Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 22. mal 1979. 3 YFIRHEYRSLA A Nærri hvert sæti var skipað á alþingi I gær, þegar fundur var settur I sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þétt setnir og þar mátti kenna nokkra nafn- togaða menn. i fréttamanna- stúkunni voru fleiri fréttamenn en blaðamaður VIsis hefur áður séð þar og eftirvæntingarkurr barst um húsakynni löggjafar- samkomunnar. Hvað var aö gerast? Hafði rikisstjórninni tekist aö ná samstöðu i launa- og kjara- málum? Hafði sáttanefndinni tekist að leysa verkfallshnút- inn? Eða var kannski verið að fjalla um framhaldsskóiafrum- varpið, mál sem snertir hvert einasta mannsbarn i landinu? Sei, sei, nei! Mál málanna t siðdegisblöðunum haföi Ölafur Ragnar Grimsson komið þeirri orðsendingu áleiðis til al- mennings, að fjármálaráðherra landsins yrðilátinn svar til saka utan dagskrár, þennan sama dag. Hafði hann tekið lán til bif- reiðakaupa hjá rikissjóði, eða ekki? Og almenningur lét ekki á sér standa, þegar svo brýnt hagsmunamál i þágu lands- manna var á dagskrá. Þegar fundur var settur i Sameinuðu þingi, var sæt'i Ölafs Ragnars autt og menn litu hver á annan. Leikurinn var að hefj- astogstjarnanekkimætt! Hann kom þó von bráðar og sat hinn rólegasti meðan mál voru af- greidd hvert af öðru, uns fundi var slitið. Þá áttuðu menn sig á þvi, að réttarhaldið ætti að fara fram i efri deild og þyrptust inn á þingpalla þar. Og tjaldið var dregið frá. Siðferðileg forysta Ólafur Ragnar rakti nú erfið- leika fjárhags- og viðskipta- nefndar efri deildar við að fá upplýst allt um bilamál ráö- herra og sérstaklega hver hefði fengið þriggja milljón króna »<!í mjónina I Michaelsdóttir, LJT-A |H| blaðamaður, skrifar. lán. Embættismenn i fjármála- og forsætisráðuneyti hefðu ekki fengist til að nefna nein nöfn, en allt benti til að það væri fjár- málaráðherra sjálfur. Vildi hann þvi spyrna hann beint að þvi, hvort hann hefði tekið þetta lán til að standa straum af bila- kaupum sinum og jafnframt, hvort hann hefði látið rikið standa straum af viðgerð á bif- reið þeirri, sem hann átti áður og selt siðan og stungið hagnað- inum I eigin vasa. Hann kvað brýnt að fá þetta mál á hreint, þvi að fjármálaíáðherra ætti ekki aðeins að hafa stefnulega forystu i fjármálum, heldur einnig siðferðilega. Loks lýsti Ólafur þvi, að þaö væri með nokkrum trega, sem hann héldi uppi þessum málflutningi utan dagskrár, en það hefði verið krafa almennings I siöustu kosningum að spillingu á æöstu stöðum linnti. Tala aðeins um mig sjálfan Næst stóð fórnarlambið, Tóm- as Arnason, upp og tók til máls. Hann rakti friöindi ráöherra til bflakaupa á undanförnum ár- um og benti á að þessar nýju reglur væru til þess gerðar að draga úr þeim. Um þetta hefði verið alger samstaða i rikis- stjórninni og væri þetta þvi eng- in einkaákvörðun hans. Það hefði verið föst regla i fjármála- ráðuneytinu að gefa ekki upp- lýsingar um einstaklinga, en hins vegar alltaf veriö greið svör um málefni og gildandi reglur. Þessari reglu yrði haldiö áfram meðan hann væri fjár- málaráðherra nema alþingi óskaði annars. Hann myndi gera eina