Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 23
VISIR Þriðjudagur • V 4 • é 22. maí 1979. mmm 23 Umsjón: Sigurður | Sigurðarson Sjónvarp f kvöld kl. 20.55: Umheimurinn: Ulanrfkismði ísiands Hver eru hau? Hermann Gunnarsson lýsir landsleik tsiands og Sviss sem fram fer i kvöld. Otvarp I kvöld kl. 19.35: Bein lýsing frá landsleiK is- lands og Sviss t „Umheiminum” I kvöld, sem er undir stjórn Gunnars Eyþórs- sonar fréttamanns á litvarpinu, verður fjallað um utanrikismál tslands. „Það er ætlunin að fjalla um það i' hverju utanrikisstefnan sé fólgin, hverjir eru hagsmunir ts- lands oghvernig þeirra sé gættiit á viö”, sagði Gunnar i viðtali við Visi. „Ég mun ræða við embættis- menn i ráðuneytum, fulltrúa stjórnmálaflokkanna. Ég vil þó taka það fram að þátturinn er ekki settur upp sem deiluþáttur heldur miklu frekar til fróöleiks fyrir áhorfendur. tslenska utanrikisstefnan byggist auðvitað fyrstogfremst á viðskiptalegum og pólitiskum hagsmunum og mun ég reyna að finna út hverjir viðskiptahags- munirnir eru og einnig þeir póli- tisku. 1 þættinum verða umræður e.t.v. utanrikisráðherra og for- svarsmenn pólitisku flokkanna munu taka þátt i þeim”. Bein lýsing Hermanns Gunnarssonar frá landsleik is- lendinga og Svissbúa verður á dagskránni i kvöld. Leikurinn, sem er liður í Evrópukeppni landsliða, er hinn fyrsti milli þessara þjóða. 1 liði íslands verða sex atvinnu- menn, þeir JóhannesEðvaldsson, Celtic, Karl Þórðarson, La Lou- viére, Asgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Pétur Pétursson, Feyenoord og Arnór Guðjohnsen, Lokeren. Ekki er að efa að þessir menn munu styrkja islenska landsliðið verulega. Fyrir utan útlendingana verða i liðinu Þor- steinn ólafsson, IBK, en hann kemur nú aftur inn í landsliðið eftir nokkurra ára fjarveru, Arni Sveinsson, 1A, Marteinn Geirs- son, Fram, Janus Guðlaugsson, FH, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Atli Eðvaldsson, Val, ogallir hafa þessir menn leikið áður með landsliðinu. Auk þeirra verða nokkrir nýliðar með landsliðs- hópnum i Sviss. Þeir eru: Bjarni Sigurðsson, IA, Ottó Guðmunds- son KR, Sævar Jónsson, Val og Jón Oddsson, KR Landsleikurinn viðSviss verður 108. landsleikur Islendinga í knattspyrnu. Þjálfari íslendinga er Sovétmaðurinn Youri Illichev. útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. A frívaktinni. Sigrún Siguröardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan : „Þorp I dögun” eftir Tsjá-sjú-ll Guðmundur Sæmundsson les (11). 15.00 Miödegistónleikar (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan: „Mikael mjög- siglandi” eftir Olle Mattson. Guðni Kolbeinsson les þýðingu sína (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Knattspyrnuleikur I Evrópukeppni landsliöa: Svissland-tsland. Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik frá Wankdorf- leik- vangnum i Bern. 20.30 Otvarpssagan: „Fórnar- lambið” eftir Hermann Hesse.Hlynur Arnason les þýðingu sina (9). 21.00 KvHdvaka 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Vlðsjá 23.05 Harmonikulög 23.15 A hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. ,,Morðið i kirkjugarðin- um”. Ed Begleyleskafla úr sögunni afTomSawyer eftir Mark Twain. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augl/singar og dagskrá. 20.30 Orka. Annar þáttur er um orkunotkun Islendinga og innlendar orkulindir. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreösson. Stjórn upp- töku örn Haröarson. 20.55 Umheimurinn. Viðræðu- þáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmað- ur Gunnar Eyþórsson fréttamaður. 21.45 Hulduherinn. Breskur myndaflokkur. Staðgengill- inn. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 22.35 Dagskrárlok. Viö pípum á herlegheitin Eftir að búið er að sýna fram á, að innkaupsverð á bensini hér er hærra en útsöluverð I Banda- rikjunum, og eftir að ljóst er orðið, að disilbilaeigendur, þeir sem við koma, nota niður- greidda húshitunaroliu á bfla sina, hélt rikisstjórnin sig viö sitt gamla fangaráð að halda á- lögum rikisins á bensin óbreytt- um. Þeir fóðruðu þessa ákvörð- un með einskonar framtiöarút- reikningi handa disilbilaeigend- um, sem verða að fá ódýra kyndingu á hús sín og nokkurn niöurgreiddan leka á bila slna. Jafnvel I Noregi, þar sem hinn skandinavlski heimóttargangur er þó á fullu, hafa menn haft rænu á aö lita húshitunaroliuna til að fyrirbyggja svindl. Hér gapa bara hin stóru þorskhöfuð ráöherranna þegar svindlið ber á góma og herða enn niöur- greiðslur á ollunni. Þá tekur út yfir allan þjófabálk, þegar sam- gönguráöherra birtist I sjón- varpinu i viðræðum viö heldur slappan og óþarflega kurteisan forustumann FÍB, og lýsir þvl yfir að bileigendapipið I kvöld verði ekki tii annars en flauta inn nýja vegagerðaráætlun — sem á að koma til framkvæmda 1980! Sannleikurinn er sá, að vega- gerðaráætlanir undanfarins áratugs hafa ekki verið annað en lygi og svik til að halda niöri andmælum gegn svivirðilegri skattheimtu af nýjum bllum, sem hvergi þekkist I heiminum nema hér, og stighækkandi inn- heimtu af bensini eftir þvi sem sú vara hefur hækkað erlendis. Þessar vegagerðaráætlanir hafa allar veriö pólitlskur mála- tilbúnaður, enda hafa þær ekki fyrr veriö samþykktar á Alþingi en þær hafa verið sviknar og borið við peningaleysi, þótt ljóst sé að á hverju ári fara tekjur af bílum og bensini langt fram úr áætlun fjárlaga. Vegurinn aust- ur var verk Ingólfs Jónssonar, og kom án hávaða og þrýstings. Raunar voru hinir þekktari skattheimtumenn svo hissa að þeir þögðu, og komu auk þess ekki við neinum svikum út af þeirri áætlun. Vegurinn yfir Skeiðarársand kom vegna sér- stakrar happdrættisbréfasölu og áhuga manna utan skatt- heimtukerfisins. Þess vegna var áætlunin um hann ekki svik- itU Annað, sem islenskir bileig- endur hafa fengið fyrir pening- ana sína, er vordrulla I vegi, sem ekið er þangað af atvinnu- bótabilum i sveitum, sem ganga fyrir niöurgreiddri húsa- ollu. Það þýðir þvi lltið fyrir sam- gönguráðherra að ætla sér nú að veifa einni lygaáætluninni enn framan I bilaeigendur, loksins þegar þeir hafa ákveðið að gera eitthvað I málinu. Samgöngu- ráðherrann, eins og fyrirrenn- arar hans, byggir vegahugsjón sina fyrst og fremst á vordrull- unni, sem þeir nefna ofanlburð að gamni slnu, en á sumum stöðum er svo langt að sækja þá sérstöku vordrullu, sem hæfa þykir í vegina, að jafn dýrt er að aka henni á atvinnubótabilun- um og malbika viðkomandi veg á hverju vori. Það eru nefnilega atvinnubótaatkvæði sveitanna, sem ráða meiru um þaö að enn er verið að aka vordrullunni én margt annaö. Og svo biður Borgarfjarðar- brúin á tólfta stólpa, og ekki séð enn hvenær smiöinni lýkur, fjórum árum eftir að ærnum hluta vegafjár var sökkt i þetta minnismerki Halldórs E. Sig- urössonar. Væri verðugt rann- sóknarefni að athuga hvað margar vegaáætlanir hafa verið sviknar út af þeirri brú. t rauninni ættu samgönguráð- herrar á tslandi aö veigra sér við að tala um vegaáætlanir. Þær eru engar til og verða aldrei til nema sem svika- og lygapappirar i ráðuneytisskúff- um til að veifa þegar á að plpa á herlegheitin. Og svo væri á- stæða til að leita eftir heppilegri bensinviðskiptum i framtlöinni en hjá Rússum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.