Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. júní 1989 5 FÖSTUDAGSSPJALL Er viðreisnar „Hvaða viðreisnarkjaftæði er þetta, pabbi,“ spurði tvítug dóttir mín þegar pólitísku söguséníin fylltu dagblöð og fréttatíma með visku sinni síðastliðið haust. Þetta var góð spurning. Stór hluti íslenskra kjósenda í dag man ekk- ert eftir viðreisn og stærstum hluta þeirra kemur svoleiðis forn- aldarþrugl ekkert við. Þeir lesa bara urn viðreisnarkempurnar þegar til kemur með hinum fjárls- ræðishetjunum góðu í sýnisbók eða söguágripi. Samt er viðreisnin síðasta við- miðunin sem þeir taka, þessir sjö eða átta skriffinnar, sem eru i fullri vinnu við að móta stjórn- málaumræðuna frá degi til dags. Fyrir tuttugu árum voru aðrir menn og aðrir flokkar. Þá voru önnur vandamál. Kjósandinn í dag hvorki kýs né Iifir í neinu sér- stöku framhaldi af viðreisii, nema að því leyti að hann er Islendingur og viðreisnin var á íslandi. Er þá ekki óskaplegt sambandsleysi að hugsa og skrifa sífellt urn pólitík í þessu gatnla fari? Eru þessir póli- tísku skriffinnar ekki að rugla okkur í ríminu þegar þeir skrifa nútíðina með þátíðarbeygingar- endingum — eins og nýsköpun, viðreisn og Stefaníu? Auðvitað hafa þeir ruglað okk- ur. Það virðist t.d. helst ekki hægt að mynda stjórn með flokki, sem ekki er í gamla nafngiftakerfinu. Það var ekkert nafn til yfir hugs- anlega stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og BJ vorið 1983, enda komst hún ekki á koppinn. Þegar við lá vorið 1987 að mynd- uð yrði stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista, var reynt að bjarga fyrir horn með því að skíra hana Kvennaviðreisn. Sú stjórn varð aldrei til. Það er óskiljanleg bjartsýni að ætla sér að finna fornt, samræmt nafn á stjórn með Júlíusi Sólnes í sumar. Á maður þá aldrei að horfa um öxl? Ekki einu sinni reiður? Jú. Fyrir utan það að hafa gott póli- tískt nef, vera í góðu hjónabandi og kaupa brennivínið sitt fullu verði, er ekkert eins dýrmætt ein- Sovésk y firvöld svara utahríkisráðuneytinu: Sökkni kafbáturinn búinn vatnskældum kjarnaofni Þann 14. apríl sl. fól Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðlierra, sendilierra íslands í Moskvu aö krefja sovésk stjórnvöld uni ítarleg- ar upplýsingar varðandi kafbáts- slysið við Bjarnarey. Utanríkis- ráðuneytinu hefur nú borist svo- hljóðandi svar sovéskra yfirvalda: „Utanrikisráðuneyti Sovétríkj- anna vottar Sendiráði íslands virð- ingu sína og leyfir sér, með tilvísun í orðsendingu sendiráðsins frá 21. apríl 1989, þar sem sett er fram beiðni um nákvæmari upplýsingar um sovéska kafbátinn, sem sökk á Norður-Atlantshafi hinn 7. apríl 1989, að tilkynna eftirfarandi. Kafbáturinn er búinn kjarnaolni af vatnskældri gerð. Hulstur hans er þykkveggjað hylki úr rrrjög styrku stáli, sem álitið er standast þrýsting sem er miklu meiri en vatnsþrýstingurinn á því dýpi þar sem kafbáturinn sökk. Sem brennsluefni var notað lítið bætt úraníum 235, en áður en kafbátur- inn sökk var kjarnaofninn kældur niður að 40 stigum á Celcius. Frek- ari varmaskipti munu hljótast af eðlilegu hringstreymi í umlykjandi sjónum. í þessu sambandi er útilok- aður möguleiki á samanbroti kjarnavirka stykkisins. Sams konar kjarnaofnar höfðu verið settir í tvo ameríska og tvo sovéska kjarnakafbáta, sem skip- reika urðu. Langvarandi athuganir á svæðunum, þar sem þeir fórust, hafa ekki leitt i ljós neina óeðlilega fyrirburði, sem rekja mætti til kjarnaofna, sem þar Iiggja á hafs- botni; Ástand geislavirknis á svæðinu, þar sem kafbáturinn fórst, einkenn- ist af því að aukning fram yfir eðli- legt geislunarstig hefur engin orðið. Sovésk skip með allra nýjasta sér- útbúnaði munu hafa frekara eftirlit i langan tíma. Ríkisstjórnarnefndin heldur áfram að rannsaka orsakir þess, að kafbáturinn fórst. Einnig eru at- hugaðir möguleikar á því að ná honum upp. Ráðuneytið notar sér þetta tæki- færi til að votta sendiráðinu að nýju mikla virðingu sína. Moskva, 23. inaí 1989. (stimpill rn).