Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. júní 1989 7 UTLÖND Kröftug og kynþokkafull Það standa ekki margar jafnöldrur Tina Turner á sporði. Ennþá fara karlahjörtu að slá hraðar þegar hún birtist i þröngu stuttu pilsunum með klaufir upp á mitt læri. Erfið æskuár Þegar hún kemur fram byrjar hún á því að hrista höfuðið hressi- lega svo hárið sé nægilega úfið! Því næst kallar hún til áheyrenda: „Eruð þið tilbúin“? Svarið er fagnaðaröskur. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona. Sú Tina sem birtist á sviðinu, full sjálfs- trausts var ekki alltaf svona „töff“, hún lærði það af harðn- eskjulegum raunveruleikanum. Tina Turner er orðin fimmtug, en þykir ótrúlega „sexy“ þó farið sé að kalla hana „grand old lady“ rokksins. Það hefur gengið á ýmsu i lifi Tina Turner, en mótlætinu mætti hún með viljastyrk og sigraði... Þessi kraftmikla kona fæddist 26. nóvember árið 1938. Faðir hennar var bóndi í Tennessee. Hún var aðeins 10 ára þegar for- eldrar hennar fóru hvort sína leið og skildu hana eftir í reyðileysi. Lítil þeldökk telpa virtist alein í heiminum, en sú litla var full af lífskrafti og meðfæddur innri styrkur gerði henni mögulegt að takast á við þau vandamál, sem framundan voru. Annie Mae Bullock, eins og hún hét þá, var tekin i einskonar fóstur af hvítum hjónum og varð þjónustustúlka á heimilinu, og fékk þar öryggi. Einn góðan veð- urdag birtist móðir hennar og tók hana með sér til stórborgarinnar St. Louis. Þeim mæðgum kom ekki vel saman, því Annie Mae var ennþá kalin á hjarta í minning- unni um móður sem hafði svikið hana. Þegar hún var á táningaaldri kynntist Annie Mae hljómlista- manni úr blues-grúppunni „Kings of Rhytm“. Svo fór, að hún varð barnshafandiogvaraðeins 16ára, þegar hún eignaðist fyrsta barnið. Fljótlega eftir þetta fór hún að syngja með hljómsveitinni og síð- an giftist hún Ike Turner, stjórn- anda hljómsveitarinnar og tók sér nafnið Tina Turner. Tónlistin varð henni allt og hún gekk upp í henni af lífi og sál. Hjónabandið aftur á móti, olli henni miklum vonbrigðum. Þegar hún var 18 ára, eignaðist hún annað barn sitt. Skömmu seinna varð hún að- alsöngkonan með hljómsveitinni. Því vinsælli og frægari sem hún varð, því lengra niður á kaf drykkjuskapar og eiturlyfjanotk- unar fór eiginmaður hennar. Það er sagt, að það hafi verið vilja- styrkur Tina Turner sem hjálpaði henni til að bera höfuðið hátt og vinna að metsöluplötunni „River Deep Mountain" árið 1966. Eigin- rnaður hennar barði hana og mis- þyrmdi á alla vegu, en svo kom að endalokum hjónabandsins árið 1976. Þá fór að halla verulega undan fæti hjá Tina og hún átti vart til hnífs og skeiðar. Jafn- framt sá hún um börnin sín tvö ásamt tveimur börnum eigin- mannsins frá fyrra hjónabandi. Á þessum tínia var sjálfstraust Tina i molum en smátt og sniátt hófst hún handa á ný og á þeim aldri, sem margir l'ara að svipast um eft- ir þjónustuibúðum aldraðra, gerði Tina Turner metsöluplötuna „Private Dancer“ árið 1984. Síðan þá hefur Tina Turner ált mikilli velgengni að l'agna eins og heimur veit. (Arbeiderbladet.) SJÓNVARP Stöö 2 kl. 22.55 UNS DAGUR RENNUR Á NÝ Bandarísk kvikinynd, leikstjóri Ta- inar Simon Hoffs, aðallilutverk Susanna Hoffs, Dedee Pfeiffei; Jo- an Cusack, John Terlesky, Jaines Anthony Shanta. Leikkonan í aðalhlutverkin er betur þekkt sem söngkona í kvenhljóm- sveitinni Bangles, en leikur