um af- vopnun á og í höfunum hafi verið dregnar til baka.Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráöherra neitaói þessari fullyrö- ingu í viötali viö Alþýðublaðið síöastliðinn miövikudag. Jón Baldvin sagöi: „Viö höfum falið fastafulltrúum hér aö koma á framfæri og fylgja eftir stefnumarkandi tillögum um aó bandalagið hæfi nú þegar undirbúning aö viðræöum og samningum um afvopnum í og á höfunum og traustvekjandi aðgerðir þar aö lútandi sem næsta áfanga í afvopnunarmál- um. „ Utanríkisráöherra undirstrikaði ennfremuraö tillögur íslands um afvopnunarmál á höfunum væri á undan tíman- um og ef árangur næst í viðræðum stórveldanna um skamm- dræg kjarnorkuvopn og hefðbundin, kæmust hugmyndar ís- lendinga fljótlega á dagskrá. Frumkvæöi utanríkisráðherra íslands er mjög mikilvægt. Það er ennfremur sönnun þess aö smáþjóöir geta lagt mikið aö mörkum í alþjóðamálum og haft afgerandi áhrif á gang veigamikilla mála eins og afvopnunarmála. Þessa þýöingu lagði einmitt forsætisráöherra Svíþjóðar mikla áherslu á í hinu ítarlega viðtali sem Alþýðublaðiö birti nýverið: Smá- þjóöir hafa miklu hlutverki aö gegna í alþjóöamálum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði viö Alþýðu- blaöið um hlutverk íslendinga í afvopnunarmálum: „Ég notaö tækifærið jafnframt (á leiðtogafundi aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins í Brussel) til aö koma því rækilega til skila að viö flytjum þessar tillögur af mikilli alvöru." I hinu mikla afvopnunarkapphlaupi stórveldanna sem nú er hafið, er geysilega mikilvægt, aö íslendingar skilji þá stöðu sem upp gæti komið í íslenskri landhelgi og á Norðurhöfum. Þaö er nauðsynlegt að við höldum árvekni okkar og sættum okkurekki viö aó verðaáhrifalausirtaflmenn áborði stórveld- anna þegar stóru heildarsamningarnir um afvopnun hefjast. Eitt fyrsta skilyrðiö eraö afvopnun á meginlandi Evrópu þýði ekki stórfellda uppbyggingu kjarnavopna í og á Norðurhöf- um. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn íslands í Atlants- hafsbandalaginu bindist fastari böndum við önnur aðildar- lönd Atlantshafsbandalagsins sem sömu hagsmuna hafa að gæta, eins og til dæmis Noregi. ÖNNUR SJÓNARMIÐ EKKI þarf aö rekja raunir Þjóðviljans. Þær eru allri þjóö- inni kunnar. í fréttaljósinu hafa verið ritstjórarnir og einkum Mörður Árnason og Silja Aðal- steinsdóttir sem nú eru að hætta störfum hjá blaðinu. Kveðjuleiðari (?) Marðar Árna- sonar birtist í Þjóðviljanum í gær. Það var nokkuð sérkennileg lesn- ing með ákveðnum sjónarmiðum sem við skulum hyggja að. í fyrsta lagi viðurkennir rit- stjórinn að blaðið sé ekki óháð fréttablað. Það er nokkuð stór játning á þessari miklu fjölmiðla- öld. Mörður skrifar: „Blaöiö hefur á þeim stundum sannaö aö fjölmiöill getur gert hvort tveggja í senn, verið annars- vegar áreiöanlegur scndihoöi og félagi lesenda sinna og hinsvegar beitt vopn í átökmn um stjórnmál og lífsviöhorf. í þessari samtvinn- an hefur falist lífsgrundvöllnr Þjóðviljans. Blaöinu liefur aldrei komið til hugar aö fela sig á bak- viö „óhæði“ gagnvart aröráni, óréttlæti og atlöguin aö íslenskri tilveru.