Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 21

Vísir - 02.09.1978, Blaðsíða 21
VISIR Laugardagur 2. september 1978 Karen Hulda með ömmu sinni. stelpan heitir Karfen Hulda Kristjánsdóttir og verður 2 ára 6. nóvember. Hún á heima á Snæfells- nesi. Amma hennar heitir Hulda Sveinsdóttir og hefur búið í Reykjavík í eitt ár. Þær sátu á bekk í garðinum og nutu veður- bíðunnar og ilms frá trjám og blómum. Þegar ég kom úr garðinum. sá ég nokkra hesta í girtu túni hinum megin götunnar. Þar voru líka þrír krakkar hjá hestunum. Þessir þrír krakkar heita Lóa Sigrún Erlings- dóttir 8 ára, Agnes Hildur Hlöðversdóttir 6 ára og Sigurjón Birgisson 6 ára. Þau eiga öll heima í húsunum viðÁlfheima,en það er gata, sem liggur nálægt Laugardalnum. Krakkarnir koma oft í Laugardalinn að leika sér, og hestarnir Glaður og Blesi létu sér vel lika návist krakkanna. Samt er Glaður ótaminn. Lóa og Agnes voru báðar í Langholtsskóla síðasta vetur, en Sigurjón byrjar i fyrsta skipti í skóla nú í haust. Þegar ég fór frá krökkunum og hestunum áleiðis upp að Suður- landsbraut, mættu mér enn nokkrar kýr á beit. Ósköp var friðsælt og skemmtilegt að labba um Laugardalinn. Kýr á beit við Laugaból. (Myndir Anna). 21 I HIÐ ALSJÁANDI AUGA | nóft sem nýtan dag! IKEGAMI viðurkennd eru RADIOSTOFAN ÞÓRSGÖTU 14 — SÍMI: 14131 Sjónvarpsmyndavélarnar gæðavara. Yfír 20 gerðir véla og tilheyrandi búnaðar fyrir hinar ýmsu aðstæður til alhliða eftir- lits í hverskonar atvinnurekstri. Önnumst uppsetningu, viðhald og varahlutaþjónusm. ÞUNN HELGI ÁN ÞJÓÐVILJANS Sunnudagsblað Þjóðviljans flytur fróðlegt og skemmtilegt helgarlesefni Efni m.a.: — Ung börn geta fengiö liðagigt, bólgu- liðagigt og eldra fólk kannast við liðagigt þá, sem kom upp úr bólgnum hálskirtlum. Jóhann Gunnar Þor- bergsson læknir, sér- fræðingur i gigtar- sjúkddmum og lyf- lækningum, segir frá einum vanalegasta sjúkdómi tslendinga, gigtinni og starfsem- inni á Grensásdeild- inni. — 1 hvitum sport- sokkum, hvitum slopp og hvitum plastsand- ölum gengur Maria niður stigann með magann sinn vagg- andi. Sunnudagsblað Þjóðviljans heldur á- fram kynningu sinni á væntanlegum bókum á haustmarkaði. 1 þetta skipti birtist úr- dráttur úr „Vetrar- börnum” eftir Dea Trier Mörch. — Fyrir menning- arlegar kvikmyndir um fólk og mannleg málefni finnast engir borgunarmenn iokkar þjóöfélagi. Sú stétt, sem ríkjum ræður, virðist ekki hafa á- huga á slikum kvik- myndum. Þorsteinn Jónsson skrifar um stöðu is- lenskrar kvikmynda- geröar i Kvikmynda- kompu. — Súrmjólkina upp- götvaði ég fyrir tilvilj- un. Það var á ákveönu timabili — þegar ég var giftur á tslandi — að ég læddist út og teiknaði það, sem á is- lensku er kallað dóna- legar myndir. Helgarviðtalið er við listamanninn Diet- er Rot. — Dönsk augu sjá Grænlendinga sem drykkfellda aumingja. Marta fann fyrir þjóö- erni sínu þar sem minni virðing var bor- in fyrir henni en dönskum kynsystrum hennar. Grein Erlu Sigurð- ardóttur um erlend málefni fjallar um reynslu grænlenskrar konu af stjórn Dana á Grænlandi. — Þegar konan missir ákvöröunarrétt yfireigin kynlif i.flýtir þetta framþróun skipulagðra trúar- hópa, þar sem flestir eöa allir hóparnir ótt- uöust og fordæmdu „óhamið” kynlíf og kynferðislöngun. Fróðleg grein um sögu getnaðarvarna og jafnréttisbaráttu kvenna. UuDVUHNN BLAÐIÐ SEM MENN LESA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.