Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 2
Föstudagur 21. október 1977 VISIR i ■ ( í Reykjavík v---------v----- Hvaða land langar þig mest að heimsækja? Björn Þorleifsson, félagsfræöing- ur: Noreg. bess vegna erum við að fara þangað ef Guð og BSRB leyfa. Júliana Lárusdöttir, kennari: Mest langar mig að fara til Grikklands, ekki spyrja af hverju! Nei, ég hef aldrei komið þangað, en býst við aö það sé heillandi. Karl Jónsson, bif vcla virki: Bandarikin. Þangað hef ég ekki komið. Nei, það er engin sérstök ástæða fyrir þvi að mig langar þangað. Oddný Jónsdóttir, húsmóðir og talsimavöröur: Ameriku, af þvi þangað hef ég aldrei komið. Ég hef annars feröast fremur litið. Þórdls Sandholt, húsmóðir ogl innhcimtumaöur: Eitthvert i nágrenni Alpanna, t.d. ttaliu. ■ Afgreiðslufólkið hafði nóg að starfa eins og alltaf þegar ferðahópar leggja upp til útlanda. Visismyndir JEG: A LEIÐ TIL KOBEN Það var venju frem- ur létt andrúmsloft á Loftleiðahótelinu um fjögurleytið i gær. Enda kannski engin furða. Það er ekki á hverjum degi sem hátt á annað hundrað manns koma saman á einum stað og anda léttara. Þannig var þó ástandið á Loftleiðum i gær. Þar voru saman komin þrjú iþróttalið ásamt fylgismönnum, og hópur einstaklinga, sem beö- ið höfðu eftir fari til Kaup- mannahafnar frá þvi verkfall hófst. Fyrr um daginn hafði annar hópur farið til Luxem- borgar, aðallega flugáhafnir á leið til Afriku að fljúga með piiagrima. Vegir liggja til allra átta — þegar út er komið Þarna voru 3 handknattleiks- liö. Karlalið FH sem var á leiö til Helsinki i Finnlandi. Þeir eyddu siöan nóttinni i Kaup- mannahöfn en fara til Finnlands i dag. Valsmenn fara sömuleiðis frá Kaupmannahöfn til Færeyja i dag og landsliö kvenna i hand- knattleik fer til Þýskalands I keppnisferð. Auk handknattleiksfólksins voru allmargir einstaklingar á leið út i gær til ýmissa erinda. Einn þeirra var Halldór Guð- björnsson, framkvæmdastjóri. Erlendir rikisborgarar út á undan „Ég er á leið til Osló”, sagði Halldór þegar Visir spuröist fyrir um feröir hans. ,,Ég er norskur rikisborgari og er bú- settur rétt fyrir utan Osló.” — Ert þú búinn að biða lengi eftir fari? „Já og nei, ég hef beöið siðan á mánudag. Tafimar hafa að sjálfsögðu komið sér ákaflega illa, en ég get nú ekki sagt að þær hafi haft úrslitaáhrif á eitt né neitt.” Sem kunnugt er gengu erlend- ir rikisborgarar fyrir þegar veitt var undanþága til flugsins út til Kaupmannahafnar, en þess veröur vonandi ekki langt aðbiða að allir sem vilja komist til útlanda. — GA Sjálfsmorðssveitir gegn samfélögum Þá er svo komið að þýskir borgarar sitja á viggirtum heimilum, þinghúsið I Bonn hef- ur á sér svipmót virkis og enn er beðið eftir þvi hver verði næstur til að falla fyrir hendi hryöju- verkamanna sem i rauninni bera það heiti einungis af þvi lit- ið er á athafnir þeirra sem sér- staka tegund hernaðar. t raun- inni er þetta fólk aðeins ótindir morðingjar, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur tekist að færa verknaöi sina á hærra plan tungunnar, svo að I augum fjölmargra viröast ódæðisverkin vera liður i eins- konar frelsisbaráttu, sem eng- inn hirðir um að skýra nánar. Vegna nýjustu atburðanna hef- ur tekist að smala fólki I mót- mælagöngur m.a. I Grikklandi og ttaliu. Þar var ekki verið að mótmæla mannráni og flug- vélaráni heldur aðförum gegn morðingjum flugstjóra vélar- innar sem rænt var og sjálfs- morðum þriggja fanga, sem haldið er fram af vissum öflum, að hafi veriö drepin I fangelsinu. Allt frá þvi að tsraelum tókst að frelsa gislana i Entebbe hef- ur fólk veriö að vona að flug- vélaræningjar misstu móðinn. En þeir fengu nýlega byr undir báða vængi viö heppnað flug- vélarán kennt við Bangla desh, þar sem Japanir gáfu eftir og létu undan kröfum flugráns- manna. Fjármunirnir, sem þar voru afhentir eiga áreiðanlega eftir að renna til undirbúnings frekari flugrána. Atburðurinn á Mogadish-flugvelli i Sómaliu. þegar þýsk vikingasveit náði rúmlega áttatiu manns úr gfsl- ingu gefur enn nokkrar vonir um hörð viöbrögð við athöfnum flugvélaræningja. Þó er á það að lita, að hver slik velheppnuð árás leiðir af sér svör og við- búnað flugvélaræningja, sem mun gera björgunaraögeröir stöðugt flóknari. Hin alþjóðlegu samtök flug- manna hafa nú krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar láti flug- ránin til sin taka. Ekki veröur með góðu móti séð hvaö Sam- einuðu þjóðirnar geta gert, sem samtök flugstjórnarmanna og flugmanna geta ekki fram- kvæmt á eigin spýtur, eins og með þvi að ákvarða að enginn megi fara með handtöskur til sætis slns um borð, hvorki konur eða karlar. Þá geta flugstjórn- armenn hreinlega neitað að hafa afskipti af flugvélum frá löndum, sem löngum hafa verið sérlegir griðastaðir flug- ræningja. Morðinu á Hans-Martin Schleyer fylgdi hótun um, að átökin i Vestur-Þýskalandi væru rétt að byrja. Schleyer hafði með sérstökum hætti sagt fyrir örlög sin, þegar hann, staddur i hundrað og fimmtiu manna hópi, lýsti þvi yfir að einhver af viðstöddum yrði aö likindum næsta fórnardýrið. Eftir langt og mikið þóf fannst þessi þýski iðnrekandi skorinn á háls I farangursgeymslu bils i bænum Mulhouse I austanverðu Frakklandi. Má segja að hann hafi látið lifið til að yfir áttatiu manns mættu lifa, og hefur vestur-þýska rikisstjórnin orðiö að horfast i augu við þær staðreyndir. Vestur-þýska stjórnin horfist jafnframt i augu viö vaxandi at- hafnasemi „Rauðu herdeildar- innar”, þvi enginn vafi er á þvi að hún muni fylgja eftir hótun- inni sem fylgdi liki Schleyers. Likleg fórnarlömb biða á vig- girtum heimilum sinum eftir næstu aðför, og getur hver og einn gert sér I hugarlund hvernig það lif er. Samt er of- beldishópurinn ekki stór — eitt- hvað um 2500 manns að talið er, og þar af I raun og veru ekki nema fimmtlu útvaldir til morða og mannrána — eins kon- ar sjálfsmorðssveit gegn sam- félaginu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.