Vísir - 02.09.1978, Side 7

Vísir - 02.09.1978, Side 7
vtsrR Laugardagur 2. september 1978 7 Árangur frœðslu- og upplýsingastarfs gegn reykingum að koma í Ijós: Veruleg minnkun ó reykingum skólaborna í Reykjavík # Niðurstöður könnunar, sem gerð var á vegum borgarlæknis embæ tt isins sýna, að reykingar foreldra valda miklu um það hvort börnin byrja reykingar. „Reykingar 12 ára barna í skólum Reykja- víkur hafa minnkað um 67% frá árinu 1974 til þessa árs" sagði Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, er hann kynnti frétta- mönnum í gær niðurstöð- ur könnunar, sem gerð hefur verið á reykingum nemenda í grunnskólum borgarinnar. I öðrum aldursf lokkum hefur samdrátturinn orðið minni, en hann er þó verulegur í aldursflokk- unum beggja vegna við 12 ára aldurinn, það er 49% minnkun hjá íOára börn- um, 40% hjá 11 ára og 49% hjá 10 ára nemendum grunnskól- anna samkvæmt þeim gögnum, sem borgar- læknir lagði fram á fundinum í gær. ! aprilmánuði siðastliðnum fór fram itarleg könnun i grunn- skólum borgarinnar á reyk- ingum nemenda á aldreinum 10—16 ára. Sams konar kann- anir fóru fram 1960 og 1974 á vegum borgarlæknisembættis- ins i samvinnu viö fræðslustjóra og starfsfólk skóla. bað er þvi handhægt að gera samanburð i reykingum nemendanna. Könnun náði til 8000 nemenda og af þeim reyndust 17.2% reykja eða 1353. Arið 1974' reyktu 23.4 af hundraði á aldrinum 10—16 ára i Reykja- vik. Tiðni reykinga hefur lækkað um fjórðung. Reykingar foreldra aðal- orsök reykinga barna Nemendur voru beðnir um að gefa upp ástæðuna fyrir reyk- ingum sinum og gátu þeir valið á milli fjögurra skýringa: a) foreldrar reykja b) forvitni c) þótti fint d) félagsskapur. Athyglisvert er að langal- gengast er að nemendur fari að reykja vegna ess að foreldrarn- ir reykja. 50 AF HUNDRAÐI TILGREINA bESSA ASTÆÐU. bRISVAR SINNUM MEIRI LIKUR ERU SAMKVÆMT KÖNUNINNI A AÐ 13 ARA NEMANDI REYKI EF ANNAÐ HVORT FORELDRA HANS REYKIR OG ENN MEIRI LIKUR EÐA FJCRUM SINNUM MEIRI EF SYSTKINI REYKJA EINNIG. Viðkönnunina 1974 kom fram, að sú breyting var orðin frá 1960 að stúlkur reyktu meira en drengið i. öllum aldursflokkum 13 ára og eldri en stúlkur höfðu áður reykt helmingi minna. Við könnunina nú helst munurinn á drengjum og stúlk- um svo til óbreyttur frá 1974. Afram reykja litið eitt fleiri drengir en stúlkur fram að 12 ára aldri en eftir það eru reyk- ingar stúlkna algengari og vex munurinn fram að 16 ára aldri, en þá reykja 53% stúlkna en 41% drengja. Mest dregið úr reyk- ingum 12 ára barna Reykingar hafa minnkað á siðustu 4 árum hjá öllum árgöngum en þó mismunandi. Hjá 12 ára nemendum reykja nú þrefalt færri en 1974. 