“ \ ■****< Þorvarður á Mokka Þann 1. júní n.k. opnar Þor- varður Árnason Ijósmynda- sýningu á Mokka. Myndirnar á sýningunni eru frá Vestur- Afríkuríkinu Ghanaen þar dvaldi Þorvarðurvið kennslu ( eitt ár, á vegum AFS. Þorvarður Árnason hefur Þorvarður Árnason sýnir myndir frá Ghana. fengist við Ijósmyndun í hart- nær áratug. Þetta er önnur einkasýning hans en sú fyrri var haidin í Djúpinu í júní 1987. Hann hefureinnig feng- ist nokkuð við almyndun (holography) og Vídeó. Sýningin á Mokka stendur til 23. júnl. von? um stjórnmálamanni og að skilja hið liðna. En söguna má ekki nota til að reyna sífellt að endurtaka hana. Alþýðuflokkurinn lifði í mörg ár í þrælsótta við viðreisnarsög- una. Hann þuklaði bænafestina sína, las upp úr nútímalegustu stefnuskrá íslenskra stjórnmála og beið upprisunnar i nýrri við- reisn. Söguóttinn byrgði honum liins vegar þá sýn að Sjálfstæðis- flokkurinn var alls ekki i stakk búinn til að taka sinn þátt i endur- reisnarstarfinu. Á haustdögum 1988 varð Al- þýðuflokknum ljóst að prinsinn á hvíta hestinum átti hvorki riki né álfur. Sjálfstæðisflokkurinn var sundraður, agalaus og verklaus. Þar nteð var draumurinn bú- inn. En hver verður þá____________ hin nýja viðreisn?___________ Um hvað ætli 3’ja mánaða son- ur minn spyrji þegar hann verður tvitugur? Spyr hann mig um AA- flokkinn? „Á rauðu ljósi" var djarfleg til- raun til að brjóta upp formið. í ljósi sögu flokkanna tveggja, or- saka klofningsins og nýrrar unr- ræðu í varnarmálum var ástæða til að bera saman bækur.í ljósi yf- irlýsinga hinnar nýju forystu Al- þýðubandalagsins var það líka eðlilegt að leita þess hvort þar færi nútímalegur jafnaðarmanna- flokkur, af sama toga og jafnað- armannaflokkar annarra Evrópu- landa. Margir Alþýðuflokksmenn hugðu gott til glóðarinnar og eiga samstarf við þá kynslóð lýðræðis- legrar og frjálslyndrar jafnaðar- mennsku sem hefur látið að sér kveða i Al|rýðubandalaginu síðari árin. En nú bíður allt það mál á gulu. Heimavarnarliðið í Alþýðu- bandalaginu hefur varist fimlega öllum möguleikum til aó verða stærri og sterkari. Það hummaði fram af sér tilraunir til að halda sameiginlegan l'und Alþýðu- bandalags- og Alþýðullokksfólks í Reykjavík í vetur. Nú síðast hreinsaði flokkseig- endaliðið út i stjórn Reykjavíkur- félagsins og á Þjóðviljanum, allt í sömu vikunni. Alþýðuflokksmenn verða nú trúlega margir að viðurkenna með sjálfum sér að ekki horfi vænlega með stóru samfylking- una. Kannski var þetta líka allt rómantískt rugl. Kannski var það nefnilega af þrælsótta við söguna að ímynda sér að þessir .tveir flokkar gætu nálgast, þótt þeir væru saman á einhverjum vinstri kanti og þótt þeir hefðu einhvern tínia verið eitt. Það tninnka líkurnar á að tví- tugur sonur muni spyrja mig af hverju allir séu að tala um AA- flokkinn, stóra og sterka. Þá er bara að finna aðra viðreisn. ATHYGLI FÉLAGSMANNA VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR ER VAKIN Á GILDANDI ÁKVÆÐI KJARASAMNINGS UM AFGREIÐSLUTÍMA VERSLANA. Afgreiöslutími. Heimilt er aö afgreiðslutími smásöluverslana og annarra sölu- staða sé sem hér segir: Virka daga skal heimilt að hafa verslanir opnar á mánudögum til fimmtudaga til kl. 18.30, á föstudögum til kl. 21.00 og á laugar- dögum til kl. 16.00. Þó skulu verslanir vera lokaðar á laugardögum mánuðina jání, jálí og ágást, en á sama tímabili er heimilt að hafa opið til kl 20.00 á fimmtudögum. Óski verslun að hafa opið umfram dagvinnutima skal haft fullt samráð um vinnutíma við trúnaðarmann V.R. og starfsfólk í við- komandi verslun. Hver starfsmaður hefur rétt á að hafna yfirvinnu og óski starfs- maður ekki eftir að vinna yfirvinnu skal hann ekki látinn gjalda þess á neinn hátt. Óski starfsmaður, að fá yfirvinnu sem hann vinnur greidda með frium skal svo gert I samráði við vinnuveitanda. Við útreikning á gildi yfirvinnutíma skal fara eftir ákvæðum I gildandi kjarasamn- ingi V.R. við vinnuveitendur, sbr. grein 2.1.4. Þessi ákvæði um lokunartíma gilda á félagssvæði V.R. Ákvæði þessi um lokunartímabreytaekki eldri reglum um annan lokunartima sérverslana, svo sem minjagripaverslana, söluturna og blómaverslana. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.