Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 11
visrn Föstudagur 21. október 1977 11 gallharðir sjálfstæðismenn höfðu að orði að segja upp Morgunblað- inu f yrir eitthvað sem þeir nefndu aðfór að opinberum starfsmönn- um. Guð hjálpi þeim. Þeim væri nær að lesa betur blaöið sitt. Þar stóð niina i vikunni, aö skrifstofu- maður hjá BSRB væri i Alþýöu- bandalaginu. Væri þessum heiðursmönnum ekki nær að koma honum i eitthvert annað og heppilegra starf, i staö þess að vera með hótanir i garö frjálsrar pressu? Til dæmis mætti ráöa hann að holdanautastöðinni i Hrisey. Maðurinn kemur Ur land- búnaðarráðuneytinu og svo ku vist vera reynsla vinaþjóða i austri, aö gott muni aö geyma gemsa i Uteyjum. Eða mötuneytin maður! En vel á minnst, verkfalliö. Sýnir það ekki best hve þessir ali- kálfar i rikisfyrirtækjunum eru veLsettir, aö þeir geta vikum saman sportað sig launalausir i verkfalli? Fjármálastjóri Rafmagnsveit unnar hefur að vonum miklar á- hyggjur af verðbólgunni I Visi, svo sem sæmir ábyrgum manni með alvörusvip og hag þjóðarinn- arfyrirbrjóstinu. Og hvaða viter svo sem i að láta láglaunapakkiö hjá hinu opinbera miða á sig verkfallsvopninu og öskra: — Peningana eða lifiö? Nær væri aö innræta þvi hófsemi, nóg er jótrað á jötum rikisins. Og svo er ekki einu sinni hægt að segja þessu dóti upp. Albert kvartaði undan þvi á Alþingi, eða svo stóð að minnsta kosti i blöð- unum, að það mætti ekki segja þessum mönnum upp að loknu verkfalli, eins og hægt væri hjá einkafyrirtækjunum. Gasalega væri gott að vera i vinnu hjá Al- bert! Eða mötuneytin maöur! Hvilikt góðgæti — og verölagiö, hjálpi mér allir heilagir, meðan launa- menn á hinum almenna vinnu- markaði svelta heilu hungri, eða lifa í mesta lagi á skrinukosti. Jafnvel járnblendigoðinn, sem á I vændum all-þokkaleg laun, sumir segja allt aö þreföldum þingmannslaunum, hikar ekki viö kveðið: Margur girnist meira en þarf. Uppbelgdur af mannréttindum Góðir hálsar, verkfallsréttur- inn er bara orð. Hann á ekki aö að taka menn haustaki til þess að komast I dýröina og raða I sig réttunum. Jafnvel þótt þaö sé á kostnað hins almenna skattborg- ara, einstæöu mæðranna og gamalmennanna. Nei, vinir min- ir, þaö á viöum þessa holdmiklu á rikisjötunni, sem forðum var nota, enda fúlmennska að meina þunguðum konum aögang að á- fengisútsölum rikisins og tóbaks- skortur yfirvofandi. Aö ekki sé minnst á blessaða útlendingana, sem komu hingað til okkar fagra lands i' góöri trú, en komust siðan hvorki strönd né lönd i heila þrjá r \ Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður útvarps- ins skrifar í tilefni af þeim umræðum/ sem fram hafa farið um verkfall opinberra starfsmanna. ir til starfsmanna báknsins hafa i för með sér og skattahækkanir tiundaðar. Enginn þarf að efast um að almenningur veröur látinn borga brúsann og að hver króna verður aftur tekin í sköttum. Ég hins vegar borga með glöðu geði áskriftargjöldin af Mogganum minum, þvi aö ég veit að hækkan- imar, sem núorðið eru næsta mánaðarlega, renna allar til góð- gerðarmála, en ekki til þess aö borga kauphækkanir til ritstjór- anna, blaðamannanna og prent- aranna. Slikt væri að hella oliu á verðbólgubálið og svoleiðis liðum við ekki. Ég heyrði I skrifstofum BSRB núna í gær eða fyrragær, að eða fjóra sólarhringa. Guði sé lof að þeir voru þó heppnir með veð- ur. Nei og aftur nei. Verkfallsrétt- urinn er bara orð. Eins konar svefnmeöal. Ef þú hefur verk- fallsrétt ertu frjáls og getur sofið rótt, uppbelgdur af mannréttind- um. Tanga-Jón, Rafmagns- Björn og ritstjórar Morgunblaðsins