Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.06.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júní 1989 3 FBÉTTASKÝRING Albvðubandalagið ktofnar í Reykiavík: Flokkseigendafélagið i hefndarhug FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON Meðan Ólafsmenn hafa sofið á verðinum hafa gömlu flokkshestarnir markvisst unnið að því að ná völdum að nýju. Nœst á dagskrá er að bola frá framkvæmdastjóra flokksins og Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur klofnað. Fólk, sem gjarnan er talið tilheyra ,,lýðræðis- kynslóðinni“ svo kölluðu, hefur ákveðið að stofna nýtt félag, í kjölfar stjórnarkjörs í Alþýðu- bandalagsfélagi Reykjavikur, þar sem uppstill- inganefnd stóð að kjöri stjórnar „sem er sam- safn af óvinum Ólafs Ragnars Grimssonar“ eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Stuðn- ingsmenn hans voru útilokaðir þar og einnig i kjöri stjórnarmanna útgáfufélags Þjóðviljans. Um leið hefur verið lagt til að menn þurfi að hafa verið ákveðinn tíma félagar í flokknum til að geta tekið þátt í kosningum. það á að útiloka ,,smöl- un“, en Ólafur Ragnar er hvað sterkastur meðal almennra flokksfélaga og þeirra sem standa flokknum nærri en eru utan hans. Þjóðvilja sem boðar viður- Klofningurinn stafar ekki af nýjum ágreinings- málum, lieldur er liann beint framhald af deilum „flokkscigendalélagsins" og „lýðræðiskynslóðar- innar“. Allt eins má reynd- ar segja að hann sé beint framhald af enn eldri deil- uin, sem krystölluðust 1967-1968 mcð liámarki á Tónubiófundinum fræga. Ágreiningurinn er djúp- stæður, liann er persónu- legur og liann snýst um hugmyndafræði og starfs- liætti. Lýðræðiskynslóð gegn__________________ flokkseigendafélagi „Lýðræðiskynslóðin" vill opna flokkinn, lýðræð- islegri starfshætti og stefnu, sameiningu vinstri- aflanna í landinu og í borg- inni, vill meira sjálfstæði frá verkalýðshreyfingunni, óháðari Þjóðvilja (helst þó sameiginlegt blað vinstri- aflanna). „Flokkseigendafélagið“ vill sósíalískan flokk af gamla skólanum, sem er í nánum tengslum við verka- lýðshreyfinguna og vill kennda flokkslínu. í „lýðræðiskynslóðinni" er fólk eins og formaður- inn sjálfur, Kristín Á. Ól- afsdóttir borgarfulltrúi og fv. varaformaður flokks- ins, Guðni Jóhannesson fv. formaður ABR, Össur Skarphéðinsson fv. borg- arfulltrúi og ritstjóri, Mörður Árnason fv. rit- stjóri, Margrét S. Björns- dóttir þjóðfélagsfræðing- ur, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður, Guðrún Helgadóttir þingmaður og fleiri. Einna fremst í „flokks- eigendafélaginu“ eru Svav- ar Gestsson menntamála- ráðherra, Sigurjón Péturs- son borgarfulltrúi, Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótalélagsins, Álfheiður lngadóttir dóttir hans, Úlf- ar Þormóðsson fram- kvæmdastjóri, Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Stefanía Traustadóttir og fleiri. Deilurnar nú stigmögn- uðust við kjör Ólafs Ragn- ars Grímssonar sem formanns bandalagsins haustið 1987. Þá lét Svavar Gestsson af því „embætti" og ætlaði Sigrúnu Stefáns- dóttur að verða eftirmaður sinn. En Ólafur sigraði 60%:40%. Er framkvæmda- stjórinn á_____________ aftökulistanum?