“ MORÐUR sem reyndar hefur látið að því liggja í fjölmiðlum að vandi Þjóðviljans sé að hluta til pólitískur, segir í leiðara sínum að Þjóðviljinn geti ekki verið hátal- ari flokksforystu: „Hitt veröa menn aö gera svo vel aö koina auga á: þeir tímar eru Þjúðviljinn liönir — hafi þeir nokkurntíma átt sér staö — aö dagblaö geti haldið trúnaöi viö lesendur sína og jafnframt veriö einber hátalari fyrir flokksforystu, hvort sem liiin er ein eða tvíein, samvirk eöa margföld. Viö svoleiöis blaö vill enginn binda sitt trúss, — hversu glæsileg sem fortíö þess kann aö vera, livaöa persónulegar og pólitískar (ilfinningar sem nafn þess kann að vekja meö einstaklingum og kynslóðum.“ Spyrja má hins vegar: Hvers vegna þessi orð? Hefur flokksfor- ystan viljað gera Þjóðviljann að sínu safnaðarriti? LOKAHRINAN i leið- ara Marðar er árás á flokkseig- endafélagið: „Eigi aö vera liægt aö beita aö gagni upp í vindinn veröa menn binsvegar aö ganga í þaö líka aö breyta pólitiskum aöstæöum viö útgáfuna, og leysa upp þaö kompaní sjálfkjörinna rétthafa sem aftur og aftur gleymir botnin- um uppí Borgarfiröi, —- meö þeim afleiðingum aö veruleikinn liótar nú aö segja endanlcga upp áskrift sinni aö blaöinu." Ellaust finnst mörgum það full einföld skýring, að vandi Þjóð- viljans verði einungis rakinn til llokksforystunnar. Hins vegar fær flokksforystan allar skuldir Þjóðviljans nú í fangið og hefur samþykkt að taka á móti þeirri byrði. Og þeir sem eiga skuldirnar eiga líka skuldunautinn. EINN MEÐ KAFFINU Starfsmaöur haföi þann óvana aö mæta seint til vinnu. Yfirmanni hans var farið aö leió- ast þetta og skammaöi starfs- manninn einn morguninn. Starfsmaðurinn svaraði: „Já, þetta geturverið rétt hjá þér. En aftur á móti fer ég mjög snemma!" Mörður og Silja hætta Arni litr^munn einn rilstjóribjúóviljunsfyrst um sinn. Gtn^iðlil samninf’u við sturfsfúlk uin nuiurráðningu. Ilel^i GuðinunJssonJorm. ul^áfustjúrnar: h rainttðurskipulu^ blaðsins og ritstjúrainál ráðust á nwstunni M«'ióur Viiijm.iiu»;S.íjj AÓ4l- •'.iniuifui Þj lielui li.oii wgul sl.illviiioimuill gltfill lynr auk.i |)).ii..ivliiiia »..f |m vlrinsdullir grfu rkki kosl j kvjrniduvljiin liluöviiiv tl.iliul |>vi ji) |mii g.clu ckki oiðið við Vulu að |U’ll.i lnii.tlnl vvlði i iiduiiaðiiu.gu wiii nl.vljurar I’jII Jihivsiiii. vciið ciululljðiiui juiui lilinj luin langt. iig ,ið |ui l..kiiu li.ili .•! I'juóviljjiiv nu uiii iiijiijAjiiiuIiii *'g vjí lioiiuin jvjiiii Am,i liclg- llvljti (.uðiniiinlvMiii vjgði við I* kisl .iðvkjji.. iivj.u .iðsl.vði Jugji uöiiiiigjiiiiiii þviru rvun iiijiiii. I.ilið jðgjngj lii viðuðn.i l'joðviljjilli i gxi .ið nu uki við -linu Imh Þj.iðvil|.iiui ui ul Vilii Brigiiijiin Vv-iöur þvi Vlð vljilslulk j lilsljtun uill viid- lilluhil |).il vv’lli niviluð yiðl llJlll- t'.il sriu Ivvil Iví.ij ji uk riiinriisijurix ÞjoAviljjnuiulyru uiiaðinngu .ig llalli um skipul..,' j m |uu Mmðui