Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 21.10.1977, Blaðsíða 23
 Hvar fást sviða- lappir? Lesandi hringdi: Ég hef verið að reyna að verða mér úti um sviðalappir en ekki fengið ennþá. Nú langar mig að Visir komi á framfæri þeirri spurningu minni hvar hægt er að fá sviðalappir keyptar. Það hefur yfirleitt verið hægt að fá sviðalappir i sláturtiðinni, en nú hafa tilraunir mínar eng- an árangur borið. Vona ég að úr þvi rætist sem fyrst. ; t........................__ ________ :............... . ................™ &.....................m Box er ekki hœttu- legra en ýmsar aðrar íþróttagreinar x .... Óli Jónsson, skrifar Mig langar til að taka undir með Magnúsi ólafssyni og öörum meðmælendum box- iþróttarinnar. Þaö er harla skrýtið að þessi iþróttagrein skuli vera bönnuð hér á landi. Reynslan hefur sýnt aö mönn- um er ekki svo mikið hættara við meiöslum i boxi en öðru, að ástæða sé til að banna það. Þeir sem ekki hafa áhuga á boxi þurfa einfaldlega ekki aö koma þar nálægt, en þaö er engin ástæöa fyrir þá aö berjast á móti þvi að aðrir geti haft gaman af. Boxíþróttin var töluvert vin- sæl meðan hún var stunduð hérna. f Helgarblaði Visis kom fram I góðri grein um þetta, að aldrei hefði neinn maður hlotiö teljandi meiösli. Hinsvegar les maður nær daglega um sjúkrahúslegu iþróttamanna sem hafa slasast I fótbolta, frjálsiþróttum, eða öðrum Iþróttagreinum. Og ekki er verið að banna þær. Erlendis er box með allra vin- sælustu greinum og þaö er ekki ástæöa til að ætla annað en það yrði einnig vinsælt hér á landi. Þvi á að leyfa box. SLAIST UM ÞAÐ Gugga hringdi: „Ægilega finnst mér gaman að þessu rifrildi sem upp er komiö milli þeirra sem vilja leyfa hnefa- leika á Islandi og hinna sem ekki vilja leyfa þá. Kannski þetta geti oröið nýtt bjórmál eða z-eta eða lifið eftir dauðann? Mér sýnist á málflutningi beggja aðila og þeirra félaga sem tjáðu sig um máliö i greininni i Helgarblaðinu slðasta, að hann sé ekki þesseölisað skynsemiog rök ráði ferö. Enda er það miklu leiðinlegra. Það er meira fjör i venjulegu hysterii og tilfinninga- vaðli upp á þjóðlega mátann. Ég sé þvi ekki að nein niöur- staða fáist í máli sem skynsam- legum hætti eða röksemdafærslu. Mig langar þess vegna til að koma með þá tillögu að deilu- aðilar sláist um það. Og til siðasta blóðdropa ef þvi er að skipta. Þannig fáum við hin sem ekki höfum gert upp hug okkar til box eða ekki box tækifæri til að sjá meö eigin augum hvort þetta er hættuleg eða falleg iþróttagrein. Ég legg þvi til aö Magnús Ólafs- son og aðrir fylgjendur boxins annars vegar og Sigurbjörg Jóns- dóttir og sálufélagar hennar i andstöðunni hins vegar mæti til leiks fylktu liði t.d. niöri á Lækjartorgi eða á Laugardals- vellinum og geri út um málið á þann eina hátt sem röcréttur er, — með hnefunum.” Framleiðendur sjávarafurða og útgerðarmenn Við erum tilbúnir að taka til sölumeðferðar á erlendum mörkuðum hvers konar framleiöslu- vörur yöar og útvega kauptilboð án nokkurra fyrirfram skuldbindinga af yðar hálfu og án þess að þér verðið að gangast undir skuldbindandi „einokunarákvæði”. Engar „uppbœtur" Ollusöluandvirði útfluttra vara erskilaðstrax til framleiðenda. Engar „uppbætur” eftir hálft eða heilt ár. Framleiðendur fá strax alltsöluandvirðið i hendur i rekstur sinn og ekkert vaxta- tap er vegna ógreiddra „uppbóta” eftir marga mánuði. Frjáls viðskipti til aðhalds fyrir hina „stóru" Útflutningsstarfsemi okkar byggist á reynslu undanfarinna 7 ára i frjálsum erlendum við- skiptum og án þess að geta eftir á látiðeinhverja „sjóði” eða eina framleiöslutegund bæta upp aðra vegna lélegra sölusamninga. Getum við fullyrt að starfsemi okkar hefur veriö verulegt aðhald fyrir þá „stóru” og að það sé þjóðarheildinni hagkvæmt, að reynt sé að koma i veg fyrirað hinir „stóru” geti beitt einokunarákvæðum samþykkta sinna. Flestir framleiðendur og seljendur sjávarafurða i heiminum standa utan einokunarsamtaka. Rœkja, hörpudiskur o. f/. Fyrirtæki okkar er um þessar mundir stærsti útflytjandi landsins á rækju og hörpudiski, en aðrar útflutningsvörur okkar eru t.d. grásleppuhrogn, þorskhrogn, niðurlagður kaviar, þurrkaöur fiskur, skreið heilfrystur þorskur og kolmunni. Hafið samband við okkur, áður cn þér festið fyrirtæki yðar annars staðar. íslenska útflutningsmiðstöðin fi.f., Eiríksgötu 19, Reykjavík, Telex 2214. Símar: 21296 og 16260. Skodaeigendur Viö bjóóum yóur Ijósaskoöun án endurgjalds Ath. ef stilla þarf Ijós eóa framkvæma viögeró 1 á Ijósabúnaói greióist sérstaklega fyrir þaó Ath. LJÖSASKOÐUN LÍKUR 31 OKT. NK. UOSASKOÐUN 1977 JÖFUR HF AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.