________ Óskar Guðmundsson fv. ritstjórnarfulltrúi Þjóð- viljans gaf í kjölfarið út bók um átakasögu Al- þýðubandalagsins. Hann lýsti Ólafi Ragnari sem þriðja manninum sem kemur að „utan“ til for- mennsku í flokknum. Hin- ir voru Héðinn Valdimars- son og síðar Hannibal Valdimarsson. Þeir beittu sér fyrir ýmsum breyting- um hjá flokknum, en Ósk- ar telur að tilraunir þeirra hafi mistekist. Nú er að sjá að tilraunin með Ólaf Ragnar Gríms- son sé að mistakast. Kjör fulltrúa Reykjavíkur á landsfundinn haustið 1987 var mikill sigur fyrir Ólafs- menn, sem létu sérstakan lista ganga og felldu þungaviktarmenn úr hópi andstæðinganna, meðal annarra Ásmund Stefáns- son forseta ASÍ og Sigur- jón Pétursson borgarfull- trúa. Kjör Óiafs á lands- fundinum var mikill sigur, en í sigurvímunni gleymd- ist að huga að kjöri i fram- kvæmdastjórn flokksins og Ólafsmenn urðu þar undir. Nú hafa enn mikil- Ólafur Ragnar tekur i hönd Sigrúnar Stefánsdóttur eft- ir að hann hafði sigrað hana i formannsslaginum á landfundinum 1987. Hélt Ólafur að sættir hefðu tek- ist og hefur hann þvi sofið á verðinum meðan gömlu flokkshestarnir skipu- lögðu valdatöku? væg vigi tapast svo um munar. í Reykjavíkurfé- laginu var Ólafsmönnum bolað burt, þeim Árna Páli Árnasyni og Össuri Skarp- héðinssyni. Ólafsmannin- um Merði Árnasyni hefur verið bolað út af Þjóðvilj- anum. Ólafsmenn óttast nú að næstu skrefin sé að bola frá framkvæmda- stjóra flokksins, Kristjáni Valdimarssyni og að gera Álfheiði Ingadóttur að rit- stjóra Þjóðviljans. Eiginkonan, dóttirin, tengdasonurinn,________ starfsmaðurinn_________ í stjórn Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík voru kjörin þau Stefanía Traustadóttir, fotmaður, Guðrún Guðmundsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Ástráður Haraldsson, Sig- rún Valbergsdóttir, Guð- mundur Albertsson og Ragnar „Skjálfti" Stefáns- son. Þau voru tilnefnd af uppstillingarnefnd senr sameinaði krafta „flokks- eigendafélagsins" og Fylk- ingarhópsins. Skiljanlega telja Ólafs- menn í „lýðræðiskynslóð- inni“ þetta vera hreinræktaða stjórn „óvina Ólafs“. Stefanía er góð vinkona Alfheiðar Ingadóttur (Inga R. Helga- sonar). Guðrún er eigin- kona Ásmundar Stefáns- sonar, einhvers harðasta andstæðings Ólafs. Ást- ráður er tengdasonur Svav- ars Gestssonar. Guðmund- ur er starfsmaður Bruna- bótafélagsins, sem Ingi R. stýrir og Guðmundur er enn fremur bróðir Sigmars Albertssonar, en Sigmar er eiginmaður Álfheiðar Ingadóltur. Og Sólveig er eiginkona Páls Halldórs- sonar formanns BHMR, sem deildi harkalega á Ólaf í kjaraviðræðunum nýver- ið. Línurnar þarna geta vart verið skýrari. Upp- gjörið var algjört. Sömu- leiðis klofningurinn. Næst á dagskrá hjá andstæðing- um Ólafs er að ráða sér þóknanlegan ritstjóra á Þjóðviljanum og skipta á framkvæmdastjóra flokksins. Möguleikar Ól- afs Ragnars Grímssonar til að stýra flokknum og láta tilraun sína hepþnast minnka með hverjum deg- inum sem líður. Stuðnings- menn hans i „lýðræðis- hópnum" hafa ekki haldið saman á skipulegan hátt, hal'a engan bakhjarl lengur í stofnunum llokksins eða i hreyfingum utan hans. Nema í væntanlegu nýju félagi. Á Kristin að vikja fyrir Guðrúnu?