AÍiuv.m ..j; uiii vmn. Ii.iiiiI l.iln) uð j'jiii;^M8BW^BBpilte^ Aðjislviiisdnllil. rlu 1111 jð Mördur:Sjálfkjörnirrétthafarmeö botninn uppí Borgarfiröi. DAGATAL Fundir á og utan vinnutíma Forystumenn launþegahreyling- arinnar hafa hvatt iélaga sína til að leggja niður vinnu. Og mæta á fund á Lækjartorgi. Þetta gerðu menn eins og þeir gátu við komið. Þetta er sennilega ný tækni hjá forystumönnunt launþegahreyf- ingarinnar. Ég var að velta því fyr- ir mér hvort ekki væri stórsniðugt að boða alla fundi svona. Boða fundina á miðjum vinnutíma. Fólk hefur þá ástæðu til að segja við forstjórann eða yfirntanninn: Sorrý, ég þarf að fara á fund. Má vera að þetta sé trix hjá Ás- mundi og Ögmundi að smala.á fundinn. Fundur á vinnutíma er miklu betur sóttur en fundur utan vinnutíma. Menn vilja fara á fund til að sýna samstöðu. Og Iosna við vinnuna. Þorsteinn og félagar í Sjálfstæð- isflokknum reyndu sama trix þeg- ar flokurinn þeirra varð sextugur. Þeir leigðu Háskólaþíó í miðri viku á vinnutíma og auglýstu fund. Hvað gerðist? Kom ekki kjaftur. Fyrstu bekk- irnir voru þéttsetnir forystu- mönnum og flokksstarfsmönn- um. Sem reyndar voru í vinnunni. En þar fyrir aftan glotti tómur salurinn. Hvers vegna? Jú, vegna þess að helstu stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki launþegar. Stuðnings- menn Þorsteins eru atvinnurek- endur. Og atvinnurekendur hafa engan tíma til að hlaupast úr vinnunni til að hlusta á einhverjar hátíðarræður í Háskólabíó í miðri viku á miðjum vinnudegi. Þeir þurfa að reka sín fyrirtæki. Þetta hafði Þorsteinn aldrei hugsað út i. Hann hélt að atvinnurekendur kæmu eins og skot og hann boð- aði fund. Þorsteinn hefði betur hvatt atvinnurekendur til að leggja niður vinnu, draga frá vinnulaunum starfsmanna og síð- an mæta í Háskólabíó. Þá hefði hann kannski fyllt sal- inn upp að miðju. Svomáveraaðþaðþurfiaðvera eitthvað spennandi til að draga fólk á fjöldasamkomur. Þor- steinn og félagar duga greinilega ekki. Davíð og sköfludansinn á Hótel íslandi dugði heldur ekki. Ég hugsa að páfinn dugi. Ég er nokkuð klár á því að hann fylli Landakotstúnið. Svo er páfinn líka með boð- skap. Þar að auki er það athyglisvert, að páfinn heldur sínar samkomur utan vinnutíma. Hann er greini- iega klár á því, að liann þurfi ekki að nota nein trix til að fylla sínar samkomur. Fólk kemur til að sjá páfann og hlusta á hann og gerir það örugglega viljugt án þess að skrópa í vinnu. Það væri líka dálítið skrýtið ef talsmaður páfagarðs sendi út svo- hljóðandi tiikynningu: „Hvetjum fólk að Ieggja niður vinnu og koma á útimessu páfa.“ Það bara gengi ekki. Asmundur og Ögmundur hvetja fólk að mæta á útifund til að mót- mæla aðgerðarleysi stjórnvalda gegn verðhækkunum. Þeir segja að ríkið hafi svikið í samningun- um. Ólafur Ragnar er ekkert sam- máia þessu. Kannski að fjármálaráðherra vilji að Ásmundur og Ögmundur leggist á hnén að sið páfans, kyssi jörðina og biðji upphátt: Tilkomi þitt ríki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.