Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 7
visra Laugardagur 4. nóvember 1978 7 gat haft hugann alminlega viö annaö en börnin sem hurfu. Á sunnudag fóru hjónin sitt i hvoru lagi til Naini Tal og Bazpur, en komu heim um kvöld- iö vonsvikin,.örmagna, hungruö. Og á mánudaginn voru þau of aöframkomin til aö taka sér nokkuö fyrir hendur — matar- laus, félaus, hvorugtfór i vinnu ... Til hvurs var aö vinna? En nú vikur sögunni á aörar slóöir: Gamall maöur, ættstór en snauöur og farinn aö heilsu og kröftum, var á mánudaginn aö lita eftir böfflum úti skógi. Hann þekkti skóginn, og hann þekkti dýrin i skóginum. Um sólarlags- bil var hann aö byrja aö stugga böfflunum heimleiöis, en þeir höföu þá veriö þarsem skógurinn var þéttastur. Þeir lötruöu eftir götuslóöanum, og meöan ekkert væri aö óttast og ekkert óvanalegt bæri fyrir mundu þeir hvorki lita til hægri né vinstri — þótt raunar ekkert færi framhjá þeim. En nú veröur svo aö á sama blettinum litur hver böffullinn af öörum andartaksbrot til vinstri og heldur svo áfram. Þessvegna var þaö aö þegar hann var sjálfur kominn á sama staö á götunni fór hann einnig aö skyggnast innmilli trjánna. Og i dæld nokkur fet frá stignum lágu tvö litil börn. Gamli maöurinn haföi veriö i þorpinu þega;r kallarinn fór um á laugardaginn og skýröi frá barns- hvarfinu, um annaö var naumast talaö i þorpinu en þaö og hvort þau heföu hlotiö þau örlög aö lenda I ræningjaklóm. Þarna lágu þau þá ... og fimm- tiu rúpiur I boöi! En á þessari stundu mundi gamli maöurinn ekki eftir pen- ingum. Hann var sjálfur faöir og afi og þekkti börn, bar skyn á þetta viökvæma blómstrandi lif. Hversvegna höföu þau veriö myrt og skilin eftir einmitt á þessum staö? Hann staulaöist niöri dældina og settist á hækjur til aö sjá hvaö oröiö heföi þeim aö bana. Ekki hvarflaöi annaö aö honum en þau væru bæöi liöiö lik. Þau voru allsnakin og héldust I hendur, litlu skinnin. Og þau drógu andann! Þau voru ekki látin! Þau voru stein- sofandi! Hann snerti þau varlega. Raun- ar var honum fyrirboöiö aö koma viö þau þvi hann var háttsettur brahmlni, en þau stéttlaus. En hvaöa máli skipti þaö? Og gamli maöurinn vakti börn- in, skildi böfflana slna eftir i skóginum og lagöi af staö meö þau heim. Hann haföi ekki þrek til aö bera þau bæöi i einu, en samt reyndi hann aö hafa þau sitt á hvorri öxlinni — og staulaöist áfram meö hvildum. Þaö var orö- iö dimmt ... og villidýrin komin á kreik eftir bráö. Pútali litla kom ekki upp oröi, hún heföi ekki átt langt eftir. En Punwa megnaöi aö tjá gamla manninum aö þau heföu bara veriö aö leika sér i skóginum og villst. Harkwar sat viö kofadyrnar seint um kvöldiö þegar hann veitti þvi skyndilega athygli aö ljós tóku aö birtast hér og hvar likt og kveikt væri á luktum elleg- ar eldur tendraöur ... Hópur manna nálgaöist og bar ljós ... Fremstur fór gamall maöur meö þunga byröi. Og nú heyröi hann oröaskil: — Harkwar. Börnin! Hann trúöi varla eigin skilning- arvitum. Kúnthi haföi sofnaö saman- hnipruö I kofahorninu, örmagna og svipt allri vonarglætu. Hark- war var aö vekja hana þegar gamli brahmininn lét börnin niö- ur fyrir framan kofann. Viötökunum þarf ekki aö lýsa, þeim er ekki hægt aö lýsa. Hjónin gátu litiö sagt og gamli maöurinn þurfti ekkert aö segja. Og fimmtiu rúpiurnar komu hon- um ekkert viö. Hvaö átti hann aö gera meö svo mikiö fé kominn á grafarbakkann? Og hverjum datt i hug aö taka fé fyrir aö leiöbeina litlum villtum börnum heim úr dimmum skógi? Og Harkwar og Kúnthi vildu ekki taka viö fimmtiu rúpiunum heldur — hvorki aö gjöf né láni. Þau höföu heimt börnin sln úr helju ... og þaö var nóg. Og nú var hátíö i þorpinu. Ýmsir komu meö mat og góögæti og veisla var haldin I kofanum hjá Kúnthi og Harkwar — þarsem sorgin og allsleysiö rikti fyrir nokkrum andartökum. Pútali var tveggja ára, einsog áöur er sagt, og Punwa þriggja. Þau hurfu um miöjan dag á föstu- degi. 1 þrjá daga og sex klst. voru þau aö villast i skóginum meöal grimmustu villidýra jaröarinnar sem vafalaust sáu þau og funduafþeim mannaþefinn,... en létu þau I friöi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru lög frumskógarins kannski ekki grimmúölegri en venjur mannanna. SJÓN ER SÖGU RÍKARI ITT Schaub-Lorenz, vestur-þýsku litsjónvarpstækin eru þekkt fyrir skýra mynd, góða liti og endingu. Spyrjið þá sem eiga ITT litsjónvarpstæki, þeir eru okkar besta auglýsing. GELLIR hefur verið umboðsaðili fyrir vestur-þýsk ITT tæki í meira en áratug, og hefur reynslu í meðferð þeirra. Tæknimenn okkar, sem eru menntaðir hjá framleiðanda í Vestur-Þýskalandi, sjá um viðgerðar- og stillingaþjónustu. Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengið inn frá Vesturgötu) SVRPU SKRPRR ' MÖMMU SKÁPUR ER ORÐINN Sl/OVA STÓR-BU ' BC FÉKK LÍKA SKÁP NÚPA , Sm VAR SETTUR UPP MEÐ ; skrCifjárr'i■ minn ek mj<5r - oc við máluðuh' ha™R/\UÐAN! ALvEC EINS OC MéRFIWNSrl FALLEúT SrSTlR Mi'm KEnn-I kDI MÉR AÐ RAÐA f SKÁPINN HÚN RACAR EKKERT HjÓC, VEL í SINnN SKÁP. Bc RAÐA STUNDUM VEL FYRIR 1 OKKUR BÁBAR ÞAD KEMSTAUTÍ SKÁPANA, AF ÞYÍAt ÞAÐ ER HEST AB SETJA ALLAR MLLUrUAR 0C SLAR- NAR OC SKÚFFURNAR ÞAR 5EM PASSAR FtRIR FÖTHJ 00 DÓTÍB Pab&i SSOiR , Ae SYRPU SKAPARNÍR FARI VE.L/YE-B / Fórirv okkar. oc. vio FÖrum Uka / <VELME£> FÖrnJ OC DbTlp 0KPAR..J Hvaða stœrð hentar þér? SYRPUSKAPAR eru einingaríýmsumstœrðum. Takið eftir því hvað fœranleiki skápanna og allra innréttinga þeirra gerir þá hagkvœma fyrir hvern sem er. Við sendum um land allt. Vinsamlegast sendiO mér upplýsingar um SYRPU SKÁPANA. □ □ □ m □□ SkrifiO greinilega. SYRPU SKÁPAR eru íslensk framleiðsla. AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.