Þó svo þú eigir ekki salt i graut- inn handa konunni og börnunum þegar þú kemur heim, mettur Ur mötuneytum hins opinbera, þó svo þakiö sem þú ert að reisa yfir konuna og börnin sé að falla ofan á þau á vfxileyðublaði, þá láttu ekki hugfallast. Hugsaðu um hlutskipti langafa og langömmu, eða fólksins i Svörtu-Afriku. Hvaö um þaö þótt þú eigir ekki fyrirkjötiog mjólk. Bittu þá bara gras, en hugsaðu um verðbólgu- úlfinn um leiö. Og ef svo kynni að fara, að græna byltingin væri þegar til kæmi, komin undir græna trrfu og risin á henni verslunarhöll Ur járni, steini og gleri, þá seddu hungrið á lítillæt- inu. Siðast en ekki síst: Varastu að hugsa um að aðrir hafi meira en þú. Verðbólgan verður ekki niður kveðin ef þú hugsar svoleiðis. Og vist munu Tanga-Jón, Rafmagns- Björn og fleiri góðir og ábyrgir menn verða fyrstir til að lækka við sig kaupiö, að ekki sé nú talað um ritstjóra Morgunblaðsins, bara ef þú lætur af ósið þinum. Opinber starfsmaður, aldrei framar verkfall. Undu glaður við þitt. Viröin garfyllst, Vilhelm G. Kristinsson, fréttamaður áframfærihins opinbera (ekki frimúrari). þýðubandalagsins. Undi Baldur Óskarsson þessari yfirlýsingu vel. Sameining Samvinnubank- ans og Alþýðubankans Þá er verið að dusta rykið af gamallihugmynd um sameiningu Samvinnubankans og Alþýðu- bankans. Allt siðan uppsteiturinn var i Alþýðubankanum hefur hann átt i vök að verjast, og varla fyrirsjáanlegt að bankinn nái sér verulega á strik á næstunni. Stefán Gunnarsson, bankastjóri, hagar sér eflaust skynsamlega i stöðu sinni, enda traustur maður. En ætli bankinn að ná sér á strik þarf áreiðanlega að taka nokkra áhættu, sem núverandi bankastjóri telur sér eflaust ekki heimila og ekki viöeigandi. Við- varandi erfiðleikar bankans hafa að nýju vakið upp hugmyndina Erlendur Einarsson/ forstjóri Sambandsins. Indriði G. Þorsteinsson segir/ að blaðaskrif undanfarna mánuði og ár hafi fært samvinnu- mönnum heim sanninn um að ekki væri eftir neinu að biða lengur með að leita eftir stuðn- ingi utan Framsóknar- flokksins. um sameiningu bankanna tveggja, Samvinnubankans og Alþýðubankans. Hafi einhver veruleg andstaða verið gegn þessu hjá Samvinnumönnum fer hún dvinandi m.a. vegna óska um nánari samvinnu við verkalýös- hreyfinguna i landinu og þá, sem veita henni forystu. Hefur þvi jafnvel verið haldið fram, hvort sem það er með réttu eða röngu, að blaðaskrif undan- farna mánuði og ár hafi fært Samvinnumönnum heim sanninn um að ekki væri eftir neinu að biða lengur með að leita eftir stuðningi utan Framsóknar- flokksins. Gæti þá hæglega fariö fyrir Sambandinu eins og Kron á sinum tima, þar sem Framsókn- armönnum var ýtt til hliðar. Þingmenn Alþýðuf lokksins mega þá ekki verða gamlir viðreisnarþjarkar. Núverandi stjórnarsamstarf hefur um margt verið ágætt, þ.e. friður hefur rikt innan rikis- stjórnarinnar og töluverð ein- drægni. Það breytir þó engu um þá staðreynd að flokksforingjar hyggja ætið að nýjum leiöum og nýjum samsteypum. Til að koma ætlunarverkum sinum áleiðis þarf að beita fyrirhyggju og lang- sýni. Helzt munu áætlanir uppi um nytsemd Alþýðuflokksins eftir kosningarnar, enda t.d. alveg ó- vist um nýjan vinstri meirihluta nema Alþýðuflokkurinn eigi menn á þingi, og þeir menn telji flokknum best borgið i nýrri vinstri stjórn. Sjálfkjörinn foringi nýrrar vinstri stjórnar yröi að sjálfsögðu Ólafur Jóhannesson, en næsta kjörtimabil mun að lik- indum verða það siöasta sem hann situr á þingi. Ólafi mundi ekki falla þaö illa að enda pólitisk afskipti sin sem forsætisráöherra vinstri stjórnar. En til þess