13 ára börnum hafa reykingar minnkað um helming, hjá 14 ára um þriðjung og 15 ára. hafa minnkað þær um fjórðung. Minnstar hafa breytingar orðið hjá 16 ára en þar reykja 47.1% nemenda miðað við 53.9% árið 1974. BREYTINGAR Á REYKINGUM NEMENDA 10-16 ÁRA BOBUAIU ÆKNIRiKH I REYK-ÍAVIK „Við teljum þennan árangur einkum stafa af skipulögðu upplýsingastarfi og fræðslu um skaðsemi reykinga” sagði Skúli G. Johnsen, borgarlæknir á fundi með fréttamönnum I gær. Visismynd: JA. Fræðslan hefur áhrif ,,Við teljum þennan árangur og þá sérstaklega með 12 ára börnin einkum stafa af skipu- lögðu upplýsingastarfi og fræðslu um skaðsemi reykinga. Fyrir um 2 1/2 ári var hrundið af stað fræðsluátaki i skólunum að frumkvæði Krabbameins- félagsins. Fleira kemur til þvi þetta er samstillt átak margra aðila og má þar nefna Sam- starfsnefnd um reykingarvarn- ir, skólamenn, læknanema og fleiri.” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir um þessar niður- stöður. Aðspurður kvaðst Skúli ekki efast um áreiðanleik þessara kannana. ,,Við sendum öllum kennurum þessara barna sér- stakt leiðbeiningarblað um það hvernig könnunin væri fram- kvæmd, Börnunum var siðan úthlutað eyðublöðum þar sem þau áttu að krossa við hvort þar reyktu og hversu margir reyktu i bekknum. Eyðublöðin fóru nafnlaus beint i umslög, sem ég opnaði fyrstur.” Reykingar foreldra hafa minnkað Viö könnunina komu fram upplýsingar um reykingar á um þaö bil 5—6000 heimilum, sem mögulegt er að bera saman við könnunina 1974. Sömu börn i til- teknum aldurshópum tóku þátt i þessari könnun. I ljós kom að á heimilunum hefur orðið veruleg breyting til batnaðar. Hefur þeim heimilum, þar sem enginn reyk- ir fjölgað um fjórðung. 12.2% færri feöur reykja nú og 5.8% færri mæður og þau heimili þar sem bæði faðir og móðir reykja eru 12.5% færri nú en 1974. Skúli benti á það, að þetta væru athyglisverðar upplýsing- ar, þar sem litið væri vitað um reykingar almennt hjá full- oröna fólkinu. Athyglisvert er að faðir og/eða móðir reykja á næstum helmingi heimila skólanemenda i Reykjavik. „bað má sjá að við 16 ára aldurinn hafa nemendur að fullu tileinkað sér siði foreldra sinna, þvi þar er tiðni reykinga eins og áður segir komin um og yfir 50%.” sagöi Skúli. ,,Af þeim sem svöruðu kváð- ust 81% vilja hætta reykingum þar af vildu 85% af stúlkunum hætta, en 76% af strákunum.” sagði borgalæknir. —BA. LÓÐAÚTHLUTUN ■ HESTHÚS Reykjavikurborg mun á næstunni úthluta lóðum fyrir hesthús i Viðidal, Seláslandi. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðu- blöð, sem fást afhent á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2. Umsóknarfrestur er til og með 20 septem- ber 1978. Athygli er vakin á þvi að allar eldri umsóknir eru hér með fallnar úr giidi og ber þvi að endurnýja þær. Allar nánari upplýsingar verða veittar á skrifstoftt borgarverkfræðing, Skúlatúni 2, 3. hæð, þar sem jafnframt er tekið á móti umsóknum. Borgarstjórinn í Reykjavík. VID SKULUM EKKI HAFA HÁTT enda ALGJÖR ÖÞARFI RINGMASTER UMBOÐIÐ RINGMASTER INNANHÚSS TALKERH Fjölgun númera og talrása eftir þörfum. Einnig ódýrari útgáfa með allt að 20 númemm og einni talrás. Borð- og veggtæki ásamt tilheyrandi aukabúnaði. Önnumst uppsetningu, viðhald og varahlutaþjónustu. Radiostofan Þórsgötu 14 sími 14131

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.