einustu undantekn- ingu og það væri varöandi hann sjálfan. Hann hefði tekiö þetta lán og algerlega fariö að gild- andi reglum. Gamla bilinn sinn sagðist hann ekki enn vera bú- inn að selja, svo hvorki væri um hagnað eða tap af honum aö ræða. Með ryðgati og beyglu Þrir ráðherrar stóöu nú upp til að hreinsa sig af þeim ávirð- ingum, að þeir létu rikið gera upp bfla sina fyrir stórar fjár- upphæðir og seldu þá siðan. Kjartan Jóhannsson sagðist hafa selt hinn átta ára gamla bil sinn með ryðgati og beyglu og án þess að gera hann upp. Bene- dikt Gröndal kvaðst aka um I bfl, sem væri merktur rikinu bak og fyrir, en ætti niu ára gamlan bfl sem hann hefði til eigin afnota og Steingrimur Hermannsson sagðist ekkert hafa að fela. Nokkrar umræöur urðu siðan um málið og meðal annars hvort ekki ætti að afnema öll friðindi sem fylgdu störfum, ekki aöeins ráðherra, heldur allra landsmanna. Litill svipur á þinginu Ýmsum finnst litil reisn yfir þessum umræðum, þegar örfáir dagar eru til þingslita, mörg mikilvæg mál liggja fyrir og stjórnin hefur liýst þvi yfir, að efnahagslif þjóöarinnar sé i rúst. Blaðamaður Visis heyröi forsætisráðherrann segja við samþingsmann sinn meðan bflamálin voru rædd af sem mestum alvöruþunga: „Það er litill svipur á þinginu”. Ekki er óliklegt að hann eigi sér þar nokkra skoðanabræður. En Ólafur krossfararriddari siðferðisins lýsti þvi yfir, aö þaö væri kominn timi til aö þjóðfé- lag friðindanna væri afnumiö á Islandi. Að loknum þessum umræð- um, þegar önnur og ómerkilegri þjóöþrifamál voru tekin til um- ræðu, tæmdist þingpallurinn og fréttamannastúkan. Tjaldið var fallið. -^IM pr Skuttogarinn Sigurbjörg á reynslusiglingu. (Vlsism. Friðrik Vestmann) Sigupdjöpg tíl heimahafnar Skuttogarinn, Sigurbjörg ÓF 1, var afhentur frá Slippstöðinni á Akureyri álaugardaginn, en eigandi skipsins er Magnús Gamaiieisson á Ólafsfirði. Togarinn er 55 metrar a tenga og lestarrýni er fyrir 950 tonn. Hægt er að stunda bæði venju- legar togveiðar svo og veiðar á loðnu og til dæmis kolmunna með flotvörpu. Ganghraði I reynslusiglinguvar 14,5 sjómil- ur, en togannn gengur 12,5 milur fyrir hálfu vélarafli eða eitt þúsund hestöflum. Sigurbjörg er stærsta fiski- skipið sem Slippstöðin á Akur- eyri hefur smiðað, en nú eru lið- in 13 ár frá því stöðin byggði skip með sama nafni fyrir Magnús Gamalielsson. Togarinn hélt á veiðar i gær. —SG LAUNIN 132% UPP GENGH) 69% NWUR A timabilinu frá 1. mars 1977 til 1. mars 1979 hafa laun I iðnaði hækkað um 132%, cn á meðan hefur Bandaríkjadollar hækkað um einungis 69% gagnvart Is- Icnsku krónunni. Þetta kemur fram I fréttabréfi Félags islenskra iðnrekanda. 1 fréttabréfinu segir, að þessi þróun launa og gengis endur- spegli versnandi samkeppnis- aöstööu islenskra iönfyrirtækja, þar sem gengið er ráðandi þátt- ur um raunverulegar tekjur iðn- fyrirtækja jafnt i útflutningi sem samkeppni á heimamark- aði og launakostnaður er stór þáttur I útgjöldum. —SS— HARSKERINN SKÚLAGÖTU 54 - SÍMI 28141 RAKARASTOFAN SEVILLA HAMRABORG 12 - SÍMI 44099 RAKARASTOFAN DALBRAUT 1 - SÍMI 86312

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.