________ lnn í þessi mál spilar undirbúningurinn , fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Borgarfulltrú- um fækkar og Alþýðu- bandalagið reiknar með því að fara úr þremur full- trúum í tvo, nriðað við að flokkurinn nái alls ekki 20% fylgi. í þriðjasætisíð- ast var Guðrún Ágústs- dóttir aðstoðarmaður Svavars Gestssonar (Það hefur um leið vakið athygli að hún skuli vera í báðum störfum í einu). Ólafsmenn sjá fyrir sér að koma eigi í veg fyrir áframhaldandi setu Kristínar Á. Ólal's- dóttur í borgarstjórn, en hún hefut verið stuðnings- maður Ólafs Ragnars Grímssonar. Ýmsir vilja meina að Ól- afur Ragnar hafi blekkt sig til að halda að náðst hefði sátt í Alþýðubandalaginu eftir átökin 1987. Að friður iriyndi ríkjá um forystu hans. Annað hel'ur að minnsta kosti komið á dag- inn. Afleiðingin er klofinn flokkur í Reykjavík og áframhaldandi slríð. Forsœtisráðherra blöskrar verðlagið á búvörum: „Þetta eru óskaplega miklar hækkanir## ,,Ef um brot er að ræða þá hljótum við það bregðast við því. En það var skýrt tekið fram i samningnum, að við ráðum ekki við erlendar hækkanir. Það held ég að allir hljóti að skilja,“ sagði Steingrimur Her- mannsson forsætis- ráðherra þegar Al- þýðublaðið ræddi við hann um þá hörðu gagnrýni sem fram hefur komið frá sam- tökum launafólks vegna verðhækkana. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum i gær að greiða niður hluta af hækkun á dilkakjöti. Steingrímur sagðist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvaða áhrif auknu nið- urgreiðslurnar hefðu á bú- vöruverðshækkunina. „En ég get trúað því að dilka- kjötshækkunin verði um helmingur af því sem hún hefði orðið. Ef ekki hefði verið bætt við þessum 600 milljónuni sem ASÍ var lofað, hefðu hækkanirnar á landbúnaðarafurðum orðið um 20 af hundraði," sagði Steingrímur. „Þetta eru óskaplega miklar hækkanir. Allt of miklar," sagði Steingrínr- ur. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sagði að kröfurnar um bú- vöruverðshækkanir hefðu verið mun meiri en heimil- að var. Þær voru að hans sögn um 23,6% en hækk- unin er að meðaltali um 13,8%. „Þegar bornar eru saman kröfur um hækkan- ir og svo þær heimildir sem gefnar hafa verið er það staðfest að reynt hefur ver- ið að halda aftur af þessum hækkunum.“ Utanríkisráðherra sagði vissulega slæmt hve nriklar hækkanirnar eru. Ekki síst hækkanir hitaveitnanna, en staðreyndin varðandi þær væri sú að margar þeirra væru hrikalega illa staddar vegna fjárfestinga frá fyrri tíð. Ef hækkanirn- ar hefðu verið stöðvaðar hefði það þýtt að hitaveitur hefðu leitað á náðir rikis- valdsins, sem er með ríkis- ábyrgðir á þeirra lánum. Jón Baldvin sagðist hvað óánægðastur með hækkanirnar á bensíni, gasolíu og svartolíu. „Mér finnst ákvörðunin orka tví- mælis. Þarna hafa verið heimilaðar meiri hækkanir en nema markaðsverði eins og það er nú. Það hefur lækkað aftur, en á hinn bóginn höfðu safnast upp skuldir á svokölluðum inn- kaupajöfnunarreikningi, sem verið er að bæta upp núna.“ Jón Baldvin sagði að það bæri að líta á, að hækkanir umfrarn ákveðin mörk, að því er varðar gas- olíuna og svartolíuna, skerða skiptakjör sjó- manna. „Nú þegar verið er að semja við sjómenn er auðvitað afleitt að heimila svo miklar hækkanir,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Steingrimur Hermannsson segir skýrt tekið fram i samningum að ekki verði ráðið við erlendar hækkanir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.