að svo megi verða þarf að gæta þess að hugsanlegir þing- menn Alþýðuflokksins verði ekki gamlir viðreisnarþjarkar, og þess vegna skipta prófkjörin inn- an Alþýðuflokksins töluverðu máli. Viðreisnarráðherra eða ritstjóri Samvinnunnar? Misjafnlega hefur tekist til i þeim prófkjörum Alþýðuflokks- ins, sem þegar hafa verið háð. Nýtt þingmannsefni hefur skotið upp kollinum á Reykjanesi, sem væntanlega mun fylgja Benedikt Gröndal að málum. Sighvatur Björgvinsson er efstur á lista flokksins á Vestfjöröum. Jón Baldvin Hannibalsson mun ekki óliklegur frambjóðandi flokksins á Vesturlandi og Bragi Sigurjónsson náöi kosningu i Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem sagt var að kartöflu- bændur á Svalbarösströnd heföu lagt sitt til mála auk liðssafnaöar á Akureyri, en skrifaö hefur verið að KEA stæði þar á öllum húsum nema kirkjunni. Sannast mála er að Bragi er vinsæll borgari og Haft er eftir Val Arn- þórssyni að eðlilegt væri að leggja meiri áherslu en verið hefur á nánari sambúð samvinnu- manna og Alþýðubanda- lagsins. hefur hann eflaust notið þess i prófkjörinu. Um Reykjavik verður ekkert sagt að sinni, enda ekki hægt að spá neinu um það hvort viðreisn- arráðherrann Eggert G. Þor- steinsson nær kjöri i fyrsta sæti eða fyrrverandi ritstjóri Sam- vinnunnar, Benedikt Gröndal. Það mun ráðast mikið af fyrr- greindri fylkingu hvort hlýindin hjá SIS i garð þeirra Alþýðu- bandalagsmanna muni frjógvast i nýja vinstri stjórn að kosningum loknum. Slái Alþýðuflokkurinn til, og verði þingflokkurinn ekki orðinn fullur af sérlegum and- stæðingum Ólafs Jóhannessonar, mun ætlunin um nýja vinstri stjórn takast. Hugleiðingar um nýsköp- unarstjórn A sama tima og þessu fer fram mega ekki ganga sæmilega kurt- eis orö milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins svo ekki heyrist hljóð úr horni Framsókn- armanna. Þær eru ófáar forustu- greinar Timans, þar sem látið er að þvi liggja, að nú eigi að fara að efna i aðra nýsköpunarstjórn. Auðvitað hafa allir flokkar möguleika á þvi að stofna til stjórnarsamstarfs og nýsköpun- arstjórn er svo sem ekkert frá- leitari en ný vinstri stjórn. Staö- reyndin er hins vegar sú að nú um sinn hefur verið unnið skipulega af hálfu Framsóknarmanna, og þó einkum Samvinnumanna að þvi að treysta og efla vináttu- böndin við Alþýðubandalagið með von um nokkurn stuðning frá Al- þýðuflokknum að kosningum loknum. Aftur á móti hefur öllum hugmyndum varðandi Samtökin veriö sleppt, kannski ekki að á- stæðulausu. Hvorki stjórn né stjórnar- andstaða sjá nauðsynleg ný ráð Þvi er spáð að verðbólgan fari töluvert yfir fimmtiu prósent á næsta ári. Er þá komið mjög i sama horf og var við fráhvarf vinstri stjórnarinnar 1971-74. Nú- verandi rikisstjórn hefur barist gegn ófarnaðinum af viöskilnaði vinstri stjórnarinnar eftir mætti, en sú barátta virðist ekki hafa dugað. Ný ráð verða að koma til, þótt hvorki stjórn né stjórnarand- staða sjái hver þau eigi að vera. Haldi kjósendur aö ný vinstri stjórn sé svarið, þá mun það koma i ljós i þingkosningunum næsta sumar. Núverandi stjórn nýtur trausts þeirra erlendu lána- stofnana sem við þurfum mikið undirað sækja á komandi timum. Breytingar i þvi efni færðu aðeins frekari stoðir undir þá kenningu að efnahag landsins verði allt að óhamingju. IÞG Benedikt Gröndal. Ind- riðl G. Þorsteinsson seg- ir, að slái Alþýðuflokk- urinn til, og verði þing- flokkurinn ekki orðinn fullur af sérlegum and- stæðingum ólafs Jó- hannessonar, muni ætlunin um nýja vinstri stjórn takast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.