hér unga stúlku sem er farin að ör- vænta, þar sem hún hefur ekki lent í ástarævintýri um langa hríð. Hún afræður að bæta úr þessu vanda- máli og ákveður að næla sér í karl og velur einhverja rokkfígúru sem þann eina sem hún vill eiga. Eitt- hvað gengur þetta erfiðlega þvi fleiri stúlkur hafa svipað áhuga- mál. Ekki við hæfi barna að þvi að sagt er. Sjónvarp kl. 22.45 MORÐIÐ í HÁSKÓLANUM Bresk kvikmynd, gerð 1988, aðal- hlutverk John Tliaw. Myndin segir af hinum snjalla — eða það hlýtur að vera — lögreglu- foringja Morse, sem fæst við morð- gátu að venju. Lík finnst í skurði nærri háskólanum í Oxford. Morse er kallaður til og hann telur að hér sé um morð að ræða og rneira til. Hann er þess líka viss að morðingj- ann sé að finna innan veggja hins forna og glæsta háskóla. Auðvitað kemur Morse blessaður að lokuð- um dyrum víða innan háskólans, enda ekki gott til afspurnar ef þar hírast menn sem beita óvönduðum meðölum til að ná frarn markmið- um sínum. Öll él styttir þó upp um síðir. Sjónvarp kl. 21.15 ELTINGALEIKUR Bandarísk kvikmynd, gerð 1972, leikstjóri Richard A. Colla, aðal- hlutverk Burt Reynolds, Tom Sker- ritt, Jack Weston, Raquel Welch, Yul Brynner. Hér eru frægir leikarar á ferð í hcld- ur misheppnaðri mynd sem reynir að samræma grín og spennu en hef- ur ekki stílinn sem til þarf. Átti að vera einskonar M.A.S.H. löggu- myndanna. Annars segir niyndin frá löggumönnum sem eru að reyna að hafa uppá hættuleguni og al- ræmdum glæpamanni. Þeir beita aðferðum seni vægast sagt eru ekki alltaf vænlegar til árangurs. Úr verður einginlega meiri fíflaskapur en ekki. Handritið að myndinni skrifaði rnaður að nafni Evan Hunter en hann er reyndar þekktur sakamálabókahöfundur og gengur þá undir nafninu Ed McBain og skrifar um löggustöð í New York sem er nr. 87. Ágætir reyfarar reyndar en hér er höfundinum reyndar heldur mislagðar hendur. Aðdáendur Burt Reynolds verða að sætta sig við ein enn vonbrigðin, hinsvegar var Brynner jafn sköllótt- ur þarna eins og alltaf og Welch sennilegast á hátindi fegurðar sinn- ar. S7ÖÐ2 17.50 Gosi(23). (Pinocchio). Teiknimyndaflokk- ur um ævintýri Gosa. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdótt- ir. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 Bláa lónið (Blue Lagoon). 1800 18.15 Litli sægarp- urinn. (Jack Hol- born). Þrióji þáttur. Nýsjálenskur myndaflokkur I tólf þáttum. Þýó- andi Sigurgeir Steingrímsson. 18.45 Táknmáls- fréltir. 18.50 Austurbæ- ingar. (Eastenders). Breskur fram- haldsmyndaflokk- ur. 1900 19.30 Benny Hill. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Málió og meöferö þess. 20.45 Fiðringur. 21.15 Eltingaleik- ur. (Fuzz). Banda- risk bíómynd i létt- um dúr frá 1972. Þýöandi Veturliöi Guönason. 22.45 Morðið i há- skólanum. (In- spector Morse — The Last Enemy). Bresk sakamála- mynd frá 1988. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 19.19 19:19. 20.00 Teiknimynd. 20.15 Ljáðu mér eyra... Ný og gömul tónlistarmyndbönd. 20.45 Pátinn á is- landi. 21.10 Upp á yfir- borðió (Emerging). 22.30 Bjartasta von- in (The New States- man). Breskur gam- anmyndaflokkur. 22.55 Uns dagur rennur á ný (The All- nighler). Ekki við hæfi barna. 2300 00.30 Útvarps- fréttir i dagskrár- lok. 00.25 Geymt en ekki gleymt (Honor- able Thief). Ekki viö hæfi barna. Sjá næstu sfðu. 01.50 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.