Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1979, Blaðsíða 5
KANADAMENN DAUFHEYR- AST VID HVATNINGU TRUDEAU TIL „ÞJÖÐAR- EININGAR” Pierre Trudeau, forsætis- ráfiherra Kanada, gengur nú til sinna erfiðustu kosninga á ellefu ára stjórnarferli slnum, enda gera stjórnarandstæöingar sér góðar vonir um að binda enda á „Trudeau-maníuna”,einsog þeir kalla það. Kosið er i dag um 282 þingsæti neðri málstofunnar i sambands- þingi Kanada og hafa skoöana- kannanir að undanförnu bent til þess aö frjálslyndi flokkur Trudeaus hafi misst fylgi vegna óánægju kjósenda með efnahags- málin, sem óðaverðbólga og mik- iö atvinnuleysi hafa sett svip sinn á. Ihaldsflokkurinn undir forystu Joe Clark þykir á meöan hafa unnið töluvert á og sýndu sömu kannanir, að fylgi flokkanna virt- ist fyrir kjördag hnifjafnt eöa 40%. Fylgi nyiýöveldisflokksins var i þessum könnunum talið 17%. Ed Broadbent, leiötogi hans, hefur ekki viljað láta hafa eftir sér, hvorn flokkinn nýlýðveldis- flokkurinn mundi styðja til SkiluDu Dýfinu t Kampala, höfuðborg Uganda, hrúguðust upp á götum heilir haug- ar af stolnu góssi, þegar ibúarnir brugðust við áskorunum yfirvalda i útvarpi um að skila aftur þvi þýfi sem hvarf meðan umsátrið um borgina stóð sem hæst. Þá voru miklar gripdeildir i borginni. A myndinni hér fyrir ofan, sem tekin var I morgun, sést fólk vera að ieita að týndum munum sinum i safninu. Elton John gerir lukku hjá Rússum Þúsundir Rússa klöppuöu og hrópuöu Elton John, breska rokk- söngvaranum, loffyrir hljómleik- ana sem hann hélt i gærkvöldi i Leningrad, en það eru þeir fyrstu á tiu daga fyrirhugaðri hljóm- leikaför hans um Sovétrikin. Hundruð aðdáenda stóðu fyrir utan Októberhöllina þar sem hljómleikarnir voru haldnir og sperrtu eyrun við ómnum af hljómleikunum, sem barst út, en þeir höföu ekki náð aðgöngu- miðum. — Aðgöngumiöinn var upphaflega á sex rúblur (3.150 kr.) en á svarta markaðnum komst miðinn undir lokin upp i 100 rúblur (52 þús. kr.) Þegar Elton John birtist á sviðinumeðhvitahúfuáhöföi og i bláum silkináttfötum, var honum feikilega fagnað og stúlkur færöu honum stóra blómsveiga upp á sviðið og héldu þvi áfram á milli atriða. — Hljómleikagestir voru flestir á yngra skeiðinu. Hljómplötur Elton John eru vel kunnar i Sovétrikjunum meðal rokk-aðdáenda, þótt þær séu ekki opinberlega til sölu i verslunum en lögin getur unga fólkið heyrt i vestrænum útvarpsstöðvum og plöturnar fást á svarta markaðn- um. Það voru ekki aðeins aðgöngu- miðarnir, sem fóru á okurverði, áður en hljómleikarnir hófust. Dagskráin prentaða (prógramm- ið) gekk kaupum og sölum sem eftirsóttur minjagripur og var löngu uppseld áður en hljóm- leikarnir hófust. John ætlar að halda þrjá hljóm- leika til viðbótar i Leningrad og siðan fjóra i Moskvu. — Siðar á árinu ætlar Elton John aðra hljómleikaför til Sovétrikjanna og þá i för með sænsku ABBA-f jórmenningunum. Fyrr á armu fóru Boney M og héldu hljómleika i Moskvu viö góðar undirtektir. Pierre Trudeau forsætisráöherra gaf sér I gær tima frá kosninga- baráttunni til þess að horfa á knattleik milli kappliða Montreal og New York. — Stúlkan við hliö hans á myndinni fylgdi honum ekki á leikana og er ekki vitaö um nafn hennar. stjórnarmyndunar, ef hvorugur stóru flokkanna næði hreinum meirihluta. Kosningabaráttan hófst fyrir tveim mánuðum og hefur Trudeau forsætisráðherra og aðr- ir formenn flokkanna veriö á ferð og flugi um landið þennan tima. Af ýmsum er taliö að hugsan- lega geti kastast i kekki milli frönskumælandi Kanadamanna og enskumælandi og hefur Trudeau óspart slegið á þá strengi i kosningabaráttunni. Hefur hann brýnt fyrir kjósend- um, að þeir þurfi á honum að halda til þess að þjóðareining rofrii ekki. Enda hefiir honum reynst þaö slagorð drjúgt til fylgis I fyrri kosningum. Þar við bætist að skammt er til þjóðarat- kvæðis i Quebec um hugsanlegan aðskilnað fylkisins frá sambands- rikinu. En einhvern veginn er ekki á kjósendum aö heyra að þeir hafi hrifist að þessu sinni af „einingartali” Trudeaus. - Tvísvnar kosningar i Kanada í dag, par sem 11 ára sljðrn Trudeau gengur til prðfs SUMARAUKI Á COSTA DIVAVA LLORET DE MAR Brottför 29. mai—3 vikur—nokkursæti laus. Gisting íbjörtum og rúmgóöum íbúðum á CONBAR eða á hinu vinsæla Hotel GLORIA. Kynnisferðir til Andorra/ Barcelona, Montserrat o.fl. Næsta brottför 19. júní.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.